Morgunblaðið - 26.02.1988, Síða 35
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 26. FEBRÚAR 1988
35
Erla B. Skúladóttir í hlutverki sinu.
Síðustu sýningar
„Á sama stað44
SÝNINGUM EGG-leikhússins á
leikritinu „Á sama stað“ fer nú
að ljúka og verða þær nk. laugar-
dag 27. febrúar og íaugardaginn
5. mars og hefjast kl. 12 á hádegi.
Sýningamar verða sem áður á
veitingastaðnum Mandarínanum
við Tryggvagötu og eru sýndar í
svokölluðu hádegisleikhúsi, þ.e. að
hádegisverður er borinn fram á
sýningum.
Á sama stað er nýtt verk eftir
Valgeir Skagfjörð í leikstjóm Ing-
unnar Ásdísardóttur. Leikmuni og
búninga gerði Gerla.
I fréttatilkynningu um leikritið
segir m.a.:
„Með eina hlutverkið fer Erla
B. Skúladóttir. í fyrri þætti sjáum
við hana í hlutverki konu sem stend-
ur höllum fæti í lífinu. Hún hefur
reikað inn í almenningsgarð með
barn sitt í vagni og hittir þar fyrr-
verandi skólasystur sína sem hún
hefur tal við og ákveður að breyta
lífi sínu. Þær mæla sér mót á sama
stað að tíu ámm liðnum. í seinni
þættinum sjáum við það stefnumót,
en ýmislegt hefur breyst á tíu ámm
og atburðir taka óvænta stefnu."
Miðapantanir em teknar á Mand-
arínanum.
Leiðrétting
í myndatexta f Morgunblaðinu
sl. miðvikudag, með frétt um
togarann Ófeig III, sem stran-
daði við Þorlákshöfn, segir að
báturinn hafi strandað við Ós-
eyramesvita. Hið rétta er að
Ófeigur III strandaði við Hafnar-
nesvita.
ÞRAUTSEIGJA
OG ÞUNGAROKK
Kvikmyndir
Sæbjörn Valdimarsson
STJÖRNUBÍÓ:
HÆTTULEG ÓBYGGÐAFERÐ
- WHITE WATER SUMMER
Léikstjóri Jeff Bleckner.
Handrit Manya Starr og Ernest
Kinoy. Tónlist Michael Bodd-
icker. Klipping David Ray.
Kvikmyndataka John Alcott.
Aðalleikendur Kevin Bacon,
Sean Astin, Jonathan Ward,
Matt Adler. Bandarísk. Polar
Entertainment/Columbia Pic-
tures 1987. 90 mín.
Þessi óvenjulega unglingamynd
kemur á óvart þar sem hún reyn-
ir að forðast troðnar slóðir, efnið
hefur hreinlega ekki sést á tjald-
inu langa-lengi. Hér er nefnilega
fjallað um óbyggðaferð nokkurra
borgarbama sem em látin reyna
heldur betur á þolrifin undir stjóm
þaulvans útivistarmanns (Bacon).
Það er einkum pilturinn Astin
sem er illa búinn undir þessar
manndómsraunir, en hann er
skarpastur þeirra pilta og bætir
með því upp áhugaleysi, allt að
því skömm á þessu príli sem hann
telur mjög vafasamt, nær væri
að sitja á tölvunámskeiði og gefa
stúlkunum gaum! í ljós kemur að
þjálfari þeirra (Bacon) er tæpast
starfinu vaxinn en rekur strákl-
ingana úr einni lífshættunni í
aðra.
Ekkert ýkja margbrotið efni,
en til allrar guðslukku em
óbyggðimar kvikmyndaðar af
John Alcott, hverjum myndin er
tileinkuð, en hún var eitt síðasta
verkefni hans. Bátsferðir niður
fjallafljót em nosturslegar myn-
daðar, slík átök við móður náttúm
hafa ekki sést betur gerð á tjald-
inu nema ef vera skyldi í Deliver-
ance, ekki slæleg samlíking það.
