Morgunblaðið - 23.04.1988, Síða 23
23
eftir vori og gerir því miklu meira
gagn en ógagn.
Plast og bréfsnifsi sem fokið
hefur í garðinn má hins vegar fjar-
lægja strax öllum að meinalausu.
En þið sem eruð orðin bráðlát
að taka til hendinni utan húss
megið athuga hvort búið sé að
snyrta limgerðið eða berjarunn-
ana. Ég ætla mér alls ekki að
gefa ráð um klippingar á tijám
eða runnum, svo margar skoðanir
eru um hvemig á að bera sig að
við þær. En samt get ég ekki stillt
mig um ap rétt drepa á nokkur
atriði. Sjálfsagt er orðið nokkuð
seint að klippa birki en víðitegund-
imar þola vel snyrtingu á þessum
árstíma. Þá er að hafa í huga form
limgerðisins. Kassalaga form telja
flestir að henti helst mjög lágum
limgerðum. Hærri limgerði ætti
fremur að klippa í A-laga form.
Þá nær sólarbirtan vel neðstu
greinum limgerðisins og minni
hætta er á að það verði bert að
neðan.
Berjarunnar gleymast stundum
þegar tjákenndur gróður er klippt-
ur. Er það miður því rifsber og
sólber bera mestan ávöxt á ungum
greinum. Eins geta runnamir orð-
ið svo þéttir að verulegur hluti
greinanna hljóti ónóga birtu. Svo,
kæru lesendur, mundið frekar
klippur og sagir en klórur og
hrífur.
Verði vorstörfín ykkur ánægju-
leg.
Sigríður Hjartar
vélasamstæðu 4, og átti að stöðva
hana þann tuttugasta og sjötta.
Starfsmenn versins ætluðu að nota
tækifærið og gera tilraun sem var
einungis raffræðilegs eðlis. Hún
fólst í að loka fyrir gufu til hverfíls-
ins og athuga hvaða straum rafall-
inn gæfí frá sér á meðan hann og
hverfíllinn væru að stöðvast. Kiukk-
an eitt um nóttina var farið að
draga úr kyndingu. Um hádegi var
hún komin niður í helming þess
vanalega. Annar tveggja gufu-
hverflanna var stöðvaður, og halda
átti áfram með að hægja á hinum.
Þá bárust boð um að ekki væri
hægt að vera án straumsins um
sinn. I um tíu klst. var verið kynt
á hálfu afli. Við slíkar kringum-
stæður kom upp velþekkt fyrir-
bæri, semsé að efnið xenon mynd-
ast við klofnunina og safnast fyrir
í kljúfnum. Xenon sogar í sig nift-
eindir, og því féll orkuframleiðslan
niður fyrir einn tíunda af venjulegri
orkuframleiðslu. Þessvegna voru
allar stýristengur (sem stuðla að
jafnvægi) dregnar út. Þá þegar var
komin upp hætta, og óstöðuga
ástandið staðreynd.
26/4
Þrátt fyrir þetta lítur út fyrir að
athygli starfsmannanna hafí fyrst
og fremst verið bundin við raffræði-
legu tilraunina (hverfíl og rafal).
Til að tryggja framgang þeirrar til-
raunar var nokkrum öryggisbún-
aði kippti úr sambandi. Þetta
bendir til að starfsmönnum hafí enn
ekki verið ljós áhættan við hæga
kyndingu kljúfsins. M.a. var slökkt
á fjórum af átta dælum sem knýja
hringrás kælivatnsins. Klukkan
1.23 vaknar illur grunur um ástand
kjamakljúfsins. Þá er tekið í neyð-
arhemla — en of seint. Stýristengur
voru settar inn, en það tekur þær
nokkum tíma að fækka nifteindum.
A fáum sekúndum þúsundfaldaðist
orkuframleiðslan. Kljúfurinn
sprakk, og við orkuframleiðsluna
myndaðist mikið magn vetnis.
Þrýstingurinn sprengdi geislahlífar
og veggi, og geislavirkt efni og
bÝggingarhlutar þeyttust kílómetra
upp í loftið.
