Morgunblaðið - 26.02.1988, Page 48
48
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 26. FEBRÚAR 1988
Mm
FOLX
■ SAMÚEL Öm Erlingsson,
íþróttafréttamaður hjá ríkisútvarp-
inu, var í gær kosinn formaður
Samtaka íþróttafréttamanna, á
aðalfundi félagsins. Samúel Örn,
tekur við af Skúla U. Sveinssyni,
sem kjörinn var formaður samtak-
anna í fyrra. Skúli hefur tekið sér
hvíld frá blaðamannsku og mun
starfa sem fararstjóri á vegum
Samvinnuferða/Landsýn á Rho-
dos í sumar. í stjóm samtakanna
voru kosnir Skapti Hallgrímsson,
Morgunblaðinu, Hjördís Árna-
dóttir, Tímanum, Steinþór Guð-
bjartsson, Morgunblaðinu og
Þorgrímur Þráinsson, íþrótta-
blaðinu.
■ FLEMMING Povlsen, knatt-
spymukappi hjá Köbi, þarf að vera
í gipsi í flórar vikur. Hann handar-
brotnaði í leik gegn Bochum, um
sl. helgi.
■ FRAMARAR eru þessa dag-
ana að taka í notkun nýja félags-
heimilið sitt við Safamýri. Þeir hafa
fengið ný símanúmer, sem em: 68
03 42 og 68 03 J3.
■ HELSINGÖR varð danskur
bikarmeistari í handknattleik um
helgina. Félagið lagði Kolding, sem
lék gegn Víkingi í Evrópukeppn-
inni á dögunum, að velli, 25:22, í
úrslitaleik um sl. helgi.
■ HELGI Bentsson, knatt-
spymumaður frá Kópavogi, hefur
gengið til liðs við Víking. Helgi
hefur áður verið leikmaður með
Breiðablik, Þór, Keflavík og Víði,
í 1. deild, auk þess að hafa leikið
k'nattspymu í V-Þýskalandi
■ ÓSKAR lngim undarson,
þjálfari nýliða Leifurs frá Olafs-
firði í 1. deild, hefur að undanfömu
dvalist í V-Þýskalandi. Hann hefur
kynnt sér æfíngar hjá Bayer Uerd-
ingen. Leikmenn félagsins hafa
gefíð Óskari góð ráð og sögðu við
hann, að hann ætti ekki að taka
allar æfíngar félagsins til fyrir-
myndar. Uerdingen er í fallbar-
áttu. „Ef þú gerir það, þá ferð þú
strax aftur niður í 2. deild með fé-
lag þitt,“ sögðu þeir.
„MORTEN Oisen er hjarta
Kölnarliðsins. Það ætti að borga
honum kr. 11 milljónir (ísl. króna),
en ekki 7.7 milljónir fyrir nýjan
"samning," sagði Pierre Littbarski,
v-þýski landsliðsmaðurinn hjá
Köln.
■ FEYENOORD seldi í gær
hollenska landsliðsmanninn Mario
Been til Pisa á Ítalíu fyrir kr.
18.5 milljónir ísl. Been, sem er 24
ára, hefur oft lent í útistöðum við
Rinus Israel, þjálfara Feyenoord
að undanfömu. Hann skrífaði undir
þriggja ára samning við Pisa og
fer til félagsins I júlí.
■ HOLLENSKI landsliðsmað-
urinn Frank Rijkaard, sem Sport-
ing Lissabon keypti frá Ajax á kr.
95 milljónir á dögunum, fær ekki
að leika með félaginu á þessu
. keppnistímabili. Portugalska
knattspyrnusambandið sagði f
gær að kaupin hafí átt sér stað
eftir þann tíma sem félög í
Portugal máttu kaupa nýja leik-
menn. Sporting hefur hug á að
lána Rijkaard til Zaragossa á
Spáni út þetta keppnsitímabil.
■ HANS van Breukelen, lands-
liðsmarkvörður Hollands, skrifaði
f gær undir nýjan þriggja ára samn-
ing við Eindhoven. Aður höfðu
þeir Ronald Koeman og belgíski
landsliðsmaðurinn Eric Gerets
endumýjað samninga sína við fé-
Lgið.
■ ÞRÍR leikmenn voru reknir
af leikvelli þegar Racing Club frá
Argentínu vann sigur, 2:0, yfír
Santos frá Brasiliu í fyrri leik lið-
anna í S-Ameríkumeistarakeppn-
inni, sem fór fram í Buenos Aires
í Argentínu í gærkvöldi. Tveir
vamarleikmenn Santos og sóknar-
leikmaður Racing fengu að sjá
rauða spjaldið.
KNATTSPYRNA / V-ÞÝSKALAND
Ásgeir för í
sprautumeð-
ferð í Freiburg
Ásgelr Slgurvlnsson
Eg reikna með að leika gegn
Frankfurt hér f Stuttgart á
laugardaginn, ef leikurinn fer fram.
