Morgunblaðið - 26.02.1988, Side 46

Morgunblaðið - 26.02.1988, Side 46
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 26. FEBRÚAR 1988 46 nmnmtt Ast er. ... að lesa Moggann saman. TM Reg. U.S. Pat. Off.-all ríghts teserved '1984 Los Angeles Times Syndicate 'l" '/" l|" 'I' -TARMOV05K' Með morgunkaffinu im "éfi' Hver dj_____ olía líka þarna! HÖGNI HREKKVÍSI LÆKNAR, BJÓR OG HEILDARNEYZLA Til Velvakanda. Ómögulegt er að segja annað, en að til tíðinda hafí dregið í bjór- málinu, en nær allir sérfræðingar sjúkrahúsanna í Reykjavík, og fleiri læknar, ákváðu að taka af skarið og segja álit sitt í endalausum tvískinnungi íslendinga í sambandi við bjórinn. Ekki hafa bannmenn í hópi lækna legið á skoðun sinni. Hvers vegna hefur þá ekki heyrzt fyrr í þessum hóp? Svarið, sem sumir þeirra hafa gefíð mér, er að þeir hafí ekki sem einstaklingar viljað eða haft geð í sér til að kalla með því yfír sig það aurkast, sem þeir töldu, með réttu eða röngu, að bjórandstæðingar mundu grípa til gagnvart þeim. Þessi skoðun kemur líka fram hjá geðlækni í hópi þeirra. I lok vand- aðrar og rjiálefnalegrar greinar í Morgunblaðinu 10. febrúar, býr hann sig undir reiði bannmanna og er varla von á öðru, því ekki bara fletti hann ofan af óvönduðum vinnubrögðum þeirra, héldur og vísvitandi rangtúlkun þeirra á stað- reyndum. Viðbrögð við ályktun læknanna 133ja benda til, að ótti þeirra hafí ekki verið með öllu ástæðulaus. Þau andsvör, sem hafa birzt, hafa ekki öll verið á háu plani. Þau hafa fjall- að um sentimetralengd nafnalist- ans, síma læknanna eða símaleysi, hótfyndni í sambandi við tölulegan íjölda þeirra, menntunarskort þeirra, ábyrgðarleysi gagnvart sjúklingum og loks dijúg yfírlýsing nokkurra geðlækna um að sjálfír væru þeir einir dómbærir á hvort öðrum mönnum væri óhætt að drekka bjór eða ekki. í ályktun sérfræðinganna er réttilega bent á, að ekki er verið að takast á um hvort neyzla áfeng- is skuli leyfð eða ekki. Hún er leyfð og við þá staðreynd munum við búa. Áfengi í einni mynd eða ann- arri hefur fylgt mannkyni lengur en sögur ná til og þýðingarlaust er að láta sem svo sé ekki. Auðvitað hafa vandamál hlotizt af því og þau ekki lítil. Því þá ekki að banna það? Það eru eðlileg viðbrögð ís- lendinga við vandamálum. Þó ólíku sé saman að jafna, mundi bann þó vera álíka raunhæft og að banna bifreiðir á þeim forsendum, að í bifreiðaslysum geti hlotizt örkuml eða dauði. Áfengisbann hefur verið reynt á íslandi og í fleiri vestrænum löndum og orðið til bölvunar einn- ar. Sem betur fer, er ekki lengra síðan bannárin voru — og síðar áfengisskömmtun — að þau eru í minni flestra manna, sem komnir eru yfír miðjan aldur. Skrifari hefur átt tal við marga menn, sem muna þann tíma og telja þeir, að bannið hafí átt stóran þátt í misnotkun íslendinga á áfengi og því, sem verra er, alið á virðingarleysi þeirra fyrir lögum. Þessum skrifara er ljóst, að áfengismenning íslendinga í heild, er ekki til fyrirmyndar. Hún er slæm og meðferð margra þeirra með vín er afleit. Hann hefur raun- ar skrifað áður um þann brag, sem kominn er á miðborg Reykjavíkur að næturlagi af ölóðu fólki. Jafn- framt þessu er þó ljóst, að allur obbi íslendinga á ekki við áfengis- vandamál að stríða og að margir þeirra, sem á stundum verða sér til skammar vegna ofdrykkju, geta ekki flokkazt undir áfengissjúkl- inga. Sem betur fer eru áfengis- sjúklingar ekki stór hluti heildarinn- ar og sjálfsagt er að hlúa að þeim og styðja á allan hátt. Nýlegar upplýsingar í vikuritum gefa þó til kynna, að vandamál þeirra kunni ekki síður að vera til- komið vegna ruglings. í litningum en af áfenginu. En víst er, að þeir ofdrykkjumenn, sem þessi skrifari hefur haft spumir af, hafa læknað sig sjálfír með aðstoð fjölskyldu sinnar og vina en ekki geðlækna, hvorki prófessora eða yfírlækna, þótt þess séu vafalaust dæmi. Að þeir vinni gott starf við geðsjúkl- inga, efast þessi skrifari ekki um. Bannmenn hafa stöðugt haldið því fram, að heildameyzla lands- manna á áfengi sé það, sem mestu máli skipti og að með tilkomu bjórs- ins muni hún margfaldast og sam- fara því öll vandamál, sem áfenginu fylgja. Á þessu er búið að hamra svo lengi, að jafnvel bjórvinir eru famir að klifa á því sjálfír. Hvemig stendur á því, að áfengisvandamál á íslandi eru jafn slæm og raun ber vitni fyrst heildameyzlan er lægri en hjá flestum öðmm? Að nokkm er