I sprengingunni sjálfri létu tveir
menn lífíð. Hinir tuttugu og niu
þeirra þrjátíu og eins sem létu lífíð
fyrsta kastið fómst vegna geislunar
sem þeir urðu fyrir í slökkvistarfínu.
Um fímmleytið um morguninn
var búið að slökkva eldana.
Tfí
_______MORGUNBLADID, LAÚÓARDAGUR 23. APRÍL 1988
Félagslíf frímerkjasafnara
Frímerki
Jón Aðalsteinn Jónsson
A liðnum ámm hefur venjulegast
eitthvað verið sagt frá félagslífí
frímerkjasafnara í þessum þáttum,
eftir því sem ég hef haft spumir
af. Því miður berast ekki marg-
brotnar fréttir af starfsemi safnara
utan af landi. Ég tel samt vafa-
laust, að þar gerist sitt af hverju
og frásagnarvert, ef heimildir bær-
ust um það. Hér á Stór-Reykjavík-
ursvasðinu em tvö félög starfandi,
en þau em raunar bæði innan lög-
sagnammdæmis Reykjavíkur. Er
ástæða til að segja í stuttu máli frá
starfí þeirra, og þá ekki sízt vegna
þeirra, sem eiga þess ekki kost að
fylgjast náið með því, sem þar ger-
ist.
Félag frímerkjasafnara
Félag frímerkjasafnara hefur
starfað rúm 30 ár og oftast af tölu-
verðum krafti. Em félagsmenn nú
rétt um eða innan við 300. Eins og
lesendur muna vafalaust, minntist
stjóm félagsins þrítugsafmælisins
með afínælissýningu fyrir tæpu ári,
FRÍMEX 87. Frá henni var sagt í
þætti fljótlega á eftir, og er því
þarflaust að ræða nánar um hana
hér. Þá var haldið afmælishóf í
október síðastliðnum, og tókst það
vel í alla staði. Eins er á döfínni
afmælisrit af þessu tímabili, og er
þess að vænta, að það komi út inn-
an skamms. Munu verða í því fræð-
andi greinar um frímerki og söfnun
þeirra, en að öðm leyti er mér efni
þess ókunnugt.
Félag frímerkjasafnara eða FF,
eins og nafnið er venjulegast
skammstafað, hefur á leigu rúm-
góðan sal í húsakynnum Landssam-
bands íslenzkra frímerkjasafnara í
Siðumúla 17. Er félagsheimili FF
opið öll fímmtudagskvöld og eins
alla laugardaga frá 14.00-18.00
nema yfír tvo sumarmánuði, júlí og
ágúst. Aðsókn er ekki mikil á
fimmtudögum, enda líklegt, að
sjónvarp og ýmislegt annað hafí þar
áhrif. Hins vegar er aðsókn góð á
laugardögum og oft mjög góð. Ég
legg að jafnaði leið mína þangað
þá daga og hef tekið eftir því, að
aðsókn hefur vaxið mjög á þessum
vetri. Þá er það og ekki síður fagn-
aðarefni, að hópur ungra safnara
fer stækkandi, og setja ungmenni
ekki svo lítinn svip á laugardags-
sóknina. Fyrir fáum árum var líka
aldurstakmark til inngöngu í FF
fellt niður, og það hefur auðsæilega
haft sín áhrif. Þetta unga fólk lét
sig ekki heldur vanta í þann hóp,
sem heimsótti nýafstaðna afmælis-
sýningu LÍFÍL 88. Og nokkrir í
þeim hópi voru einnig vel liðtækir
bæði við að setja hana upp og eins
að taka niður í lokin.
Ég tel sjálfsagt að benda lesend-
um þessa þáttar á, að félagsheimili
FF er öllum opið og þá ekkert síóur
þeim utanfélagsmönnum, sem vilja
fræðast almennt um frímerkjasöfn-
un eða leita upplýsinga um frímerki
og verðgildi þeirra. Hér á landi eru
margir, sem halda til haga frímerkj-
um eða jafnvel eignast þau við erfð
eftir safnara, en vita svo hvorki um
verðmæti þeirra né það, hvemig
bezt er að losna við frímerkin. Segja
má, að einn liður í félagsstarfi FF
allt frá upphafi hafí einmitt verið
ráðgjöf um þessi efni. Þá liggja
frammi í heimilinu bæði frímerkja-
blöð og verðskrár, sem menn mega
fletta upp í. Þessa þjónustu FF
geta sem sagt utanfélagsmenn not-
ið til jafns við félagsmenn, ef þeir
æskja þess.
