Morgunblaðið - 23.04.1988, Qupperneq 38

Morgunblaðið - 23.04.1988, Qupperneq 38
38 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 23. APRÍL 1988 Swedish Textile Art á Akureyri NORRÆNA upplýsingaskrifstof- an á Akureyri verður formlega opnuð í dag, laugardaginn 23. aprO nk. í tílefni af opnuninni efnir Martthías Á. Mathiesen, sam- starfsráðherra Norðurlanda- ráðs, tíl móttöku í Glugganum, Glerárgötu 34, frá kl. 16.00 til 19.00. Þá mun Þuríður Baldurs- dóttir syngja nokkur norræn lög. Jafnframt verður opnuð í Glugganum sýningin Swedish Text- ile Art, Sænsk textíllist, sem er yfirlitssýning á textílverkum unn- um hjá Handarbetets Vánner í Stokkhólmi á árunum 1900—1987. Sýning þessi var hluti menningar- kynningarinnar Scandinavia Today, sem haldin var í Japan á sl. ári. Hér á landi skiptist sýningin milli GlugganSj Kjarvalsstaða og Lista- safns ASI. Sýningin verður opin alla virka daga kl. 14—18, en um helgar kl. 14—21. Sýningunni lýkur á Akur- eyri 1. maí. Sunnudaginn 24. apríl kl. 15.00 verða fluttir þættir úr Pétri Gaut eftir Ibsen í Alþýðuhúsinu, Skipa- götu 14, Svartfugli. Þættina flytja leikararnir Gunnar Eyjólfsson, Baldvin Halldórsson og Guðrún Stephensen ásamt tveimur leiklistamemum. Forstjóri Norræna hússins, Knut Odegárd, mun flytja inngangsorð og tengja þættina saman. Fasteignir á AKUREYRI vaxandi bær Rokkskór og bítlahár: Norðlenskir söngvarar fara á kostum í gervi frægra rokkara SJALLINN á Akureyri verður hvorki meira né minna en 25 ára gamall I sumar og af tilefninu hefur Þorsteinn Eggertsson sett upp glænýja rokk- og danssýn- ingu, sem ber heitið „Rokkskór og bítlahár“. Sjö fremstu söng- varar Norðlendinga ásamt norð- lensku hljómsveitinni Pass bera hitann og þungann af 25 ára afmælissýningu Sjallans. Þor- steinn, sem er bæði handritahöf- undur, leikstjóri, kynnir og söngvari við og við, segir sýning- una vera svipmyndir frá rokkár- unum en ekki samfellda sögu eins og „Allt vitlaust" á Broad- way er. Eftir ljúffengan kvöldverð í góðu umhverfi og hlátrasköllin frá næsta borði samfleytt f þijá tíma, hófst rokkið með pomp og prakt. Hvert „stórstimið“ á fætur öðru kom fram þannig að varla mátti sjá né heyra mun á upprunalegum flutn- ingi rokkaranna frægu og þeim er gestir Sjallans fengu að hlýða á. Bill Hailey reið á vaðið með „Rock around the clock", fyrsta rokklagið sem sló í gegn og því næst fengum við að heyra í Chuck Berry, fyrsta alvöru rokkaranum. Þannig leiddi Þorsteinn hveija persónuna á fætur annarri inn á sviðið og sagði okkur í leiðinni smásögur og brá upp smámyndum af þessu fræga fólki samtímans. Söngvaramir sjö fóru á kostum í hinum ýmsu hlutverkum enda Sólveig Birgisdóttir átti þetta að vera 100% eftirlíking, að sögn Þorsteins. „Við hættum ekki að æfa fyrr en það tekst," sagði leikstjórinn. Þau Ragnar Gunnarsson, Ema Gunnarsdóttir, Karl Örvarsson, Júlíus Guðmunds- son, Sólveig Birgisdóttir, Ingvar Grétarsson og Ólöf Sigríður Vals- dóttir sáu um allan söng og sex dansarar frá Sigvalda aðstoðuðu. Og áfram hélt Þorsteinn:„Fólk lagði heilu hljómleikahallimar í rúst þegar það heyrði þessa tón- list. Strákur frá Memphis Ten- nessee, Elvis nokkur Presley, átti stóran þátt í rokksögunni." Karl Örvarsson var í gervi Presleys og stóð hann sig með stakri prýði eins Karl Örvarsson og flestir aðrir í sýningunni. „Hvort sem lögin voru róleg eða hröð, þá fjölluðu textar yfirleitt allir um samband karla og kvenna. Ungar söngkonur, sem engin vissi í raun hvað hétu, komu fram á sjónarsvið- ið og þá var oft gripið til þess ráðs að nefna skemmtiatriðin ýmsum skrýtnum heitum svo sem „Jóns Óttars show“ og annað í þeim dúr. Svona hélt þetta áfram í um tvo tíma og má nefna