Morgunblaðið - 23.04.1988, Side 18
18
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 23. APRÍL 1988
Ennþá ósamið í Eyjum;
Hefðbundið atvinnu-
líf úr skorðum og
óvíst hvenær úr rætist
Verkalýðsfélögin tvö í Vestmannaeyjum
hafa haft nokkra sérstöðu í samningamál-
um undanfarnar vikur. Verkakvennafélag-
ið Snót var í tíu daga verkfalli fyrrihluta
marsmánaðar, eitt félaga á landinu. Snót
gekk síðan út af Akureyrarviðræðunum
ásamt Verkalýðsfélagi Vestmannaeyja og
Verkalýðsfélagi Akraness. Síðastnefnda
félagið samþykkti hins vegar tilboð vinnu-
veitenda um að ganga inn I Akureyrar-
samningana í fyrri viku en Eyjafélögin
felldu sama tilboð á sameiginlegum fundi.
Það er því enn ósamið í Eyjum og yfirvinnu-
bann Verkalýðsfélagsins hefur sett hefð-
bundið atvinnulíf úr skorðum. Nýr fundur
með vinnuveitendum hefur ekki verið boð-
aður og alls óvíst hvenær úr ástandinu
rætist. Blaðamaður Morgunblaðsins var á
ferð í Eyjum í fyrri viku og tók þá fólk
tali til að heyra hvernig fólk metur ástand-
ið og framtíðarhorfur.
Steinar Ágústsson
Steinar Ágústsson:
Sigmar Gíslason:
Eftirköstin verða
slæm fyrir Eyjar
„ÉG HELD að það séu fáir sem gera sér grein fyrir því hvaða
afleiðingar þetta ástand muni hafa þegar frá líður,“ sagði Sigmar
Gíslason, stýrimaður á Katrínu VE 47, 180 tonna bát sem var að
landa 25 tonnum af þorski þegar Morgunblaðsmenn bar að. „Mik-
ið af þessu fólki sem hefur náð sínum tekjum með mikilli yfir-
vinnu á þessum háannatíma var þegar farið að draga úr henni
vegna staðgreiðslukerfis skatta. Þetta er sá tími sem allir láta
sína víxia falla og þó að það sé hægt að fresta því í smástund er
framtíðin ekki mjög glæsileg. Eftirköstin af þessu eiga eftir að
verða ny'ög slæm fyrir Vestmannaeyjar.
Yfirvinnubannið hefur þau áhrif hafa ekki mannskap í að vinna
að við verðum að koma í land á
morgnana og daginn til að hægt
sé að landa á vinnutíma og svo
geta stöðvamar ekki tekið við
nema takmörkuðum afla. Það fæst
miklu lægra verð en áður á fisk-
markaðnum hér, því stöðvamar
eru ekki að bjóða í físk sem þær
nema á tímanum 8 til 5.
Ég vil engu um það spá hvað
þetta ástand getur varað lengi, en
maður hefur heyrt í þeim í VSÍ
og þetta virðist vera stál í stál.
Það er spuming hvort ríkisvaldið
eigi að koma inn í með skattaíviln-
unum fyrir fískvinnslufólk því það
Sigmar Gíslason
hefur sýnt sig að fólk er að flýja
þennan atvinnuveg unnvörpum.
Það er rétt að taka það fram að
það er engin illska hjá sjómönnum
í garð verkafólks vegna ástands-
ins.“
N auðungar samn-
ingarnir eru ill-
skárri en verkfall
„MER FINNST staðan vera miklu vonminni núna eftir að þessir
samningar hafa verið samþykktir víðast hvar um landið,“ sagði Stein-
ar Agústsson, verkamaður hjá Vinnslustöð Vestmannaeyja. „Ég var
ekki ánægður með þessa norðansamninga, ég vildi reyndar kalla
þá nauðungarsamninga, en þó finnst mér þeir vera skárri lausn en
að fara út i óvissu og kannski v
Ég vil þó taka það skýrt fram
að kjör okkar sem vinna í físk-
vinnslu, bæði hér og annarstaðar,
eru mjög léleg og þau þarf að bæta.
Þessi laun eru til skammar fyrir
íslensku þjóðina. Ríkisstjómin gæti
haldið höfði með því að hækka
skattleysismörkin og koma á annan
hátt til móts við fískvinnslufólk, því
fólk er orðið þreytt og sárt yfír
þessarri þróun launamála og mis-
réttinu í þjóðfélaginu.
Mér fínnst hafa verið illa staðið
að þessum verkfallsaðgerðum hér í
Eyjum og ekki hafa verið nógu
mikil eining á milli forystu verka-
lýðsfélaganna og fólksins. Ef það
hefði verið farið rétt að þessum
málum og ef það hefði verið almenn
samstaða þá hefði ef til vill fengist
meira út úr þessu. Verkalýðsforyst-
an hér þyrfti að vera samstilltari.
Fólk er mjög misjafnlega undir
það búið að fara út í harðar aðgerð-
ir. Mér fínnst það ekki glæsilegt
að fara út í verkfall á hávertíð. Það
yrði mjög mikið tjón, bæði fýrir
verkafólkið, byggðarlagið og at-
•vinnureksturinn."