Morgunblaðið - 23.04.1988, Page 27
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 23. APRÍL 1988
27
INK, sem hentar mjög vel við hönn-
un á vélahlutum þar sem ekki er
þörf fyrir þriðju víddina. Meðal þess
sem hugbúnaðurinn býður uppá er
svonefnd breytuhönnun. Hönnuður-
inn getur búið til eina teikningu af
hlut, sem framleiddur verður í
mörgum stærðum. Við pöntun eru
upplýsingar um stærðir slegnar inn,
og tölvan sér síðan um alla útreikn-
inga á stærðarbreytingum.
í báðum hugbúnaðarkerfunum
eru HAT- og FAT-hlutamir mjög
samtengdir, sem þýðir að undirbún-
ingur undir framleiðslu og gerð for-
rita fyrir tölvustýrðar vélar er hluti
af hönnunarkerfinu.
Námskeiðin
Markmið námskeiðanna er að
kynna HAT/FAT-tæknina, þannig
að menn geri sér grein fyrir því
hvað í henni felst og möguleikum
hennar. Þessi tækni á eftir að verða
almenn, og íslendingar verða að
fylgjast með því sem er að gerast
á þessu sviði.
Það er útilokað fyrir fyrirtæki
að segja til um, hvort og hvaða
HAT/FAT-kerfi hentar þeim, án
þess að þekkja vel til tækninnar.
Óll námskeiðin standa yfír í einn
dag, frá klukkan átta til fjögur, og
12 manns geta setið hvert þeirra.
Námskeiðin eru opin öllum þeim
sem hafa áhuga á HAT/FAT-
tækninni.
Tímaáætlun
Festivagninn kemur til
Reykjavíkur 26. apríl og fer aftur
til Svíþjóðar 17. maí. Tímaáætlunin
er þessi:
Fyrst verður vagninn í Reykjavik.
28. apríl: Námskeið fyrir vél-
smiðjur og framleiðslufyrirtæki í
málmiðnaði.
29. apríl: Námskeið fyrir ein-
staklinga sem hafa á huga á
HAT/FAT.
30. apríl og 1. maí: Námskeið
fyrir nemendur og kennara í véla-
verkfræði í Háskóla Islands.
2. maí: Námskeið fyrir kennara
í iðnskólum og fjölbrautaskólum.
Því næst hefst hringferð um
landið með námskeiðum fyrir alla
þá sem hafa áhuga á HAT/FAT-
tækninni.
3. maí: Akranes.
5. maí: Sauðárkrókur.
6. og 7. maí: Akureyri.
9. maí: Egilsstaðir.
11. maí: Hvolsvöllur.
12. maí: Hjá fyrirtækinu Alpan
á Eyrarbakka. Það fyrirtæki fram-
leiðir vörur með fargsteypuaðferð,
en HAT/FAT-tæknin nýtist einmitt
mjög vel á sviði málmsteypu, plast-
steypu og mótasmíði.
Að lokum kemur vagninn aftur
til Reykjavíkur.
13. maí: Námskeið fyrir fyrirtæki
sem steypa úr málmi eða plasti.
14. maí: HAT/FAT-dagur á Iðn-
tæknistofnun íslands í Keldnaholti.
Bon Anulf deildarstjóri
HAT/FAT-deildar IVF í Svíþjóð
mun halda fyrirlestur um tæknina.
Fyrirtæki sem selja hugbúnað og
vélabúnað á þessu sviði munu
kynna vörur sínar. Þetta er opið
öllum sem áhuga hafa.
15. maí: Opið hús á Iðntækni-
stofnun í tilefni af Norrænu tækni-
ári og afmæli stofnunarinnar. Festi-
vagninn verður þar til sýnis almenn-
ingi.
16. maí: Námskeið fyrir nemend-
ur og kennara Tækniskóla íslands.
Guðni Ingimarsson og Jónas G.
Jónasson, Iðntæknistofnun íslands,
veita nánari upplýsingar og sjá um
skráningu á námskeiðin, í síma
687000.
Höfundur greinarinnar er
GuðniIngimarsson, vélaverk-
fræðingurá Iðntæknistofnun ts-
lands.
Stykkishólmur:
Nýr farþegabátur keyptur
Morgunblaðið/Ámi Helgason
Myndin er tekin við afhendingu bátsins í höfninni í Bodö. Það er
G. Einarsson sem afhendir Pétri Einarssyni bátinn.
Stykkishólmi.
Forráðamenn Eyjaferða sf. í
Stykkishólmi fóru nýlega til
Bodö í Noregi til að taka við
nýjum farþegabáti sem fyrir-
tækið hefur fest kaup á þar.
Báturinn tekur 62 farþega í
sæti og gengur yfir 20 sjómílur á
klukkustund. Hann er mjög
smekklega innréttaður og er í hon-
um meðal annars aðstaða til minni-
háttar veitinga. Stórir og góðir
útsýnisgluggar eru á aðal far-
þegasal og eins er mjög rúmgott
útipláss fyrir þá sem vilja frekar
vera úti.
Auk nýja bátsins mun Brimrún,
sem fyrirtækið hefur haft í ferðum
sl. tvö sumur, verða áfram í ferð-
um. Brimrúm tekur 20 farþega,
en nú hefur báturinn verið lengdur
og endurbættur á ýmsan hátt til
þæginda fyrir farþega.
Eyjaferðir sf. munu með þessum
aukna bátakosti geta boðið ferða-
fólki upp á aukna og betri þjón-
ustu.
Það er fyrirtæið G. Einarsson
export-inport A/S í Bodö sem ann-
aðist milligöngu um kaupin, en það
hefur m.a. sérhæft sig í útflutningi
á ýmsum sérhæfðum skipum í
Noregi.
