Morgunblaðið - 26.02.1988, Síða 41
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 26. FEBRÚAR 1988
41
Ég bið að lokum Guð að vera
með þeim sem nú sjá á bak góðum
vini og einkum þó eiginkonu Eli-
mars og bömum. Minningin um
góðan dreng mun fylgja okkur
áfram sem hinn Jjesti fjársjóður.
Arni Einarsson
í dag, 26. febrúar, verður afí
minn, Elimar Tómasson, jarðsung-
inn frá Bústaðakirkju. Hann andað-
ist í Landakotsspítala föstudaginn
19. febrúar eftir erfíða sjúkdóms-
legu. Þó að vitað væri að hveiju
stefndi fylltist ég miklum söknuði
og tómleika við fráfall hans. Nú
get ég ekki lengur hlustað á hann
segja okkur sögur eða horft á hann
lesa úr bókunum sínum. En um leið
reyni ég að sætta mig við andlátið,
því að nú hefur hann fengið hvíld
frá erfíðum veikindum.
Afí var fæddur aldamótaárið
1900. Þegar ég man fyrst eftir
honum var hann kominn á sjötugs-
aldur. Það ríkti mikil tilhlökkun hjá
okkur systkinunum þegar afí
Manni, eins og við kölluðum hann,
var væntanlegur í heimsókn. Hann
gleymdi aldrei glaðningi handa okk-
ur krökkunum. Fátt var eins
skemmtilegt og að sjá afa sitja með
tebolla við eldhúsborðið og hlusta
á hann segja frá sínum samtíma-
mönnum og æskuslóðum. Hann
gerði ekki mikið úr því sem í dag
er kallað unglingavandamál. Hann
skildi unglingana og vissi að æskan
er alltaf jafn kát og söm við sig.
En á hans unglingsárum þurfti oft
að leggja á sig langar göngur ef
ungt fóik vildi sækja skemmtanir
og aðstæður voru mjög ólíkar um
flest í uppvexti hans og okkar.
Þegar ég fór í skóla til Reykjavík-
ur var ég svo lánsöm að fá að vera
hjá afa og ömmu í Rauðagerðinu.
Þar kynntist ég mannkostum afa
míns. Hann hafði ákveðnar skoðan-
ir á flestum hlutum og var mjög
vel að sér um ýmis málefni. Væri
ég í vandræðum með eitthvað í
sambandi við málfræði eða staf-
setningu leitaði ég alltaf til hans
og leysti hann þá vandamálin fljótt
og vel. Gott íslenskt mál var eitt
af því sem hann hafði mikinn áhuga
á. Afí og amma voru léttlynd og
samtaka í öllu. Það var alltaf gott
að leita til þeirra því þau skildu vel
æskuna og voru alltaf jákvæð í
garð unga fólksins. Afí lagði sig
fram við að kynna sér hin fjölbreyti-
legustu mál, ekki síst ættfræði.
Hann átti fágætt bókasafn og varði
tómstundum við bókalestur og ætt-
fraeðirannsóknir.
Ég stend I mikilli þakkarskuld
við afa og ömmu fyrir allt sem þau
hafa gert fyrir mig og þá ekki síst
þann skemmtilega og eftirminni-
lega tíma sem ég fékk að vera hjá
þeim og Rut í Rauðagerði. Þessum
fátæklegu línum lýk ég með því að
biðja guð um að blessa minningu
afa míns og veita henni ömmu minni
styrk.
Hrafnhildur
í dag verður til moldar borinn
hjartkær afí minn, Elimar Tómas-
son frá Skammadal í Mýrdal.
Hann lést á deild 2-B í Landa-
kotsspítala, að morgni föstudagsins
19. febrúar eftir langa og erfiða
legu. í veikindum sínum naut hann
góðrar umhyggju og alúðar starfs-
fólks deildarinnar og fyrir það þökk-
um við aðstandendur hans af alhug.
Nú þegar leiðir skiljast streyma
minningamar fram og vekja ljúfsár-
an trega.
Ég á afa mínum margt að þakka.
Aðstæður höguðu því þannig að ég
ólst upp hjá afa og ömmu og er
mér löngu ljóst hve lánsöm ég hef
verið að svo skyldi fara. Afí reynd-
ist mér sem besti faðir í einu og
öllu og þau amma mín áttu nægt
hjartarými fyrir eitt bam enn, þó
þau væm enn með sfn fjögur í upp-
vexti.