Almennir félagsfundir FF eru
haldnir þriðja fímmtudag í mánuði,
og er þá reynt að bjóða upp á margs
konar fræðsluefni um frímerki og
annað þeim skylt. Hafa þá verið
fengnir fyrirlesarar til þess að miðla
fundarmönnum af reynslu sinni og
þekkingu á ýmsum sviðum frí-
merkjasöfnunar. Hefur þetta mælzt
mjög vel fyrir. Sérstakir jólafundir
hafa verið haldnir í byijun desemb-
er um fjölmörg ár og ævihlega ver-
Landvættir íslands.
Evrópufrímerki 1988.
ið vel sóttir. Félagsmenn hafa þá
gjaman tekið konur sínar með. Á
þann hátt kynnast þær örlítið starfí
FF og þeim félagsskap, sem bænd-
ur þeirra eru í. Ég hygg, að allir
séu sammála um, að þessir jóla-
fundir hafí tekizt vel og komið fé-
lagsmönnum í jólaskap.
Aðalfundur FF var haldinn í fe-
brúar sl. Þar var Benedikt Antons-
son kjörinn formaður í annað sinn.
Hann gekk í FF fyrir fáum árum
og var þá nýliði í frímerkjasöfnun,
að ég held. En hann hefur reynzt
samtökum safnara mjög vel og ver-
ið farsæll formaður FF á annað ár.
Varaformaður eru nú Sigurður P.
Gestsson, en hann má kalla nestor
frímerkjasafnara, enda hefur hann
safnað frímerkjum í meira en hálfa
öld. Aðrir í stjóm eru Guðni F.
Gunnarsson gjaldkeri, Jón Egilsson
ritari, Aðalsteinn Michelsen, Don
Brandt og Guðmundur Kr. Guð-
mundsson. Varastjóm skipa svo
Hjalti Jóhannesson og Rúnar Þór
Stefánsson. Endurskoðendur eru
Óskar Jónatansson og Magni R.
Magnússon. Á vegum félagsins em
nokkrar nefndir starfandi til kynn-
ingar og eflingar frímerkjasöfnun,
en ástæðulaust er að greina nánar
frá þeim á þessum vettvangi.
Sameiginlegur skipti-
markaðursafnara
Núverandi stjóm FF er næstum
óbreytt frá fyrra ári. Fljótlega eftir
að hún tók til starfa endurvakti hún
sameiginlegan skiptimarkað fyrir
safnara, en hann hafði verið haldinn
á ámnum kringum 1980. Á þessum
markaði em frímerkjasafnarar,
myntsafnarar og kortasafnarar,
sem bæði bjóða fram efni í skiptum
og ekki síður til sölu. Tilraun var
sem sagt gerð með slíkan markað
18. apríl 1987, þ.e. laugardaginn
fyrir páska. Var hann mjög vel sótt-
ur og urðu menn sammála um, að
hann hefði tekizt vel í hvívetna.
Síðan var aftur haldinn skiptimark-
aður 22. nóv. sl. Loks var einn slikur
haldinn laugardaginn fyrir síðustu
páska, og var hann einnig vel sótt-
ur. Ég er sannfærður um, að slíkir
markaðir glæða alla söfnun, en þar
sem efnið hlýtur að vera nokkuð
takmarkað, má gæta sín á að hafa
þá ekki of þétt. Þó ætti að vera
óhætt að hafa skiptimarkað vor og
haust.
