Morgunblaðið - 26.02.1988, Page 34
34
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 26. FEBRÚAR 1988
BREYTINGAK
Á UMFERÐARLÖGUM
Hveijar eru regiur um aidur
barna á reiðhjólum { nýju um-
ferðarlögunum?
Svan 40. gr. nýju umferðarlag-
anna Qallar, ásamt 39. gr., um
reiðhjól. Þar segin „Bam yngra
en 7 ára má eigi hjóla á akbraut
nema undir leiðsögn og eftirliti
manns sem náð hefur 15 ára aldri.
Eigi má reiða farþega á reið-
þjóli. Þó má vanur hjólreiðamað-
ur, sem náð hefur 15 ára aldri,
reiða bam yngra en 7 ára, enda
sé barainu ætlað sérstakt sæti og
þannig um búið að þvi stafi eigi
hætta af hjólteinunum.
Eigi má flytja á reiðhjóli þyngri
hluti eða fyrirferðarmeiri en svo
að ökumaður geti haft fullkomna
stjóm á reiðhjólinu og gefið við-
eigandi merki. Eigi má heldur
flytja á reiðhjóli hluti, sem valdið
geta öðrum vegfarendum óþæg-
indum.“
Mér stendur stuggur af þessu
nýja tjónstilkynningaeyðublaði
tryggingafélaganna. Hvað gerist
er einhver neitar að skrifa undir
framhlið eyðublaðsins, eins og
ætlast er til?
Svar; Ijónstilkynningin lýtur
að þeim aðilum, sem lenda í um-
ferðaróhöppum. Ef einhver neitar
að gefa upp nafn sitt eða heimilis-
fang á vettvangi kallar hann að
sjálfsögðu eftir aðstoð lögreglu,
eins og kveðið er á um í 10. gr.
nýju umferðarlaganna. Fylli við-
komandi hins vegar sína hlið á
framhlið eyðublaðsins, en neiti
sfðan að rita nafn sitt þvf til stað-
festingar að skráðar upplýsingar
séu réttar, sem á ekki að þurfa
að koma til vegna þess að einung-
is er um staðreyndaupptalningu
að ræða, er um tvennt að velja;
óska aðstoðar lögreglu eða taka
eyðublaðið og afhenda sínu trygg-
ingarfélagi til ákvörðunar bóta-
þáttarins. Teíji tryggingarfélagið
ástæðu til með hliðsjón af eðli
málsins að leita eftir frekari upp-
lýsingum frá mótaðilanum eða frá
vitnum, sem hugsanlega eru til-
greind, sinnir það því. Að öðrum
kosti getur það metið að fram-
lagðar upplýsingar séu fullnægj-
andi og greiðir hlutaðeigandi bæt-
ur. Fullvíst má telja að tjónþoli
leiti eftir bótum til tryggingaifé-
lags síns, en jaftiframt geti sú
staða komið upp að tjónvaldur
verði ekki eins áfjáður í að koma
sínum hluta til skila. Það ætti
ekki að þurfa að hafa áhrif á
ákvörðun tryggingarfélagsins
varðandi bótaþáttinn, nema eitt-
hvað sérstakt komi til.
Ég hef verið að velta fyrir mér
orðunum afrein og aðrein og
finnst þau hljóma alltof líkt í
töluðu máli. Mér var að detta f
hug hvort orðin innrein og útrein
gætu ekki komið að sömu notum?
Svan Það er rétt, orðin afrein
og aðrein hljóma líkt. Þessari
ábendingu er hér með komið á
framfæri.
Hvað á ég að gera ef ég kem
að bilnum mínum skemmdum eft-
ir að ekið hafí verið á hann og
enginn er á staðnum?
Svan Ef bfllinn þinn er enn á
þeim stað, sem þú telur að ekið
hafi verið á hann, skaltu kalla
lögreglu á vettvang. Hún mun
síðan liðsinna þér eftir því sem
kostur er. Það er möguleiki á að
lögreglan geti fundið einhveija
vísbendingu á staðnum, sem bent
gæti til tjónvalds. Einnig er mögu-
leiki á að einhver gefi sig fram
við lögreglu, annað hvort tjón-
valdur sjálfur eða einhver, sem
getur gefið upplýsingar í málinu.
