Morgunblaðið - 08.03.1988, Page 30

Morgunblaðið - 08.03.1988, Page 30
30 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 8. MARZ 1988 Jafnréttisráð: Ráðstefna um kon- ur og atvinnulíf RÁÐSTEFNA um konur og atvinnulíf var haldin á vegum Jafnréttisráðs í Reykjavík um helgina. Ráðstefnan var vel sótt og hvert sæti skipað. Meðal þeirra er fluttu erindi var Frið- rik Sóphusson, iðnaðarráðherra og fjallaði hann um hagsmuni kvenna og atvinnulífsins og hvort þeir liagsmunir færu sam- an. Konur voru í miklum meirihluta þeirrá er sóttu ráðstefnuna og svo var einnig um þá er fluttu erindi. Ráðstefnuna setti Ásdís Rafnar formaður Jafnréttisráðs, en fyrst á mælendaskrá var Sigríður Dúna Kristmundsdóttir, mannfræðingur. Sigríður Dúna flutti yfírlitserindi um verkaskiptingu kynjanna í ýms- um þjóðfélögum, en á eftir henni talaði Stefanía Traustadóttir, fé- lagsfræðingur, um konur og vinnu. Dr. Guðný Guðbjömsdóttir, dósent fjallaði menntun kvenna og starfs- val og hvort þörf væri á breyttri menntastefnu, Gerður Óskarsdóttir, kennslustjóri í uppeldis- og kennslu- fræðum við Háskóla íslands, setti fram þá spumingu hvort náms- og starfsfræðsla og ráðgjöf gæti bætt stöðu kvenna á vinnumarkaði og Dr. Sigrún Stefánsdóttir, fjölmiðla- færðingur flutti erindi er hún nefni Ekkert er helst að frétta af konum í atvinnulífínu. Valgerður H. Bjarnadótir, fé- lagsráðgjafí talaði um konur í tækni- og iðngreinum og Vilborg Harðardóttir, útgáfustjóri ræddi um 3. gr. jafnréttislaganna og þá möguleika sem hún gefur. Friðrik Sóphusson, iðnaðrraáðherra, fjall- aði um hagsmuni kvenna og hags- muni atvinnulífsins og hvort þeir geti farið saman og Gunnar Hans- son, forstjóri IBM fjallaði um hvað fyrirtæki geti gert til að fjölga kon- um í ábyrgðarstöðum. Þegar allir á mælendskrá höfðu lokið máli sínu var fluttur leikþáttur með stuttum senum úr Sölku Völku eftir Halldór Laxness og Sauma- stofunni eftir Kjartan Ragnarsson um samskipti kynjanna. Ragnheið- ur Tryggvadóttir stjómaði upp- færlsunni en leikarar voru Jón Hjartarson og Ólöf Sverrisdóttir. Síðan vom almennar umræður um efni fyrirlestranna og stigu alls sautján í pontu. Morgunblaðið/Júlíus Gert er ráð fyrir bifreiðastæðum á tveimur hæðum á horni Garðastrætis og Vesturgötu. Reykjavík: Bifreiðastæðum fjölg- að norðan við miðbæinn Norrænt tækniár: Vel sótt ráðstefna um konur og tækni RAÐSTEFNA um konur og tækni var haldin í Norræna húsinu á veg- um kvenna í Verkfræðingafélagi íslands síðastliðinn föstudag. Hún var haldin í tilefni „Norræns tækniárs" og var mjög vel sótt að sögn aðstandenda. Hana sóttu um 70 manns, að stærstum hluta verkf ræðing- ar og nemar í verk- og tæknifræði. Störf kvenna á sviði tækni voru kynnt og erindi fluttu konur með þekkingu og starfsreynslu í ýmsum tæknigreinum. Þá var greint frá niðurstöðum könnunar meðal kvenna í verkfræðingastétt sem leiddi í ljós að flestar þeirra eru ánægðar í starfi. í undirbúnmgsnefnd áttu sæti Guðrún Zoéga, byggingaverkfræð- ingur, Sigríður Á. Ásgeirsdóttir, raf- magnsverkfræðingur og Inga Her- steinsdóttir byggingaverkfræðingur og setti Sigríður ráðstefnuna. Fyrsti fyrirlesturinn var gestafyr- irlestur Sinju Sveinsdóttur, aðstoð- arritstjóra Ingenieren í Danmörku. Hún ræddi m.a. um stöðu kvenna í verkfræði í Danmörku og bar saman fjölda