Morgunblaðið - 08.03.1988, Qupperneq 30

Morgunblaðið - 08.03.1988, Qupperneq 30
30 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 8. MARZ 1988 Jafnréttisráð: Ráðstefna um kon- ur og atvinnulíf RÁÐSTEFNA um konur og atvinnulíf var haldin á vegum Jafnréttisráðs í Reykjavík um helgina. Ráðstefnan var vel sótt og hvert sæti skipað. Meðal þeirra er fluttu erindi var Frið- rik Sóphusson, iðnaðarráðherra og fjallaði hann um hagsmuni kvenna og atvinnulífsins og hvort þeir liagsmunir færu sam- an. Konur voru í miklum meirihluta þeirrá er sóttu ráðstefnuna og svo var einnig um þá er fluttu erindi. Ráðstefnuna setti Ásdís Rafnar formaður Jafnréttisráðs, en fyrst á mælendaskrá var Sigríður Dúna Kristmundsdóttir, mannfræðingur. Sigríður Dúna flutti yfírlitserindi um verkaskiptingu kynjanna í ýms- um þjóðfélögum, en á eftir henni talaði Stefanía Traustadóttir, fé- lagsfræðingur, um konur og vinnu. Dr. Guðný Guðbjömsdóttir, dósent fjallaði menntun kvenna og starfs- val og hvort þörf væri á breyttri menntastefnu, Gerður Óskarsdóttir, kennslustjóri í uppeldis- og kennslu- fræðum við Háskóla íslands, setti fram þá spumingu hvort náms- og starfsfræðsla og ráðgjöf gæti bætt stöðu kvenna á vinnumarkaði og Dr. Sigrún Stefánsdóttir, fjölmiðla- færðingur flutti erindi er hún nefni Ekkert er helst að frétta af konum í atvinnulífínu. Valgerður H. Bjarnadótir, fé- lagsráðgjafí talaði um konur í tækni- og iðngreinum og Vilborg Harðardóttir, útgáfustjóri ræddi um 3. gr. jafnréttislaganna og þá möguleika sem hún gefur. Friðrik Sóphusson, iðnaðrraáðherra, fjall- aði um hagsmuni kvenna og hags- muni atvinnulífsins og hvort þeir geti farið saman og Gunnar Hans- son, forstjóri IBM fjallaði um hvað fyrirtæki geti gert til að fjölga kon- um í ábyrgðarstöðum. Þegar allir á mælendskrá höfðu lokið máli sínu var fluttur leikþáttur með stuttum senum úr Sölku Völku eftir Halldór Laxness og Sauma- stofunni eftir Kjartan Ragnarsson um samskipti kynjanna. Ragnheið- ur Tryggvadóttir stjómaði upp- færlsunni en leikarar voru Jón Hjartarson og Ólöf Sverrisdóttir. Síðan vom almennar umræður um efni fyrirlestranna og stigu alls sautján í pontu. Morgunblaðið/Júlíus Gert er ráð fyrir bifreiðastæðum á tveimur hæðum á horni Garðastrætis og Vesturgötu. Reykjavík: Bifreiðastæðum fjölg- að norðan við miðbæinn Norrænt tækniár: Vel sótt ráðstefna um konur og tækni RAÐSTEFNA um konur og tækni var haldin í Norræna húsinu á veg- um kvenna í Verkfræðingafélagi íslands síðastliðinn föstudag. Hún var haldin í tilefni „Norræns tækniárs" og var mjög vel sótt að sögn aðstandenda. Hana sóttu um 70 manns, að stærstum hluta verkf ræðing- ar og nemar í verk- og tæknifræði. Störf kvenna á sviði tækni voru kynnt og erindi fluttu konur með þekkingu og starfsreynslu í ýmsum tæknigreinum. Þá var greint frá niðurstöðum könnunar meðal kvenna í verkfræðingastétt sem leiddi í ljós að flestar þeirra eru ánægðar í starfi. í undirbúnmgsnefnd áttu sæti Guðrún Zoéga, byggingaverkfræð- ingur, Sigríður Á. Ásgeirsdóttir, raf- magnsverkfræðingur og Inga Her- steinsdóttir byggingaverkfræðingur og setti Sigríður ráðstefnuna. Fyrsti fyrirlesturinn var gestafyr- irlestur Sinju Sveinsdóttur, aðstoð- arritstjóra Ingenieren í Danmörku. Hún ræddi m.a. um stöðu kvenna í verkfræði í Danmörku og bar saman