Það er byijað að snjóa og er útlitið
ekki bjart," sagði Ásgeir Sigurvins-
son, fyrirliði Stuttgart, sem hefur
átt við meiðsli í öxl að stríða.
Ásgeir sagðist hafa farið til Frei-
burg í fjóra daga - í sprautumeð-
ferð hjá hinum umdeilda dr. Klum-
per. „Meðferðin heppnaðist vel. Ég
er allur að braggast og bíð bara
eftir því að byija að leika á fullu,"
sagði Ásgeir.
KNATTSPYRNA
„Vantaði aðeins
þjóðsönginn“
- segirAtli Eðvaldsson
Atli Eðvaldsson er fyrsti útlendingurinn sem hefur
leikið í landsliðsbúningi V-Þýskalands í knatt-
spymu. „Það vantaði aðeins þjóðsöng V-Þýskalands fyrir
leikinn - gegn Frankfurt," sagði Atli Eðvaldsson. Hér á
myndinni sést Atli (t.v.), í landsliðsbúningin V-Þýska-
landi um sl. helgi í Frankfurt, þar sem hann er að Ieika
á Körbel, fyrirliða Frankfurt. Eins og komið hefur fram
lék Uerdingen í v-þýska Iandsliðsbúninginum í leiknum.
„Ég skal skora ef ég fær fyrirgjafír fyrir mark Frank-
furt,“ sagði Atli við þjálfara Uerdingen fyrir leikinn, en
Atli lék stöðu miðhetja. Ekki tókst honum að skora -
þar sem Uerdingen lék vamarleik, þannig að Atli fékk
engar fyrirgjafír.
JÚDÓ
Bjami keppir
í Riisselsheim
Bjami Ásgeir Friðriksson, sem varð sigurveg-
ari á opna skoska meistaramótinu í júdó í
Edinborg um sl. helgi, er á fömm til V-Þýska-
lands. Bjami mun taka þátt í opna v-þýska meist-
aramótinu, sem fer fram í Russelheim um helgina.
Þetta
er byggt
ámis-
skilningi
- segirformaður
KSÍ um opið bréf
formanns dóm-
arasambandsins
Málið er þess eðlis að það
á að mínu mati ekki er-
indi í opin bréf. Þetta er byggt
á misskilningi hjá honum," sagði
Ellert B. Schram, formaður
Knattspymusambands íslands,
í samtali við Morgunblaðið,
vegna opins bréfs til hans frá
Heimi Bergmann, formanni
Knattspymudómarasambands
íslands, sem birtist í Morgun-
blaðinu á þriðjudaginn, vegna
skipunar í dómaranefnd KSI.
„Nefndin er starfandi. Formað-
ur dómarasambandsins hefur
fengið boðunarbréf á fundi
hennar, en það er hans mál hvort
hann mætir eða ekki. Það er
ekkert því til fyrirstöðu að þeir
takiþátt í starfsemi nefndarinn-
ar. Eg er til viðræðu um hvaða
vandamál sem er en þeir hafa
ekki haft samband við mig út
af því vandamáli sem hann er
þama að búa til. Ég er tilbúinn
að ræða þetta án þess að
skiptast á skoðunum í fjölmiðl-
um,“ sagði Ellert.
Dómgæsla og dómaramál
eftir Viggó
Sigurðsson
Ég hef lengi haft í huga, að
setja á biað nokkra punkta um
dómgæslu og dómaramál í hand-
knattleik. Eftir að hafa lesið grein
í Morgunblaðinu um, að íslenskir
dómarar fái ekki að dæma á
ólympíuleikunum f Seoul læt ég
verða af því.
Ég er á sama máli og Erik
Elfas, formaður dómaranefndar
IHF, að íslenskir handknattleiks-
dómarar séu ekki nægilega góðir
og spumingin er eftir lestur grein-
arinnar, hvort stefna Kjartans
Steinbach (eða HSÍ) hafí ekki
beðið alvarlegt skipbrot? Það má
kannski spyrja hvaða stefna? Því
það virðist nokkuð handahófs-
kennt að málum staðið í sam-
bandi við dómara. Ég held að
fyrsti misskilningurinn hjá
Kjartani Steinbach og þeim sem
dæma f 1. deildinni sé, að þeir
haida að dómgæslan og dómara-
málin séu þeirra einkamál.
Það virðist t.d. engu máli
skipta, að sömu dómaramir skuli
dæma leik eftir leik af slíkri van-
kunnáttu og getuleysi, að menn
standa agndofa, blöskrar vitleys-
an, en ekkert breytist tíl batnað-
ar. Þeir halda bara áfram að
dæma (eða dæma ekki). Eru sett-
ir á næsta leik eins og ekkert.hafi
í skorist.
