Morgunblaðið - 23.04.1988, Page 28
28
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 23. APRÍL 1988
VERKFALL VERSLUNARMANNA OG AFLEIÐINGAR ÞESS:
VerkfaUsverðir höfðu afskipti
af vinnu í nær 100 tilfellum
Verkfallsverðir VR fara þess á
leit við tvo matreiðslumcnn hjá
Síld og Fisk í Kringlunni að þeir
loki þar sem þeir gengju inn i
störf VR-félaga. Mennirnir tveir
töldu sig hins vegar vera í rétti
til þess að vinna við afgreiðsl-
una. Ekki fékkst endanleg niður-
staða úr þessum samræðum, en
þær fóru vinsamlega fram.
Eitt f ingurbrot,
en yfirleitt
friðsamlegt
MIKLAR annir voru hjá verk-
fallsvörðum VR og annarra fé-
laga verslunarmanna í gær. Milli
100 og 200 manns á vegum VR
voru í stöðugum eftirlitsferðum
um félagssvæðið eða sinntu út-
köllum um meint verkfallsbrot.
Anna Sveinsdóttir, sem sæti á í
verkfallsstjórn VR, sagði í sam-
tali við Morgunblaðið að á sjötta
tímanum í gær hefðu verkfalls-
verðir haft afskipti af verkfalls-
brotum í nær 100 tilfellum. Hún
sagði að einn verkfallsvörður
hefði fingurbrotnað í ryskingum
við Kjötmiðstöðina i Garðabæ, en
í flestum tilfellum hefði allt farið
friðsamlega fram og verkfalls-
bijótar hætt störfum án illinda.
Fjórtán 5-15 manna hópar sinntu
afmörkuðum svæðum innan félags-
svæðis VR og skráðu hjá sér hvort
verið væri að vinna í verslunum og
fyrirtækjum og þá hverjir. Verk-
fallsverðir höfðu með sér fyrirtækja-
skrá, þar sem upplýsingar um eig-
endur fyrirtælq'a er að finna, auk
starfsmannaskrár VR. Þá voru hóp-.
ar til taks á skrifstofu VR í Húsi
Verslunarinnar sem sinntu útköllum
um meint verkfallsbrot.
Deilt um hverjir megi vinna
Að sögn Péturs A. Maack, form-
anns verkfallsstjómar VR, var
nokkuð um það að eigendur fyrir-
tækja hefðu.boðað fólk til vinnu
þrátt fyrir verkfallið, en þá hefðu
einstakir starfsmenn eða skyld-
menni þeirra tilkynnt brotið til verk-
fallsstjómar og verkfallsverðir
stöðvað vinnu á viðkomandi stöðum.
Deilt hefur verið um túlkun laga á
því hveijir mega vinna i verkfallinu.
VSÍ gaf út yfirlýsingu með leið-
beiningum til félagsmanna sinna,
þar sem segir að starfsfólk fyrir-
tækja sem ekki sé í félögum verslun-
armanna megi vinna, auk eigenda
fyrirtækja og fjölskyldna þeirra og
stjómenda, svo sem verslunarstjóra
og skrifstofustjóra. Verkfallsstjóm
VR er hins vegar ekki fyllilega sam-
mála túlkunum vinnuveitenda.
„Yfirlýsing VSÍ er þeirra innan-
hússplagg og stangast á við við-
teknar venjur. Þeir segja að það
megi nánast allir vinna sem ekki
em í VR. Við vísum þessarri yfirlýs-
ingu nánast á bug,“ sagði Pétur
A. Maack.
Deila kom upp í Kjötmiðstöðinni
í Garðakaupum í Garðabæ í gær-
morgun, en Verslunarmannafélag
Hafnarfjarðar taldi að þar gengju
menn inn í störf verslunarmanna
sem ekki hefðu heimild til þess. Fjöl-
mennur hópur verkfallsvarða stóð í
dymnum og vamaði fólki inngöngu
og fékk VH liðsauka frá VR við
verkfallsvörsluna. Um kl. 2 tókst
samkomulag um að tveir eigendur
Kjötmiðstöðvarinnar og eiginkonur
þeirra fengju að afgreiða í verslun-
inni, en aðrir sem verið höfðu við
störf fæm burt.
