Morgunblaðið - 23.04.1988, Page 22
22
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 23. APRÍL 1988
n
Sumarmálarabb
Gleðilegt sumar, góðir lesendur,
og bestu þakkir fyrir veturinn. Þá
er blessað sumarið komið þótt
ekki sé nú hlýlegt út að líta. Ars-
tíðaskiptin hafa oft orðið skáldun-
um okkar að yrkisefni og vonandi
að svo verði meðan ort er á
íslenska tungu. Líklega er vorið
sú árstíð sem mest hefur verið ort
um og mörg vorljóðin hafa orðið
okkur hjartfólgin og lifa á vörum
þjóðarinnar.
Lóan er komin að kveða burt snjóinn,
kveða burt leiðindin, það getur hún.
Hún hefur sagt mér að senn komi spóinn,
sólskin í dali og blómstur í tún.
Svo kvað skáldið góða. Og víst
er vorboðinn ijúfi, heiðlóan, komin.
Líklega er upp undir mánuður
síðan fyrstu fregnimar bámst um
komu heiðlóunnar til landsins og
þótti mörgum hún vera óvenju
snemma á ferðinni. Norðlending-
um og Sunnlendingum ber ekki
saman um hvort koma lóunnar
svona snemma árs boði gott eða
hart vor og seint mun fást úr því
skorið svo óyggjandi sé. En nú
virðast þeir hafa nokkuð til síns
máls sem telja að það boði harð-
indi. Líklega var það versti óveður-
skafli vetrarins sem gekk yfir
landið næstsíðustu viku vetrar og
snjóalög em nú víðast meiri en
nokkm sinni fyrr í vetur. Blessuð
lóan má því syngja bæði mikið og
lengi til að kveða burt allan snjó-
inn og margir hafa áhyggjur af
hvemig henni og öðmm farfuglum
reiði af, verði kuldakastið langvar-
andi. En það er víst lítið sem við
getum gert til bjargar vorboðum
loftsins.
En það em aðrir vorboðar
komnir á stjá og þeir öllu jarð-
bundnari. Þar sem jörð er auð og
sólar nýtur við í görðum má sjá
ýmis litfögur blóm gægjast upp
úr moldinni. Krókusar, vorboðar,
vetrargosar, snæstjömuliljur og
ýmis fleiri laukblóm em vöknuð
til lífsins og brosa móti sólu þegar
hún skín. Ekki er laust við að
garðeigendur fái sting í hjartað
við þá sjón, ekki síst þegar nætur-
frostið er 5—10°. í beði við suður-
hlið hússins vaxa hjá mér vetrar-
gosar, þessi fínlegu laukblóm sem
í hógværð sinni drúpa hvítum
blómklukkum til jarðar, þeir em
víst of feimnir til þess að líta beint
upp til sólarinnar. Á hverjum
morgni liggja þeir flatir og í
dauðateygjunum að því er virðist
og ég hugsa alltaf, jæja, í þetta
sinn var næturfrostið víst of mik-
ið. En viti menn, þegar ég kem
heim að kvöldi rísa litlu blómlegg-
imir stinnir og státnir eftir að
sólin hefur vermt þá yfir daginn.
Jafnvel páskaliljumar virðast þola
frostið nokkuð vel þótt þær séu
orðnar 20—30 sm háar, en þær
em heldur ekki famar að opna
blómin.
Nú fer sá tími í hönd sem getur
orðið erfíðastur ýmsum garða-
Vetur-sumar alparós í gróðurskála.
gróðri. Þegar snjóa leysir taka
margar blómjurtir fljótt og vel við
sér. Frostakafli að vori gengur oft
nærri þessum bráðlátu öngum,
þegar sólin vermir á daginn en
allt hleypur í gadd að næturlagi.