Hvaða kröfur þurfa menn að
uppfyila til að fá að dæma í 1.
deild? Er það t.d. æskilegt, að
þeir hafi einhvem tímann spilað
handbolta? Nei. Ef litið er yfír
hópinn sem dæmir þá sést strax
að flestir þeirra hafa aldrei spilað
handbolta og það eru einmitt þeir
dómarar sem eru verstir, sem
byija að dæma án þess að hafa
spilað handbolta. Þeir fá aldrei
fullan skilning á leiknum, þó til
séu undantekningar á öllu.
Nú var það svo eftir íslands-
mótið í fyrra að leikmenn og þjálf-
arar völdu besta dómaraparið eft-
ir veturinn. Þeir Stefán Amalds-
son og Ólafur Haraldsson voru
kosnir besta dómaraparið með
miklum yfírburðum, en svo virðist
sem Kjartan Steinbach forðist að
láta þá dæma í vetur. Hvað veld-
ur? Það er helst að þeir dæmi
fyrir norðan. Nú er ég ekki að
gera lítið úr Gunnari Kjartanssyni
og Rögnvaldi Erlingssyni, þvert á
móti eru þeir meðal okkar bestu
dómara, en þeir eru bara þokka-
legir dómarar. Þó Kjartan Stein-
bach haldi að þeir séu meðal bestu
í heimi, þar sem fslenskur hand-
knattleikur sé það.
Hér er spiluð deildarkeppni og
tvö lélegustu liðin f 1. deild falla
í 2. deild, og tvö bestu liðin í ann-
arri deild ganga upp í 1. deild.
En hvemig er þetta hjá dómurun-
um? Það skiptir engu hversu lélég-
ir þeir em, þeir dæma bara næsta
leik eins og ekkert hafí í skorist,
hversu mörg mistök sem þeir hafa
gert í leiknum á undan. Hvemig
væri að deildarskipta dómurum,
þannig að þeir lélegustu dyttu
einfaldlega út úr 1. deildinni? Þá
dettur mér það í hug, hvað á það
að þýða að víxla dómurum inn-
byrðis? T.d. ef Gunnar Kjartans-
son forfallast þá er bara „ein-
hver“ laus fenginn til að dæma
með Rögnvaldi.
Þetta er móðgun við ieikmenn
og þjálfara liðanna. Þeir eiga
heimtingu á að fá samþjálfað
dómarapar, menn sem vanir eru
að vinna saman. Þeir eiga kröfu
Vlggó Slgurðsson.
á að fá dómara sem hafa áhuga
á og metnað til að dæma vel og
hlutiaust, en ekki dómara sem
mæta 5 mínútum fyrir leik, nenna
ekki að hita upp, og halda, að
þeir séu orðnir alvitrir af því einu,
að þeir klæðast svörtu bnúningun-
um. Hafandi kannski aldrei á ævi
sinni spilað handbolta, en með
einhver skriflegt dómarapróf frá
H.S.Í., próf sem hvaða páfagauk-
ur sem er getur náð. Hvar er sam-
ræmingin í dómgæslunni: T.d.
varðandi ruðning o.fl. o.fl., hann
er ekki til, hver dæmir eftir eigin
höfði.
Nei, dómgæsla og dómarastörf
eru ekki einkamál dómara eða
dómaranefndar HSÍ, hveijir svo
sem hana skipa. Það mætti
kannski fækka þessum 46 nefnd-
um sem skráðar eru í mótabók
HSÍ og efla þessa í staðinn.
Leikmenn í 1. deild æfa að
meðaltali 5—6 sinnum í viku, 2—3
klst. í senn, og þeir hljóta að eiga
kröfu á að dómarar sem dæma í
deildinni séu undir það búnir að
dæma af kunnáttu og hafi einnig
aðhald einhvers staðar frá. I
Morgunblaðinu minnist Kjartan á
dómaramafíu IHF Nú er það svo
að ég hef heyrt hjá fleiri en einum
og fleiri en tveim dómurum, sem
eru að dæma, að þeir tala um
dómaramafíu HSÍ, sem sitji ein
að kökunni, þ.e. velji sér leiki, en
hinir fái leifamar. Ljótt er ef satt
er.
í fyrravetur svo og í vetur hef-
ur verið mikil uppsveifla í hand-
boltanum. Það sama verður ekki
sagt um dómgæsluna, enda kem-
ur skýrar í ljós eftir þv( sem hand-
boltinn batnar hversu sum dóm-
arapörin eru léleg. Það er svo sem
eðlilegt, því það er ekkert gert til
að bæta dómara. Það er hvorki
unnið fagmannlega, né skipulega
að málum.
Það er með dómara, eins og
handknattleiksmenn, þeir ná ekki
árangri nema með mikilii vinnu,
skipulögðum æfíngum og þrot-
lausri þjálfun.
Bestu kveðjur
■ Höfundur er
þjálfarl 1. delld-
arllðs FH f hand-
knattlelk.