fjölda þeirra og starfsferil. Þá fluttu byggingarverkfræðingamir Ingunn Sæmundsdóttir og Brynja Guð- mundsdóttir erindið „Af hveiju velja konur tækninám?" og Guðrún Hallgrímsdóttir, matvælaverkfræð- ingur, Ríkismati sjávarafurða, ræddi um tæknistörf innan sjávarútvegs og matvælaiðnaðar. Dagný Hall- dórsdóttir, rafmagnsverkfræðingur hjá IBM, flutti erindi um tölvunotkun og þróun í upplýsingatækni og María Gunnarsdóttir byggingartæknifræð- ingur og Ragna Karlsdóttir bygging- arverkfræðingur, Orkustofnun fluttu erindið „Orkumál á fslandi". Eftir kaffíhlé störfuðu vinnuhópar um „Menntun og starfsval"- Hvað ræður starfsvali kvenna nú og í framtíðinni og munu konur sækja i tæknistörf í auknum mæli?, „Starfs- frami kvenna í tæknistörfum"- Starfskjör, laun og frami, „Áhrif kvenna á tækni"- Munu konur móta tækniþróun í framtíðinni og „Tækni- samfélag 21. aldar"- Atvinnuvegir, samgöngur, heimili og fjölskylda í framtíðinni. Að sögn Ingu Hersteinsdóttur var það samdóma álit ráðstefnugesta að kennslu í raungreinum; eðlis- og efnafræði þyrfti að færa í auknum mæli niður í grunnskólana, því þar væru stúlkur móttækilegastar. Þá hefði nám í Háskólanum til þessa verið lítt sveigjanlegt og krafíst mik- illar tímasóknar. Þetta hefði oft orð- ið til þess að stúlkur veldu annað fag, sem hentaði þeim betur, t.d. með tilliti til bameigna. Æskilegt væri að sem flestar kvenkyns fyrir- myndir væru fyrir hendi þegar stúlk- ur væru að velja sér framhaldsnáms- greinar. Mikilvægt væri að benda stúlkum á þessi fög og efla starf- skynningar. En viðhorf til starfs kvenna við tæknistörf væri að breyt- ast, ekki þætti lengur tiltökumál þó stúlkur færu í tækninám og þeim fjölgaði ört. Ljúki til dæmis allar þær stúlkur sem skráðar eru í verk- fræði, námi á næstu 4 árum, fjölgar konum í stéttinni um 50%. STJÓRN Félags íslenskra stór- kaupmanna mun reyna að fá jöfnunargjald á kartöflur og kartöfluafurðir afnumið, þar sem hún telur gjaldið stangast á við reglur alþjóðasamninga GATT um tollamál. Eins og kunnugt er lagði landbúnaðar- ráðherra á 190% jöfnunargjald á franskar kartöflur fyrir skömmu, eftir að fjármálaráðu- neytið aflétti tímabundnu banni á innflutning þeirra. Árni Reyn- isson, framkvæmdastjóri FÍS, sagði í samtali við Morgunblaðið að félagið hefði afhent málið lög- fræðingi og væri álitsgerð vænt- anleg frá honum innan viku. í fréttatilkynningu frá stjóm FÍS segir að í reglum GATT sé skilyrt hvenær beita megi slíkum aðgerð- um og að sönnunarbyrði fyrir beit- ingu jöfnunartolla hvfli alfarið á því landi sem höftunum beitir. Síðan „VIÐ eigum mikla möguleika á bifreiðastæðum norðan við mið- bæinn,“ sagði Davíð Oddsson borgarstjóri, en ákveðið hefur verið að bifreiðastæðum undir væntanlegu ráðhúsi við Tjörnina verði fækkað verulega. 1 upphaf- legri áætlun var gert ráð fyrir bifreiðastæðum á tveimur til þremur hæðum undir ráðhúsinu og átti sú ráðstöfun að leysa bif- reiðastæða vandan í miðbænum að hluta. Á homi Garðastrætis og Vestur- götu, eru framkvæmdir hafnar við byggingu íbúða fyrir aldraða en þar verður einnig heilsugæslustöð fyrir vesturbæinn. í kjallara hússins sem er á tveimur hæðum er gert ráð fyrir bifreiðageymslu, sem væntan- lega verður tekin í notkun um ára- mótin 1988 til 1989. Davíð sagði, gert hafí verið ráð fyrir bifreiðastæðum