Morgunblaðið - 23.04.1988, Page 2

Morgunblaðið - 23.04.1988, Page 2
2 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 23. APRÍL 1988 Verkfall verslunar- manna á Suðumesjum kært til Félagsdóms Vinnumálasamband samvinnu- félaganna gaf í gær út stefnu til Félagsdóms þar sem það telur að verkfall Verslunarmannafé- lags Suðurnesja, sem boðað hef- ur verið á mánudaginn næstkom- andi, sé ólöglegt. VS sendi skeyti um verkfallsboðunina til VSS, VSÍ og rikissáttasemjara föstu- daginn 15. april, en VSS fékk skeytið ekki í hendur fyrr en eftir hádegi á þriðjudag 19. apríl og telur Vinnumálasambandið því að verkfallið háfi verið boðað með of skömmum fyrirvara. Sigrún Sigurgeirsdóttir hjá Verslunarmannafélagi Suðurnesja sagði í samtali við Morgunblaðið að verkfallsboðunin hefði verið send út á réttum tíma og hefðu VSÍ og ríkissáttasemjari fengið hana sam- dægurs í hendur. Það væru mistök Pósts og síma ef skeytið til VSS hefði tafíst lengur en hin tvö og hefði ekki komið á tilætluðum tíma til Vinnumálasambandsins. Jón Steindór Valdimarsson, lög- fræðingur Vinnumálasambandsins, sagði að skeytið hefði ekki borist VSS fyrr en skömmu eftir hádegi á þriðjudag. „Málið snýst um það hvort það sé nóg að tilkynna Pósti og síma um boðun verkfalls, en ekki þeim sem verkfallið beinist gegn,“ sagði Jón. Þá hefur Vamarmáladeild utanríkisráðuneytisins dregið í efa að verkfallið gildi á Keflavíkurflug- velli. Sigrún Sigurgeirsdóttir sagði- að VS teldi sig vera í fullum rétti með það að boða verkfall á Kefla- víkurflugvelli, en ekki tókst að ná í fulltrúa Vamarmáladeildar vegna þessa máls. gær Námur íslensku hljómsveitarínnar: Sturlimga- öldin í Bústaða- kirkju ÍSLENSKA hljómsveitin frumflytur í dag aðra efnis- skrá úr „Námum" sínum. Yrkisefnið að þessu sinni er Sturlungaöldin. Fiutt verður tónverk Atla Heimis Sveins- sonar við ljóð Matthiasar Jo- hannessens „Sturla“. Matt- hías flytur sjáífur hluta ljóðs- ins við hljómsveitarundirleik. Á undan tónlistarflutningi verður afhjúpað myndverkið „Skip hugans" eftir Hallstein Sigurðsson myndhöggvara. Myndin á rót að rekja til ljóðs Matthíasar. Tónleikamir verða haldnir til heiðurs þremur tón- skáldum sem eiga merkisaf- mæli í ár, Páli P. Pálssyni, Þorkeli Sigurbjömssyni og Átla Heimi Sveinssyni. Dagskráin hefst í Bústaðakirkju klukkan 14.00. Frá slysstað á Hverfisgötu á miðvikudagskvöld. Ung kona lést í umferðarslysi Morgunblaðið/Ingvar Guðmundsson UNG kona iést þegar hún varð fyrir bifreið á Hverfisgötu siðla miðvikudagskvölds. Oku- maður bifreiðarinnar var i kappakstri upp götuna þegar slysið varð. Slysið varð rétt austan við Klapparstíg og var lögreglunni til- Miðstjórnarfundur Framsóknarflokksins í dag: Held. ekki að þetta verði átakafundur - segir Steingrímur Hermannsson formaður flokksins Miðstjórnarfundur Framsókn- arflokksins hefst í dag kl. 9.30 á Holiday Inn en boðað var tii fundarins til þess að meta ríkis- stjórnarsamstarfið og stöðu efnahagsmála. Á fundinum flytja ráðherrar flokksins skýrslur sínar, síðan verður