En það má bjarga miklu við þótt
það kosti dálitla fyrirhöfn. Með
því að hafa við höndina kmkkur
og kimur, blómapotta, trékassa,
strigapoka eða plastfötur til að
hvolfa yfír viðkvæmustu jurtirnar
má bjarga mörgum íjársjóðnum í
garðinum. Svo, kæm lesendur,
leitið nú að handhægum skýlum
og breiðið yfír litlu angana þegar
verst lætur, en munið að þessar
ábreiður þarf svo að fjarlægja.
Sagt er að margar húsmæður
fái hreingemingaræði á vorin.
Þegar birtir og sól tekur að skína
kemur best í ljós ef ryk er í skot-
um eða blettir á veggjum. en
kæm garðeigendur, látið ykkur
nægja að taka til og gera hreint
innan fjögurra veggja heimilisins,
látið garðinn bíða enn um sinn,
jafnvel þótt sölnað laufið og visn-
aðir blómleggir séu lítt til yndis-
auka og virðist jafnvel draga úr
birtunni hjá fyrstu blómsprotun-
um. Þetta „msl“ er til hlífðar fram
StaslMEEíáO
Umsjónarmaður Gísli Jónsson 433. þáttur
Brátt mun skína guðjón gegnum tárin
gróður lífsins vex úr þeirri mold
einhvemtíma seinna gróa sárin
er svik við guðjón brenndu í íslenskt hold
senn mun koma sá er hlýtur völdin
þú ert sjálfur guðjón bakvið tjöldin.
(Þórarinn Eldjám í Nýjum Gretti 1969.)
Á átjándu öld vom búandi hjón
á Litlahamri í Öngulsstaðahreppi
í Eyjafjarðarsýslu Eiríkur Péturs-
son (f. um 1707, enn á lífí 1777)
og Herdís Jónsdóttir (f. 1699, enn
á lífí 1762). Þau áttu fjögur böm,
og var eitt þeirra Guðjón, bóndi
á Litlahamri eftir föður sinn, f.
um 1737, d. 1777. Svo segir hinn
mikilhæfí og mikilvirki fræðimað-
ur Stefán Aðalsteinsson:
„Guðjónsnafnið var nær óþekkt
hér á landi á miðri 18. öld. Það
er ekki til í Eyjafirði árið 1703,
og þó víðar væri leitað. Liggur
nærri að telja Guðjón á Litla-
hamri þann fyrsta sem þetta nafn
ber á íslandi, þó ekki hafi ég rann-
sakað það atriði nákvæmlega. Og
þó naftiið festi lítið rætur meðal
afkomenda Guðjóns Eiríkssonar,
átti það eftir að verða stofninn í
einu þekktasta ættamafni
íslensku, því ekkja hans Herdís
giftist aftur og lét heita eftir hon-
um ...“
Þetta er úr óprentaðri handrita-
syrpu Stefáns. Hann var varkár
í ályktunum sínum, en allt, sem
ég hef getað kannað, styður orð
hans. Enginn íslendingur hét
Guðjón 1703. í næsta allsheijar-
manntali 1801 er aðeins einn
Guðjón. Þá er Guðjón Eiríksson
dáinn, en eins og Stefán Aðal-
steinsson sagði, giftist ekkja hans,
Herdfs Einarsdóttir (um 1741—
1816), Sigurði Grímssyni (1754—
1785). Sonur þeirra var Guðjón
(1781—1846), hinn eini í landinu
í manntalinu 1801. Meðal bama
Guðjóns Sigurðssonar var Pétur
söngkennari og orgelleikari. Hann
tók sér ættamafnið Guðjohnsen
sem margir niðja hans hafa borið.
Tveir yngri synir Guðjóns Sig-
urðssonar vom skírðir Guðjón
Pétur.
