Morgunblaðið - 26.02.1988, Page 39

Morgunblaðið - 26.02.1988, Page 39
39 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 26. FEBRÚAR 1988 Minning: GunnarL. Guðmunds son — Steinstöðum Fæddur 10. ágúst 1897 Dáinn 10. febrúar 1988 Þann 10. febrúar sl. lést í svefni Gunnar L. Guðmundsson bóndi á Steinstöðum, 90 ára að aldri. Útför hans var gerð frá Akraneskirkju 16. febrúar að viðstöddu fjölmenni. Gunnar Laurentíus Guðmundsson hét hann fullu nafni. Fæddur var hann í Kjalardal í Skilmannahreppi þann 10. ágúst 1897. Foreldrar hans vom Guðmundur Gísli, sonur Gunnars Guðmundssonar í Bakkabæ, og kona hans, Valgerður Eggertsdóttir. Kona Guðmundar Gísla, og móðir Gunnars, var Sig- urlín Margrét Sigurðardóttir, Jóns- sonar smáskammtalæknis og bónda í Lambhaga, kona hans Margrét Þórðardóttir. Guðmundur Gísli var bóndi og oddviti í Kjalardal 1896—99. En á Steinstöðum bjó hann frá 1906 til dd. 1953. Hann og kona hans áttu 3 böm, Gunnar, sem hér er minnst, og tvær Margrétar, sú fyrri dó þriggja ára, hin 46 ára. Hún var vel menntuð yfirljósmóðir á Land- spítalanum, tók kennarapróf og stundaði nám í Danmörku, lést ógift og bamlaus. Það urðu márgir hryggir við fráfall þessarar dáðu stúlku, sem vakti allstaðar á sér athygii fyrir mannkosti og mann- gæði. Guðmundur Gísli var sagnasjór og vinsæll, sem þau hjón bæði. Hann átti tvo bræður, Gunnar Gunnarsson, hans kona Jóhanna Böðvarsdóttir, þau bjuggu víða hér á hinu foma Akranesi, einnig aust- ur í Laugardal. Hinn þriðji bróðirinn hét Kaprasíus, hans kona hét Guð- rún Jónsdóttir. Fyrir hjónaband átti hann son, Gunnar Kaprasíusson, hann var hér þekktur maður en dó í blóma lífsins. Þessir bræður þóttu setja svip á sína samtíð. Faðir þeirra var formaður, hann bjó einnig í Görðum. Allt vom þetta sjómenn, meir og minna, dugnaðar menn, sumum þótti gott í staupinu á þeim ámm sem blóðið ólgaði í æðum. Það hefur mörgum íslenskum dáða- drengjum þótt gott að hressa upp á sálina á góðri stund á milli stríða. Steinstaðafeðgar vom miklir hófsmenn og regiusamir á alla lund. í gamla Steinstaðahúsinu, sem nú er horfið en stóð við Kirkjubraut 36, bjuggu þeir feðgar með flöl- skyldur sínar um áratuga skeið. Gunnar byggði efri hæð á húsið, sem hann bjó í með konu og böm frá 1921—1954, að þau hjón flytja á sitt nýbýli, sem þau byggja í Garðalandi á svonefndu Garðaholti og láta býli sitt heita Steinstaði. Þau hafa haldið tryggð við þetta nafn, sem má segja að fyrir löngu sé orðið kenninafn þessarar stóm flölskyldu. Þegar einhver úr §öl- skyldunni þarf að segja deili á sér er nóg að neftia Steinstaðahjónin, þau era öllum Akumesingum og nágrönnum kunn og það sem meira er, þekkt drengskaparfólk sem allir dá og bera virðingu fyrir. Þann 31. október 1919 giftist Gunnar sinni dásamlegu konu. Guðríður Guðmundsdottir heitir hún, tveim ámm yngri en Gunnar. Hún er dóttir Guðmundar Illuga- sonar bónda í Stóra-Lambhaga og konu hans, Sesselju Sveinsdóttur frá Saurbæ á Kjalamesi. Sesselja missir Guðmund mann sinn í sjóinn 1899 áður en dóttir þeirra, Guðríð- ur fæðist. Þau áttu þijú böm, að auki Sigurð smið í Deildatungu á Akranesi og Guðrúnu húsmóður í Reylq'avík. Síðari maður Sesselju var Sveinbjöm Oddsson verkalýðs- foringi á AÍkranesi, þau áttu einnig þijú böm, Guðmund, þekktan fé- lagsmálamann á Akranesi, Amór kaupmann og Ragnheiði húsmóður búandi hér á Akranesi. Allt er þetta stór ættbogi í kring- um Steinstaðahjón hér á Skaga og víðar. Þeim hjónum Gunnari og Guðríði varð níu bama auðið sem öll lifa, þekkt fólk að góðum mann- kostum og vinsældum, svo sem þau eiga