Morgunblaðið - 26.02.1988, Qupperneq 40

Morgunblaðið - 26.02.1988, Qupperneq 40
^40 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 26. FEBRÚAR 1988 Minning: Elimar Tómasson skólasijóri Fæddur 30. ágúst, 1900 Dáinn 19. febrúar 1988 Elimar Tómasson fyrrum skóla- stjóri lést 18. febrúar sl. 87 ára að aldri. Það eru meira en tveir áratug- ir sfðan ég kynntist Elimar Tómas- syni sem síðar varð tengdafaðir minn. Hann var þá hálfsjötugur, grannur og fremur lágvaxinn mað- ur, grár fyrir hærum, hæverskur í framgöngu og mikið snyrtimenni í klæðaburði. Hann bjó þá í húsi sínu f Smáíbúðahverfínu ásamt Guð- björgu, konu sinni, og tveimur yngstu dætrunum, sem enn voru í föðurhúsum. Hann starfaði sem bókari hjá verslunarfyrirtæki í bæn- um. Við fyrstu sýn virtist mér hann vera ósköp venjulegur roskinn skrif- stofumaður og hélt ég að þar væri litlu við að bæta. Við nánari kynni af honum og konu hans fann ég þó brátt að þar fóru manneskjur sem báru af öðru fólki sem ég áður hafði kynnst fyrir hjálpsemi, góð- vild og aðra mannkosti. Þessi kjmni urðu mér, sem ungum manni, afar mikils virði og juku til muna trú mína á mannfólkið jrfírleitt. Úr því að mannkostafólkið þekktist hvorki af frægð né stærilæti mátti ég eins búast við að fleiri slíkir fyndust meðal venjulegra alþýðumanna. Ég komst einnig að því að bókarastarf- ið sem Elimar rækti af frábærri samviskusemi, og síðar kom í ljós að hann gat stundað miklu lengur fram eftir aldri en venja er, var aðeins einn kafli af mörgum í langri og giftudijúgri starfssögu. Þá varð 'ég þess líka áskynja að lff hans hafði ekki alltaf fallið um farvegi hversdagslegs vana eins og það virtist gera um þær mundir sem við kynntumst. Hann hafði lifað tfmana tvenna. Uppvöxtur hans tilhejrrði tfmabili f íslandssögunni, sem nú er liðið. Þá bjó í landinu fátæk þjóð sem háði Iffsbaráttuna næstum því með berum höndunum f fangbrögðum við náttúruöflin, en hafði þó öðlast hugsun fijálsborinna manna eftir að létti aldalangri kúgun þjóðarinn- ar og horfði bjartsýn fram á veg- inn. Þegar litið er jrfír æviferil al- þýðufðlks frá þessum tfma koma æði oft fyrir svipaðar kringumstæð- * ur. Þeir lánsömu alast upp í §öl- mennum bamahópi á fátæku heim- ili, hinir, sem urðu fyrir því óláni að missa forsjármenn sína eða heimili, alast upp hjá ættingjum eða vandalausum, en á þessum tfma jirðu margir að horfa upp á undir- stöðu tilveru sinnar sópast burt í baráttunni sem háð var frá degi til dags við fátækt, sjúkdóma og óblfða náttúru. Ævinlega bjnjuðu menn ungir að vinna fyrir sér við ýmis erfiðisstörf til sjós og lands og flest- ir hlutu litla eða enga skólagöngu. Það er kannski ekki öfundsvert hlutskipti að fæðast alþýðumaður á íslandi á þessum tíma. Þó er ótrú- - lega margt af þessu fólki sem að leiðarlokum getur litið jrfir farsæla ævi. Það hefur orðið efnalega sjálf- bjaiga, alið upp hóp mannvænlegra afkomenda og orðið okkur sem á eftir komum fyrirmjmd um mann- kosti og dugnað. Þegar skólagöngu og menntunarviðleitni þessa fólks er lýst er það gjama nefnt að „bijót- ast til mennta" og segir sína sögu. Þrátt fyrir skamma skólagöngu varð margt af þessu fólki sann- menntað, knúið áfram af brennandi löngun sinni til að öðlast fróðleik, víðsýni og menningu og varð þá •ebólrin þeirra besti förunautur, þótt torfengin væri og dýr. Þetta er fólk- ið sem talað er um á tyllidögum að skapað hafí þjóðfélag velmegun- ar og menningar sem við nú búum við. Því miður er þetta líka stundum sama fólkið og hrekjast má úr ein- um stað f annan meðan