Að sögn forráðamanna Eyja-
ferða sf. er nú verið að ganga frá
ferðaáætlunum fyrir sumarið þar
sem boðið verður upp á ýmiss kon-
ar ferðir að óskum hvers og eins.
All mikið hefur nú þegar verið
pantað af ferðum.
Ferðir verða hafnar í byrjun maí
en nýi bátur fyrirtækisins en vænt-
anlegur um næstu mánaðamót til
landsins og mun hann verða til
sýnis í Reykjavík áður en hann
kemur hingað vestur í Stykkis-
hólm.
— Arni
Ljósvakinn lagður niður frá og með mánudegi:
Ekki markaður fyrir stöðina
- segir Páll Þorsteinsson útvarpssljóri
STJORN íslenska útvarpsfélags-
ins ákvað á fundi sínum á mánu-
dag að hætta rekstri Ljósvakans
frá og með næstkomandi mánu-
degi 25. apríl. Páll Þorsteinsson,
útvarpsstjóri Bylgjunnar og
Ljósvakans, sagði ástæðuna fyrst
og fremst þá að fullreynt þætti
að ekki væri markaður fyrir
stöðina. Einn dagskrárstjóri og
tveir til þrír dagskrárgerðar-
menn starfa við Ljósvakann. Þeir
munu ekki starfa áfram hjá ís-
lenska útvarpsfélaginu.
Ljósvakinn hóf útsendingar þann
6. nóvember og sagði Páll að undir-
tektirnar hefðu verið góðar. „Við
höfum alltaf verið óhræddir við að
prófa hlutina og Ljósvakinn var til-
raun til að bjóða upp á öðruvísi
dagskrá. Okkur þykir hafa tekist
vel til en dagskráin reyndist of sér-
hæfð, þjóna of litlum hópi,“ sagði
Páll. Hann sagði ekki uppi áætlanir
um aðra stöð hjá félaginu.
Páll sagði ákvörðunina um að
hætta rekstrinum hluta af þeim
dagskrárbreytingum sem ættu sér
stað hjá Bylgjunni. Allt kapp yrði
lagt á að bæta dagskrá Bylgjunn-
ar, bæði hvað varðaði tal og tónlist.
Brids
Arnór Ragnarsson
Bridsfélag’ Kópavogs
Sumardaginn fyrsta var spilaður
eins kvölds tvímenningur og sigr-
uðu Guðmundur Gunnlaugsson og
Óli Andreasson með yfirburðum,
hlutu 262 stig.
Næstu pör:
Guðmundur Þórðarson —
Baldur Bjartmarsson 239
Ragnar Bjömsson —
Sævin Bjamason 229
Sigurður Gunnlaugsson —
Guðmundur Gunnlaugsson 229
Murat Serdar —
Þorbergur Ólafsson 225
Ármann J. Lárusson —
Helgi Viborg 224
Sextán pör mættu til keppni.
Næsta fímmtudag hefst þriggja
kvölda vortvímenningur og era spil-
arar beðnir að mæta tímanlega til
skráningar.
Bridsfélag Breiðfirðinga
Fimmtudaginn 21. apríl var önn-
ur lota í Mitchel-keppni félagsins.
Bestu skor fengu:
N-S
Matthías Þorvaldsson —
Ragnar Hermannsson 421
Magnús Oddsson —
Jón Stefánsson 402
Erla Sigvaldadóttir —
LovísaJóhannsdóttir 400
Guðmundur Kr. Sigurðsson —
Sigmar Jónsson 394
A—V
Magnús Sverrisson —
Guðlaugur Sveinsson 423
Kristófer Magnússon —
Halldór Einarsson 421
Magnús Ólafsson —
Páll V aldimarsson 413
Jóhann Jóhannsson —
Kristj án Sigurgeirsson 410
Staðan eftir 2 lotur
Magnús Ólafsson -
Morgunblaðið/Amór
Svipmynd frá undankeppni íslandsmótsins í tvímenningi.
Páll V aldimarsson 793
Guðlaugur Karlsson —
Óskar Þ. Þráinsson 780
Kristófer Magnússon —
Halldór Einarsson 773
Jónas Elíasson —
JónG.Jónsson 767
Matthías Þorvaldsson —
Ragnar Hermannsson 756
Næsta fimmtudag lýkur keppn-
inni með þvi að spiluð verður V2
lota.
Strax á eftir verða verðlaun vetr-
arins afhent og era verðlaunahafar
hvattir til þess að mæta.
Bridsdeild Skagfirðinga
Spilað var í einum riðli þriðjudag-
inn 19. apríl. Efstu skor fengu eftir- talin pör: Andrés Þórarinsson —
Hjálmar Pálsson Hildur Helgadóttir — 130
Karólína Sveinsdóttir Ármann Lárasson — 129
Steingrímur Jónasson Þorbergur Ólafsson — 121
Murat Serdar 115
Þriðjudaginn 26. apríl verður
spilaður eins kvölds tvímenningur.
FLUGLEIÐIR
-fyrir þig-
KJWIINCAl
Eru
Holtakj úklingar
bestir?
Við höfum verið að -
velta því fyrir okkur
vegna þess að við
seljum fieiri þúsundir
í hveijum mánuði.
Grillaðir á aðeins
495,- pr. stk
#
1 stk. í pakka
489 kr./kg
###
3 stk. í pakka
479 kr./kg
##
###
5 stk. í pakka
469 kr./kg
KJÖTMIÐSTÖÐIN
Laugalæk2, s. 686511
Garðabæ, s. 656400