kyn til. Böm þeirra em í aldursröð þessi: Guðmundur, hans kona Hulda Jó- hannsdóttir, Svava, hennar maður Jón Eyjólfsson, Halldóra, hennar maður Einar Ámason, Sigurlín Margrét forstöðukona Borgar- sjúkrahússins hjúkmnarfræðingur, ógift, Gunnar, hans kona Jóhanna Þorleifedóttir, Ármann, hans kona Sólveig Bjamadóttir, Sveinbjöm, hans kona Margrét Reimarsdóttir og Guðrún, hennar maður Jón Sig- urðsson. Við þessa upptalningu bætist stór hópur niðja, ungt fólk og efnilegt, margt nú þegar vakið á sér athygli fyrir glæsilegt fram- tak, dugnað og aðrar góðar dyggðir. Það má kannski segja að verið sé að bera í bakkfullan lækinn, að skrifa meira um Gunnar. Undirrit- aður skrifaði allítarlega um hann 85 ára, sem verður lítt upprifjað hér og síðastliðið sumar skrifaði Daníel Ágústínusson um Gunnar níræðan mjög sanna og góða af- mælisgrein. En vissulega er margt enn ósagt um langan ævidag þessa mæta manns. Gunnar gerðist Ungur sjómaður, sem alltítt var í þá daga. Það þótti sýna kjark og manndóm hjá ungum mönnum að takast á við erfið verkefhi. Læra vel til verka og verða eftirsóttur til ábyrgðar- starfa. Gunnar tók próf í mótorvél- fræði eftir námskeið og varð orð- lagður og eftirsóttur vélstjóri á mótorbátunum, sem rém fyrst lengi vel frá Sandgerði á vetrarvertíð, síðar frá Akranesi. Hann var alltaf í góðu skiprúmi með þekktum afla- mönnum. Þegar Gunnar hættir á sjónum gerist hann vélstjóri í Síldar- og fískimjölsverksmiðju Akraness, þar er hann samfellt í 18 ár Við góðan orðstír. Þrátt fyrir að Gunnar væri eftir- sóttur úrvals sjómaður og allsstaðar eignaðist hann tiygga vini, því hann var orðlagður öðlingur sem allir virtu og lofuðu, þá var það svo að sveitarómantíkin átti djúpar rætur í eðli hans. Hann komst ungur í kynni yið sveitalífið og varð heillað- ur af. Ég minnist þess þegar fund- um okkar Gunnars bar oft saman fyrir fjölda mörgum ámm hve inni- lega hugur hans stóð til þess að kaupa góða bújörð og flytja á hana alfarið í eitt eigið ríki eins og bónda- starfið var oft nefnt. Þetta umræðu- efni var okkur báðum kært, því bóndaeðlið blundaði í bijóstum beggja. Gunnar stundaði búskap hér langa tíð, þó ekki væri það nema að framleiða fyrir heimilið sitt. Eftir að hann reisti nýbýlið stækkaði allt í sniðum svo hann hafði sitt lifibrauð af búskapnum. Gunnar bjó með kýr, kindur, hesta og kartöflugarða, færði upp mó til eldiviðar og heyjaði sín tún fyrir sinn bústofn. Þannig var vel fyrir framfærslu flölskyldunnar séð og svo bættist sjófangið við, því hefur aldrei þekkst þurrð í búi þeirra hjóna. Nútíma kröfugerðarfólki gæti verið hollt að hugleiða hversu mikl- ar frístundir þetta fólk bjó við, rauð- sokkur nútímans ættu að setja sig í sporin hennar Guðríðar á Stein- stöðum og annarra slíkra fyrritíða kvenna. Þá þótti stórt hlutverk og göfugt að vera margra bama móð- ir og húsmóðir á mannmörgu heim- ili, það er stórt framlagið sem slíkt fólk og hjónin á Steinstöðum hafa Minning: Sigurjón S. Júlíus- Fæddur 9. október 1929 Dáinn 20. febrúar 1988 Hafnarfirði í dag, 26. febrúar, verður jarð- settur í Fríkirkjunni í Hafnarfirði Siguijón Steinþór Júliusson, Vest- urvangi 36. Siggi, eins og við systkinin köll- uðum hann, var seinni maður móð- ur okkar. Tilkynningin um andlát Sigga var harmafregn þegar hún barst okkur þennan síðasta dag þorra. Að vísu hafði Siggi átt við sjúkdóm að stríða síðustu árin, en þá viðureign hafði hann háð að mestu í hljóði og með sjálfum sér og gerði jafnan lítið úr því máli væri hann spurður fregna af heilsu sinni. Það þýðir ekkert að liggja með tæmar upp