Morgunblaðið - 23.04.1988, Qupperneq 38
38
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 23. APRÍL 1988
Swedish
Textile Art
á Akureyri
NORRÆNA upplýsingaskrifstof-
an á Akureyri verður formlega
opnuð í dag, laugardaginn 23.
aprO nk.
í tílefni af opnuninni efnir
Martthías Á. Mathiesen, sam-
starfsráðherra Norðurlanda-
ráðs, tíl móttöku í Glugganum,
Glerárgötu 34, frá kl. 16.00 til
19.00. Þá mun Þuríður Baldurs-
dóttir syngja nokkur norræn lög.
Jafnframt verður opnuð í
Glugganum sýningin Swedish Text-
ile Art, Sænsk textíllist, sem er
yfirlitssýning á textílverkum unn-
um hjá Handarbetets Vánner í
Stokkhólmi á árunum 1900—1987.
Sýning þessi var hluti menningar-
kynningarinnar Scandinavia Today,
sem haldin var í Japan á sl. ári.
Hér á landi skiptist sýningin milli
GlugganSj Kjarvalsstaða og Lista-
safns ASI.
Sýningin verður opin alla virka
daga kl. 14—18, en um helgar kl.
14—21. Sýningunni lýkur á Akur-
eyri 1. maí.
Sunnudaginn 24. apríl kl. 15.00
verða fluttir þættir úr Pétri Gaut
eftir Ibsen í Alþýðuhúsinu, Skipa-
götu 14, Svartfugli.
Þættina flytja leikararnir Gunnar
Eyjólfsson, Baldvin Halldórsson og
Guðrún Stephensen ásamt tveimur
leiklistamemum.
Forstjóri Norræna hússins, Knut
Odegárd, mun flytja inngangsorð
og tengja þættina saman.
Fasteignir á
AKUREYRI
vaxandi bær
Rokkskór og bítlahár:
Norðlenskir söngvarar fara á
kostum í gervi frægra rokkara
SJALLINN á Akureyri verður
hvorki meira né minna en 25 ára
gamall I sumar og af tilefninu
hefur Þorsteinn Eggertsson sett
upp glænýja rokk- og danssýn-
ingu, sem ber heitið „Rokkskór
og bítlahár“. Sjö fremstu söng-
varar Norðlendinga ásamt norð-
lensku hljómsveitinni Pass bera
hitann og þungann af 25 ára
afmælissýningu Sjallans. Þor-
steinn, sem er bæði handritahöf-
undur, leikstjóri, kynnir og
söngvari við og við, segir sýning-
una vera svipmyndir frá rokkár-
unum en ekki samfellda sögu
eins og „Allt vitlaust" á Broad-
way er.
Eftir ljúffengan kvöldverð í góðu
umhverfi og hlátrasköllin frá næsta
borði samfleytt f þijá tíma, hófst
rokkið með pomp og prakt. Hvert
„stórstimið“ á fætur öðru kom
fram þannig að varla mátti sjá né
heyra mun á upprunalegum flutn-
ingi rokkaranna frægu og þeim er
gestir Sjallans fengu að hlýða á.
Bill Hailey reið á vaðið með „Rock
around the clock", fyrsta rokklagið
sem sló í gegn og því næst fengum
við að heyra í Chuck Berry, fyrsta
alvöru rokkaranum. Þannig leiddi
Þorsteinn hveija persónuna á fætur
annarri inn á sviðið og sagði okkur
í leiðinni smásögur og brá upp
smámyndum af þessu fræga fólki
samtímans.
Söngvaramir sjö fóru á kostum
í hinum ýmsu hlutverkum enda
Sólveig Birgisdóttir
átti þetta að vera 100% eftirlíking,
að sögn Þorsteins. „Við hættum
ekki að æfa fyrr en það tekst,"
sagði leikstjórinn. Þau Ragnar
Gunnarsson, Ema Gunnarsdóttir,
Karl Örvarsson, Júlíus Guðmunds-
son, Sólveig Birgisdóttir, Ingvar
Grétarsson og Ólöf Sigríður Vals-
dóttir sáu um allan söng og sex
dansarar frá Sigvalda aðstoðuðu.
Og áfram hélt Þorsteinn:„Fólk
lagði heilu hljómleikahallimar í
rúst þegar það heyrði þessa tón-
list. Strákur frá Memphis Ten-
nessee, Elvis nokkur Presley, átti
stóran þátt í rokksögunni." Karl
Örvarsson var í gervi Presleys og
stóð hann sig með stakri prýði eins
Karl Örvarsson
og flestir aðrir í sýningunni. „Hvort
sem lögin voru róleg eða hröð, þá
fjölluðu textar yfirleitt allir um
samband karla og kvenna. Ungar
söngkonur, sem engin vissi í raun
hvað hétu, komu fram á sjónarsvið-
ið og þá var oft gripið til þess ráðs
að nefna skemmtiatriðin ýmsum
skrýtnum heitum svo sem „Jóns
Óttars show“ og annað í þeim dúr.
Svona hélt þetta áfram í um tvo
tíma og má nefna aðra til sögunn-
ar svo sem Pat Boone, Little Ric-
hard, Bítlana og Blómabömin
Mamas and the Papas, sem sungu
gjaman um frið á jörðu og fijálsar
ástir.