Enginn mun nú vita tildrög
þess, að samsetningin Guðjón
varð til, en auðvelt er að geta sér
þess til, að hún sé búin til úr
tveimur algengustu mannanöfn-
um íslendinga öldum saman, Guð-
rúnu og Jóni, eða kannski Guð-
mundi og Jóni. Má reyndar segja
að þama sé verið að setja guð á
guð ofan, en ekki settu menn það
fynr sig. Árið 1845 eru Guðjónar
á íslandi orðnir 64, þar af 47 á
Norðurlandi. Árið 1855 eru þeir
á öllu landinu 123 og nafnið þá
hið 43. í tíðniröð karlmanna. Þá
er það algengast að tiltölu í Þing-
eyjarsýslu, orðið miklu algengara
þar en „heirna" í Eyjafírði. Það
var þá tíðkað í öllum sýslum
landsins nema Vestmannaeyjum.
Líður nú og bíður fram til
manntalsins 1910. Þá hefur Guð-
jónum fjölgað hressilega og eru
678. Nafnið hefur náð 16. sæti á
vinsældalistanum og er komið upp
í 1,7%.
Nú bregður hins vegar svo við,
að það er orðið tiltölulega sjald-
gæft í Þingeyjarsýslu, en hefur
hlotið langmestan viðgang á Suð-
urlandi, í Rangárvalla- og Ámes-
sýslum.
Á tímabilinu 1921—1950 voru
582 sveinböm skírð Guðjóns-
nafni. Það hefur þokast ofan í 22.
sæti, en er þó enn yfír einu pró-
senti. Síðan hefur heldur hallað
undan fæti. í þjóðskránni 1982
eru Guðjónar 1306, og er í 28.
sæti. Það er á greinilegri niður-
leið allra síðustu áratugina.
Mjög er Guðjónsnafni misskipt
eftir landshlutum, og hefur nú
snúist svo, að hvergi er það sjald-
gæfara en í „fæðingarsveit" sinni,
Norðurlandslq'ördæmi eystra. Það
er komið þar ofan í 74. sæti. Vin-
sældir þess eru hins vegar miklar
á Suðurlandi. — Þar er það 9.
vinsælasta karlmannsnafnið.
★
í Orðabók um SLANGUR,
slettur, bannorð og annað utan-
garðsmál (Rvík 1982) segir:
„guðjón k, meðalmaður, venju-
legur maður, meðaljón: algjör
guðjón, miklll guðjón.“ í Bjarka
(ritstjóri Þorsteinn Erlingsson)
segir svo 1. okt. 1898:
„Halt þú svo fram stefnunni,
Pjetur Thorsteinsson. Þorskamir,
sem piltar þínir hafa feingið á
Mugg, em landinu meira virði en
fult úthaf af Þórðum og Guðjón-
um.“
Umsjónarmaður vekur athygli
á því, að í greininni eru nöfnin
með stórum staf, enda sýnist hon-
um af ýmsu, sem þá var rætt um
íslenskan sjávarútveg, að þessi
hvatskeytslegu orð séu „skot“ á
þijá af þáverandi alþingismönn-
um, Þórð Guðmundsson (2. þm.
Rang.), Þórð Thoroddsen (1. þm.
Gullbr. og Kjós.) og Guðjón Guð-
laugsson (þm. Strand.).
★
„Drengir heita ungir menn bú-
lausir, meðan þeir afla sér fjár
eða orðstírs, þeir fardrengir er
milli landa fara, þeir konungs
drengir er höfðingjum þjóna, þeir
og drengir er þjóna ríkum mönn-
um og bændum. Drengir heita
vaskir menn og batnandi."
(Snorri Sturluson: Skáldskapar-
mál 81. kafli; leturbr. frá umsjón-
arm.)
★
Orðtakið að sigla með lauf-
segli merkir að hafa hálfverk eða
lausatök á einhveiju. Það kemur
fyrir í Eyrbyggju: „Mun ek fara
með yðr, ok mun eigi mega með
laufsegli at sigla, þar sem Katla
er,“ segir Þórarinn svarti við
Geirríði í Mávahlíð, enda var Katla
í Holti fjölkunnug og ill viðureign-
ar. Þetta orðtak mun einnig hafa
verið notað á seinni öldum, og er
það víst runnið frá mjög frum-
stæðri sjómennsku. Ennþá rýrari
var þó farkosturinn í vísu sr. Olafs
Jónssonar á Söndum:
Eitt sinn fór eg yfir Rín
á laufblaði einnar lilju;
lítil var feijan mín.