Verkfallsverðir og
öryggisverðir deila
Hópar verkfallsvarða fóm nokkr-
um sinnum í Kringluna þar sem um
það bil helmingur verslana var op-
inn. Verkfallsverðir höfðu gmn um
að öryggisverðir hefðu samband við
eigendur verslana í gegnum labb-
rabb-tæki til að vara þá við þannig
að verkfallsbijótar gætu farið fram
á gang eða inn í bakherbergi í tæka
tíð. Öryggisverðir sem Morgunblað-
ið ræddi við sögðu þetta ekki rétt;
þeir sinntu einungis hefðbundinni
gæslu, en hefðu sérstakan vara á í
sambandi við hugsanlega þjófnaði
vegna þess hve fáliðað var í verslun-
unum.
Morgunblaðið/Ámi Sæberg
Vöruflutningar út á
land lamast að mestu
Það var annasamt í gær hjá Pétri
A. Maack, formanni verkfalls-
stjórnar VR, en hann sagði að
skipulagning og framkvæmd
verkfallsvörslu hefði tekist mjög
vel.
Þórarinn Ragnarsson hafði sam-
band við Morgunblaðið og kvartaði
yfir framkomu verkfallsvarða VR
er þeir lokuðu sölutumi hans,
Staldrinu í Breiðholti, í nokkum
tíma í gær. Hann sagði að einungis
hann, eiginkona hans og sonur
hefðu verið við vinnu þar, eins og
leyfilegt væri, og verkfallsverðir
hefðu gengið úr skugga um það
fyrr um daginn. Engu að síður hefði
20 manna hópur verkfallsvarða
komið aftur og lagt bílum sínum
fyrir sölulúgur án þess að kynna sér
hveijir væru að vinna og tilkynnt
að þeir væru að loka sölutuminum
vegna verkfallsbrota. Þórarinn
sagðist þá hafa rætt við fólkið og
eftir um 10 mínútna þref hefðu
verkfallsverðimir farið á braut.
Anna Sveinsdóttir, sem er í verk-
fallsstjóm VR, sagði að borist hefði
kvörtun um verkfallsbrot í Staldrinu
og að hún vissi ekki annað en að
þar hefði allt farið friðsamlega fram,
þó hún vissi ekki nákvæmlega um
gang mála.
Verkfallsstjóm VR er tilbúin til
að veita undanþágur frá verkfallinu
í neyðartilvikum nær allan sólar-
hringinn, að sögn Péturs A. Maack.
Hann sagði að 85-90 umsóknir um
undanþágur hefðu borist félaginu í
hádeginu í gær og af þeim hefðu
um 30 verið samþykktar, aðallega
á sviði heilsugæslu, öryggisgæslu
og flölmiðlunar.
Ríkisskip sigla áfram og Amarflug heldur opnu áætlunarflugi
LJÓST að vöruflutningar út á
land munu lamast að verulegu
leyti í kjölfar verkfalls verslunar-
manna. Starfsemi allra helstu
vöruflutningamiðstöðva, sem
annast flutninga landleiðina, ligg-
ur niðri í verkfallinu, innanlands-
flug á vegum Flugleiða hefur
stöðvast og sömuleiðis sjóflutn-
ingar, nema hjá Ríkisskip. Arnar-
flug mun freista þess að halda
opnu áætlunarflugi, bæði í innan-
lands- og utanlandsflugi, en að
sögn Kristins Sigtryggssonar,
framkvæmdastjóra Arnarflugs,
er þó ekki gert ráð fyrir miklum
vöruflutningum vegna keðjuverk-
andi áhrifa verkfallsins, sem með-
al annars koma fram í þvi að
skrifstofur margra fyrirtækja i
framleiðslu og innflutningi verða
lokaðar. Því má búast við að vör-
uskortur fari fljótlega að gera
vart við sig á landsbyggðinni ef
verkfallið dregst á langinn.
Verið var að ferma síðustu flutn-
ingabilana hjá Landflutningum hf.
skömmu eftir hádegi { gær og sam-
kvæmt upplýsingum þar voru það
vörur sem tekið var á móti á mið-
vikudag, en vörumóttaka liggur nú
niðri hjá Landflutningum hf., sem
og öðrum vöruflutningamiðstöðvum
vegna verkfallsins. Hjá Bifreiðastöð
fslands í Umferðamiðstöðinni feng-
ust þær upplýsingar í símsvara að
þar yrði opið í verkfallinu og allar
rútur gengju samkvæmt áætlun.