Ljóst er af þessu framlagi Norð-
Morgunblaðið/RÞB
Ragnar Gunnarsson
lendinga og Þorsteins Eggertsson-
ar, sem á reyndar einhveijar rætur
að rekja norður, að ekki þarf að
sækja kraftana suður til höfuð-
borgarinnar. Það er örugglega til
nóg af skemmtilegu fólki, dönsur-
um, söngvurum og grínurum, fyrir
norðan og ef marka má það úrval
norðlenskra tónlistarmanna sem
ætlar að skemmta Sjalla-gestum
næstu helgar, þá held ég að jafn-
vel sunnanmenn yrðu ekki sviknir
þó þeir kaupi sér helgarpakka norð-
ur.
Texti: Jóhanna Ingvarsdóttir
50 verkfallsverðir að störfum :
Opið kl. 1-3
og 5-7 e.h.
Fasteignasalan hf
Gránufélagsgötu 4
efri hæð, sími 21878
Skarðshlíð: 2ja herb. íbúð á 3. hæð.
Melasíöa: 3ja herb. ibúö 2. hæö. íbúö
í sérflokki.
Hrísalundur: 4ra herb. íbúö á 3. hæö.
Góð eign.
Steinahlíð: Raöhús meö bílskúr. Sam-
tals 200 fm.
Hermann R. Jónsson, sölumaður.
Helgarsími 96-25025.
Hreinn Pálsson hdl.
Guðmundur Kr. Jóhannsson íflj
viðsk.fr. MM
Kodak
Express
litframköllun
Viðframköllumá
þeim tíma sém þér ^Peóíomyndh^
hentar. Hafnarstræti 98 - sími 96-23520.
NÝJAR B/EKUR ■ NÝR FLOKKUR
M otj a|M
------- Asr 0G JF8RBT
lirrrC^nTTi
bögwi
"JMMMUÚSSÖcu
LeK»<}?,:málið ^
^ Gerist áskrifendur og fáið brjár bækur fyrir kr. 930,-
R4IH>A^PsERÍAN Áskriítarsími 96-24966
Lentu í handalög-
málum á einum stað
Gærdagurinn var rólegur
framan af hjá verkfallsvörð-
um á Akureyri, en um kl.
17.00 í gær lentu þeir í
handalögmálum við Pétur
Bjarnason framkvæmda-
stjóra Shell Nestis við Hörg-
árbraut. Þá komu upp ýmsar
smáskærur, en friðsamar þó,
hjá verkfallsvörðum norðan-
lands.
„Þetta var heldur leiðinleg
reynsla. Við höfðum af því spurn-
ir að systir Péturs væri að vinna
með honum í Nestinu, en það má
hún ekki, aðeins kona og börn sem
ekki eru til staðar í þessu tilviki,“
sagði Gunnlaugur Guðmundsson
varaformaður félagsins. „Við fór-
um á tveimur bílum út í Nesti.
Annar bíllinn keyrði upp að lúg-
unni og þegar Pétur sá að verk-
fallsverðír voru á ferð hótaði hann
því að lemja á bflnum ef þeir hypj-
uðu sig ekki burtu. Þá fórum við
á hinum bflnum upp að Nestinu
hinum megin, fórum út úr bílnum
og ætluðum að fara að ræða við
framkvæmdastjórann er hann
kom þjótandi út. Hann gekk rak-
leiðis að bílnum okkar, fór inn í
hann og keyrði hann töluverðan
spotta frá Nestinu. Þá gekk hann
að einum okkar og barði, gaf hon-
um á’aun. Hann vai greinilega
viti sínu §ær. Þetta fór þó þannig
að við náðum að róa hann niður
og hann sættist á að systirin
hætti afgreiðslustörfum," sagði
Gunnlaugur. Pétur hugðist hafa
Nestið opið til 4.00 í nótt og æt-
luðu verkfallsverðir að halda
áfram að fylgjast með gangi mála
þar.
Þá höfðu verkfallsverðir af-
skipti af Matvörumarkaðnum í
Kaupangi í gær þar sem báðir
eigendur voru að störfum, en að-
eins annar þeirra starfar daglega
í versluninni. Hinn heldur fullu
starfi hjá Útgerðarfélaginu og að
mati verkfallsnefndar mega versl-
unareigendur, sem ekki starfa í
verslun sinni, ekki vinna í deilum
sem þessum. Þessar hugmyndir
ganga þó á skjön við reglur vinnu-
veitenda. Þá lokuðu verðir blóma-
búðinni Akri í gær þar sem eig-
andinn var erlendis og því ekki í
starfi með þeim sem voru við af-
greiðslustörf.
Hátt í 50 verkfallsverðir voru
á vakt á Akureyri í gær er flest
var. Þeir fyi'stu mættu klukkan
8.00 í gærmorgun og voru fram
eftir nóttu. Þeir byija síðan aftur
kl. 8.00 í dag. í Félagi verslunar-
og skrifstofufólks á Akureyri eru
hátt í 1.100 manns, þar af eru
rúmlega 800 á Akureyri.
Góórn daginn!