Morgunblaðið - 23.04.1988, Page 34
34
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 23. APRÍL 1988
Útgefandi
Framkvæmdastjóri
Ritstjórar
Aðstoðarritstjóri
Fulltrúar ritstjóra
Fréttastjórar
Auglýsingastjóri
Árvakur, Reykjavík
HaraldurSveinsson.
Matthías Johannessen,
Styrmir Gunnarsson.
Björn Bjarnason.
Þorbjörn Guðmundsson,
Björn Jóhannsson,
Árni Jörgensen.
Freysteinn Jóhannsson,
Magnús Finnsson,
Sigtryggur Sigtryggsson,
Ágúst IngiJónsson.
Baldvin Jónsson.
Ritstjórn og skrifstofur: Aðalstræti 6, sími 691100. Auglýsingar:
Aðalstræti 6, sími 22480. Afgreiðsla: Kringlan 1, sími 83033.
Áskriftargjald 700 kr. á mánuði innanlands. í lausasölu 60 kr. eintakið.
Uppsagnir
hjá Granda
Sú ákvörðun forstjóra Granda
hf. að segja upp 50 starfs-
mönnum vegna fyrirsjáanlegs
tapreksturs á þessu ári, að
óbreyttum aðstæðum, vekur að
sjálfsögðu mikla athygli og veld-
ur um leið áhyggjum. Ljóst er,
að þessi ákvörðun er tekin að
vandlega athuguðu máli og er
tilraun stjómenda fyrirtækisins
til þess að ná tökum á rekstri
þess við mjög erfiðar aðstæður.
Að því leyti til ber þessi ákvörð-
un vott um mikla ábyrgðartil-
finningu um leið og hún er mjög
sársaukafull fyrir þá, sem fyrir
henni verða og hina, sem að
henni standa.
Sameining Bæjarútgerðar
Reykjavíkur og Isbjarnarins
gekk ótrúlega vel. Yfirleitt koma
upp mikil vandamál, þegar tvö
fyrirtæki eru sameinuð, eins og
stofnun Flugleiða með samein-
ingu Loftleiða og Flugfélags ís-
lands er glöggt dæmi um. Slík
vandamál virðast hins vegar ekki
hafa komið upp að nokkm ráði
hjá Granda hf. Starfsandi hefur
verið góður hjá fyrirtækinu og
margir telja, að það sé til fyrir-
myndar um rekstur í sjávarút-
vegi.
Ákvörðun stjómenda Granda
hf. nú er til marks um það. Þeir
sjá fyrir rekstrartap, sem nema
muni um 70 milljónum króna á
þessu ári. Þeir geta ekki leitað
í opinbera sjóði eins og Bæjarút-
gerð Reykjavíkur gat gert. Þeir
standa því frammi fyrir því að
finna leiðir til þess að draga úr
þessum fyrirsjáanlega taprekstri.
Þeir gera það strax í stað þess
að leita á náðir viðskiptabanka
og bíða eftir því að tapið verði
að staðreynd og allt komið í
óefni. Auk þess að segja upp
starfsfólki hefur Grandi hf. grip-
ið til annarra ráðstafana til þess
að draga úr fyrirsjáanlegu tapi.
Þannig hefur verið ákveðið að
lækka áætlaðan viðhaldskostnað
um 20 milljónir króna og fleiri
ráðstafanir eru í undirbúningi.
Það fer ekkert á milli mála,
að þessar uppsagnir koma illa
við starfsfólk Granda. Fyrirtækið
setur upp vinnumiðlun til þess
að útvega því fólki atvinnu, sem
sagt verður upp. En það kann
að verða erfíðara nú en áður.
Hitt er alveg ljóst, að starfsfólk
Granda hefði ekki verið betur
sett, ef fyrirtækið hefði verið
rekið með 70 milljón króna tapi
á þessu ári. Þá hefði að vísu
komið að skuldadögum nokkrum
mánuðum síðar, en að þeim hefði
komið.
Spyija má, hvort önnur sjávar-
útvegsfyrirtæki geti ekki gripið
til einhverra ráðstafana til þess
að draga úr taprekstri sínum.
Nú heyrast víða raddir um geng-
isfellingu til bjargar sjávarútveg-
inum. Gengislækkun þýðir mikla
kjaraskerðingu fyrir launþega.
Kannski er hún óumflýjanleg, en
úr því að Grandi hf. getur fundið
aðrar Ieiðir til þess að draga úr
taprekstri að hluta, ættu önnur
fyrirtæki í sjávarútvegi að geta
gert það líka.