Afi var sjálfmenntaður og af-
skaplega víðlesinn maður. En hann
var líka minnugur með afbrigðum,
svo aldrei kom maður að tómum
kofunum hjá honum. Var þá nokkuð
sama hvar borið var niður, hvort
þar var í skáldskap, sögu, landa-
fræði, ættfræði eða öðm, allt bar
þar að sama bmnni. Ég hafði af
því bæði skömm og gaman þegar
ég var við lestur skáldverka í
menntaskóla og átti síðan að skila
ritgerð. Eftir margra daga lestur
og blaðaflettingar fram og til baka
varð niðurstaðan gjaman sú að afi
hafði bæði samtöl, sögufléttur og
persónuskýringar á takteinum. Það
kemur ekki öll menntun frá opin-
bemm menntastofnunum.
Afí hafði yndi af bókum og átti
mikið og gott safn. Bækumar sínar
fór hann um mjúkum höndum og
meðhöndlaði hveija þeirra sem dýr-
grip. Hann hafði lifað þá tíma að
bækur vom torfengnar tíl eignar
og skynjaði þann auð sem fólst í
slíku safni.
í huga mér er ljóslifandi minning-
in um afí við lestur og skriftir í
bókaherberginu í Rauðagerðinu. Þó
hugur hans væri víðs fjarri gaf;
hann sér ætíð tíma til skrafs og
ráðagerða við afastelpuna sína.
Ég minnist afa einnig við orgelið
heima í Rauðagerðinu. Það var
reisn yfír honum, þar sem hann sat
og spilaði og söng af hjartans lyst.
Eftir að ég lærði á orgelið áttum
við margar góðar stundir saman í
tónlistinni. Þar sem og á öðmm
sviðum hafði afí mér margt að gefa.
Það er mikilsvert að hafa alist
upp í skjóli hjóna sem ekki létu önn
daganna og lífsgæðakapphlaup
glepja sér sýn, heldur höfðu önnur
verðmæti í fyrirrúmi. Afí og amma
komu okkur öllum til manns á sinn
hógværa hátt. Þau lögðu okkur
ekki fastmótaðar lífsreglur eða
dæmdu gerðir okkar að vanhugsuðu
máli. Með framkomu sinni í garð
hvors annars, okkar og samferða-
manna vom þau okkur bömunum
fyrirmjmd sem við búum að allt lífið.
Afí minn hefur loks fengið
hvíldina. Nú er hann laus undan
þjáningunum og ég er þess fullviss
að hann hefur fengið góða heim-
komu. En við dauða hans missti ég
mikið — því mér var mikið gefíð.
Mig langar til að enda þessi
kveðjuorð á síðasta erindi kvæðisins
„Kveld" eftir Stephan G. Stephans-
son, en það var eitt af eftirlætis-
kvæðum afa:
Og hugarrór stigið í hvíluna þá
að hinztu, sem við ég ei skil:
Svo viss, að í heiminum vari þó enn
hver von mín með ljós sitt og yl,
það lifi, sem bezt var í sálu mín sjálfs —
að sólskinið verður þó til!
(S.G.S. 1899)
Rut Jónsdóttir
í dag fer fram frá Bústaðakirkju
í Reykjavík útför Elimars Tómas-
sonar skólastjóra. Löngum og far-
sælum starfsdegi er lokið. Mætur
maður er kvaddur hinstu kveðju.
Elimar var fæddur í Hlíðarkoti í
Fróðárhreppi, Snæfellsnessýslu,
sonur hjónanna Tómasar Jónssonar
og Margrétar Jónsdóttur. Árs-
gamall flytur Elimar frá foreldrum
sínum. Hann er þá tekinn í fóstur
af frændkonu sinni, Helgu Jóns-
dóttur, og manni hennar, Sigurði
Bjömssyni, er þá bjuggu á Dyr-
hólum í Mýrdal og síðar í Vík. Sig-
urður dmkknaði í lendingu, er hann
var að koma úr sjóróðri árið 1910.
