Morgunblaðið - 26.02.1988, Page 52
7VLHLIÐA PRENTPJÖNUSTA
'S GuðjónÚLhf.
I / 91-27233 I
FÖSTUDAGUR 26. FEBRÚAR 1988 VERÐ í LAUSASÖLU 56 KR.
VMSÍ, VSÍ og VMS:
Stefndi í samkomulag um
nýjan kjarasamning í nótt
Nokkurrar þreytu var farið að
gæta meðal samningamanna,
enda hafði fundur staðið sleitu-
laust í 32 klukkustundir. Fulltrúar
vinnuveitenda áttu fund með
nokkrum ráðherrum ríkisstjómar-
innar seint í gærkveldi, en aðilar
vörðust allra frétta af fundinum.
Samkvæmt heimildum Morgun-
blaðsins fela þau drög að kjara-
samningum sem rætt var um með-
al annars í sér 1.525 króna hækk-
un launa við undirritun, sem jafn-
gildir 5,1% hækkun. Þá er gert
ráð fyrir að laun hækki 1. júní um
3,25%, 1. september um 2,5% og
1. febrúar um 2%. Gildistími samn-
ingsins var ekki endanlega frá-
genginn. Vinnuveitendur höfðu
gert tillögu um gildistíma til 15.
apríl 1989, en í kröfugerð VMSÍ
er gert ráð fyrir samningi til 15.
febrúar. Gert er ráð fyrir að launa-
liðir samningsins geti verið lausir
1. júlí og 1. nóvember verði verð-
lagsþróun með öðrum hætti en
gert er ráð fyrir í samningnum
og semjist ekki um verðlagsbætur.
Námskeiðsálag í fískvinnslu
hækkar úr um 1.700 krónum í
2.650 krónur og starfsaldurs-
hækkanir eru hæstar tæp 8%. Þá
var rætt um desemberuppbót á
laun, en upphæð hennar ekki frá-
gengin. Áður hafði samkomulag
tekist um 80% álag á alla yfír-
vinnu og yfírlýsingu um hvemig
staðið skuli að upptöku launa-
hvetjandi kerfís í fískvinnslu, auk
annarra atriða.
Steingrímur Hermannsson, ut-
anríkisráðherra, sagði á almenn-
um stjómmálafundi í Kópavogi í
gærkvöldi að einhver gengisfelling
væri óhjákvæmileg í kjölfar kjara-
samninga en nefndi ekki tölu.
ALLT útlit var fyrir að kjarasamningar I laganna. Upp úr miðnættinu töldu menn
myndu takast í nótt milli Verkamannasam- að viðræðurnar væru að komast á lokastig
bands íslands, Vinnuveitendasambands ís- og ekki ólíklegt að skrifað yrði undir
lands og Vinnumálasambands samvinnufé- | samninga eftir nokkrar klukkustundir.
Dótturfyrirtæki SÍS í Bandaríkjunum:
Forstjóra og aðstoðarfor-
‘stjóra sagt upp störfum
Samstarfsörðugleikar milli mín og Eysteins Helgasonar, segir Guðjón B. Ólafsson
Klukkan
er komin
Lundúnum, frá Valdimari Unnari Valdi-
marssyni, fréttaritara Morgunblaðsins í
Lundúnum.
„Er þá íslandsklukkan loks
komin í leitiraar?" varð Jóni
Baldvinssyni sendiráðspresti í
Lundúnum að orði i gær, er
hann virti fyrir sér hina al-
dagömlu kirkjuklukku úr Tröll-
atungukirkju í Steingrímsfirði
í höndum Ólafs Egilssonar
sendiherra. Þjóðminjasafnið
hefur fest kaup á klukkunni og
greiddi fyrir hana um 650 þús-
und krónur, aðila hér i landi
sem ekki vill láta nafns síns
getið. Með þeim Jóni og Ólafi á
myndinni er Margrét Sigtryggs-
dóttir, eiginkona Jóns.
Símamynd/Morgunblaðið/Ingiborg Jónsdóttir.
EYSTEINI Helgasyni, forstjóra Iceland Seafood Corporation, dóttur-
fyrirtækis Sambands islenskra samvinnufélaga í Bandarikjunum, var
sagt upp störfum á stjómarfundi fyrirtækisins i fyrradag. Geir Magnús-
syni, aðstoðarforstjóra, var einnig sagt upp á fundinum. Uppsagnirnar
hafa þegar tekið gUdi. Tillaga um uppsögn þeirra Eysteins og Geirs
var borin upp af Guðjóni B. Olafssyni, stjórnarformanni Iceiand Seafo-
od og forstjóra Sambandsins, og var samþykkt með þremur atkvæðum
gegn tveimur. Breytingartillaga frá Erlendi Einarssyni, stjórnarmanni
og fyrrverandi forstjóra Sambandsins um að málinu yrði frestað pg
Eysteini gefínn kostur á að koma tíl íslands tíl viðræðna við stjórnina
felld, einnig með þremur atkvæðum gegn tveimur.