norðan við miðbæinn nær höfninni, áður en hugmynd um bifreiðastæði í kjall- ara ráðhússins varð til. Verður reist nokurra hæða bifreiðageymsla við Tryggvagötu og verður væntanlega hafíst handa við þá framkvæmd árið 1989. segir: „Þar sem þessar forsendur em ekki fyrir hendi er engin stoð fyrir beitingu heimildarákvæðis búvömlaga. Félagið telur að geð- þóttaákvörðun sem þessi geti stór- lega skaðað hagsmuni íslendinga í utanríkisviðskiptum og flokkist jafnvel undir trúnaðarbrot við Al- þingi og ríkisstjóm." Ámi Reynisson sagði að stjórn FIS teldi franskar kartöflur vera iðnaðarvöm en ekki landbúnaðar- vöm, enda væm þær flokkaðar undir 20. kafla tollalaganna, þ.e. unnar vömr, en ekki 7. kafla, þar sem em ferskar vömr. Þá væm kartöfluverksmiðjur hér á landi hrein iðnfyrirtæki og greiddu t.d. iðnlánasjóðsgjöld. Ámi sagði að það væri fylgst mjög vel með aðgerðum okkar í tollamálum í viðskiptalönd- um okkar og viðskiptabandalögun- um, og því gæti mál sem þetta komið okkur illa síðarmeir í við- skiptasamningum. Félag íslenskra stórkaupmanna: Reynir að fá jöfnun- argjald á franskar kartöflur afnumið Morgunblaðið/Sverrir Við Tryggvagötu er fyrirhugað að reisa nokkurra hæða bifreiða- geymslu, þar sem nú eru bifreiðastæði Akraborgar. Hótel Island: Gríniðjan sýn- ir gamanleik GRÍNIÐJAN hefur nú á næstu dögum æfingar á leikritinu „The Nerd“, sem hefur verið sýnt við miklar vinsældir á Bro- adway í New York á annað ár. Leikritið verður frumsýnt á Hótel íslandi 19. apríl næst- komandi og sýnt um takmarkan tíma. Er stefnt að kvöldsýning- um frá sunnudegi til fimmtu- dags. Einnig eru fyrirhugaðar miðnætursýningar og sýningar á eftirmiðdögum. „Leikritið „The Nerd“ á ekkert skylt við kvikmyndina „Nerds“ sem hefur verið sýnd hér. Því hefur reyndar ekki enn verið fund- ið nafn en uppástungumar nálg- ast hundraðið," sagði leikstjórinn Gísli Rúnar Jónsson í stuttu spjalli við Morgunblaðið. Leikritið er eftir bandaríska leikritahöfundinn Larry Shue sem lést fyrir tveimur árum. Það ger- ist heima hjá ungum arkitekt, unnustu hans og vini þeirra sem er leiklistargagnrýnandi. Lífíð gengur sinn vanagang þar til að í heimsókn kemur maður sem fímmtán árum fyrr bjargaði lífí arkitektsins. Hann hefur áður heitið lífgjafa sínum allri sinni lið- veislu. En lífgjafínn reynist jafn- leiðinlegasta, heimskasta og mest uppáþrengjandi mannkerti sem hægt er að ímynda sér. Hann sest upp hjá þeim og leggur líf þeirra nærri í rúst. Með hlutverkin fara; Þórhallur Sigurðsson (Laddi) sem leikur lífgjafann leiðinlega, Randver Þorláksson og Edda Björgvins- dóttir leika arkitektinn og unn- ustu hans og Júlíus Brjánsson leikur leiklistargagnrýnandann. Með önnur hlutverk fara Pálmi Gestsson, Kristbjörg Kjeld og Björgvin Franz Gíslason. Leik- mynd gerir Karl Aspenlund en Snjólaug Bragadóttir þýddi verk- ið. „Hugmyndin er að í framtíðinni verði leikhús á Hótel Islandi af öllu tagi; sýningar af gamansömu tagi, söngleikir og alvarlegri verk,“ sagði Gísli. „Boðið verður upp á smárétti fyrir sýningu en matur er ekki innifalinn í leik- húsmiðanum. Leikhúsgestir geta valið um að sitja við borð eða eins og á hefbundnum leiksýningum. Öðrum þræði er þetta eins og leik- hús en að hinu leytinu er þetta með kabarettformi."
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.