Elimar dvaldi sín ungdómsár mest
í Mýrdalnum og þar á meðal nokk-
ur ár í Skammadal og þar gerðist
hann bamakennari um 1920. Kjmni
mín af Elimar hófust er hann flutt-
ist í Austur-Landeyjar haustið 1930
og gerðist þar bamakennari, þá var
ég, er þessar línur rita, 10 ára
snáði, óframfærinn og illa upplýst-
ur. Þannig gekk ég á fund míns
tilvonandi kennara. Hann tók mér
opnum örmum eins og öllum öðram
tilvonandi nemendum sínum, með
hlýju handtaki og brosi á vör. Þar
með var samskiptavandinn leystur
og allir hlökkuðu til þess að hefla
nám hjá þessum nýja kennara. Árin
liðu og samstarfíð varð betra með
hveiju árinu, sem leið. Framkoma
Elimars við okkur bömin var þann-
ig, að við vildum gera honum allt
til geðs. Ef honum líkaði ekki eitt-
hvað, sem við voram að gera, sagði
hann: Þú hefðir nú getað gert þetta
betur. Þá skammaðist maður sín
fyrir kæraleysið og reyndi að gera
betur næst. Það vora ekki höfð
mörg orð um hlutina, en þau vora
sögð þannig, að nemendur skildu
meiningu þeirra.
Elimar var frábær kennari og
góður félagi nemenda sinna, laginn
að laða það besta fram í hveijum
einstaklingi.
Elimar var ágætur söngmaður
og vel hagmæltur eða öllu heldur
skáld gott, en því miður gaf hann
ekki út ljóð sín. Hann var ekki þeirr-
ar gerðar að trana sér fram. Hann
var maður hógvær og hlédrægur,
en vitur og víðlesinn. Elimar kenndi
okkur söng og vora það miklar
gleðistundir fyrir okkur nemendur
hans, en það mun ekki hafa verið
algengt, að söngur væri kenndur í
bamaskólum landsins á þessum
áram. Elimar var kennari af lífí og
sál og aldrei heyrði ég hann tala
um að launin væra svo lág, að hann
gæti ekki veitt okkur alla þá
fræðslu, sem honum var unnt þess
vegna. Þó veit ég, að lengst af bjó
hann við fremur kröpp kjör eins og
fjöldinn á þessum árum. Elimar var
kennari í Austur-Landeyjum til árs-
ins 1945, en það ár flutti hann til
Grafamess í Grandarfírði og gerð-
ist þar skólastjóri. Þar dvaldi hann
til ársins 1961, en þá flutti hann
til Reykjavíkur, en starfsdegi var
ekki lokið, þó að hann hætti
kennslu. Nú gerðist Elimar bókari
hjá fyrirtækinu Sighvatur Einars-
s,on hf. og þar starfaði hann, þar
til hann var rúmlega áttræður.
Ég held, að Elimar hafí verið
hamingjusamur i sínu lífí, þó að
sorgin kæmi við hjá honum og það
snemma á lífsleiðinni.
Elimar var tvíkvæntur. Fyrri
kona hans var Stefanía Sigríður
Pálsdóttir frá Ytri-Sólheimum í
Mýrdal, vel gefín og góð kona. Hún
var fædd 01.04. 1908, en lést á
unga aldri, 09.10. 1938 frá tveimur
ungum dætram, Helgu Sigríði,
fæddri 1932, og Gerði Stefaníu,
fæddri 1937. Eftir lát Sigríðar voru
erfiðir dagar hjá Elimar. Sorgin
þjakaði og óvissa framundan, en
hann lét ekki bugast og nú komu
góðir sveitungar honum til hjálpar.
Sæmdarhjónin, Rósa Andrésdóttir
og Guðni Magnússon, í Hólmum
tóku litlu dótturina, Gerði, í fóstur
og ólu hana upp sem sitt eigið bam.
Hún býr nú rausnarbúi í Hólmum
ásamt eiginmanni sínum, Kristjáni
Ágústssyni, en hin dóttirin, Helga,
fylgdi föður sínum.
Seinni kona Elimars er Guðbjörg
Jónína Pálsdóttir, fædd 3. apríl
1915 í Álfhólahjáleigu í Vestur-
Landeyjum, mikil ágætiskona, er
bjó manni sínum og bömum vistlegt
heimili og hlúði að þeim á allan
hátt. Böm Elimars og Guðbjargar
era: Heiðar, fæddur 1940, Halla,
fædd 1945, Auður, fædd 1947, og
Margrét, faedd 1949. Einnigólu þau
upp dótturdóttur Elimars, Rut Jóns-
dóttur.