í loft uppi í rúmi, var oft svar hans við eftirgrennslan vina og ættingja er þeir spurðu hann um heilsufar hans. Þetta var dæmigert fyrir allt atferli Sigga, hann var maður sem aldrei linnti látum, vinnan var honum allt, snún- ingamir í kringum bátinn og fisk- verkunina var hans lífe yndi og vinnandi var hann fram á síðustu stund síns lífs og að sjálfsögðu við lífsáhugamál sitt, útgerðarstörfín. Það má þó ekki skilja svo að ekkert hafi komist að hjá Sigga annað en vinnan í kringum útgerð- ina, því ávallt hafði hann tíma fyrir bömin okkar litlu, sem litu til hans sem Sigga afa, þó svo þau vissu að hann væri ekki afi þeirra í raun- vemleikanum. Þetta var og gagn- kvæmt af hálfu Sigga, hann tók að sér afahlutverkið gagnvart böm- unum okkar rétt eins og þau væm hans eigin afaböm. Þetta var dýr- mætt atriði í framkomu Sigga við bömin og varð til þess að skapa honum virðingarsess jafnt í augum bama okkar sem og í augum okk- ar, foreldra þeirra, því oft var erf- itt að vera í hlutverki heimilisföður- ins og afans, en gæta um leið sann- gimi og réttlætis í öllum háttum gagnvart bömunum úr tveim flöl- skyldum sem mættust í lífehlaupi og á heimili Sigga og móður okk- ar, Amdísar. Okkur systkinunum ijóram, af fyrra hjónabandi móður okkar, tók Siggi á sama hátt og bömunum okkar, sem fyrr er lýst, og tvö af okkur systkinunum vom á heimili hans. Fyrir jafnaðargeð og prúða framkomu og síðast en ekki síst fyrir afahlutverkið gagn- vart bömunum okkar og fyrir sam- fylgdina þökkum við Sigga nú af heilum hug við leiðarlok. Minningin um Sigga mun lifa með okkur áfram. Við biðjum góðan guð að styrkja móður okkar, bömin þeirra tvö, Rósu og Júlíus, í djúpri sorg sinni þegar þau fylgja eiginmanni og föður síðustu sporin, og bömum, bamabömum og tengdabömum Sigga af fyrra hjónabandi þeirra biðjum bið Guðs blessunar S þeirra sorg við missi ástkærs föður, afa og tengdaföður. Kristinn, Ásta, Tryjrgyi. Sólveig, mak- ar og böm. fært þjóð sinni, afkomendahópur þeirra hjóna er orðinn stór og stend- ur allstaðar vel fyrir sfnum ábyrgð- arstörfum, margbreytilegum og vandasömum, það er dýrmæt þjóð- areign. Oft hefur Guðríður á Steinstöð- um borið bam undir belti og átt önnur ung í kringum sig, þegar hún þurfti, ekki einungis að gegna margþættum heimilisstörfum held- ur gripahirðingu að auki. Þegar bóndi hennar mátti gegna kalli til sjóferða, að kvöldi dags, þegar land- fólk tók á sig náðir, þá mátti land- róðrasjómaðurinn halda til hafe út f myrkur og ótiyggt veðurútlit á litlu vanbúnu skipi. Hvemig skyldi ungu konunni heima hafa verið inn- anbijósts á mörgum slíkum kvöld- um þegar hún gekk til hvílu. Gæti verið að sjómannskonan hafi haft kynni af andvökustundum. Hún Guðríður á Steinstöðum á sér fáa líka. Hvenær skyldi hún bregðast vinum sínum, þ'að vita þeir sem heyrðu um umhyggju hennar fyrir veikum eiginmanni og það fýrir fáum vikum. Það heyrðist að hún hefði andvara á sér og væri alltaf í viðbragðsstöðu, alltaf tilbúin til að ljá líknarhönd. Það er með ólík- indum hvað kona að verða níræð getur afkastað, séð um heimilið, farið til innkaupa í búðir og margt fleira. Þessi kona á þó langan og -jstrangan starfsdag að baki. Þessa konu hefur aldrei vantað viljann til að fást við verkefnin. Það sannast kannski best á henni orð skáldsins „Viljinn er allt sem þarf". Fyrir stuttu kom ég f heimsókn til gömlu hjónanna, viðtökumar og viðmótið var sem ætíð hlýtt og inni- iegt, þar ríktu góðir andar innan veggja. Það var fróðlegt og lær- dómsríkt að hlusta á þessi vel gefhu hjón segja frá. Það er mikil saga að