Morgunblaðið - 23.04.1988, Blaðsíða 51

Morgunblaðið - 23.04.1988, Blaðsíða 51
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 23. APRÍL 1988 51 árið 1986, þegar höfundurinn gekk frá handritinu. Þetta er aðgengileg og læsileg bók, en auk þess kjörið uppsláttarrit. Þessi eru nokkur af fjölmörgum verkefnum miðstöðvar- innar, auk þess sem við vinnum markvisst að því að efla tengslin við okkar bestu flytjendur hér, ekki síst til að koma þeim á framfæri erlend- is.“ BJ: „Ef íslensk tónlist er flutt ein- hvers staðar erlendis, þá á tónverka- miðstöðin næstum alltaf einhvem hlut að máli. Það er kannski gaman að geta nokkurra íslenskra verka, sem hafa verið flutt undanfarið, eða stendur til að flytja erlendis. Sló- venska fílharmóníusveitin í Tékkó- slóvakíu flutti nýlega Coralis eftir Jón Leifs. Hræran hans Þorkels Sig- urbjömssonar hefur hrærst um Kali- fomíu undanfarið í flutningi þarlends blásarakvintetts og verður flutt á kammertónlistarhátíðinni í Vermont í Bandaríkjunum í sumar. Miðstöðin hefur útvegað efni á tónlistarhátí- ðimar, sem hafa verið haldnar í tengslum við Scandinavia Today, síðast í Japan í haust. Út úr því kom meðal annars að plötubúð í Tokýó hefur beðið um nótur frá okkur til að hafa á boðstólum.“ íslenskum tónskáldum hefuríjölg- að mjög undanfarin ár og álitlegur hópur í námi, bæði heima og heim- an. Þorkell kann að segja frá því, að líklega eigum við heimsmet í tón- skáldum, miðað við höfðatölu. Það var tekin saman skýrsla á vegum UNESCO og samkvæmt henni eru um 14-16 tónskáld á hveija milljón íbúa, í löndum eins og- Þýskalandi, þar sem best lætur. Samkvæmt því ættu að vera fjögur tónskáld hér! En í tónskáldafélaginu eru nú um 30 félagar og Hjálmar spáir um 50% aukningu á næstu árum, miðað við hvað eru margir á bólakafi í tónsmíðanámi. Ætti að vera ljóst, að tónverka- miðstöðin verður tæpast uppiskroppa með verkefni á næstunni, enda segir Hjálmar að í þeim herbúðum ríki bjartsýni og gleði þessi árin. Og Bergljót bætir við, að hugmyndir vanti þau seint, bara tíma og ekki síst peninga. Og þá er ekki annað eftir en að óska afmælisbaminu far- sæls starfs eftir sem áður og að því hlotnist sem mest af því, sem það helst skortir. Vinnuálagið er býsna mikið í hljómsveitinni, tvennir eða þrennir tónleikar á viku, sex klukkustunda æfingar tvisvar sinnum f viku, auk annarra styttri og aðeins einn frídag- ur. Hljómsveitin ferðast mikið, förum f haust til Austur-Þýskalands og til Kóreu, að spila á ólympíuleikunum þar. Innan hljómsveitarinnar starfa kammersveitir, meðlimir eru hvattir til þess, en jafnframt krafíst fullko- minnar einbeitingar við hljómsveitar- starfið. Sumir kenna svo með, eins og hér. Launin eru ámóta og hér, en endast dijúgbetur, því þama er ódýrt að lifa.“ Þetta var innskot um líf tónlistar- manna í Barcelónu, en vfkjum þá að tónleikum Kammermúsíkklúbbsins á morgun. Á síðustu tónleikum heyrð- um við ein síðustu verk Mozarts og Brahms, þar sem kannski vottaði fyrir að það haustaði að f ævi þeirra. Nú er annað uppi, því Beethoven samdi tríóið líklega um 1792, var fæddur 1770 og dó 1827, svo hann var rétt rúmlega tvítugur, þegar hann samdi þetta verk. Sumsé ungur Beethoven á ferðinni, um það bil að flytja til Vínar, þar sem hann sló í gegn sem snilldar pfanóleikari, en þó nokkuð grófgerður slíkur, miðað við það sem gerðist og gekk. Kvartett Brahms er saminn 1861, árið sem Brahms varð 28 ára, en á þessum árum samdi hann nokkur af kunnustu kammerverkum sínum. Schumann, vinur hans, dó nokkrum árum áður og þá varð Brahms ekkj- unni Clöru stoð og stytta, svo sumir hafa álitið að á milli Brahms og Clöru hafi verið eitthvað meira en vináttan ein. En hvemig sem það nú var, þá er ekki annað vitað, en að þau hafi verið einlægir vinir, það sem eftir var ævi þeirra beggja. Þetta flaug á blað f tilefni tónleika Kammermúsíkklúbbsins á morgun, þegar við