Öll era böm Elimars góðum gáf-
um gædd og hafa getið sér góðan
orðstír, hvar sem þau hafa starfað
í þjóðfélaginu.
Mér er ljóst, að þetta era fátæk-
leg eftirmæli um merkan mann,
vonandi bæta þar aðrir um.
Elimar sáði góðum fræjum í ung
hjörtu og fyrir það skulu honum
færðar þakkir og ég er viss um,
að hlýjar hugsanir nemenda hans
fylgja honum síðasta spölinn.
Við Ingibjörg sendum eiginkon-
unni Guðbjörgu og öllum aflcomend-
um Elimars okkar bestu samúðar-
kveðjur.
Ingólfur Jónsson
t Móðir okkar, JÓHANNA ÓLAFSDÓTTIR, Hólmgarði 41, lést þann 25. febrúar í Landspítalanum. Gunnar Kristjánsson, Guðríður Kristjánsdóttir, Hanna Karen Kristjánsdóttir, Ólafur Barði Kristjánsson. t Faðir okkar, tengdafaöir, afi og bróðir, HAUKUR VILHJÁLMSSON frá Fáskrúðsfirði, Hringbraut 57, Keflavfk, veröur jarðsunginn frá Ytri-Njarðvíkurkirkju laugardaginn 27. febrúar kl. 11.00. Hrönn Hauksdóttir, Sigrún Harpa Hauksdóttir, Guðbjörg Alda Hauksdóttir, Sigurlaug Hauksdóttir, tengdasynir, barnabörn og systkini.
t Eiginmaður minn, MAGNÚS RUNÓLFSSON fyrrv. skipstjóri, andaðist á gjörgæsludeild Landakotsspítalans þriöjudaginn 23. febrúar sl. Fyrir hönd aðstandenda, Laufey K. Björnsdóttir.
t Maðurinn minn, ÓLAFUR A. ÞORSTEINSSON fyrrverandi forstjóri Olfusamlags Keflavfkur og nágrennis, veröur jarösunginn frá Keflavíkurkirkju laugardaginn 27. febrúar kl. 14.00. Samkvæmt einlægri ósk hins látna eru blóm og krans- ar afbeðin, en þeim sem vildu minnast hans er vinsamlega bent á Sjúkrahús Keflavíkur eða aðrar líknarstofnanir. Hallbera Pálsdóttir.
t Móðir okkar og tengdamóðir, HELGA ÞORSTEINSDÓTTIR fyrrum húsfreyja, Heiði, Rangárvöllum, sem lést 15. þ.m. verður jarösungin frá Keldnakirkju nk. laugar- dag 27. febrúar kl. 14.00. Rútuferð verður frá umferðarmiðstööinni kl. 11.30 með viökomu í Fossnesti, Selfossi. Þorsteinn Oddsson, Svava Guðmundsdóttir, Guðbjörg Oddsdóttir, Ingigerður Oddsdóttir, Skúli Jónsson, Ámý Oddsdóttir, Árni Arason, Hjalti Oddsson, Edda Magnúsdóttir.
+ Maðurinn minn, v ÁRNI í. H. BACHMANN, Borgarvegi 3, Njarðvfk, verður jarðsunginn frá Ytri-Njarðvikurkirkju laugardaginn 27. febrúar kl. 15.00. Ásta Geirsdóttir.
t Eiginmaöur minn, faöir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, t
ELIMAR TÓMASSON
frá Skammadal, Föðursystir okkar og uppeldissystir mín,
til heimilis í Hamraborg 32, GUÐRÚN KRISTÍN BENEDIKTSDÓTTIR
Kópavogi, frá Suðurkoti,
lést í Landakotsspítala þann 19. þ.m. Hann veröur jarðsunginn Vogum,
frá Bústaöakirkju föstudaginn 26. febrúar kl. 13.30. verður jarðsungin frá Kálfatjarnarkirkju föstudaginn 26. febrúar
Þeim sem vildu minnast hans er vinsamlega bent á að láta líknar- kl. 14.00.
stofnanir njóta þess.
Særún Jónsdóttir,
Guðbjörg Pálsdóttir, Ólafur Þ. Jónsson,
börn, tengdabörn, barnabörn og Sigrfður S. Jónsdóttir,
barnabarnabörn. Guðmundur M. Jónsson. j