Morgunblaðið - 23.04.1988, Qupperneq 32

Morgunblaðið - 23.04.1988, Qupperneq 32
32 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 23. APRÍL 1988 Mitteirand og Chirac berj ast um forsetaembættið París, frá Steingrimi Sigurgeirssyni, blaðamanni Morgunblaðsins. ÞÓTT frambjóðendur í fyrri umferð frönsku forsetakosninganna á morgun séu samtals níu er hin raunverulega barátta einungis milli Þr>8T83a þeirra: Francois Mitterrands, Frakklandsforseta, Jacques Chiracs, forsætisráðherra, og Raymonds Barre, fyrrverandi forsætis- ráðherra. Aðrir frambjóðendur hafa stuðning 0—5% kjósenda er frá er talinn öfgamaðurinn Jean-Marie Le Pen sem gæti fengið allt að rúmlega 10% atkvæða. Þeir tveir frambjóðendur sem flest atkvæði fá í fyrri umferðinni takast síðan á í síðari umferðinni sem fram fer tveimur vikurn síðar, sunnudaginn 8. maí. Francois Mitterrand er öruggur sósíalistar eru sterkir fyrir. Einnig um að komast áfram í síðari um- ferðina og spennan er því í kringum hægrimennina tvo þá Chirac og Barre. Þeir leggja báðir mikla áherslu á að sá þeirra sem gengur með sigur af hólmi hljóti fullan stuðning hins 8. maí. Kosningalið þeirra hafa samvinnu um dreifingu áróðurs, sér í lagi í borgum þar sem má nefna að í París hefur verið sett á laggimar sameiginleg kosninga- skrifstofa sem sá þeirra fær til af- nota er vinnur fyrri umferðina. Lítill málefnaágreiningur Þegar spurt er um muninn á Barre og Chirac verður oftast lítið um svör. PLO og Sýrlend- ingar ná sáttum Damaskus, Reuter. LEIÐTOGAR Palestínumanna til- kynntu í gær að sættir hefðu náðst milli Frelsissamtaka Palestínu, PLO, og Sýrlendinga. Yasser Ara- fat leiðtogi PLO, sem rekinn var frá Sýrlandi fyrir fimm árum, mun bráðlega fara til Sýrlands til að innsigla sættirnar. Morðið á Khalil al-Wasir öðrum valdamesta leiðtoga Frelsissamtaka Palestínumanna í Túnis síðastliðinn laugardag, sem talið er að hafí verið framið af ísrelskri aftökusveit, hefur orðið til þess að tveir höfuðandstæð- ingar ísraelsmanna hafa náð sáttum. al-Wazir var grafinn skammt frá Damaskus í Sýrlandi á miðvikudag. Þó Arafat hafí ekki verið viðstaddur útförina varð hún tilefni leynilegra viðræðna PLO og Sýrlendinga með milligöngu Alsírbúa. Zaanoun sagði að Arafat myndi bráðlega halda til Sýrlands til viðræðna við Hafez al- Assad forseta. Flestir leiðtogar PLO og meðlimir í Fatah voru viðstaddir fund með varaforseta Sýrlands, Abdel-Halim Khaddam, á fimmtudag. Talsmenn PLO sögðu að að Arafat hefði ákveð- ið að mæta ekki til fundarins í Dam- askus eftir að ljóst var að ekki væri öruggt að hann myndi hitta al-Assad forseta. í staðinn átti Arafat fund Reuter Yasser Arafat hitti Muammar Gaddafi að máli í Trípólí á fimmtudag og var myndin tekin við upphaf viðræðna þeirra. með Muammar Gaddafí Líbýuleið- toga, sem hann hefur ekki hitt síðan 1982. Málefnalega er hann lítill sem eng- inn. Hann felst í mismunandi per- sónuleikum og blæbrigðamun. Chirac er yngri og meðvitaðri um tískusveiflur. Sterkasta vígi hans er París, þar sem hann er borgarstjóri. Kosningabarátta Barre, sem kemur frá Lyon, hefur ekki sama hraða og barátta Chiracs. Barre reynir að koma boðskap sínum á framfæri í löngum ræðum þar sem hann skýrir efnahagsstefnu sína. Barre hefur verið líkt við skjaldböku en Chirac við héra, líkt og í