Morgunblaðið - 23.04.1988, Síða 5

Morgunblaðið - 23.04.1988, Síða 5
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 23. APRÍL 1988 5 Framsokn mot- mælir uppsögnum - Skil ekki af hverju þessi leið var far- in, segir Ragna Bergmann formaður „Uppsagnirnar eru óskaplegt reiðarslag fyrir konurnar í Granda, því þær koma fyrst og fremst niður á störfum kvenna,“ sagði Ragna Bergmann, formað- ur Verkakvennafélagsins Fram- sóknar, er Morgunblaðið innti hana eftir viðbrögðum við upp- sögnum 50 starfsmanna Granda. Sagði Ragna að Framsókn myndi bera fram mótmæli við stjórn Granda vegna þeirra. Uppsagnarbréf hafa ekki borist starfsfólki en Ragna sagði ljóst að stærstur hluti þeirra yrðu félags- konur í Framsókn. „Við munum bera fram mótmæli að loknum aðal- fundi félagsins sem verður í næstu viku, en stjórn félagsins hefur þeg- ar fjallað um uppsagnimar." Ragna bjóst ekki við að mótmælin myndu hafa nein áhrif. Hún sagði að Framsókn myndi bjóða félagskonum aðstoð við að leita atvinnu eins og áður hefði verið gert. Bjóst hún að það myndi reynast örðugt þar sem leita þyrfti út fyrir fiskvinnsluna. „ Mér finnst það skjóta skökku við að samningar við starfsfólk skuli koma sér svona illa fyrir fyrirtækið, en vissulega er staðan erfið í fisk- vinnslunni," sagði Ragna. „Ég hélt að svona nokkuð myndi ekki ger- ast. Það voru heilmiklar manna- breytingar og uppsagnir þegar Granda var komið á laggimar og ég átti alls ekki von á þessu. Ég skil ekki af hveiju þessi leið var farin.“ Selfoss: Innbrot í fél- agsmiðstöð unglinga Selfossi. BROTIST var inn í félagsmiðstöð unglinga í kjallara Gagnfræða- skólans á Selfossi aðfaranótt fimmtudags og þaðan stolið 50 þúsund krónum. Skemmtun var í félagsmiðstöðinni á miðvikudagskvöldið á vegum gagn- fræðaskólans og peningamir sem hurfu voru aðgangseyrir og afrakst- ur af sölu í sjoppu. Hluta af þessum peningum hugsuðu nemendur sér að nota til tækjakaupa fyrir nemendafé- lagið og skólablað þess. Farið var inn um glugga á félag- smiðstöðinni og peningamir teknir úr sjoppunni þar sem þeir voru geymdir. Einnig var farið inn í skóla- eldhúsið en engu stolið þaðan. Þetta er í þriðja sinn sem brotist er inn í félagsmiðstöðina. Málið er í rannsókn hjá lögreglunni á SelfossL - Sig. Jóns. Morgnnblaðsskeifan afhent á Hólum Sigurvegari í skeifukeppninni 170.7 stig af 200 mögulegum. Bændaskólans á Hvanneyri á Bændaskólanum í Hólum varð Sigríður Kristjánsdóttir úr verður haldin í dag og hefst 22 ára Héraðsbúi, Sigríkur Garðabæ hlaut ásetuverðlaun dagskrá klukkan tíu með gæð- Jónsson, frá Gænuhlíð í Iljalta- Félags tamningamanna og Eið- ingakeppni en sjálf skeifu- staðaþinghá. Keppti hann á faxabikarinn sem veittur er keppnin hefst klukkan hálf tvö. hryssunni Feiju frá Flugumýri fyrir bestu hirðingu á tamn- en hún er 5 vetra. Hlaut hann ingahrossi. Skeifukeppni HHONDA HONDA Á ÍSLANDI Vatnagörðum 24 s. 689900. NY HONDA CIVIC KYNSIOÐ 13-17 Ennþá einu sinni nýr og byltingarkenndur HONDA CIVIC með breytingum, sem gera HOIMDA CIVIC tvímælalaust fremstan I flokki minni bíla. Allar gerðir koma nú með vél úr léttmálmi og 16-VEIMTLA, ýmist með einum eða tveimur kambásum, sem þýðir meiri orku og minni eyðslu. I\lý frábær fjöðrun, sem á sér enga hliðstæðu I sambærlegum bílum og óvenju mikil lengd á milli hjóla gefur bílnum mjög góða aksturseiginleika og aukin þægindi í akstri. Með þessu hefur HONDA sannað enn einu sinni, að þeir framleiða „litla bílinn“ með þægíndi og rými stóru drekanna en aðalsmerki HOIMDA i fyrirrúmi: SPARNEYTNI, GÆÐI OG ENDINGU. BIIASYNING í DAG KL.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.