Guðjón B. ólafsson vUdi ekki tjá sig um orsakir uppsagnanna í sam-
tali við Morgunblaðið í gærdag en i viðtali við Sjónvarpið í gærkvöldi
sagði bann samstarfsörðugleika miUi sín og Eysteins Helgasonar vera
meginástseðuna. Eysteinn Helgason, kvaðst f gærkvöldi ekkert vUja
um málið segja á þessu stigi en yfíriýsing væri væntanleg frá honum
eftir fáa daga.
Þeir sem greiddu atkvæði með
uppsögn Eysteins og Geirs voru þeir
Guðjón B. Ólafsson, Sigurður Mar-
kússon, varaformaður syómar og
framkvæmdastjóri sjávarafurða-
deildar Sambandsins, og Marteinn
Friðriksson, framkvæmdastjóri Fisk-
iðju Sauðárkróks. Á móti voru Er-
"^lfendur Einarsson og Gísli Jónatans-
son, kaupfélagsstjóri á Fáskrúðs-
firði; Sjötti maðurinn í stjóm, Banda-
ríkjamaðurinn William Boswell, var
ekki viðstaddur fundinn þó að hann
hefði verið boðaður á hann með lög-
legum fyrirvara.
Eysteini barst símskeyti klukkan
tvö í gærdag þar sem honum var
-^kýrt frá ákvörðun stjómarinnar, en
þeir Guðjón B. ólafsson og Sigurður
Markússon héldu utan til Banda-
ríkjanna í gær til að fylgja ákvörðun
fundarins eftir.
Erlendur Einarsson sagði í sam-
tali við Morgunblaðið t gær, að hann
hefði greitt atkvæði á móti því að
Eysteini yrði sagt upp, því hann teldi
að ekki væm efnislegar ástæður fyr-
ir upp8Ögninni, rekstrarafkoma Ice-
land Seafood á síðasta ári hefði ver-
ið með því besta f sögu félagsins.
Érlendur kvaðst hafa borið upp
breytingartillögu um að Eysteinn
fengi að mæta á stjómarfund áður
en tillaga um brottvikninguna kæmi
til afgreiðslu og gera grein fyrir
máli sínu en sú tillaga hefði verið
felld með þremur atkvæðum gegn
tveimur. Að öðru leyti kvaðst hann
ekki vilja tjá sig meira um málið á
þessu stigi.
Marteinn Friðriksson sagði að
nokkur aðdragandi hefði verið að
uppsögnunum og nokkrir fundir
hefðu verið haldnir í stjóm Iceland
Seafood um þetta mál. Hann sagði
að stjómarfundur í Félagi Sambands
fískframleiðenda, hefði samþykkt
samhljóða ótvíræða traustsyfírlýs-
ingu á Guðjón B. Ólafsson, formann
stjómar Iceland Seafood, sem Mar-
teinn hefði síðan lesið upp á fundin-
um hjá Iceland Seafood, sem haldinn
var síðar þann sama dag. Ekki hefði
verið minnst á mál Eysteins Helga-
sonar og Geirs Magnússonar í yfír-
lýsingunni, en hún hafi tengst því
máli.
Valur Amþórsson, stjómarfor-
maður Sambandsins, vildi ekkert tjá
sig um málið í gær.
Samkvæmt fréttum Ríkisútvarps-
ins, nefndi Steingrímur ýmsar
mögulegar efíiahagsaðgerðir sem
ríkisstjómin þyrfti að grípa til, svo
sem takmörkun erlendrar lántöku
og að auka skattlagningu á þær,
tímabundinn skatt á nýjar fjárfest-
ingar, hækkun vaxta af húsnæðis-
Ujjium og ef til vill takmörkun
húsnæðislána.
Greenpeace:
Fj ölmiðlaherfer ð gegn
hvalveiðum íslendinga
GREENPEACE ætlar í byrjun mars nk. að hefja herferð í Banda-
ríkjunum, Bretlandi og Þýskalandi gegn hvalveiðum íslendinga á
þann hátt að fólk verður í dagblaða- og sjónvarpsauglýsingum hvatt
til að kaupa ekki íslenskar fiskafurðir, að sögn Jakobs Lagerkrantz
hjá Greenpeace f Gautaborg og Isabel McCray hjá Greenpeace í
London. Isabel sagði í samtali við Morgunblaðið að John Gummer,
aðstoðarsjávarútvegsráðherra Breta, tæki þátt í umræðum um hval-
veiðar íslendinga í sjónvarpsþætti BBC 3. mars nk.
„Ég veit ekki,“ sagði Isabel hann sé á móti þeim, þar sem Al-
McCray, „hvað John Gummer segir þjóðahvalveiðiráðið telur þær ólög-
í þessum þætti um hvalveiðar Is- legar."
iendinga en ég reikna með því að Jakob Lagerkrantz sagði að í
dag, föstudag, byijuðu mótmæla-
aðgerðir í Lúxemborg gegn hval-
veiðum f slendinga og tengdust þær
áróðureherferðinni í Bretlandi,
Bandaríkjunum og Þýskalandi.
„Við vorum með mótmælaaðgerðir
í Gautaborg fyrir skömmu. Það
verður hins vegar ekki hafín áróð-
ursherferð í Svíþióð á næstunni
gegn hvalveiðum Islendinga. Gre-
enpeace harmar að þurfa að gera
íslendingum þetta," sagði Jakob.