svarið það, að það er tilbúningur bannmanna, að heildameyzlan skipti öllu máli. Þessi tilbúningur hefur svo verið studdur með röng- um forsendum eða tilbúnum niður- stöðum. Á það var rækilega bent í grein áðumefnds geðlæknis. Heild- afneyzla áfengis í Iandinu ræður ekki úrslitum um heilbrigði almenn- ings eða umgengni hans með vín. Það skýrist bezt á jafn einföldu dæmi og því, að tækju prófessorarn- ir, geðlæknamir og aðrir bannmenn (nema áfengissjúklingar í þeirra hópi) upp á því að drekka t.d. einn bjór í viku hverri, þá mundi heildar- neyzla landsmanna aukast sem því næmi, almennt heilbrigði mundi ekkert breytast, en sjálfír mundu þeir ekkert hafa nema gott af og vita betur hvað þeir væru að skrifa um. Tumi Víkverji skrifar Víkveiji hefur oftar en einu sinni haft á orði viðureignir ein- staklinga við kerfið. Margar þessar frásagnir em með ólíkindum og sýna hversu oft raunveruleikinn er engu líkur. Oft hefur Víkveiji haft veður af því, að þessar frásagnir veki litla kátínu í kerfinu og breyti þar engu. Hitt er aftur, að sumar þessara sagna hafí endað vel, því Víkveiji hefur líka haft spumir af því, að birting þeirra hafi leitt til breytinga hjá þeim, sem um var fjallað. Og réttlætir einn slíkur sig- ur þúsund sögur. Kunningi Víkveija stríðir nú við sjúkdóm, sem hefur leitt til fötlunar þannig að viðkomandi á erfítt um gang og allar tröppur eru honum óyfirstíganlegar hindranir. Því var haft samband við embætti gatna- málastjórans í Reykjavík og borið upp það erindi við starfsmann þar, hvort hægt væri að fá lækkaða gangstéttarbrún, þannig að fatlaði einstaklingurinn kæmist þar leiðar sinnar. Niðurstaða þess samtals varð að skrifa embættinu bréf með ósk um þessa breytingu. Það var gert, enda tíð það góð síðustu mán- uði ársins í fyrra, að gatnamála- stjóri gat staðið í byggingafram- kvæmdum ekki langt frá þeirri gangstétt, sem um ræðir. Hún breyttist þó ekkert og ekkert heyrð- ist frá gatnamálastjóraembættinu um að þangað hefði borizt neitt bréf, sem svara þyrfti. Gerði svo veður válynd og var ekkert um gangstéttina hugsað. En þegar aftur rofaði til var haft sam- band við embætti gatnamálastjóra á nýjan leik og talað við starfs- mann, sem kunnugt var um málið. Og viti menn! Embættið hafði sent mann á staðinn. Sá hafði hins veg- ar komið til baka með þær upplýs- ingar að hann hefði ekki séð nauð- syn þess að lækka gangstéttina! Enda ófatlaður að sögn starfs- manns gatnamálastjóra, sem reynd- ar tók spumingu um heilsufar sendiboðans óstinnt upp, þar til hann sá í bréfinu á borði sínu, að allt var þetta mál nú tilkomið vegna fötlunar eins borgaranna. Sem eng- um þar á bæ datt í hug að ræða við, hvað þá berja augum. Enda sást ekkert á gangstéttinni! Spumingu um það, hvort svars við bréfí borgarans væri að vænta, var hins vegar svarað þannig að ekki væri hægt að líta á gangstétt- ina aftur fyrr en í sumar. Vonandi kemur hún vel undan vetri. XXX Vinnufélagi Víkveija hefur á þriðja ár reynt að koma Trygg- ingastofnun ríkisins í skilning um, að hún sendi stöðugt póst til látins manns. Þessi maður keypti á sínum tíma íbúð af dánarbúi. Strax fóm að berast bréf frá Tryggingastofnun- inni til fyrri eiganda, sem reyndar hafði látist hálfu ári áður en vinnu- félagi Víkveija festi kaup á íbúð- inni. Þessi bréf voru endursend, með sum var farið aftur í Trygg- ingastofnun, ótal sinnum var hringt þangað. En allt kemur fyrir ekki. Bréf halda áfram að berast. Nú hefur vinnufélagi Víkveija aldrei opnað neitt þessara bréfa, þannig að hann veit ekki, hvað það er sem Tryggingastofnuninni er svo mikið kappsmál að koma frá sér. Maðurinn kann hins vegar engin fleiri ráð til að komast hjá þessum bréfum. Hvað skyldi kerfið gera, ef hann opnaði eitt þeirra? xxx Dýralífsþættir em með skemmtilegra efni í sjónvarp- inu að mati Víkveija. Oft verða þeir líka til þess að reka Víkveija til frekari fróðleiks, sem oftar en ekki er jafnvel skemmtilegri en þættimir sjálfír. Sjónvarpsþættir um Galapagoseyjar hafa orðið til þess að á borði Víkveija liggur bandarísk bók, saga af ferð til Galapagos, eftir William Albert Robinson, vísast útgefín 1936. Höf- undur rekur m.a. kynni sín af Norð- urlandabúum, sem hafa setzt að á Indefatigable-eyju. í þeim hópi er „Finnsen íslendingur". Og nú leikur Víkveija forvitni á að vita, hver þar fór.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.