í viðtali við Morgunblaðið í
fyrradag varpaði Brynjólfur
Bjamason, forstjóri Granda,
fram þeirri spumingu, hvers
vegna við Islendingar lendum sí
og æ í sömu erfiðleikum í efna-
hagsmálum. Svar hans var það,
að skýringin væri ákveðið aga-
leysi. „Hluta af skýringunni má
eflaust rekja til þess, að við erum
ung þjóð, tiltölulega nýrík. Mín
kynslóð er alin upp af foreldrum,
sem mótuðust af óöryggi krepp-
unnar. Þeim var því mjög í mun
að veita börnum sínum öryggi.
Staðreyndin er hins vegar sú, að
mín kynslóð og yngri hafa engu
kynnzt nema verðbólgu. Við-
kvæðið er glataður er geymdur
eyrir, sparnaður er engin dyggð.
í annan stað höfum við ekki
fundið fyrir atvinnuleysi eins og
gerist með öðmm þjóðum. Vegna
þess krefjumst við óhemjumikils
af lífinu, krefjumst góðs að-
búnaðar og lifum flott. Við velt-
um því ekki mikið fyrir okkur,
að með eyðslu okkar í dag emm
við að safna skuldum erlendis.
Slík hegðun vekur með mér
nokkum óhugnað, því auðvitað
fá bömin okkar þennan eyðslu-
víxil í hausinn," sagði Brynjólfur
Bjamason.
Uppsagnir hjá Granda em
hluti af því uppgjöri, sem fram
þarf að fara í þjóðfélagi okkar á
næstu mánuðum, missemm og
ámm. Þær og aðrar ákvarðanir,
sem þarf að taka em og verða
sársaukafullar og erfiðar — en
óhjákvæmilegar. Þess vegna er
betra að standa að þeim á þann
veg, að það sé fremur gripið til
slíkra aðgerða áður en allt er
komið í óefni. Jafnframt þarf að
leggja höfuðáherzlu á að fínna
atvinnu fyrir það fólk, sem verð-
ur fyrir uppsögnum og veita því
þá þjálfun, sem kann að vera
nauðsynlega til þess að finna
störf á nýjum vettvangi.
Sumardagurinn fyrsti:
Þrátt fyrir að kalt væri i veðri viðraði ágætlega á skrúðgöngur i höfuðborginni.
Morgunblaðið/Þorkell
Heiðríkt yf ir hátíðahöldunum
FLESTIR landsmenn nutu sólar
og heiðríkju á sumardaginn
fyrsta. Á landsbyggðinni ollu
snjóþyngsli því þó að lítið var
um hátíðahöld undir berum
himni. Akureyringar fjölmenntu
í stað þess á skíðasvæðin í
Hlíðarfjalli þar sem nú er fá-
dæma gott færi á þessum
árstíma. Á höfuðborgarsvæðinu
voru skrúðgöngur og úti-
skemmtanir vel sóttar.
Skátahreyfingin sá um skrúð-
göngu frá Snorrabraut niður
Laugaveg upp á Skólavörðuhæð.
Þá vom tvær göngur í Árbæjar-
hverfí og _ein frá Fellahelli um
Breiðholt. Utiskemmtanir vom við
Þróttheima og KR-heimilið. Vom
þessir mannfagnaðir vel sóttir að
sögn lögraglunnar.
íþróttafélag Reykavíkur stóð að
venju fyrir víðavangshlaupi á sum-
ardaginn fyrsta. Þetta var 73. víða-
vangshlaup félagsins og lá leið
þess úr Hljómskálagarðinn um
Vatnsmýrina að markinu í Tjarnar-
götu.
Áttatíu og átta hlauparar komu
í mark. Elstur í þeirra hópi var Jon
Guðlaugsson sem er 61 árs gam-
all. Sigurvegari var Jóhann Ingi-
bergsson sem hljóp á 13 mínútum
og 28 sekúndum. I öðm sæti varð
Már Hermansson UMFK á sama
tíma. Marta Emtsdóttir sigraði í
kvennaflokki á 15 mínútum og sex
sekúndum.
Kjarvalsstaðir:
Pjórar sýningar opnaðar í dag
Ein fjögurra sýninga sem verða opnaðar á Kjarvalsstöðum í dag er sýning á verkum tékkneska listmálar
ans Rastislav Michals.