heyrum sjálfa tónlistina og auðvitað er það hún, sem er upp- hafið og endirinn og gerir öll orð umfröm, þegar allt kemur til alls. Framhaldsnám, fyrir hveija? eftir Fjölni Ásbjörnsson Milli 25 og 30% þeirra ung- menna, sem árlega útskrifast úr 9. bekk grunnskóla ná ekki fram- haldseinkunn. Auk þess er ávallt töluverður hópur nemenda sem ekki taka grunnskólapróf. Hvaða mögu- leikar á frekara námi bíða þessa hóps að afloknum grunnskóla? I nágrannalöndum okkar hefur það lengi verið yfirlýst stefna stjómvalda, að öllum unglingum sem þess óskuðu byðist framhalds- nám þegar grunnskólanámi lyki og þykja orðin sjálfsögð mannréttindi að allir njóti þessara réttinda. í Noregi hefur jafnvel gengið svo langt að veita nemendum með sér- þarfir forgang inn í framhaldsskóla, þetta á við nemendur sem alls ekki geta nýtt sér hefðbundið námstilboð framhaldsskólanna. Lög um þetta efni gengu í gildi í Noregi í byijun árs 1987 og að fullu við upphaf yfirstandandi skólaárs 1987-’88. Sú stefna að framhaldsskólar séu opnir öllum nemendum leiðir til þess, að þessir skólar verða að laga sig að nemendunum og bjóða upp á nám við allra hæfí. Hér er því um verulega stefnubreytingu að ræða fi-á þvf að skilyrði til inngöngu í framhaldsskóla var að hafa lokið gmnnskólaprófí og allt námstilboð framhaldsskólanna við það miðað. Framhaldsskólaf rum varp Eins og kunnugt er hefur engin heildarlöggjöf um framhaldsskóla verið til hér á landi, einungis lög um einstakar skólastofnanir. Heild- arstefnumörkun stjómvalda um framhaldsnám hefur því skort. Nokkrum sinnum hafa verið lögð fram frumvörp til framhaldsskóla- laga á Alþingi, en aldrei náð að hljóta lokaafgreiðslu. Ástæður þessa virðast fyrst og fremst hafa verið deilur um kostnaðarhlutdeild ríkis og sveitarfélaga í byggingu og rekstri framhaldsskóla, en miklu síður um stefnumörkun sem í þess- um frumvörpum hefur falist. í upphafí árs 1988 var lagt fram á Alþingi af menntamálaráðherra frumvarp til laga um framhalds- skóla og er þetta frumvarp af mörg- um talið líklegra til að hljóta lokaaf- greiðslu en forverar þess. Lítum því aðeins nánar á þetta frumvarp. Hveijum er ætlað að njóta fram- haldsnáms? í 16. gr. frumvarpsins er fjallað um inntökuskilyrði og segir þar: „Allir sem lokið hafa grunnskóla- námi eða hlotið jafngilda undir- stöðumenntun eiga rétt á að hefja nám í framhaldsskóla að fullnægð- um kröfum um starfsþjálfun þar sem hennar er krafist. Nemendum er skylt að stunda fomám í einstök- lim námsgreinum ' samkvæmt ákvæðum í námskrá hafi þeir náð tilskyldum lágmarksárangri. Nemandi sem orðinn er 18 ára gamall getur hafíð nám í fram- haldsskóla án þess að fullnægja inntökuskilyrðum samkvsémt þess- ari grein nema að því er varðar atarfsþjálfun. Heimilt er að setja lágmarkskröfur til inntöku í til- tekna námsáfanga. Inntaka nem- enda í skóla er á ábyrgð skólameist- ara.“ í reynd eru þetta þær tvær regl- ur sem framhaldsskólar hafa fylgt við inntöku nemenda til þessa, þ.e. annað hvort hefur nemandi fram- haldseinkunn á 9. bekkjar prófi eða er orðinn 18 ára og er þá ekki kraf- ist prófárangurs. Nú kynni einhver að segja að úr því að við 18 ára aldur sé ekki lengur krafist prófár- angurs til inngöngu séu framhalds- skólar í raun öllum opnir. Athugum þetta aðeins nánar. Námstilboð framhaldsskólanna hefur til þessa verið af tvennum toga. í fyrsta lagi nám sem býr nemanda undir enn frekara nám og í öðru lagi nám sem býr nemandann undir tiltekið starf. Nám af fyrri toganum er nánast . eingöngu bóklegt nám og þar af leiðandi lítt fýsilegt fyrir þá sem átt hafa í erfiðleikum með að ljúka 9. bekkjar prófum eða alls ekki tek- ið slík próf. Nám sem býr nemand- ann undir tiltekið starf, en dæmi um slíkt nám er t.d. iðnnám, gerir einnig töluverðar kröfur til nem- enda á bóknámssviði, þó aðaláhersl- an sé oftast á verklegum hluta námsins. Nám þetta er þess vegna