Morgunblaðið - 23.04.1988, Síða 15
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 23. APRÍL 1988
15
Claude Malhuret rádherra í Frakklandi;
Kynþáttahatur
er ekkí að aukast
- og hægri öfgamenn eru stundarfyrirbrigði
Cosne sur Loire, Frakklandi. Frá Steingrími Sigurgeirssyni, blaðamanni Morgunblaðsins.
SÁ MIKLI stuðningur sem
hægri öfgamaðurinn Jean-
Marie le Pen og flokkur hans
Front National virðist hafa í
frönsku forsetakosningunum
hefur valdið mörgum áhyggj-
um og verið túlkaður sem tákn
um aukið kynþáttahatur í
Frakklandi. Claude Malhuret,
ráðherra mannréttindamála,
telur hins vegar að svo sé ekki.
í samtali við Morgunblaðið
segir hann að fyrirbæri á borð
við Front national sé ekki eins-
dæmi í lýðræðisríkjum, og
muni hverfa innan skamms.
Front National skaut fyrst upp
á yfírborðið í sveitarstjómakosn-
ingum og kosningum til Evrópu-
þingsins á árunum 1983—1984.
FN er nú með 33 þingmenn á
franska þinginu og hefur fýlgi
flokksins farið vaxandi að því er
virðist á síðustu mánuðum. Sam-
kvæmt skoðanakönnunum styðja
nú 11—12% Frakka le Pen í for-
setakosningunum en fylgi hans
var komið niður í 7% á síðasta
ári eftir að le Pen hafði sagt í
fjölmiðlum að útrýmingarbúðir
nasista í síðari heimsstyijöldinni
væru einungis söguiegt atriði.
Stuðningsmenn le Pen og FN eru
úr öllu stéttum og frá öllu lands-
hlutum, en fylgið er þó mest í
suðurhluta landsins. Þar eru inn-
flytjendur frá Norður-Afnku fjöl-
mennastir og á því stefna le Pens
sem er fjandsamleg innflytjend-
um greiðastan aðgang í þeim
landshluta. Svo virðist jafnvel
sem FN sé orðinn stærsti flokk-
urinn í þriðju stærstu borg
Frakklands, Marseille.
„Þeim sem fylgjast með þess-
um málum kann að virðast sem
kynþáttahatur fari vaxandi í
Frakklandi. Þessi þróun olli mér
áhyggjum og lét é því þingið
semja skýrslu um stöðu þessara
mála. Þessi skýrsla var birt fyrir
nokkrum vikum og mikil umræða
hefur orðið um hana,“ sagði
Claude Malhuret, ráðherra
mannréttindamála, í samtali við
Morgunblaðið.
„I skýrslunni kemur fram að
kynþáttahatur er ekki að aukast.
Menn hafa hins vegar vaxandi
áhyggjur af þessu vandamáli úti
í þjóðfélaginu og hvert atvik fær
meiri athygli og er fordæmt harð-
ar en áður. Þetta tel ég vera já-
kvæða þróun." Sú staðreynd að
Front National virtist vera að
auka fylgi sitt, eða að minnsta
kosti héldi þvi stöðugu í kringum
10%, væri hins vegar mikið
áhyggjuefni. FN væri rótin að
því tillitsleysi sem ríkti í garð
innflytjenda.
Malhuret taldi hins vegar hið
mikla fylgdi FN ekki vera neitt
einsdæmi. „Önnur evrópsk lýð-
ræðisríki hafa átt við svipaðan
vanda að stríða. Sem dæmi má
nefna Enoch Powell í Bretlandi
og nýnasistaflokkinn NPD í Vest-
ur-Þýskalandi á sjöunda ára-
tugnum og fasistaflokkinn MIC
sem var með um 15% fylgi í kosn-
ingum á Ítalíu á síðasta áratug.
Svo virðist sem lýðræðisríki þurfí
að stríða við vanda af þessu tagi
á vissu þróunarstigi, en hann
vari ekki lengur en í 4—6 ár.“
Malhuret sagði Frakka nú hafa
þurft að beijast við þennan vanda
í 5 ár en hann vonaði og væri
raunar viss um að það sama
myndi gerast í Frakklandi og
annars staðar og öfgamenn til
hægri hverfa af sjálfu sér.