það háir sitt hinsta stríð. Og þótt hvarvetna rnegi sjá auðinn hlaðast upp þarf sumt á nýjan leik að horfast f augu við fátæktina þegar komið er að því að þjóðfélagið sýni þakklæti sitt fyrir vel unnin störf. Elimar var þó svo lánsamur að fá að vera um kyrrt á Landakotsspitala frá þvi heilsan brást honum og þar til yfir lauk og veit ég að hann var afar þakklátur fólkinu sem þar hugsaði um hann og það síðasta sem hann mun sagt hafa í þessu lífi var að þakka þeim sem verið höfðu honum svo góðir eftir að hann veiktist. Hann þurfti ekki heldur að horfa í ófrýna ásýnd fátæktarinnar síðustu ævidagana, svo var fyrir að þakka eftirlaunum hans vegna skóla- stjórastarfsins og fyrirhyggju hans sjálfs við að hugsa fyrir ellinni. Hann var líka svo lánsamur að eiga góða ættingja sem áttu honum þakkarskuld að gjalda og voru til- búnir að létta honum róðurinn síðustu áratogin, en það var ekki fyrr en hann var lagstur á spítalann að á það reyndi. Hann var orðinn 84 ára gamall þegar hann réðst í að selja íbúð sína og kaupa aðra sem hann taldi henta þeim hjónum betur í ellinni og veit ég að hann hugsaði þó einkum um að búa í haginn fyrir Guðbjörgu konu sína ef hann félli sjálfur frá. Sjaldan gerir dauðinn boð á und- an sér og kveður oftast harkalega djrra svo að dagamir mjrkvast. En jafhvel þótt dauðinn veiti langþráða hvfld eftir langa ævi og lausn frá þjáningu skilur hann samt eftir söknuð og trega. Okkur verður þá hugsað til allra þeirra tækifæra sem okkur gengu úr greipum að lifa og njóta með hinum burtkallaða, því að hver maður er einstakur og fæð- ist aldrei aftur og það er mikið lán að fá að eiga vináttu góðs manns. Fyrir nokkrum árum þegar Elimar fann að þrekið var að bila hafði hann stundum á orði að hann vildi gjama ganga með mér yfír heiðina grænu þar sem hann hafði ótal sinn- um gengið meðan hann enn var ungur. Eg veit að hann hefði sagt mér margar sögur úr uppvexti sínum, sem tengdust þessum slóð- um, sem hann unni svo mjög. En það fórst fyrir, eins og fleira. í erli daganna og er þó eins og mér fínn- ist að við höfum raunar farið þessa ferð saman. Þegar Elimar lá í sjúkrastofúnni síðustu mánuðina sem hann lifði með hvítá veggi og loft jrfír sér og lffíð hélt áfram fyr- ir utan gluggann, fyrst sumar og síðan vetur, þá veit ég að hugur hans hefur löngum dvalið í sveitinni á bemskuslóðum þar sem hann átti sælar hamingjustundir þrátt fyrir kröpp kjör og þá staðrejmd að þar varð hann fyrir mestum missi og sorgum. Það er morgunn einn um vor að bændur og vinnumenn tínast úr ýmsum áttum frá lágreistum bæj- unum og halda til strandar í daufin morgunskímunni. Þeir ganga hljóð- ir að árabátum sínum og búast til að hrinda þeim fram af svörtum sandinum mót dumbgrænu hafínu við þungar stunur brimöldunnar. Smávaxinn drengur á tíunda ári, sem ungur varð að skiljast við for- eldra sína og býr nú hjá góðum fósturforeldrum, er snemma á fót- um og fylgist með mönnunum þar sem þeir taka ofan sjóhattana og biðja skapara sinn fulltingis er þeir halda á vit Ægis. Hann beinir at- hyglinni að formönnunum, þessum hetjum sem allt byggðarlagið setur traust sitt á, þessum skarpskyggnu og djörfu mönnum sem hinir sjó- mennimir eiga líf sitt undir að gefí ævinlega rétta skipun á réttu augnabliki. Þeir mega aldrei hika og þeir mega heldur aldrei taka vanhugsaða áhættu í þeim ójafna leik sem hér er háður. Eflaust drejmiir drenginn um að verða formaður sjálfur þegar hann er orð- inn 8tór og færa alltaf mestan feng að landi og skila mönnum sfnum heilum úr hverri för. Og