Morgunblaðið - 23.04.1988, Page 37

Morgunblaðið - 23.04.1988, Page 37
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 23. APRÍL 1988 37 Að baki tölum um fjölda eyðnisjúklinga eru einstaklingar með tilfinningar - segir Richard Rector sem er staddur hérlendis til að fræða almenning um vanda eyðnisjúklinga - flytur fyrirlestur í dag Tsi'ÍSkk.. heim.b„re mc SÁ raunveruleiki sem Richard Rector kynnir okkur er nokkuð frábrugðinn þeim sem flest okk- ar þekkja. Richard hefur verið með eyðni í 6 ár og veit að hann á ekki langt eftir. Hann er talinn búa yfir mestri reynslu í heimin- um í dag í umönnun eyðnisjúkl- inga, hann þekkir um 3000 manns sem eru með alnæmi og nærri 300 þeirra hafa látist í höndunum á honum. En hann gefst ekki upp og er hingað kom- inn á vegum Rauða kross íslands og heldur fyrirlestur fyrir al- menning um vanda eyðnisjúkl- inga í dag laugardag í ráðstefnu- sal Hótels Loftleiða kl. 14. Eyðni hefur sett sitt mark á Ric- hard, hann er nú um 25 kílóum 0 INNLENT léttari en áður en hann veiktist og þreytist auðveldlega. Richard greindist með eyðni á aðfangadags- kvöld 1982. Hann var yfirkokkur á matsölustað en lét af þeim störfum að eigin ósk. Þá tók við atvinnu- leysi, peningaleysi og húsnæðiss- kortur í kjölfar þess, því enginn vildi selja eða leigja eyðnisjúklingi. Árið 1985 var honum tjáð að veiran væri komin upp í heilann og reyndi Richard þá að fremja sjálfsmorð, sem mistókst. Er hann hafði náð sér upp úr þunglyndi því er fylgdi kjölfarið, leitaði Richard, sem er félagsfræðingur að mennt, eftir vinnu við ráðgjöf við eyðnisjúklinga en gekk afar erfiðlega að sannfæra yfírvöld um að hann væri fær um að sinna starfinu. Hann segist enda ekki hafa trú á stjórnvöldum, held- ur einstaklingnum. Richard starfar víðs vegar um heim, m.a. fyrir norska Rauða krossinn.Hann hefur unnið með þúsundum manna sem eru sýktir og hefur horft á eftir fjölda þeirra í gröfina. Sjálfur hefur hann orðið fyrir fordómum og skilningsleysi sem fæstir vilja trúa að óreyndu. „Eg get nefnt umönnun á sjúkra- húsum. Þegar ég var fyrst greindur með eyðni, lá ég á deild fyrir eyðni- sjúklinga þar sem allt starfsfólkið var nánast brynvarið. Það var í galla sem huldi allan líkamann og snerti mig sem sjaldnast og aldrei með berum höndum. Gæslukona frá Suður-Ameríku var fyrsta mann- eskjan sem snerti mig eftir að ég greindist. Enda leið mér eins og utangarðsmanni. Umönnunin hefur vissulega batnað sums staðar en það er innan við mánuður síðan ég varð fyrir sömu reynslu í Noregi. Það má ekki gleymast að baki tölum um eyðnitilfelli eru einstaklingar með tilfinningar rétt eins og aðrir.“ Richard segir eyðni nú orðna pólitískt þrætuepli. „Nú eru inn- flytjendur t.d. frá Afríku mótefna- mældir áður en þeir fá að flytjast til Bandaríkjannna. Stjómvöld virð- ast gleyma því að við getum flutt mun fleiri eyðnitilfelli út en við getum nokkm sinni flutt inn. Það þýðir samt ekki að eyðni sé ein- göngu bandarískur sjúkdómur eins og svo margir halda. Aukingin hér á íslandi er til dæmis gífurleg, á 3 fýrstu mánuðum ársins hafa greinst 5 með eyðni, jafnmargir og á öllu hards, greinast 4 eyðnitilfelli á dag. Sjálfur segist Richard vera með samviskubit yfír því að vera enn á lífi. Hann segist reiðubúinn að mæta dauða sínum en segist aldrei munu sætta sig við að deyja úr kynsjúkdómi. Nú þegar hafa fleiri dáið úr eyðni en létust í Víetnamst- ríðinu. „Margir hafa spurt mig hvers vegna ég líki eyðni við Víet- namstríðið. Ástæðan er sú að hvor- ugur hópurinn er velkominn. Her- mönnunum var ekki fagnað við heimkomuna, reiði fólks vegna stríðsrekstursins bitnaði á þeim. Richard er inntur eftir því hvern- ig skuli haga eyðnifræðslunni. „Ég held að almenningur hafi fýrst og fremst áhuga á að vita hvemig hægt sé að koma í veg fyrir smit, ekki af hvaða tegund veiran er. Við þurfum fyrst og fremst að hafa áhrif á almenningsálitið, fá fólk til að sýna eyðnisjúklingum skilning. Hér, í þessu litla þjóðfélagi, er von- andi auðveldara fyrir þá sem sýkj- ast að ræða við vini sína og vanda- menn um vandamál sín en í stór- borgum erlendis. Aðspurður segir Richard að vinna sín hafi hjálpað sér að gera sér grein fyrir eðli sjúkdómsins og Morgunblaðið/Sverrir Richard Rector heldur fund um vanda eyðnisjúklinga á Hótel Loftleiðum í dag. Hann er sjálfur eyðnisjúklingur og segist ekki eiga langt eftir. þeirri staðreynd að hann sé á lífí og hafi fengið tækifæri að miðla af reynslu sinni. „Ég hef opinberað einkalíf mitt ef það má vera öðrum til hjálpar. En það er hreint ekki auðvelt og sumir segja að ég hugsi ekki um neitt annað en eyðni. Tíminn er mér mikilvægur og hver dagur getur verið minn síðasti. Mín leið er auðveld, ég á stutt ólifað en þið sem eftir lifið verðið að glíma við sjúkdóminn og vinna bug á hon- um. Ég legg mitt af mörkum á meðan ég get.