umræða um stjórnmáiaviðhorfið, og loks verður lögð fram tillaga að stjóramálaályktun fundarins og hún rædd. Skagstrend- ingar sigra í Músík- tilraunum MÍISÍ KTILR AUNUM Tóna- bæjar lauk i gærkvöldi með sigri hljómsveitarinnar Jójó frá Skagaströnd. í öðru sæti urðu Herramexm frá Sauðár- króki, Fjörkallar úr Reykavík höfnuðu í þriðja sæti og Mor- iarity úr Kópavogi hlaut fjórðu verðlaun. Um 600 áhorfendur voru á úrslitakvöldinu. Tónleikamir voru sendir út beint á Bylgjunni og glefsur úr dagskránni verða sýndar í íslenska listanum á Stöð tvö í kvöld. Atkvæði dómnefndar giltu til helminga á móti atkvæðum áhorfenda. Voru þessir hópar samdóma um sigurvegara keppninnar. Tónlist Jójó hefur verið neftid galsarokk á rokksíðu blaðsins. „Ég hugsa að ýmsir vilji láta í ljósi sínar skoðanir á því ástandi sem hér er í þjóðfélaginu en ég held að þetta verði ekki átakafund- ur,“ sagði Steingrímur Hermanns- son, utanríkisráðherra og formaður Framsóknarflokksins, en hann er jafnframt formaður miðstjómar. Hann sagðist aðspurður ekki búast við að á fundinum færi fram upp- gjör flokksins gagnvart ríkisstjóm- inni eða uppgjör flokksmanna gagnvart ráðherrum flokksins. „Ég tel hins vegar mjög eðlilegt að við skoðum hvemig tekist hefur að framkvæma ýmis atriði stefnuyfír- lýsingar ríkisstjómarinnar og þar em menn ánægðir með sumt en síður með annað," sagði Steingrím- ur. Steingrímur sagði að þessi fund- ur hefði verið undirbúinn á sama hátt og aðrir miðstjómarfundir flokksins með því að vinna drög að stjómmálaályktun. Hann sagði að það sem hefði birst í ýmsum fjöl- miðlum um tillögur flokksins í efna- hagsmálum væri meira og minna byggt á sandi, til dæmist kannaðist hann ekki við tillögur um 10-15% gengisfellingu, en vildi að öðru leyti ekki upplýsa hvað í tillögunum fæl- ist. Að sögn Sigurðar Geirdals, fram- kvæmdastjóra flokksins, hafa ráð- herrar flokksins, aðstoðarmenn þeirra og þingflokkurinn aðallega unnið að stjómmálaályktuninni. Ráðherramir hefðu ráðfært sig við sína samráðshópa og einnig hefði verið leitað til ýmissa sérfræðinga- nefnda flokksins til að reikna út hvaða áhrif einstakar tillögur gætu haft í för með sér. Steingrímur Hermannsson lagði fram drög að stjómmálaályktun á þingflokksfundi Framsóknarflokks- ins sl. miðvikudag og komu þar fram tillögur um smávægilegar breytingar á henni, að sögn Sigurð- ar. Hann sagði að endanlega tillag- an væri mjög ákveðin en ekki hótun um byltingu eða stjómarslit. Hins vegar vildi flokkurinn leysa vanda- málin á ákveðinn hátt og í stjóm- málaályktuninni væri bent á leiðir til lausnar. Miðstjóm Framsóknarflokksins er æðsta stofnun flokksins milli flokksþinga og nú eiga sæti í henni 117 manns. Þar á meðal eru þing- menn flokksins, formenn landssam- bancja og kjördæmissambanda, formaður verkalýðsmálanefndar flokksins og launþegaráða í kjör- dæmunum. Hvert kjördæmi kýs síðan 8 fulltrúa í miðstjóm og 25 fulltrúar em kosnir sérstaklega á flokksþingi sem haldið er annað hvert ár. kynnt um það kl. 23.21 um kvöld- ið. Tvær