þeirra og starfsferil. Þá fluttu byggingarverkfræðingamir Ingunn Sæmundsdóttir og Brynja Guð- mundsdóttir erindið „Af hveiju velja konur tækninám?" og Guðrún Hallgrímsdóttir, matvælaverkfræð- ingur, Ríkismati sjávarafurða, ræddi um tæknistörf innan sjávarútvegs og matvælaiðnaðar. Dagný Hall- dórsdóttir, rafmagnsverkfræðingur hjá IBM, flutti erindi um tölvunotkun og þróun í upplýsingatækni og María Gunnarsdóttir byggingartæknifræð- ingur og Ragna Karlsdóttir bygging- arverkfræðingur, Orkustofnun fluttu erindið „Orkumál á fslandi". Eftir kaffíhlé störfuðu vinnuhópar um „Menntun og starfsval"- Hvað ræður starfsvali kvenna nú og í framtíðinni og munu konur sækja i tæknistörf í auknum mæli?, „Starfs- frami kvenna í tæknistörfum"- Starfskjör, laun og frami, „Áhrif kvenna á tækni"- Munu konur móta tækniþróun í framtíðinni og „Tækni- samfélag 21. aldar"- Atvinnuvegir, samgöngur, heimili og fjölskylda í framtíðinni. Að sögn Ingu Hersteinsdóttur var það samdóma álit ráðstefnugesta að kennslu í raungreinum; eðlis- og efnafræði þyrfti að færa í auknum mæli niður í grunnskólana, því þar væru stúlkur móttækilegastar. Þá hefði nám í Háskólanum til þessa verið lítt sveigjanlegt og krafíst mik- illar tímasóknar. Þetta hefði oft orð- ið til þess að stúlkur veldu annað fag, sem hentaði þeim betur, t.d. með tilliti til bameigna. Æskilegt væri að sem flestar kvenkyns fyrir- myndir væru fyrir hendi þegar stúlk- ur væru að velja sér framhaldsnáms- greinar. Mikilvægt væri að benda stúlkum á þessi fög og efla starf- skynningar. En viðhorf til starfs kvenna við tæknistörf væri að breyt- ast, ekki þætti lengur tiltökumál þó stúlkur færu í tækninám og þeim fjölgaði ört. Ljúki til dæmis allar þær stúlkur sem skráðar eru í verk- fræði, námi á næstu 4 árum, fjölgar konum í stéttinni um 50%. STJÓRN Félags íslenskra stór- kaupmanna mun reyna að fá jöfnunargjald á kartöflur og kartöfluafurðir afnumið, þar sem hún telur gjaldið stangast á við reglur alþjóðasamninga GATT um tollamál. Eins og kunnugt er lagði landbúnaðar- ráðherra á 190% jöfnunargjald á franskar kartöflur fyrir skömmu, eftir að fjármálaráðu- neytið aflétti tímabundnu banni á innflutning þeirra. Árni Reyn- isson, framkvæmdastjóri FÍS, sagði í samtali við Morgunblaðið að félagið hefði afhent málið lög- fræðingi og væri álitsgerð vænt- anleg frá honum innan viku. í fréttatilkynningu frá stjóm FÍS segir að í reglum GATT sé skilyrt hvenær beita megi slíkum aðgerð- um og að sönnunarbyrði fyrir beit- ingu jöfnunartolla hvfli alfarið á því landi sem höftunum beitir. Síðan „VIÐ eigum mikla möguleika á bifreiðastæðum norðan við mið- bæinn,“ sagði Davíð Oddsson borgarstjóri, en ákveðið hefur verið að bifreiðastæðum undir væntanlegu ráðhúsi við Tjörnina verði fækkað verulega. 1 upphaf- legri áætlun var gert ráð fyrir bifreiðastæðum á tveimur til þremur hæðum undir ráðhúsinu og átti sú ráðstöfun að leysa bif- reiðastæða vandan í miðbænum að hluta. Á homi Garðastrætis og Vestur- götu, eru framkvæmdir hafnar við byggingu íbúða fyrir aldraða en þar verður einnig heilsugæslustöð fyrir vesturbæinn. í kjallara hússins sem er á tveimur hæðum er gert ráð fyrir bifreiðageymslu, sem væntan- lega verður tekin í notkun um ára- mótin 1988 til 1989. Davíð sagði, gert hafí verið ráð fyrir bifreiðastæðum