Morgunblaðið - 23.04.1988, Síða 25

Morgunblaðið - 23.04.1988, Síða 25
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 23. APRÍL 1988 21 skoðunamefndin hefur aðeins í mjög litlum mæli óskað eftir utanaðkom- andi álitsgerðum. Staða Hólabúsins sterk Af þeim gögnum, sem fyrir liggja um hrossin á Hólum í Hjaitadal, má ráða að það hefur í flestum tilvikum tekist vel til með hrossaræktina frá 1964, enda er áhrifa upplausnar síðustu ára ekki enn tekið að gæta. Sennilegt er, að ekkert hrossa- ræktarbú á landinu eigi betri kyn- bótahryssur en Hólabúið, sé miðað við þær einkunnir, sem þær hafa fengið á sýningum. Sama niðurstaða verður einnig upp á teningnum séu skoðaðar tölur þær sem hiyssumar fá í svokallaðri kynbótagildisspá. Mörg önnur dæmi mætti nefna um gæði Hólahrossanna, sem þó verður látið bíða að sinni. Það liggur sem sagt fyrir, að á Hólum em jafnbestu kjmbótahryss- ur, sem nokkurt hrossaræktarbú á landinu af sömu stærð á. Að mínu viti hefur þessi árangur náðst vegna þeirrar stefnu sem snemma var mörkuð á Hólum, þót svo virðist sem einhveijir telji þennan árangur hafa náðst þrátt fyrir hana! Umdeild stofnræktun Enginn vafi ieikur á því, að finna má sterk rök með því að áfram verði haldið á braut ræktunar Svaðastaða- hrossanna á Hólum. Öll saga Hóla- búsins vitnar þar um. Engin ástæða virðist því vera til að gera þar breyt- ingar á nú. Miklu frekar væri ástæða til að halda nú áfram enn um sinn, og meta stöðuna að nýju eftir tií dæmis 25 til 26 ár, þegar búið hefur starfað í hálfa öld. Það er að vísu ekki langur tími í búfjárrækt, en gefur þó mun betri yfirsýn en fjórð- ungur aldar. Stofnræktun hrossa hér á landi er umdeild. Almennt virðist vera farin sú leið, að blanda öllu saman, Ljóri 1022 frá Kirkjubæ, sonarsonur Rauðs 618. Knapi er Gísli Gíslason. Ljóri er að þremur fjórðu af Svaðastaðastofni, og hann var notaður sem aðalstóðhestur á Hólum sumarið 1985. Stóðhesturinn Amor frá Keldudal, hér setinn af Helga Eggertssyni. Amor er Svaðastaðahestur að rösklega þremur fjórðu, og hann var aðalstóð- hestur á Hólum sumarið 1987. og ræður þar mestu að hrossarækt- arsambönd og Búnaðarfélag íslands hefur hvatt til þess. Enn er þó víða verið að rækta hross af hinum ýmsu stofiium, svo sem frá Homafirði, Hindisvík og Svaðastöðum. Sú rækt- un er ekki fyrir neinum, og hvort sem hún er árangursrík í eiginlegri hrossarækt eða ekki, þá er hún gagnleg vegna þess að hún eykur áhugann fyrir hrossaræktinni og metnað hrossaræktarmanna. í þessu sambandi er athygiisvert að lesa sjónarmið Þorkels Bjamasonar hrossaræktarráðunauts, eins og þau birtust í viðtali við tímaritið Bóndann 3. tölublað 1986. Þorkell segir þar, að hann telji aðrar leiðir en stofnrækt árang- ursríkastar, en segir svo: „Ég er ekki andstæðingur stofnræktar og leggst ekki gegn henni. Tel hana raunar geta verið til góðs, svo sem á þann hátt að auka kapp manna og metnað fyrir sín hross. Það getur skilað okkur töluvert áleiðis, sé rétt og öfgalaust með farið." Þetta em athyglisverð ummæli manns, sem verið hefur einn í emb- ætti hrossaræktarráðunauts í meira en aldaifyórðung. Margir yngri og reynsluminni menn mættu hugleiða þessi orð. Það er nefnilega