bifreiðir, dökkur BMW og amerísk fólksbifreið, voru í kappakstri upp götuna. Sú ameríska var á vinstri akrein og ökumaður hennar átti ófama nokkra metra að konunni og félög- um hennar þegar hann sá þau. Þau voru þá á leið yfír götuna og varð konan, sem var aftast í hópn- um, fyrir bifreiðinni. Hún var látin þegar í sjúkrahús kom. Félagi hennar slasaðist einnig nokkuð, en hann fékk heilahristing og skurð á höfuð. Ljóst er að bifreiðin, sem konan varð fyrir, var á miklum hraða þegar slysið varð. Ökumaðurinn, sem er tvítugur, dró úr hraðanum eftir slysið og stöðvaði bifreið sína rúmum 100 metmm ofar á göt- unni, eða við Vatnsstíg. Ökumaður og farþegar BMW-bifreiðarinnar eru beðnir um að hafa samband Linda Björk Bjaraadóttir við slysarannsóknadeild lögregl- unnar, svo unnt sé að upplýsa þetta alvarlega mál að fullu. Konan sem lést hét Linda Björk Bjarnadóttir, til heimilis á Soga- vegi 158 í Reykjavík. Linda Björk var á 23. aldursári, fædd 21. októ- ber árið 1965. Hún var ógift og bamlaus. Félagsmálaráðherra: Framkvæmdum við ráðhúsið verði frestað JÓHANNA Sigurðardóttir, fé- lagsmálaráðherra, hefur beint þeim tilmælum til Daviðs Odds- sonar, borgarstjóra, að fram- kvæmdum við ráðhúsbygging- una við Reykjavíkurtjörn verði frestað þar til félagsmálaráðu- neytið hefur úrskurðað í kærum íbúa Tjarnargötu á hendur borgaryfirvöldum. „Ég fékk tvær kærar frá íbúum Tjamargötu þann 7. apríl, þar sem Ferðaskrifstofurnar: Sérsamningm* ekki gerður við VR FÉLAG íslenskra ferðaskrif- stofa hélt félagsfund i gær, þar sem rætt var um horfur í verk- fallsmálum og möguleika á því að gera sérsamning við VR, en verslunarmenn voru tilbúnir í sjíkar viðræður. Niðurstaða fundarins í gær varð sú að ekki væri til neins að gera sérsamning við VR á meðan starf- semi flugfélaganna væri meira og minna lömuð vegna verkfallsins. í fyrradag ræddu VR og Amar- flug um möguleika á sérsamningi en ekkert varð úr að slíkur samn- ingur væri gerður. kærð var veiting graftrarleyfís á ráðhúslóðinni og úrskurður Skipu- lagsstjómar ríkisins um stækkun byggingarreitsins," sagði félags- málaráðherra í samtali við Morg- unblaðið í gærkvöldi. „Ég vísaði fyrrnefndu kæranni til umsagnar hjá skipulagsstjóm og Byggingar- nefnd Reykjavíkur, eins og mér ber að gera samkvæmt byggingar- lögum. Að loknum fundi skipu- lagsstjómar á miðvikudag var ljóst að hún teidi sig enn þurfa tíma áður en hún veitti umsögn sína og frá byggingamefnd hefur ekk- ert heyrst heldur." Félagsmálaráðherra sagðist ekki geta fellt úrskurð siAn án þessara umsagna og teldi hún því óeðlilegt að framkvæmdir væru i gangi á ráðhúslóðinni meðan á bið eftir umsögnum stæði. í bréfi sínu til borgarstjóra tekur ráðherra fram að hún hafí farið fram á það við skipulagsstjóm að hún flýti umsögn sinni sem frekast sé unnt. Jóhanna Sigurðardóttir sagði að úrskurður hennar í kæra Tjam- argötubúa vegna niðurstöðu skipulagsstjómar um stækkun ráðhúsreitsins myndi liggja fyrir á mánudagsmorgun.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.