mennimir ýta úr vör og á einum bátanna er ástkær fósturfaðir hans, sem gæfan hafði fært honum eftir að íjölskylda hans hafði sundrast. En svo gengur lffíð sinn vanagang eins og aðra daga og athyglin hverfur frá sjón- um að öðrum hlutum enda er veðr- ið fagurt, þótt nokkur kvika sé við ströndina. Síðar um daginn þegar bátamir eru á leið til lands gengur drengur- inn til strandar að taka á móti fóstra sínum. Þá gerist það. Leiftur- skjótt bregður fyrir voðasjón sem augu hans neita að trúa. Einum bátanna slær flötum fyrir ógnar- legri brimöldu sem hefur hann hátt á loft og hvolfír í rótið. Allt laus- legt sópast burtu úr bátnum og mennimir hverfa í sogið. Drengur- inn veit að fóstri hans er á þessum bát. Mennimir sem komnir eru nið- ur á ströndina fá ekkert að gert. Drengnum verður fljótlega ljóst að fóstri hans hefur farist, en hann getur samt ekki trúað því. Og nú getur hann ekki horft lengur þegar fóstri hans er borinn heim á leið. Hann snýr baki við ströndinni og gengur í áttina til fjalls ákveðinn í að snúa aldrei aftur til óbærilegs veruleikans, en úr sjávardjúpunum rfs önnur bylgja sem líka er sölt og ógnvænleg og ekkert fær stöðv- að. Alfaðir ræður, öldumar hníga. Eilífðin breiðir út faðminn sinn djúpa. Helþrungnar stunur í himininn stíga. Við hásæti drottins bænimar kijúpa. Alfaðir, taktu ekki aleiguna mína. Alfaðir, réttu út höndina þína. Þetta er fyrsta erindið úr ljóði sem Sigurður Eggerz sýslumaður orti eftir slysið og mun hafa verið flutt við útför hinna drukknuðu. Þessi frásögn er byggð á minningu um löngu liðið samtal og kann því eitthvað að hafa skolast til um at- burðina sjálfa, en það kemur von- andi ekki að sök. Frásagnarefnið er enda rejmslan sem drengurinn litli varð fyrir á þessum örlagaríka vordegi þegar öldin okkar var ný- lega byijuð. Annars hafði flaran líka verið unaðsreitur og ævintýraheimur bamanna sem ólust upp á bæjunum í Djrrhólahverfi. Ein af elstu bemskuminningum Elimars var á þá leið, að eitt sinn er hann var að Ieik í fjörunni ásamt besta vini sínum, dreng á svipuðu reki, gerðu þeir sér að leik að skvetta sandi hvor á annan. Leikurinn gekk full- langt því að báðir hlupu heim há- organdi með sand í augunum. Þeg- ar Elimar var hættur að orga og fóstra hans hafði hreinsað sandinn framan úr honum krafðist hún þess að hann kæmi með sér heim til vin- arins og bæði hann fyrirgefningar. Þegar þau voru komin hálfa leið þangað mættu þau hinum drengn- um og móður hans, sem þá voru á leiðinni í gagnstæða átt í sömu er- indagerðum. Er þetta minningabrot líklega ágæt vísbending um þann hugsunarhátt sem bömin ólust upp við. Elimar komst eftir þetta í fóstur hjá góðu fólki á bænum Skamma- dal og var ævinlega þakklátur fyr- ir. Til marks um atlætið þar gat hann þess að hann hefði verið best til fara af drengjunum sem með honum fermdust. Stutta skóla- göngu hlaut Elimar eins og flestir á þeirri tíð. Þó vað á henni óvænt viðbót er hann fluttist norður að Skógum í Fnjóskadal með fóstru sinni, þá á sautjánda ári, og fékk að auka við menntun sína með skólagöngu f 3 mánuði. Þau snúa þó brátt aftur í sína heimasveit og gerist Elimar vinnumaður og síðar bamakennari í Skammadal og eftir það á ýmsum stöðum í sýslunni fram um 1930. Þá flytur hann í Austur-Landeyjar, kvænist fyrri konu sinni, Stefaníu Sigríði Páls- dóttur, stofnar heimili og eignast tvær dætur, Helgu og Gerði. Hann hefur lífsviðurværi aðallega af kennslunni, sem allan tímann var farkennsla, og fór fram á ýmsum bæjum í sveitinni. Mörg munu spor- in hafa orðið milli