svo, að um hrossarækt gilda töluvert önnur lög- mál en í annarri búQárræktun. Ekki er verið að rækta búfé með nein ein ákveðin og þröng markmið í huga, svo sem aukið mjólkurmagn eða meiri fallþunga. Nei, hér er verið að rækta búfé sem á að vera „fal- legt“ og „gott“ og menn greinir vissulega á um hvemig beri að skilja slík hugtök. Hrossarækt og hesta- mennska er af allt öðmm toga en til dæmis kúabúskapur, og ég er þeirrar skoðunar að íslensk hrossa- rækt yrði fátækari ef ekki verða lengur til hross af Homaijarðar- stofni eða Hindisvíkurkyni. Éf eng- inn Kolkuósshross verða til lengur og engir Kirkjubæingar, engin hross af kyni Sveins Guðmundssonar á Sauðárkróki. Þessi rök ein nægja fyrir stofn- ræktina, en önnur rök ein og sér nægja einnig. Meðal þeirra er hinn frábæri árangur sem náðst hefur á Hólum þrátt fyrir allt. Ættiað selja Hólabúið? Gífurlegar framfarir hafa orðið á undanfömum ámm í hrossarækt hér á landi. Fjöldi einstakiinga stundar nú hrossarækt með góðum árangri, og fer þar hver og einn sínar leiðir eins og gengur. Við núverandi aðstæður er því alveg ljóst, að það er engin þörf á búi á borð við Hólabúið, ekki frekar en hrossaræktin þarf ekkert á því að halda að Landgræðslan í Gunn- arsholti reki umfangsmikið stóðbú. Hitt kann að vera annað, að Bænda- skólinn á Hólum og nemendur þar geti haft margvíslegt gagn af Hóla- búinu og því sem þar er gert. Það liggur þó í augum uppi, að núverandi stefna í hrossaræktinni á Hólum getur ein réttlætt að starf- semi búsins verði haldið áfram. Unn- ið hefur verið að þessari ræktun í meira en tuttugu og fimm ár, og þar hefur of miklu verið kostað til, til að kasta megi því fyrir borð með einu hraðsoðnu nefndaráliti. Leggi endurskoðunamefndin til að hætt verði að stofnrækta hross á Hólum væri rökrétt að leggja til að Hólabúið verði selt. Vafalítið mætti fínna kaupanda í röðum bænda austan Héraðsvatna í Skaga- firði, og ríkissjóður ætti að leggja sitt af mörkum til að einstaklingi eða hópi manna yrði gert kleift að halda starfinu áfram. Þannig væri tryggt að áratuga starfi væri ekki kastað fyrir borð í einu vetfangi, og þá gætu nýmenntaðir ráðunautar og sjálfskipaðir sérfræðingar byijað fyrir alvöru ræktun hrossa eftir tölvuútskrift á Hólum. Ég vil svo að lokum fara þess á leit við landbúnaðarráðherra, að hann geri opinberlega grein fyrir þvi, hvers vegna ekki hefur verið farið að hinni opinbera reglugerð á Hólum undanfarin ár. Jafnframt vil ég beina þeirri spumingu til hans, hver verði framtíð Hólabúsins. Höfundur er blaðamaöur og brosaaræktandi. Heimilistæki sem bíða ekki! isskiipnr iv «m i rrríTTi itiiinriiiai Inmkari eitlavél írystikista Nú er ekki eftir neinu aö bíöa, þú verslar í Rafbúð Sambandsins fyrir 100 þúsund og getur þá keypt öll heimilistækin í einu, valið sjálfur hvert tæki af ótal geröum í pakkann, bætt sjónvarpi, videotæki eöa hrærivél viö og skipt greiðslum jafnt niður á 24 mánuöi. Engin útborgun og fyrsta greiðsla eftir einn mánuö. Enginn íslenskur raftækjasali hefur boðið slík kjör - hvorki fyrr né síðar. Hafðu sam- band við Rafbúð Sambandsins strax - þaö er ekki eftir neinu að bíða. L

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.