P.S. í síðasta þætti stóð glet
fyrir gelt og veitukjói fyrir vætu-
kjói. Menn eru beðnir velvirðingar
á þessu.
Mynd 1:
Gufuskilja
Gufuhverfill Rafa||
Rafmagn
% X///Aú\úa\M///////^ j-—^
v/s////y//////fö
Kælivatn
Heitt vatn 3'
/j)
Kæiivatn
Stýrisstengur
Hvað gerðist
í Tsjernobyl?
Raunvísindi
Egill Egilsson
Brátt munu Rússar minnast með
hryggð að tvö ár eru liðin frá
Tsjemobyl-slysinu, sem er lang-
mesta kjamorkuslys sögunnar, ef
við teljum það ekki til slysa, heldur
nefnum einhveiju öðm nafni það
að Bandaríkjamenn vörpuðu lq'am-
orkusprengjum á tvær japanskar
borgir við lok seinni heimsstyijald-
arinnar.
Gerð versins
Myndin hér að neðan sýnir eina
þá einingu af fjórum sem vom í
gangi í Tsjemobyl þegar slysið varð.
Það var eining númer fjögur sem
brann og sprakk í loft upp, en hin-
ar þijár vom látnar hætta orku-
framleiðslu skömmu eftir slysið.
Tvær slíkar einingar til viðbótar
vom í byggingu á staðnum. Ein
slík eining framleiðir að jafnaði
1000 MW (megawött), sem er
nokkm meira en samanlagt afl allra
rafstöðva á íslandi. Yfirlitsmyndin
er vitaskuld mjög einfölduð. Til
dæmis em í hverri einingu tveir
gufuhverflar og tveir rafalar.
Kælivökvinn í vinstri rásinni, sem
flytur orkuna ffá kjamakljúftium,
er veiýulegt vatn. Það leikur um
eldsneytisstengumar þar sem bmn-
inn fer fram. Ahættusamara er að
nota vatn fyrir kælivökva en önnur
efni sem oft em notuð í þessum
tilgangi, svo sem koltvísýring,
þungt vatn eða fljótandi málma.
Ef verið er „kynt“ hægt, er bmninn
óstöðugur af eftirfarandi ástæðu:
Óstöðugleikinn örlagaríki
Hægfara nifteindir valda kjama-
klofnun (sjá grein í Mbl. 17/4).
Hraða bmnans er stýrt á ýmsa
vegu, en einkum með að stjóma
nifteindamagninu. Auk þess að
flytja burt orkuna, sýgur vatnið í
sig nifteindir, og er þarmeð ríkjandi
þáttur í nifteindajafnvæginu. Að
auki hafa svonefndar stýristengur
(úr kadmíum eða öðm efni sem
sýgur í sig nifteindir) áhrif á nift-
eindamagnið. Auk þessa má hafa
áhrif á bmnann beint með þvf að
draga eldsneytisstengumar út úr
kljúfnum eða ýta þeim inn í hann.
Við hæga kyndingu ofnsins getur
komið upp vítahringur sem er eftir-
farandi gerðar:
Orkuframleiðsla veldur hitun og
þarmeð gufumyndun. Vatnsgufa er
margfalt þynnra form vatns en vök-
vaformið. Því sogar vatnið færri
nifteindir til sín, og orkuffamleiðsl-
an eykst, sem leiðir aftur til aukinn-
ar gufumyndunar.
Af tæknilegum ástæðum er
„baktengingin" (e. feed-back)
sterkari þegar hægt er kynt en
þegar mikið er kynt.
Dagnrinn 25/41986
Þessa daga stóð til árlegt eftirlit
,, f