Lögreglan reynir í þeim tilfellum
að rannsaka málið og upplýsa um
málavexti. Ef þú hefur hins vegar
ekið af þeim stað, sem ekið hafði
verið á bílinn, eða veist ekki hvar
atvikið átti sér stað, skaltu fara
á næstu lögreglustöð og tilkynna
um tjónið. Þar eru sérstök tilkynn-
ingaeyðublöð, sem þú myndir fylla
út. AÚtaf er möguleiki á að tjón-
valdur, eða vitni, hafi haft sam-
band við lögreglu og hægt verði
að vinna málið út frá fyrirliggj-
andi upplýsingum. Þegar nýju
umferðarlögin hafa tekið gildi 1.
mars nk. áttu jafnframt að fylla
út tjónstilkynningaeyðublað
tryggingarfélagsins og koma því
á réttan stað, þ.e. til tryggingarfé-
lags þíns.
Getur verið að leyfilegur öku-
hraði á vinstri akreininni, á
tveggja akreina akbrautum, verði
meiri en á þeirri hægri þegar
nýju umferðariögin taka gildi?
Svar Nei. Sömu leyfíleg há-
markshraðamörk gilda á báðum
akreinum sömu akbrautar. Ein-
hver misskilningur virðist vera
meðal sumra varðandi akstur á
akreinum. Þeir virðast álfta ein-
hverra hluta vegna að aka megi
hraðar á vinstri akreininni en
þeirri hægri og jafnvel að leyfileg
hámarkshraðamörk gildi ekki á
vinstri akreininni. Á henni megi
menn aka eins hratt og þeir vilja.
Þetta er mikill misskilningur. í
þéttbýli má ökuhraði ekki vera
meiri en 50 km/klsL ef tekið er
mið af 37. gr. nýju umferðarlag-
anna. Þá segir í 1. mgr. 36. grein-
ar laganna: „Ökuhraða skal jafri-
an miða við aðstæður með sér-
stöku tilliti til öryggis annarra.
Ökumaður skal þannig miða hrað-
ann við gerð og ástand vegar,
veður, birtu, ástand ökutækis og
hleðslu, svo og umferðaraðstæður
að öðru leyti. Hraðinn má aldrei
verða meiri en svo að ökumaður
hafi fullt vald á ökutækinu og
geti stöðvað það á þeim hluta
vegar fram undan, sem hann sér
yfir og áður en kemur að hindr-
un, sem gera má ráð fyrir." Þetta
ákvæði segir okkur að hámarks-
hraðinn þurfi ekki endilega að
vera allt að 50 km/klst. heldur
þurfum við að meta það hveiju
sinni með tilvísun í framangreind
atriði hvenær ökuhraðinn hann
skuli vera minni. Þetta er eitt af
þýðingarmeiri ákvæðum umferð-
arlaganna og kallar á ákveðna
umhugsun.
Hver verður gildistími ökuskfr-
teina þeirra, sem hafa meirapróf?
Svan Reglugerðin um ökuskfr-
teini, kennslu og próf ökumanna
hefur okkur vitandi ekki verið
endumýjuð þannig að ákvæði
gildandi reglugerðar heldur. í
nágrannalöndum okkar hefur
gildistími ökuskírteina þeirra
manna, og kvenna, sem hafa
meirapróf, verið 10 ár, svo fram-
arlega að engin sérstök skilyrði
takmarki gildistímann að öðru
leyti.
Rétt er að auglýsa símanúme-
rið, 623635, upplýsingasfma lög-
reglunnar varðandi nýju umferð-
arlögin. Svarað á milli 14 og 16
virka daga fram að mánaðamót-
um.
Barn yngra en 7 ára má eigi hjóla á akbraut nema undir leiðsögn og eftirliti manns sem náð hefur
15 ára aldri.
Morgunblaðið/Ámi Helgason
Frá tónleikum Kirkjukórsins í félagsheimilinu. Ingveldur Hjaltested
söng þar einsöng með kórnum.
Kirkjukór Stykkis-
hólms með tónleika
4 Stykkishólmi.
TÓNLEIKAR Kirkjukórs Stykk-
ishólms voru haldnir laugardag-
inn 20. febrúar sl., en undanfarið
hafa vcrið strangar æfingar,
enda bar dagskráin þess glöggt
vitni. Tónleikarnir voru haldnir
í félagsheimilinu. Kórstjóri er
Jóhanna Guðmundsdóttir og
sýndi það enn einu sinni að hún
er réttur maður á réttum stað.