norðan við miðbæinn nær höfninni, áður en hugmynd um bifreiðastæði í kjall- ara ráðhússins varð til. Verður reist nokurra hæða bifreiðageymsla við Tryggvagötu og verður væntanlega hafíst handa við þá framkvæmd árið 1989. segir: „Þar sem þessar forsendur em ekki fyrir hendi er engin stoð fyrir beitingu heimildarákvæðis búvömlaga. Félagið telur að geð- þóttaákvörðun sem þessi geti stór- lega skaðað hagsmuni íslendinga í utanríkisviðskiptum og flokkist jafnvel undir trúnaðarbrot við Al- þingi og ríkisstjóm." Ámi Reynisson sagði að stjórn FIS teldi franskar kartöflur vera iðnaðarvöm en ekki landbúnaðar- vöm, enda væm þær flokkaðar undir 20. kafla tollalaganna, þ.e. unnar vömr, en ekki 7. kafla, þar sem em ferskar vömr. Þá væm kartöfluverksmiðjur hér á landi hrein iðnfyrirtæki og greiddu t.d. iðnlánasjóðsgjöld. Ámi sagði að það væri fylgst mjög vel með aðgerðum okkar í tollamálum í viðskiptalönd- um okkar og viðskiptabandalögun- um, og því gæti mál sem þetta komið okkur illa síðarmeir í við- skiptasamningum. Félag íslenskra stórkaupmanna: Reynir að fá jöfnun- argjald á franskar kartöflur afnumið Morgunblaðið/Sverrir Við Tryggvagötu er fyrirhugað að reisa nokkurra hæða bifreiða- geymslu, þar sem nú eru bifreiðastæði Akraborgar. Hótel Island: Gríniðjan sýn- ir gamanleik GRÍNIÐJAN hefur nú á næstu dögum æfingar á leikritinu „The Nerd“, sem hefur verið sýnt við miklar vinsældir á Bro- adway í New York á annað ár. Leikritið verður frumsýnt á Hótel íslandi 19. apríl næst- komandi og sýnt um takmarkan tíma. Er stefnt að kvöldsýning- um frá sunnudegi til fimmtu- dags. Einnig eru fyrirhugaðar miðnætursýningar og sýningar á eftirmiðdögum. „Leikritið „The Nerd“ á ekkert skylt við kvikmyndina „Nerds“ sem hefur verið sýnd hér. Því hefur reyndar ekki enn verið fund- ið nafn en uppástungumar nálg- ast hundraðið," sagði leikstjórinn Gísli Rúnar Jónsson í stuttu spjalli við Morgunblaðið. Leikritið er eftir bandaríska leikritahöfundinn Larry Shue sem lést fyrir tveimur árum. Það ger- ist heima hjá ungum arkitekt, unnustu hans og vini þeirra sem er leiklistargagnrýnandi. Lífíð gengur sinn vanagang þar til að í heimsókn kemur maður sem fímmtán árum fyrr bjargaði lífí arkitektsins. Hann hefur áður heitið lífgjafa sínum allri sinni lið- veislu. En lífgjafínn reynist jafn- leiðinlegasta, heimskasta og mest uppáþrengjandi mannkerti sem hægt er að ímynda sér. Hann sest upp hjá þeim og leggur líf þeirra nærri í rúst. Með hlutverkin fara; Þórhallur Sigurðsson (Laddi) sem leikur lífgjafann leiðinlega, Randver Þorláksson og Edda Björgvins- dóttir leika arkitektinn og unn- ustu hans og Júlíus Brjánsson leikur leiklistargagnrýnandann. Með önnur hlutverk fara Pálmi Gestsson, Kristbjörg Kjeld og Björgvin Franz Gíslason. Leik- mynd gerir Karl Aspenlund en Snjólaug Bragadóttir þýddi verk- ið. „Hugmyndin er að í framtíðinni verði leikhús á Hótel Islandi af öllu tagi; sýningar af gamansömu tagi, söngleikir og alvarlegri verk,“ sagði Gísli. „Boðið verður upp á smárétti fyrir sýningu en matur er ekki innifalinn í leik- húsmiðanum. Leikhúsgestir geta valið um að sitja við borð eða eins og á hefbundnum leiksýningum. Öðrum þræði er þetta eins og leik- hús en að hinu leytinu er þetta með kabarettformi."

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.