FJÓRAR mynd- og textílsýningar
verða opnaðar á Kjarvalsstöðum
í dag laugardag, 23. apríl. Tékk-
neski listamaðurinn Rastislav
Michal sýnir olíumálverk, svart-
listarmyndir og veggteppi í vest-
ursal. I vesturforsal verður sýn-
ing á steinprenti heimsþekktra
franskra Iistamanna. Þá verður
opnuð yfirlitssýning á sænskum
textílverkum unnum á árunum
1900- 1987. Og í austursal verður
opnuð sýning á málverkum 4
ungra myndlistarmanna, Guð-
bjargar Lindar Jónsdóttur, Söru
Vilbergsdóttur, Svanborgar Matt-
híasdóttur og Leifs Vilhjálmsson-
ar.
í frétt frá Kjarvalsstöðum segir
að Rastislav Michal sé nú talinn í
hópi fremstu myndlistarmanna í
Tékkóslóvakíu. Hann er fæddur árið
1935, var nám í svartlistarskóla og
myndlistarakademíunni í Prag
1951-1961 og hlaut styrk franskra
stjómvalda til námsdvalar í París
1975. Hann hefur haldið einka- og
samsýningar í heimalandi sínu og
víða erlendis, m.a. Noregi og Þýska-
landi. Hann vinnur jöfnum höndum
við olíumálverk og grafík, vefnað
og bókaskreytingar og hefur hlotið
Q'ölda viðurkenninga fyrir bóka-
skreytingar sínar, m.a. í Moskvu
1975, Leipzig 1977 og Osló 1982.
Sýning á steinprenti frönsku lista-
mannanna er úr safni Sorliers og
er nú í eigu Museé des Sables-
d’Orlonne í Frakklandi. Hún er feng-
in hingað í samvinnu við menningar-
deild franska sendiráðsins.
Hluti yfirlitssýningar textílverka,
unnum hjá Handarbetets Vánner í
Stokkhólmi, verður í Listasafni ASÍ
og Glugganum, Akureyri. Samtökin
Handarbetets Vánner voru stofnuð
í lok síðustu aldar í þeim tilgangi
að endurvekja hefðbundna textílgerð
og tækni sem á sér langa sögu
meðai alþýðu manna í Svíþjóð. Fjöl-
margir sænskir málarar, mynd-
höggvarar og grafík,- og textíllista-
menn hafa verið fengnir til að vinna
að því að sameina hina aldagömlu
hefð á sviði vefnaðar og útsaums,
nútíma listsköpum og er árangur
þessa sýndur á Kjarvalsstöðum.
Þau Guðbjörg Lind Jónsdóttir,
fædd 1961 Sara Vilbergsdóttir, fædd
1958, Svanborg Matthíasdóttir,
fædd 1956 og Leifur Vilhjálmsson,
fæddur 1946, sem sýna í austursal
Kjarvalsstaða útskrifuðust öll úr
málaradeild Myndlista- og handí-
ðaskóla íslands vorið 1985. Hópur-
inn hefur áður sýnt saman í Gallerí
íslensk list í febrúar 1986 og hafa
meðlimimir tekið þátt í samsýning-
um og haldið einkasýningar heima
og erlendis.
Allar sýningamar standa til 8,
maí og em opnar daglega frá kl
14-22.
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 23. APRÍL 1988
35
AF ERLENDUM VETTVANGI
eftir ÁSGEIR SVERRISSON
Vígbúnaðarkapphlaup
í Mið-Austurlöndum
ELDFLAUGASALA Kínveija til Saudi-Arabíu og flugskeytaárás-
ir Irana og íraka hafa orðið til þess að vekja athygli manna á
gífurlegri vígvæðingu ríkja þessa heimshluta. Eftir því sem best
er vitað eru eldflaugar í eigu þessara ríkja búnar hefðbundnum
sprengjuhleðslum en sérfræðingar segja að unnt sé að koma
kjarnaoddum fyrir í tilteknum gerðum þeirra auk þess sem
hæglega megi búa þær eiturefnahleðslum. Þrátt fyrir gerða
samninga um takmarkanir á sölu hátæknibúnaðar í hemaðar-
skyni verður ekki betur séð en að vígvæðingin sé þrotlaus. Bent
hefur verið á að fælingarmáttur vopna sem þessara sé mikill
og því kunni eldf laugarnar að treysta stöðugleika í þessum heims-
hluta. Á hinn bóginn hefur verið bent á að átök stigmagnist
með óhugnanlegum hraða í Mið- Austurlöndum og því kunni hefð-
bundnar kenningar um strið og fælingu síður að eiga við þar.