“ Morgunblaðið/Bjöm Blöndal Sklpveijar á Fönix KE létu hendur standa fram úr ermum í gær við að landa og síðan að koma aflanum i gáma. Þeir höfðu stuttan stans og héldu aftur á veiðar í gærkvöldi. Fengu 25 tonn af ýsu á 2 dögum Keflavík. FÖNIX KE sem er á trolli landaði um 30 tonnum í Njarðvík á mið- vikudag eftir tveggja daga veiði- ferð. Af þessum 30 tonnum voru 25 tonn af fallegri ýsu sem sett var í gáma og er hún nú væntan- lega á leið til Englands. Að sögn Gísla Guðjónssonar skipstjóra á Fönix KE, þá fékkst aflinn vestur af Stafnesi og á Eldeyjarbanka. - BB Sjóður þanka um frið starfar hér NÆSTU mánuði starfar hér á landi útibú „Alheims samstarfs- sjóðsins" sem stofnaður er af Brahnta Kumaris World Spir- itual University. Félagsskapur þessi hefur farið þess á leit við almenning að hann riti framtí- ðarsýn sina um betri heim á sérstök eyðublöð og leggji inn í sjóðinn. Er þetta verkefni helgað Sameinuðu Þjóðunum, segir f fréttatilkynningu sem blaðinu hefur borist. Marcela Perez de Cuellar, eigin- kona framkvæmdastjóra Samein- uðu þjóðanna, hrinti verkefninu af stað með ræðu í Lávarðadeild breska þingsins 21. apríl síðastlið- inn. Hún sagði þar að þetta verk- efni væri eitt hið frumlegasta til stoðar heimsfriði sem um gæti. Aðstandendur „Alheims sam- starfs um betri heim“ færðu Sam- einuðu þjóðunum í lok friðarársins 1986 „milljón mínútur friðar“ eða jafn margar hugsanir fólks sem hafði tekið áskorun um að veija mínútu til að festa þær á blað. Leikfélag Nemendafélags Fjölbrautaskóla Suðurnesja: Sýnir leikritið Selur- inn hefur mannsaugu Verkið fékk góðar viðtökur á frumsýningu Keflavík. NEMENDUR í leikfélagi Nem- endafélags Fjölbrautaskóla Suð- urnesja, Vox Arena, frumsýndu leikritið Selurinn hefur manns- augu eftir Birgi Sigurðsson í Félagsbíói í Keflavík síðasta vetrardag. Grétar Skúlason leik- stýrði verkinu sem fékk góðar móttökur hjá frumsýningargest- um. Leikritið Selurinn hefur manns- augu var samið árið 1974 og frum- sýnt sama ár hjá Leikfélagi Reykjavíkur. Leikritið fjallar um alþýðufólk í lífsgæðakapphlaupi, peningabasl, tilfinningaátök elsk- enda, framhjáhald, og togstreitu milli sveitar og borgar. Leikendur eru 11 og fara þau Guðmundur Brynjólfsson og Kristín Gerður Guðmundsdóttir með aðalhlutverk- in, en alls eru leikendur 11 talsins auk 6 aðstoðarmanna. Leikritið Selurinn hefur manns- augu er fjórða verkið sem leikfélag Fjölbrautaskóla Suðurnesja, Vox Arena, sýnir. Árið 1981 sýndi leik- félagið Gildruna eftir Frakkann Robert Thomas undir leikstjórn Höskuldar Skagfjörð. Árið eftir var sýnt leikritið Lokaðar dyr eftir Wolfgang Borchet og var Hjalti Rögnvaldsson leikstjóri. Skógar- konan dæmalausa eftir Federico Garcia Lorca sem sýnd var undir stjóm Emils Gunnars Gunnarssonar árið 1986 var síðan síðasta upp- færsla leikfélagsins. Kristín Gerður Guðmundsdóttir formaður Vox Arena segir m.a. í sýningarskrá um starfsemi leik- félagsins í vetur: „Nú í ár höfum við með þreki, svita, þolinmæði og ódrepandi áhuga sett upp eitt verk- ið í viðbót, Selurinn hefur manns- augu. Við höfum fengist við eitt- hvað lítilsháttar fram að þessu. Meðal annars settum við upp frumsamið gamanleikrit, Tinna, fyrir áramót sem var sýnt í skólan- um og fékk góðar viðtökur. Grétar Skúlason leikstjóri hefur stýrt þessu verki af mikilli leikni, og þökkum við honum innilega fyr- ir skemmtilegan tíma og einstaka þolinmæði, hann á heilmikinn heið- ur skilinn." Þriðja sýning á Selurinn hefur mannsaugu verður í kvöld kl. 21:00 í Félagsbíói í Keflavík. - BB Morgunblaðið/Bjöm Blöndal Leikarar í Selurinn hefur mannsaugu að lokinni frumsýningu. Þeim var klappað lof í iófa að sýningu lokinni sem tókst ákaflega vel. Þeir sína verkið í þriðja sinn í Félagsbíói í Keflavík í kvöld.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.