dæmisögunni. Spumingin er hvor kemur fyrst í mark. Ágreiningsefni á borð við kosn- ingarétt innflytjenda, sem Mitter- rand er fylgjandi, hafa verið fyrir- ferðarmikil í kosningabaráttunni undanfamar vikur en minna verið rætt um stærri málefni. Mitterrand, Chirac og Barre hafa allir iagt mesta áherslu á aðlögunina að innri mark- aði EB 1992. I því máli sést kannski best sá blæbrigðamunur sem er á milli Chiracs og Barre. Báðir leggja þeir áherslu á að allt sem verði gert sé í samræmi við annað sem gerist innan EB. Chirac vill aftur á móti stefna að því að Frakkland verði forystuþjóðin innan bandalagsins á meðan Barre leggur áherslu á sam- vinnu EB-ríkjanna í samkeppninni við Bandaríkin og Japan. Aukaatriði í brennidepli Umræðan fyrir kosningamar hef- ur að miklu leyti snúist um aukaat- riði í stað aðalatriða. Það hefur enda torveldað alla umræðu að Mitterrand hefur ekki sett fram nein áþreifanleg stefnumið. Hann hefur undanfama daga rætt mest um það hvemig fyr- irkomulagið eigi að vera á sjónvarps- þættinum með frambjóðendunum tveimur í síðari umferðinni. Upphaf- lega tók hann dræmt í þátttöku í slíkum umræðuþætti en segist nú vilja hafa hann 28. apríl næstkom- andi. Chirac segir það vera óheppi- lega dagsetningu og mun líklega ekki sætta sig við hana. Barre sagði hins vegar á 12.000 manna fundi í borginni Lille sl. fimmtudagskvöld að þessi deila Chiracs og Mitterrands kæmi sér spánskt fyrir sjónir þar sem úrslit úr fyrri umferðinni lægju ekki enn fyrir. Mitterrand hefur einnig orðið tíðrætt um það hversu „persónuleg- ir“ keppinautar hans gerast í gagn- rýninni á hendur honum og á þá við þá umræðu sem orðið hefur um háan aldur hans en Mitterrand yrði 78 í lok nýs kjörtímabils. Umræða um aldur frambjóðenda er þó ekkert einsdæmi í frönskum forsetakosn- ingum því árið 1965 sagði frambjóð- andi sósíalista gegn de Gaulle, hers- höfðingja, að 75 ára gamall maður Francois Mitterrand Reuter Jacques Chirac Reuter gæti „ekki stjórnað landinu á full- nægjandi hátt“. Þess má geta að þessi frambjóðandi sósíalista 1965 var sá sami og nú, nefnilega Fran- cois Mitterrand. Þingkosningarnar í Danmörku: Bretar fresta herskipaheim- sóknum fram vfir kosninarar „_«/ ö Kaupmannahöfn, Reuter. BRETAR tilkynntu í gær að ferð- um herskipa til Danmerkur yrði frestað fram yfir þingkosningar sem fram fara í Danmörku 10. maí. Þing var rofið í Danmörku á þriðjudag eftir að þingsálykt- unartillaga stjórnarandstæðinga um að stefna Dana varðandi kjarnorkuvopn á dönsku land- svæði á friðartímum verði árétt- uð í orðsendingu til skipstjóra herskipa sem koma til hafnar i Danmörku var samþykkt. Tilkynningunni, sem kom frá breska sendiráðinu í Kaupmanna- höfn, fylgdi yfirlýsing frá Margaret Thatcher, forsætisráðherra Bret- lands, þar sem hún segir þingsá- lyktunina geta haft alvarlegar af- leiðingar fyrir stefnu NATO. Sex bresk herskip áttu að fara til Danmerkur fyrir 10. maí, meðal annars áttu tvö skip að koma til Danmerkur 5. maí til að minnast dagsins sem Bretar bundu enda á fímm ára hersetu Þjóðveija í Dan- mörku árið 1945. Bretar og Banda- ríkjamenn hafa varað við afleiðing- um þingsályktunartillögunnar vegna þess að hún brýtur í bága við stefnu NATO um að láta ekki í té upplýsingar um kjarnavopn. Skoðanakannanir í Danmörku sýna að stjómarflokkamir