Menn hafa og af því áhyggjur að sumar eldflaugagerðiraar sem
ríki Mið-Austurlanda hafa komist yfir eru öldungis úreltar. Segja
þeir hinir sömu að beiting þeirra kæmi til með að hafa hryllileg-
ar afleiðingar einkum þar sem flestar eldflauganna eru fram
úr hófi ónákvæmar. Þá hefur verið bent á að írakar hafi án
nokkurs vafa gerst sekir um beitingu efnavopna í Persaflóastríð-
inu og því sé sú hætta fyrir hendi að tiltekin ríki stígi skrefið
til fulls með því að koma fyrir eiturefnahleðslum í eldflaugum
sinum.
ráðamenn í Saudi-Arabíu segja
að tilgangur eldflaugakaupanna
sé fyrst og fremst sá að efla varn-
ir landsins gegn hugsanlegri árás
írana.
Bandaríkjamenn voru blekktir
á sérlega ósvífinn hátt er gengið
var frá eldflaugasölunni. Saudi-
Arabar kváðust ætla að gegn hlut-
verki milliliðar og koma eldflaug-
unum, sem sagðar voru af „Silk-
worm“-gerð, til íraka til að
styrkja stöðu þeirra í ófriðnum
við Persaflóa. Mikill meirihluti
flauganna varð hins vegar eftir í
Saudi-Arabíu en það fór algjör-
lega framhjá leyniþjónustu
Bandaríkjanna, CIA, og bresku
leyniþjónustunni. Bandaríkja-
menn brugðust hinir verstu við
og kölluðu sendiherra sinn heim
frá Riyadh. Á Bandaríkjaþingi
varð uppi fótur og fit er hið sanna
Það eru risaveldin sem einkum
standa fyrir eldflaugasölu
þessari. ísraelar ráða yfír banda-
rískum skammdrægum flugskeyt-
um af gerðinni „Lance" og Sovét-
menn hafa selt eldflaugar af gerð-
inni „Scud-B“, sem eru mun
öflugri vopn, til íraks og Líbýu.
Sýrlendingar, og hugsanlega
einnig írakar, hafa fest kaup á
skammdrægum eldflaugum af
gerðinni SS-12, sem hafa mikinn
eyðileggingarmátt þó svo þær séu
í flestu tilliti úreltar. Nokkur ríki
hafa og gripið til þess ráðs að
framleiða eftirlíkingar af banda-
rískum og sovéskum eldflaugum.
Þannig eiga Egyptar flugskeyti
sem kallast „Sakr 80“ og er end-
urbætt útgáfa af sovésku „Frog
7“-eldflauginni. írakar hafa aukið
drægni „Scud-B“-eldflauganna
með því að koma fyrir í þeim létt-
ari sprengjuhleðslum og geta
þannig skotið þeim alla leið til
Teheran. íranir hafa svarað í
sömu mynt í orðsins fyllstu merk-
ingu því þeir beita einnig „Scud“-
eldflaugum sem þeir keyptu af
Líbýumönnum auk þess sem þeir
ráða jrfír kínverskum eldflaugum
af „Silkworm“-gerð. Eldflaugam-
ar sem Saudi-Arabar keyptu af
Kínveijum og ganga undir nafn-
inu „Áustanvindur" minna um
margt á afdankaða sovéska eld-
flaug, SS-5, sem var hönnuð í
byijun sjötta áratugarins.
Eldflaug’asmíðar
Þá er þess að geta að nokkur
ríki hafa stigið skrefíð til fulls og
hannað og smíðað eigin eldflaug-
ar. Þegar Bandaríkjamenn neit-
uðu að selja ísraelum Pershing
1-A-eldflaugar (sams konar
flaugar hafa verið búnar lq'ama-
hleðslum í Vestur-Þýskalandi en
þykja úreltar) gripu ísraelar til
þess ráðs að smíða mjög svipaða
eldflaug sem hlaut tegundarheitið
„Jerikó 2“. Heimildarmenn í
Bandaríkjunum herma að ísraelar
hafí smíðað kjamaodda í flaugar
þessar en eftir því sem næst verð-
ur komist hafa tilraunaskot ekki
farið fram. Aukinheldur framleiða
ísraelar skammdrægt flugskeyti
sem kallast „Gabríel" og hafa
þeir selt það til ríkja svo sem
Taiwan, Ecuador, Chile, Arg-
entínu, Thailands og Suður-
Afríku.