Fjallaklifur, veiðiskapur og hrika-
legt ferðalag yfir gljúfjur á veiklu-
legri kaðalbrú em og á meðal
minnisstæðra atriða. Hér kemur
Alan er skilinn eftir utaní
þrítugum hamri.
gott innlegg í oftast bragðdaufar
unglingamyndir síðustu ára,
myndin ætti að hvetja tápmikla
unglinga til hollra samfunda við
eggjandi óbyggðimar. En sú
ágæta áskomn nægir þó ekki til
að horft sé framhjá slæmum brot-
alömum í handriti einsog óút-
skýrðri ferð Bacons með opið
beinbrot niður á árbakkann og
síðan ógnarsiglingu niðureftir
fljótinu, sem ömgglega hefði
gengið endanlega frá Reynolds í
fyrmefndri Deliverance. Og enn
síður megingalla myndarinnar
sem er illþolandi ofnotkun á
dúndrandi bámjámsrokki sem
kemur einsog skrattinn úr sauðar-
leggnum í miðri friðsæld óbyggð-
anna. Þetta bragð tókst hjá Col-
umbia í myndinni Stand By Me
en það gengur næstum af
Óbyggðaferðinni dauðri. Þrátt
fyrir allt öðmvísi og nokkuð at-
hyglisverð, þökk sé fyrst og
fremst Alcott.
Vestmannaeyjar:
Tíu luku við „punsrinn“
Vestmannaevium. “ ^ ■ *
A ÞRIÐJUDAG útskrifaði Stýri-
mannaskólinn í Vestmannaeyjum
samkvæmt nýjum lögum sina
fyrstu nemendur með réttindi til
skipstjórnar á bátum allt að 30
tonna stærð. Á máli sjómanna
kallast þessi réttindi „punga-
próf“. Tíu nemendur sóttu nám-
skeiðið og luku allir prófi.
Hér áður fyrr máttu skipstjómar-
lærðir menn halda námskeið og
útskrifa menn með 30 tonna rétt-
indi. Nokkur áhöld vom á stundum
um framkvæmd þessara námskeiða
og em til sögur um að menn hafi
Iokið námi og fengið próf eftir eina
kvöldstund eða jafnvel enn styttri
tíma. Fyrir nokkm var lögum síðan
breytt og nú er „pungaprófið" orðið
alvöm nám, kennslutími yfir 100
kennslustundir og aðeins kennt á
vegum Stýrimannaskólanna í Vest-
mannaeyjum og Reykjavík.
Hér í Eyjum hefur áhugasamur
hópur numið skipstjómarfræðin
undanfamar vikur. Kennslugreinar
em: siglingareglur, siglingafræði,
stöðugleiki, tækjafræði, skyndi-
hjálp, brunavamir, loftskeytafræði
og fleira. Má á þessu sjá að þetta
er alvömnám. Einkum em það skip-
stjómarmenn á minni bátum eins
og trillum og skútum sem sækja
slík námskeið. Á þessu námskeiði
vom sjö meðlimir hjálparsveita
skáta, einn sjávarlíffræðingur og
tveir læknar. Aðalkennarar vom
Friðrik Ásmundsson skólastjóri,
Sigurgeir Jónsson og Brynjúlfur
Jónatansson.
Skólaslit vom á þriðjudagskvöld
með ræðu, ijómatertum og gosi.
Og óneitanlega vom menn dálítið
roggnir þegar þeir gengu út í kvöld-
húmið að loknum skólaslitum, með
sjókortið undir annarri og nýja
skírteinið í hinni. Menn vom orðnir
skipstjórar, á pappímum að
minnsta kosti.
— Bjarni
Lýsing sem þú leggur á minniö
PHILIPS SOFTONE er nýjung í heimilislýsingu
sem lýsir sér best sjálf. Og eftir aö einu sinni hefur
veriö kveikt á pergnni líður lýsingin á Softone
seint úr minni.
Mýkt birtunnar, langtímaendingin og nútímaleg
lögunin er lýsing sem hentar vel á
hverju heimili.
11 iciicy \l|» .
Heimittstæki m
n^11 ,s;TUNtB-SlMV.69-00 #