aðra til sögunn- ar svo sem Pat Boone, Little Ric- hard, Bítlana og Blómabömin Mamas and the Papas, sem sungu gjaman um frið á jörðu og fijálsar ástir. Ljóst er af þessu framlagi Norð- Morgunblaðið/RÞB Ragnar Gunnarsson lendinga og Þorsteins Eggertsson- ar, sem á reyndar einhveijar rætur að rekja norður, að ekki þarf að sækja kraftana suður til höfuð- borgarinnar. Það er örugglega til nóg af skemmtilegu fólki, dönsur- um, söngvurum og grínurum, fyrir norðan og ef marka má það úrval norðlenskra tónlistarmanna sem ætlar að skemmta Sjalla-gestum næstu helgar, þá held ég að jafn- vel sunnanmenn yrðu ekki sviknir þó þeir kaupi sér helgarpakka norð- ur. Texti: Jóhanna Ingvarsdóttir 50 verkfallsverðir að störfum : Opið kl. 1-3 og 5-7 e.h. Fasteignasalan hf Gránufélagsgötu 4 efri hæð, sími 21878 Skarðshlíð: 2ja herb. íbúð á 3. hæð. Melasíöa: 3ja herb. ibúö 2. hæö. íbúö í sérflokki. Hrísalundur: 4ra herb. íbúö á 3. hæö. Góð eign. Steinahlíð: Raöhús meö bílskúr. Sam- tals 200 fm. Hermann R. Jónsson, sölumaður. Helgarsími 96-25025. Hreinn Pálsson hdl. Guðmundur Kr. Jóhannsson íflj viðsk.fr. MM Kodak Express litframköllun Viðframköllumá þeim tíma sém þér ^Peóíomyndh^ hentar. Hafnarstræti 98 - sími 96-23520. NÝJAR B/EKUR ■ NÝR FLOKKUR M otj a|M ------- Asr 0G JF8RBT lirrrC^nTTi bögwi "JMMMUÚSSÖcu LeK»<}?,:málið ^ ^ Gerist áskrifendur og fáið brjár bækur fyrir kr. 930,- R4IH>A^PsERÍAN Áskriítarsími 96-24966 Lentu í handalög- málum á einum stað Gærdagurinn var rólegur framan af hjá verkfallsvörð- um á Akureyri, en um kl. 17.00 í gær lentu þeir í handalögmálum við Pétur Bjarnason framkvæmda- stjóra Shell Nestis við Hörg- árbraut. Þá komu upp ýmsar smáskærur, en friðsamar þó, hjá verkfallsvörðum norðan- lands. „Þetta var heldur leiðinleg reynsla. Við höfðum af því spurn- ir að systir Péturs væri að vinna með honum í Nestinu, en það má hún ekki, aðeins kona og börn sem ekki eru til staðar í þessu tilviki,“ sagði Gunnlaugur Guðmundsson varaformaður félagsins. „Við fór- um á tveimur bílum út í Nesti. Annar bíllinn keyrði upp að lúg- unni og þegar Pétur sá að verk- fallsverðír voru á ferð hótaði hann því að lemja á bflnum ef þeir hypj- uðu sig ekki burtu. Þá fórum við á hinum bflnum upp að Nestinu hinum megin, fórum út úr bílnum og ætluðum að fara að ræða við framkvæmdastjórann er hann kom þjótandi út. Hann gekk rak- leiðis að bílnum okkar, fór inn í hann og keyrði hann töluverðan spotta frá Nestinu. Þá gekk hann að einum okkar og barði, gaf hon- um á’aun. Hann vai greinilega viti sínu §ær. Þetta fór þó þannig að við náðum að róa hann niður og hann sættist á að systirin hætti afgreiðslustörfum," sagði Gunnlaugur. Pétur hugðist hafa Nestið opið til 4.00 í nótt og æt- luðu verkfallsverðir að halda áfram að fylgjast með gangi mála þar. Þá höfðu verkfallsverðir af- skipti af Matvörumarkaðnum í Kaupangi í gær þar sem báðir eigendur voru að störfum, en að- eins annar þeirra starfar daglega í versluninni. Hinn heldur fullu starfi hjá Útgerðarfélaginu og að mati verkfallsnefndar mega versl- unareigendur, sem ekki starfa í verslun sinni, ekki vinna í deilum sem þessum. Þessar hugmyndir ganga þó á skjön við reglur vinnu- veitenda. Þá lokuðu verðir blóma- búðinni Akri í gær þar sem eig- andinn var erlendis og því ekki í starfi með þeim sem voru við af- greiðslustörf. Hátt í 50 verkfallsverðir voru á vakt á Akureyri í gær er flest var. Þeir fyi'stu mættu klukkan 8.00 í gærmorgun og voru fram eftir nóttu. Þeir byija síðan aftur kl. 8.00 í dag. í Félagi verslunar- og skrifstofufólks á Akureyri eru hátt í 1.100 manns, þar af eru rúmlega 800 á Akureyri. Góórn daginn!
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.