Talið er að fjögur ríki, ísrael,
Indland, Pakistan og Suður-
Þrotlausar eldflaugaárásir Irana og Iraka þykja sýna að átök geti stigmagnast með ógnvænlega
skjótum hætti í Mið-Austurlöndum. Myndin sýnir íbúðarhverfi í Teheran eftir flugskeytaárás íraka
en bæði ríkin beita sovéskum eldflaugum af gerðinni „Scud-B“.
Afríka ráði yfir kjarnorkuvopnum
eða búi að minnsta kosti yfír
tækni til að framleiða þau. Að
auki er vitað um átta ríki sem
reynt hafa með einum eða öðmm
hætti að komast yfír slíkan tækni-
búnað; íran, Líbýu, írak, Brasilíu,
Argentínu, Taiwan og Norður- og
Suður-Kóreu. Þá telja sérfræðing-
ar að ganga megi út frá því að
ríki sem hefur tækniþekkingu til
að framleiða eigin eldflaugar geti
hæglega komið fyrir eiturefna-
hleðslum í þeim.
Frumstæðar en
ógnvænlegar
Saudi-Arabar hafa þráfaldlega
lýst yfír því að kínversku eld-
flaugamar hafí eingöngu verið
keyptar til að efla vamir landsins.
Kínverskir embættismenn hafa
sagt að ekki komi til greina að
selja Saudi-Aröbum kjamodda í
eldflaugamar. Sérfræðingar segja
eldflaugar þessar frumstæðar og
algjörlega úreltar saman borið við
flugskeyti í vopnabúmm risaveld-
anna. Engu að síður em þær ógn-
vænleg vopn í þessum heimshluta.
Talið er að skjóta megi þeim rúm-
lega 2.200 kílómetra leið með
kjamorkuhleðslu. Þar með geta
Saudi-Arabar til að mynda hæft
skotmörk í ísrael og í íran en
kom í ljós í málinu og hefur öld-
ungadeildarþingmaðurinn Jesse
Helms krafíst opinberrar rann-
sóknar. í ljósi þessa hefur þeirri
spumingu m.a. verið varpað fram
hvort bandaríska leyniþjónustan
sé þess umkomin að halda uppi
eftirliti með því að Sovétmenn
standi við gerða afvopnunarsátt-
mála.
Ummæli náins aðstoðarmanns
Yitzhaks Shamirs, forsætisráð-
herra ísraels, þykja skýrt dæmi
um það hversu snögglega stríð
getur brotist út í þessum heims-
hluta.
Sá hinn sami sagði ísraela
ekki vera „vana að bíða þess að
hugsanleg ógnun verði raunveru-
leg“ og gaf í skyn að árás á
Saudi-Arabíu væri hugsanlegur
möguleiki. Bandarískir embættis-
menn segja flugher ísraela að
undanfömu hafa lagt meiri
áherslu en áður á að æfa
sprengjuárásir í lágflugi.
Sérstaða Mið-Austurlanda
Svo virðist sem halda megi því
fram með sannfærandi rökum að
hefðbundnar kenningar um stríð,
stigmögnun átaka og fælingar-
mátt tiltekinna vopnakerfa eigi
ekki við nema að litlu leyti í Mið-
Austuriöndum. Bandarískir emb-
ættismenn telja þróun mála í þess-
um heimshluta á undanfömum
mánuðum sérlega ógnvænlega og
benda á að stigjð hafi verið yfír
„hefðbundna þröskulda" með
undraverðum hraða. Kínversku
eldflaugarnar í Saudi-Arabíu hafa
gjörbreytt vígstöðunni í þessum
heimshluta einkum með tilliti til
hugsanlegra átaka araba og ísra-
ela. í Persaflóastríðinu hefur
öflugum eldflaugum jöfnum hönd-
um verið beitt gegn borgum og
hemaðarlega mikilvægum skot-
mörkum. Þeir sem sérfróðir mega
teljast segja það yfir allan vafa
hafíð að bæði ríkin hafi beitt efna-
vopnum með óskaplegum afleið-
ingum en eiturefnum hefur eftir
því sem best er vitað ekki verið
beitt í vopnuðum átökum tveggja
ríkja frá því á árum fyrri heims-
styijaldarinnar. Skotgrafarhem-
aður írana og íraka og óhugnan-
legar mannfómir hinna fyrr-
nefndu á vígstöðvunum í Persaf-
lóastríðinu minna einnig á styij-
aldir fyrri tíma og sýna að nútíma
herfræði er öldungis gagnslaus
þegar stíðsreksturinn mótast af
taumlausri bijálsemi ogtrúarofsa.
HeimiIdirrJVen'sweei.Ec-
onomist, The Independent,
Washington Post, Reuter.
V