Hins vegar var pakkaafgreiðslan þar
'/kuð í gær.
Karl Oskar Hjaltason, markaðs-
stjóri hjá Skipaútgerð ríkisins, sagði
í samtali við Morgunblaðið að öll
starfsemi útgerðarinnar yrði með
eðlilegum hætti enda væri skrif-
stofu- og afgreiðslufólk fyrirtækis-
ins ekki meðlimir { verslunarmanna-
félögum heldur ríkisstarfsmenn.
Karl Óskar sagði að hins vegar
gæti orðið einhver röskun á af-
greiðslu úti á landi, einkum á stærri
stöðunum, þar sem afgreiðsla í höfn-
um leggst niður vegna verkfallsins.
Ekki liggur enn ljóst fyrir hvernig
Póstur og sími munu bregðst við
þeirri röskun á póstfluningum, sem
fyrirsjáanleg er vegna verkfallsins.
Að sögn Jóhanns Hjálmarssonar,
blaðafulltrúa Pósts og síma, hafa
póstflutningar að hluta til verið á
vegum stofnunarinnar sjálfrar, auk
þess sem notast hefur verið við
áætlunarflug vegna póstflutniga
innanlands. Jóhann kvaðst reikna
með að lausn þessa máls myndi
liggja fyrir á mánudag.
Arnarflug heldur uppi
áætlunarflugi
„Að svo miklu leyti sem við höfum
farþega munum við halda uppi áætl-
unarflugi í millilandafluginu," sagði
Kristinn Sigtryggsson, forstjóri Am-
arflugs, er hann var spurður um
afleiðingar verkfallsins á starfsemi
fyrirtækisins. Amarflug flýgur til
Amsterdam alla daga og tvisvar í
viku til Hamborgar. Kristinn sagði
að farseðiar yrðu seldir hjá ferða-
skrifstofum, sem opnar verða, t.d.
Ferðaskrifstofu rikisins, og ferða-
skrifstofunum Sögu, Atlantik og
fleiri, þar sem eigendur annast af-
greiðslu farseðla. Stöðvarstjóri Am-
arflugs i Keflavík myndi sfðan ann-
ast afgreiðslu farþega þar.
„Við reiknum hins vegar ekki með
miklum vöruflutningum þar sem
vöruafgreiðslur margra fyrirtækja
verða að líkindum að mestu lokaðar
eða lamaðar," sagði Kristinn enn-
fremur. Hann sagði að Amarflug
Innanlands hf. myndi halda uppi
áætlunarflugi innanlands og myndi
framkvæmdastjórinn þar ganga í
þau störf, sem lúta að afgreiðslu
farþega. Eins væri gert ráð fyrir að
félagið myndi annast leiguflug. „Við
sjáum ekki að við þurfum að stoppa
vegna þessa verkfalls, en hins vegar
er ljóst að það verður erfíðara að
halda þessu gangandi en undir
venjulegum kringumstæðum," sagði
Kristinn.
Síðasta flug Flugleiða að
utan á mánudag
Innanlandsflug Flugleiða lagðist
niður í gær en stðustu flug héðan
til útlanda verða á sunnudag og
síðasta flug til landsins_ verður á
mánudag. Að sögn Boga Agústsson-
ar, upplýsingafulltrúa Flugleiða, er
áætlað að síðasta vél héðan til Lon-
don fari klukkan 17.30 á sunnudag
og aukavél á Osló-Kaupmannahöfn
er á áætlun klukkan 17.40. Sú vél
kemur aftur á mánudag, en hún fer
frá Kaupmannahöfn klukkan 9.30
til London, þar sem hún tekur far-
þega og er áætlað að hún lendi í
Keflavík um klukkan 17.00 á mánu-
dag.
Þijár DC 8 þotur Flugleiða verða
í ferðum á milli Luxemborgar og
Bandaríkjanna og sagði Bogi að 10
til 12 áhafnir yrðu ytra vegna
Ameríkuflugsins og Grænlands-
flugsins, en ein Boing 727-200 þota
verður staðsett í Kaupmannahöfn
vegna þess. Grænlandsflugið ér tvi-
svar í viku og jafnframt er ætlunin
að Boingvélin haldi uppi áætlunar-
flugi Flugleiða milli Kaupmanna-
hafnar og Glasgow í tengslum við
Grænlandsflugið.