Klúbbur
Skandinavíusafnara
Klúbbur Skandinavíusafnara
hefur starfað um nokkur ár og
haft aðsetur í Breiðholti. Klúbbur
með þessu nafni starfaði á sjötta
og sjöunda áratugnum og munu
félagsmenn hans einkum hafa
bundið söfnun sína við frímerki frá
Skandinavíu, svo sem fólst í heiti
klúbbsins. Ég hygg hins vegar, að
þetta hafí eitthvað breytzt eftir
endurreisn klúbbsins og hann starfí
nú eins og venjulegt félag
frímerkjasafnara, en þá aðallega í
áðurgreindu hverfí. Einkum mun
klúbburinn starfa með tilliti til ungl-
inga, sem erú eðlilega margir í hin-
um nýju bæjarhverfum. Ekki hef
ég getað fengið nákvæma tölu fé-
lagsmanna, en þeir munu vera rúm-
lega fímmtíu. Margir þeirra munu
einnig vera félagar í Félagi
frímerkjasafnara.
Aðalfundur Klúbbs Skandinavíu-
safnara var haldinn í febrúar. Nú-
verandi stjórn hans skipa Sigtrygg-
ur R. Eyþórsson formaður, Gestur
Hallgrímsson ritari, Sighvatur Hall-
dórsson gjaldkeri. Meðstjómendur
eru Guðmundur Ingimundarson og
Jón Salelski.
Fundir klúbbsins eru haldnir
fyrsta þriðjudag í hverjum mánuði
í Félagsmiðstöðinni í Gerðubergi.
Auk venjulegra umræðna fundar-
manna um frímerki og söfnun
þeirra hafa verið flutt stutt erindi
um ýmis sérsvið innan frímerkja-
fræðinnar.
Ný frímerki 2. maí nk.
Hin árvissu Evrópufrímerki
íslenzku póststjómarinnar koma út
mánudaginn 2. maí, þ.e. eftir rúma
viku. Em þau að þessu sinni helguð
nútíma flutningasamskiptatækni.
Annað þeirra, 16 krónur að verð-
gildi, sýnir flutning boða um gagna-
flutningskerfi. Hitt merkið, 21
króna að verðgildi, sýnir sendingu
bréfa með myndsenditæki. Tryggvi
T. Tryggvason hefur teiknað merk-
in, en þau eru prentuð hjá Courvo-
isier S.A. í Sviss með þeirri prent-
tækni, sem nefnd hefur verið sól-
prentun/rastadjúpþrykk og er vel
þekkt á íslenzkum frímerkjum frá
Svisslendingunum. Vafalaust mun
mörgum þykja þessi merki nýstár-
Ieg, en skoðun mín er sú, að þau
séu frumleg og litir þeirra skemmti-
legir og fari vel við myndefnið.
Sama dag og Póst- og símamála-
stjómin sendir frá sér Evrópumerk-
in gefur hún út öðm sinni tólf
frímerkja hefti með landvættunum
§ómm, sem em í skjaldarmerki
Islands. Em það eins og kunnugt
er dreki, fugl, griðungur og berg-
risi, sem fr á er sagt i landvættasög-
unni í Heimskringlu Snorra Sturlu-
sonar. Hér er einungis um endur-
prentun sömu frímerkja og áður,
en með breyttu verðgildi í takt við
hækkuð burðargjöld og er nú 16
krónur. Heftið kostar þannig 192
krónur. Þá hefur þessum merkjum
verið valinn grár litur, og kæmi
mér ekki á óvart, að ýmsum þættu
þau heldur litlaus. Teiknari þeirra
er Þröstur Magnússon, og þau em
prentuð í stálstungu í prentsmiðju
sænsku póststjómarinnar sem hin
fyrri.
Ég vil svo að endingu mæiast til
þess, að póststjómin auglýsi þessi
ágætu frímerkjahefti betur en gert
var hið fyrra sinnið og bendi not-
endum á kosti þeirra.
AS-TENGI
Allar gerðir
Tengið aldrei
stál - í - stál
■L
SOMJtamjgRiB’ tDfexrassfflxni <£ (8®
VtSTURGOTU lb SIMAR 14680 ?I480
BOGE MOBICAR
STERK,
MEDFÆRILEG
OG HUÓDLÁT
LOFTPRESSA
• Hönnuð fyrir stöðuga
notkun og góða end-
ingu.
• Auðfæranleg, sterk og
læturvel aðstjórn.
• pýsk gæðaframleiðsla,
áralöng reynsla.
• Hentar þörfum iðnaðar-
mannsins.
Einnig mikið úrval af
öðrum stærðum
Gódcm daginn!