baki hjá níræðu fólki, þau vom bæði sérlega minnug og hafsjór af fróðleik. Þegar þau gengu með mér til dyra og við kvöddumst, þökkuðu þau hlýlega fyrir komuna og spjall- ið og sögðu: Það er alltaf svo gam- an að fá gesti til að spjalla um gamla tíma. Hann var þeim kær. Margs var að minnast frá einu til- breytilegasta tfmaskeiði íslendinga. Já, minningamar vom þessum heið- urshjónum kærar, sem áttu samtíð- arfólkið að vinum. Gunnar var fé- lagslyndur og fylgdist vel með mál- um á hveijum tíma. Hann var þekktur góður söngmaður, hafði sérlega fallega rödd á sinni fyrri tíð. Hann var prúður maður, stilltur vel og vingjamlegur í viðmóti, þétt- ur undir hönd og þrekvaxinn, beinn og samsvaraði sér vel, fríður sýnum, góðmannlegur með norrrænt yfir- bragð, ljós á hár ungur maður. Hann var hvers manns hugljúfi, vandaður til orðs og æðis. Samtíð- arfólkið, vinir og kunningjar, bera hlýja þökk í btjósti til þessa heiðurs- manns á kveðjustund. Hans minn- ing mun lengi lifa, minning sem við blessum öll, slíkir voru mannkostir Gunnars á Steinstöðum. Samúðarkveðjur sendum við hjónin og Qölskylda aðstandendum. Valgarður L. Jónsson frá Eystra-Miðfelli. Ásdís K. Einars- dóttir - Kveðjuorð Með þessum orðum langar mig að kveðja hana ömmu mína, Ásdísi K. Einarsdóttur, sem var mér og okkur öllum svo kær. Amma, eða Dísa á Læk, eins og hún var oftast kölluð var fædd á lsafirði 22. októ- ber 1895 og var því orðin háöldmð er hún lést á sjúkrahúsinu á ísafírði eftir 7 ára langa vem þar. Em hér með færðar þakkir til lækna, hjúkr- unarfólks og annars starfefólks fyr- ir hlýja og góða umönnun í veikind- um hennar. Amma var næstelst í stómm systkinahópi og era nú aðeins tvær systur eftirlifandi og búa þær báðar á Isafirði. Þann 7. október 1924 giftist hún Jóni Ingigeir Guðmundssyni og bjuggu þau öll sín ár á Isafirði, lengst af í Króksbæ, og síðar á Læk. Það hús er nú horfið, en það var rétt fyrir neðan húsið okkar á Engjaveginum. Eignuðust þau 6 böm, sem öll komust til fullorðins- ára, nema einn sonur er lést ung- ur. Móðir mín Guðríður var þriðja í röðinni og lést hún langt um aldur fram, eða aðeins rúmlega þrítug og vomm við bræðumir þá mjög ungir. Þetta var rétt fyrir jólin eða 21. desember 1961. Amma var þá orðin ein og búin að koma sínum bömum upp einsömul, því afí hafði stundað sjó á ýmsum skipum f mörg ár og lést hann langt um ald- ur fram eða 25. febrúar 1958. Það verður úr að amma flytur til okkar bræðranna og föður á Engjaveginn og er þar til við emm allir uppkomn- ir og má sjá af þvi hvað fómfús hún var við sína nánustu. Það var mikil huggun í okkar stóra og þung- bæm sorg að fá eins hjartahlýja konu eins og hún amma var. Á kvöldin þegar við vomm ein, las hún mikið fyrir mig. Aldrei sat hún aðgerðarlaus og hafði þá oft pijóna í hendi, sokkar og vettlingar fylgdu méð í öllum jólapökkum ásamt ýmsu öðm, því það var hennar yndi að gleðja aðra. Því miður hafði ég allt of lítið af henni að segja sfðustu árin þar sem ég hef búið erlendis í mörg ár. Hafí amma þökk fyrir allt og allt. Blessuð sé minning hennar. Níels Jón Þórðarson t Elsku eiginmaður minn, faðir, stjúpfaðir, tengdafaöir og afi, SIGURJÓN STEINÞÓR JÚLÍUSSON skipstjóri, Vesturvangi 38, verður jarösunginn frá Fríkirkjunni í Hafnarfirði föstudaginn 26. febrúar kl. 15.00. Arndfs Kristinsdóttir, Rósa Sigurjónsdóttir, Júlíus Sigurjónsson, Einar Sigurjónsson, Halla Sigurjónsdóttir, Dóra Sigurjónsdóttir, Kolbeinn Sigurjónsson, Hrefna Sigurjónsdóttir, stjúpbörn, tengdabörn og barnabörn.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.