vinna á. í skoðanakönnun sem birt var í dagblaðinu Barsen á fimmtudag kemur fram að stjórn Schlúters hefur aukið fylgi sitt og fengi sam- kvæmt könnuninni þrem þingsæt- um meira en hún hafði fyrir. í skoð- anakönnun sem birtist í Jyllands Posten í gær hafa stjómarflokkam- ir 55% atkvæða á móti 44% stjóm- arandstöðuflokkanna. Gíslarnir snúa heim: Blómaregn og sverð- dans í Kuwaitborg Kuwait, Reuter. MIKIL gleði ríkti í Kuwait á fimmtudagskvöld þegar 29 manns sneru heim eftir 15 daga á valdi kaldrifjaðra flugræn- ingja. „Velkominn heim besti pabbi i heimi,“ sagði á borða sem blasti við flugstjóranum, Subhi Naim Youssef, þegar hann kom heim til eiginkonu og fjögurra barna. Vinir og nágrannar söfn- uðust saman í götunni og slátr- uðu lambi til að bjóða flugsljór- ann velkominn í samræmi við ævafomar hefðir araba. Gíslamir fyrrverandi, 29 talsins, brutust heim á leið frá flugvelli Kuwaitborgar í gegnum gífurlegt mannhaf sem fagnaði þeim. Skáta- stúlkur böðuðu fólkið í blómaregni, hvítum dúfum var sleppt til heiðurs þeim og Sheikh Jaber al-Ahmed al-Sabah, fursti af Kuwait, heilsaði hveijum og einum innilega. Við þjóðveginn frá flugvellinum stóðu þúsundir manna og veifuðu kúv- æska fánanum. Ungir menn brugðu sér upp á vélarhlífar bifreiða sinna og dönsuðu arabískan sverðdans. í útvarpi og sjónvarpi var bein lýsing á heimkomunni. Stórfyrir- tæki, hótel, skólar og aðrar stofnan- ir keyptu pláss í dagblöðum fyrir hamingjuóskir til furstans og for- sætisráðherrans vegna frelsunar gíslanna. „Sólin skín að nýju,“ sagði í leiðara Kuwait Times. Einn gíslanna fyrrverandi, Zaid Bahheet al-Ragm, lét það verða sitt fyrsta verk að heimsækja föður sinn á sjúkrahús en hann hafði lagst veikur við ótíðindin um flugránið. „Hann faðmaði mig innilega. Hann hafði ekki búist við að sjá mig aft- ur,“ sagði Zaid við fréttamenn. Eid al-Azmi aðstoðarflugmaður sagði að flugræningjarnir hefðu boðið tveimur systrum úr furstafjöl- skyldunni, þeim Ibtisaam og An- waar Khaled al-Sabah frelsi í Mas- had í íran. „Þær höfnuðu því og Reuter Onnur systranna úr furstafjöl- skyldunni gat ekki leynt gleði sinni þegar hún hélt heimleiðis á fimmtudag frá flugvellinum í Algeirsborg. 15 sólarhringa mar- tröð á valdi flugræningja var lokið. Reuter Subhi Naim Yossef flugstjóri i faðmi fjölskyldunnar. Þegar hei var komið beið hans borði sem á stóð: „Velkominn heim besti pab í heimi!" sögðu að þær myndu ekki fara frá borði fyrr en öllum gíslunum yrði sleppt," sagði Eid al-Azmi. Fram hefur komið að ræningjarnir voru óvenju kurteisir við systumar og leyfðu þeim að sitja með óbundnar hendur á meðan hendur karlmann- anna voru bundnar með plastólum. Áhöfnin hefur borið til baka fréttir um að einn flugræningjanna hafí flogið ,vélinni er hún hnitaði hringi yfír flugvellinum í Beirút: „Flugstjórinn var við stjómvölinn allan tímann og við hefðum fyir látið líf okkar en að leyfa öðrun að stjórna flugvélinni á meðan far þegamir væru um borð," sagé Ayed al-Shumailan, flugvirki vélar innar. Gíslamir fyrrverandi segja a ræningjamir hafí sagt þeim frá þ\ þegar Ramadan, hinn helgi mánuð ur múhameðstrúarmanna hófsi Gíslamir virtu hefðir múslíma o, mötuðust ekki milli sólarupprása og sólseturs en ræningjamir fóst uðu að sögn ekki.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.