bæja vegna starf- ans og stundum í misjöfnum veðr- um, en ekki höfðu menn í þá daga hentugan skófatnáð til að ösla yfír votlendið sem víða er á þessum slóð- um. Það er ólíklegt að við sem nú emm kennarar vildum skipta á okk- ar kjömm og þeim sem þá vom í boði, þótt oft hejTÍst nú kvartað. Elimar hafði snemma brennandi áhuga á skáldskap og lestri góðra bóka. Fýrstu vinnulaunin sem hann fékk útborguð í peningum og vom afraksturinn af margra vikna erfíð- isvinnu notaði hann til að kaupa ljóðabók og var það jafnframt fyrsta bókin af því tagi sem hann eignaðist. Ljóðin lærði hann öll ut- anbókar og gat hann farið með þau sér og öðmm til yndisauka alla ævi síðan. Þessi litla saga má heita dæmigerð fyrir þá þýðingu sem bækur höfðu í lífí Elimars alla tíð síðan. Þótt hann léti það sitja í fyr- irrúmi að sjá vel fyrir fjölskyldu sinni og tækist það ævinlega, enda þótt launin væm ekki alltaf há, eignaðist hann með tímanum frá- bærlega gott bókasafn sem hann notaði til að auðga anda sinn og efla menntun sína og þekkingu. Elimar starfaði lengstan hluta ævi sinnar við skólastarf og kennslu og var þó eitt besta dæmið um mann sem öðlast menntun og menningu á eigin spýtur án þess að njóta skólagöngu sjálfur. En það átti ekki fyrir Elimar að liggja að sigla sléttan sjó. Þegar minnst varir ríður nýtt ólag jrfír. Kona hans veikist og lést eftir skammvinnt en erfitt dauðastríð. Hann stendur eftir með dætumar tvær, en sú jmgri var þá aðeins nokkurra mánaða gömul. Ég hef fyrir satt að það hafí gerst í þeirri raun að hár hans varð algrátt. Ein- hveijum kjmni í hans spomm að hafa dottið í hugsað leggja árar í bát, en við vitum að það gerði hann ekki. Yngri dóttirin, Gerður, fór í fóstur hjá ágætu fólki. Eldri dóttir- in fylgdi föður sínum. Og nú réttir drottinn enn út höndina sína, en að þessu sinni til að gefa. Elimar eignast seinni konu sína, Guðbjörgu Pálsdóttur, sem ættuð er frá Álf- hólahjáleigu í Landeyjum. Hún var þá ung og glæsileg stúlka og munu ýmsir af hinum yngri mönnum í sveitinni hafa litið hana hým auga og fundist sér skákað er maður sem farinn var að nálgast miðjan aldur hreppti hnossið. Og hefst nú nýr kafli í lífí Elimars í hjónabandinu með þessari ágætu konu og var komið að lokum þess kafla núna fyrst fyrir nokkmm dögum þegar lífsbók hans var lokað og drottinn rétti honum höndina sína í sfðasta sinn. Þau hjónin eignuðust saman §ögur böm, Heiðar, Höllu, Auði og Margréti, en auk þeirra ólu þau upp eftirlæti sitt, Rut Jónsdóttur, sem er bam Helgu, elstu dóttur Elimars af fyrra hjónabandi, og þá er ótal- inn sá hlutur sem þau áttu í upp- eldi bamabaraa sinna, sem nú em mörg að verða uppkomin, þótt enn- þá sé þess beðið með óþreyju á sumum bæjum að komast í heim- sókn til ömmu eða að fá hana í heimsókn. Veit ég bamabömin hefðu verið skjót til svars ef spurt hefði verið á bama vfsu hveijir væm bestir af öllum. En þegar rætt er um heimili þeirra hjóna og greiðasemi við aðra er engin leið að greina á milli þeirra og engin ástæða heldur. Við Auður hófum búskap á heimili þeirra og þar fædd- ist fymta bam okkar. Allir hafa heyrt sögur um erfíða sambúð við tengdamömmur og tengdafólk, en mér er sérstaklega minnisstætt að þegar við •fluttum brott þótti mér mest eftirsjá að hinu daglega sam- neyti við þetta ágæta fólk. Og ekki neita ég því að hvenær sem í harð- bakkann sló vissum við hvert leita mátti halds og trausts. Ég ætla ekki að hafa mörg orð um sam- skipti fjölskyldu minnar við afa og ömmu, það verður allt geymt í minningunni, en þó langar