„Kynþáttahatur er án efa eitt
aðalmálið í þessum kosningum,
sér í lagi vegna le Pen,“ sagði
Hervé de Charette, félagsmála-
ráðherra, í samtali við Morgun-
blaðið. De Charrette taldi ekki
að kynþáttahatur færi vaxandi
þó að vissulega væri nokkuð um
Jean-Marie le Pen, foringi hægri
öfgamanna, hefur barist gegn
útlendingum og innflytjendum í
Frakklandi.
átök milli Frakka og innflytjenda
í sumum borgum. Þó kynþátta-
hatur væri orsök þessara átaka
mætti hins vegar ekki alhæfa út
frá því að Frakkar upp til hópa
væru kynþáttahatarar. Svo væri
alls ekki. Frakkland hefði æva-
foma hefð sem griðastaður.
„Örsök þessa vanda er hinn
mikli fjöldi innflytjenda og að
þeir safnast saman á ákveðnum
svæðum. Annarsvegar í Suður-
Frakklandi og hins vegar í út-
hverfum stórborga, sér í lagi í
kringum París. Lausnin á þessum
vanda er einföld í sjálfu sér en
erfíð í framkvæmd. Við verðum
að loka landamærum okkar, að-
laga þá innflytjendur sem hér eru
löglega að frönskum siðum en
einnig hvetja þá til að flytja á
ný til síns heimalands." Þetta
mætti vera með styrkjum frá
stjómvöldum. Slíkir styrkir væm
þegar til staðar en ekki í nógu
ríkum mæli að hans mati.
Útvarpsstjóri:
Skipar
nefnd til að
gera úttekt á
rekstri frétta-
stofunnar
ÚTVARPSSTJÓRI hefur skipað
þriggja manna nefnd til að gera
úttekt á stjórnun og rekstri
fréttastofu Rikisútvarpsins,
hljóðvarps og sjónvarps, og skila
áliti þar um til útvarpsstjóra
ásamt tillögum sem fram kunna
að koma um breytta skipan mála.
Þá er nefndinni falið að yfirfara
fréttareglur Ríkisútvarpsins og
gera tillögur um breytingar ■ á
þeim, eftir því sem þurfa þykir.
Nefndinni hefur ennfremur verið
falið að móta aðrar starfs- og siða-
reglur, sem nefndin telur nauðsyn-
legar til að tryggja að markmiðum
útvarpslaga og reglugerðar um
Ríkisútvarpið varðandi fréttaflutn-
ing og fréttatengt efni verði náð,
„þannig að fréttastofur Ríkisút-
varpsins gegni áfram forystuhlut-
verki í íslenskri fjölmiðlun við nýjar
aðstæður í útvarpsmálum og njóti
sem slíkar ótvíræðs trausts og virð-
ingar allra landsmanna", eins og
segir í tilkynningu frá útvarps-
stjóra.
Nefndina skipa Baldur Guðlaugs-'
son hæstaréttarlögmaður, sem er
formaður, Margrét Heinreksdóttir
lögfræðingur og Ólafur Þ. Harðar-
son lektor. Nefndinni er heimilt að
leita aðstoðar innlendra og erlendra
sérfræðinga, fræðimanna eða
starfsmanna fjölmiðla, ef þörf kref-
ur. Áhersla er lögð á að nefndin
hraði störfum og skili álitsgerð og
tillögum sínum eins fljótt og unnt
er.
''p i nn h n
j, ij ?
\J J ' /
r \
ammmmmmimm
ii M l, L
J l V\l V -/ J ' JJ i/ L
fjf
( v r1/ f '/
l/ [y J /
I
318-Zb
Y 3-$DC:-
/v ts'/ J.
/ /
.—
4000725+
20< 031826>
005060J
Gulltékki með mynd eykur öryggi þitt,
öryggi viðtakanda og öryggi bankans þíns*
■■iii ............................................................................................. .... lilaíirÉii' if ~ i9
BÚNAÐARBANKI ÍSLANDS
Frumkvæði - Traust
mmmmamÉmmm