öll stjóm hennar er markviss og
örugg.
I kómum sungu að þessu sinni
30 kórfélagar og vakti sérstaka
eftirtekt hversu samtaka allir voru.
Einsöngvarar voru þeir-Bjami Lár-
entsinusson og Njáll Þorgeirsson
sem hér hafa lengi sungið saman
tvfsöng fólki til ánægju og hafa
einnig gefið út hljómplötu. Stóðu
þeir vel fyrir sfnu. Undirleikari var
Erlendur Jónsson, en hann hefir
áður leikið með kóraum og setti
leikur hans góðan blæ á sönginn.
Kynnir var Daði Þór Einarsson og
gerði hann það bæði smekklega og
skemmtilega. Þá lék hljómsveit
Jóns Svans Péturssonar undir í
nokkrum lögum, en með honum
voru Hafsteinn Sigurðsson tónlist-
arkennari, Lárus Pétursson, bróðir
Jóns Svans, en hann kennir á gftar
við Tónlistarskólann, og svo lék
einnig með Daði Þór á básúnu.
Þessi hljómsveit stóð sig með af-
brigðum vel.
Þá söng Ingveldur Hjaltested
óperusöngkona nokkur lög við und-
irleik Kay Ludvigsson og var henni
óspart klappað lof í lófa, enda var
söngur hennar Ijómandi. Hún söng
bæði íslensk og erlend lög. Ingveld-
ur hefir áður komið við sögu Kirkju-
kórsins þegar hún leiðbeindi „Jökla-
kómum" sem kirkjukóramir á Nes-
inu stofnuðu á sínum tíma. Var
þessum tónleikum fagnað með inni-
legu lófataki og blómvendir
streymdu inn á sviðið.
— Ami
Krýsuvíkursamtökin:
100 áheit frá Héraðssjóði
Kjalamesprófastsdæmis
Moryunblaöid/Þorkell Þorkelsson
Helgi K. Hjálmsson, gjaldkeri Héraðssjóðs Kjalamesprófastsdæmis,
afhendir Ástu Lárusdóttur, varaformanni Krýsuvíkursamtakanna,
100 áheit.
NÝLEGA voru Krýsuvíkursam-
tökunum afhent 100 áheit að
upphæð kr. 70.000 frá Héraðs-
sjóði Kjalarnesprófastsdæmis.
Gjaldkeri sjóðsins, Helgi K.
Hjálmarsson, afhenti Ástu Lár-
usdóttur, varaformanni
Krýsuvikursamtakanna, áheitin f
skrifstofu samtakanna f Þver-
holti 20. Áheitin verða notuð til
að fjármagna áframhaldandi
framkvæmdir við kapelluna i
skólahúsinu í Krýsuvík.
Framkvæmdir við miðstöðvar-
lögn og uppsetningu ofna í skólan-
um eru komnar vel á veg og lokið
í þeim hluta hússins, em fyrst á að
taka f notkun. Starfsmaður
Krýsuvíkursamtakanna er búsettur
á staðnum og hefur eftirlit með
skólahúsi og sér um upphitun húss-
ins jafnframt því að starfa við hin-
ar ýmsu framkvæmdir á staðnum.
Eitt brýnasta verkefni samtakanna
er að hefla framkvæmdir við hita-
veitu, en samtökin mega nýta án
endurgjalds gufuorku úr borholu,
sem er eign Hafnarfjarðarbæjar.
Sótt var um Qárveitingu til fjár-
veitinganefndar Alþingis, að upp-
hæð kr. 2,2 milljónir, en engin Qár-
veiting fékkst. Viðræður um áætl-
anir og starfsemi samtakanna hafa
átt sér stað við nefnd á vegum ráðu-
neytanna, en ekki hefur ennþá orð-
ið vart við nein viðbrögð stjómvalda
um leyfi til starfrækslu heimavist-
arskóla f Krýsuvfk með sérstöku
tilliti til þarfa þeirra sem ánetjast
hafa ffniefnum.
Áheitasöfnun Krýsuvíkursam-
takanna hefur gengið vel og hafa
borist áheit hvaðanæva af landinu
fyrir um kr. 3.6 milljónir frá ára-
mótum.
(Fréttatilkyiming)