mig til að rifla upp lítið atvik. Við vomm þá flutt að heiman og sonur okkar, sem var nokkurra mánaða gamall, var í óða önn að reyna að læra að ganga einn og óstuddur. Okkur þótti dragast á langinn að það tæk- ist og enduðu þessar tilraunir ávallt á sama veg, á bossanum. Óvænt kemur afi í heimsókn og færir unga manninum nýja vandaða skó með þykkum og traustum sólum. Ekki er beðið boðanna með að prófa skóna og gerist þá kraftaverkið, hann getur óðar gengið óstuddur, enda á milli, á litla ganginum sem verið hafði vettvangur óteljandi misheppnaðra tilrauna. Það er ekki hægt að lýsa þeirri hamingju sem það vekur hjá bami að takast skjmdilega að ganga og em kannski fáir áfangar í lffínu eins merkilegir. Afí hafði tekið eftir því að fótabún- aður drengsins var ekki nógu góður og gerði sér ferð í bæinn og keypti nýja skó og bætti úr því með þess- um árangri. Þannig var flest sem hann gerði, f annarra þágu, og ekki til þess að hljóta laun fyrir. Hann mun hafa hjálpað mörgum öðmm en syni mínum að standa á eigin fótum. En nú hefur frásögnin af ævi Elimars slitnað sundur, því henni er engan veginn lokið, þótt ég verði nú að fara fljótt jrfír sögu. Skömmu eftir að Guðbjörg og Elimar giftust fluttust þau búferlum í annan lands- hluta og settust að í Grafamesi við Gmndarfjörð, sem nú nefnist Gmndarflörður. Þar gerðist Elimar skólastjóri bamaskólans á staðnum, en um þær mundir fékk hann viður- kenningu á fullum kennararéttind- um sínum frá þáverandi mennta- málaráðherra og er ekki vafí á því að fáir vom betur komnir að þeirri viðurkenningu þótt þeir hefðu lengri skólagöngu að baki. Þorpið, sem skorðað er milli hárra fjalla á norðanverðu Snæfellsnesinu, var ákaflega ólíkt því umhverfí sem þau höfðu vanist í Landeyjunum, víðsýnni sveit þar sem allir höfðu framfæri sitt af búskap og sam- heldni og hjálpsemi var mikil. Þeg- ar þau komu í þorpið í lok stríðsins var það ekki eins glæsilegt og nú er orðið. Vinur Elimars, Jón úr Vör, hefur lýst sjávarþorpinu svo að æ mun geymast og er litlu við það að bæta, en í Grafamesi bjó þá margt fólk sem notið hafði lítillar menningar, en hlotnast þeim mun meira af striti og biturleika lífsbar- áttunnar. Þar örlaði líka á meiri stéttaskiptingu og mannamun en til staðar var í sveitinni. Viðbrigðin hafa verið mest fyrir Guðbjörgu, en hún vandist aðstæðum með tímanum og varð elskuð og dáð af nágrönnum sínum og átti það ekki síst við ýmsa sem minna máttu sín og sýndu þeir henni þakklæti sitt löngu eftir að hún var flutt brott af staðnum. Elimar eignaðist einnig góða vini sem hann virti mikils, en þó kom fyrir að honum líkaði miður við menn og vár ástæðan þá sú að hann átti erfitt með að fyrirgefa ef þeir sýndu af sér hroka, flest annað held ég að hann hafi átt auðvelt með að fyrirgefa. En til að gera langa sögu stutta þá búa þau í Grundarfirðinum í um það bil einn og hálfan áratug og þar fæðast bömin þeirra og vaxa úr grasi, þau eignast sitt eigið hús og leggja ríku- lega fram sinn skerf til að gera þorpið að betri stað til að lifa á. Elimar stjómaði kirkjukómum, tók þátt í félagslífi og vann hinn Qöl- breyttustu störf á sumrin þegar hlé varð frá kennslunni. Árið 1961 flytjast þau til Reykjavíkur og Eli- mar hverfur, eins og áður getur, að störfum sem bókari en þar neytti hann líka kunnáttu sem hann hafði aflað sér án skólagöngu. Það starf hans varð svo langt og far- sælt að margir hefðu talist full- sæmdir af því einu sem ævistarfí og framlagi til þjóðfélagsins. m

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.