einnig erfiður þröskuldur þeim sem átt hafa í erfiðleikum með að Ijúka 9. bekkjar prófum. Við nokkra framhaldsskóla hafa verið settir á stofn sk. „núlláfang- ar“ eða öðru nafni fornám. I „núll- áföngum" eða fomámi gefst nem- endum, sem ekki hafa náð tilskil- inni viðmiðunareinkunn í sam- ræmdum geinum 9. bekkjar, kostur á að fá tilsögn í 9. bekkjar náms- efni viðkomandi greina. Hér er því um undirbúning að meira nám að ræða. Hluti þeirra nemenda sem byija í fomámi standast þar próf og hefja síðan nám í framhaldsskól- um. En fyrir töluverðan hluta nem- enda reynist fomámið ofviða. Vegna 18 ára reglunnar og þeirra sem hefja nám að afloknu fomámi em ávaílt heldur fleiri sem hefja nám á fyrsta ári í framhaldsskólum landsins en árlega ljúka 9. bekkjar prófum með framhaldseinkunn. Reynslan sýnir hins vegar að brott- fall nemenda á fyrsta ári í fram- haldsnámi er geigvænlega hátt. Felst þá í þessu nýja fmmvarpi til framhaldsskólalaga engin stefnubreyting frá því sem verið hefur varðandi mntöku nemenda? í 30. gr. frumvarpsins er fjallað um fatlaða nemendur og segir þar: „Á framhaldsskólastigi skal veita fotluðum nemendum kennslu og þjálfun við hæfi og sérstakan stuðn- ing í námi. í því skyni skal látin í té sérfræðileg aðstoð og nauðsyn- legur aðbúnaður eftir því sem þörf krefur að mati menntamálaráðu- neytisins. Fatlaðir nemendur skulu stunda nám við hlið annarra nem- enda eftir því sem kostur er.“ Ekki var þetta mikið og engu er líkara en greinin sé skrifuð í andan- um „fæst orð bera minnsta ábyrgð". Hér er ekki einu sinni skilgreint hvað átt er við með orðinu fatlaður í þessu sambandi. Er einungis átt við líkamlega fötlun eða ber að leggja víðari merkingu í hugtakið? í athugasemdum sem fylgja frum- varpinu er þó tekið mun skýrar til orða og segir þar um 30. gr.: „Með ákvæðum greinarinnar er stefnt að því að tryggja fötluðum og þroskaheftum ungmennum námsmöguleika á framhaldsskóla- stigi, hliðstætt því sem lög mæla fyrir um á grunnskólastigi. Til- högun starfseminnar getur orðið með ýmsum hætti eftir aðstæðum. Væntanlega þætti þó æskilegt að hún færi fram innan vébanda fram- haldsskólanna sjálfra eða í tengsl- um við þá eftir því sem framast yrði við komið, en undir umsjón og með stuðningi sérhæfðra stofnana. Vísir að starfsemi af þessu tagi er þegar fyrir hendi, m.a. á vegum Heymleysingjaskólans, sbr. og lög nr. 70/1987, og þeirra aðila sem annast kennslu blindra." Vissulega er hér um viljayfírlýs- ingu að ræða sem hugsanlega gæti orðið grunnur að reglugerð um sér- kennslu á framhaldsskólastigi, en óneitanlega væri Alþingi meiri sómi að því að kveða fastar að orði í sjálfu lagafrumvarpinu til að tryggður sé réttur allra, sem þess óska, til að njóta kennslu eða þjálf- unar á framhaldsskólastigi. I at- hugasemdunum við 30. gr. kemur fram að heymleysingjar og blindir hafa notið kennslu á framhalds- skólastigi undir handleiðslu og með stuðningi Hejrmleysingjaskólans og blindradeildar Álftamýrarskóla. I athugasemdunum kemur hins veg- ar ekki fram að á vegum Öskjuhlíð- arskóla fór af stað tilraun haustið 1985 með kennslu seinfærra nem- enda við Iðnskólann í Reykjavík. Tilraunin hefur verið með vitund og vilja menntamálaráðuneytisins og hefur tengst norrænu verkefni um sérkennslu á framhaldsskóla- stigi. Til þessa hafa útskrifast 11 Sýnmgnmá Endatafli fer að ljúka SÝNINGUM fer fækkandi á sjón- leiknum Endat&fli sem Gránu- fjelagið sýnir að Laugavegi 32, bakhúsi. Undanfamar vikur hefur Gránufjelagið sýnt Endatafl eftir Samuel Beckett við ágæta aðsókn og góðar viðtökur. Leikarar í Enda- tafli era fjórir, þau Rósa Guðný Þórsdóttir, Barði Guðmundsson, Hjálmar Hjálmarsson og Kári Halldór Þórsson sem einnig er leik- stjóri. Úr sýningunni Endatafl. „Það sem þarf að g-er- ast er að framhalds- skólinn lagi sig að þeim nemendahópi sem ár- lega æskir inngöngu í framhaldsnám og bjóði upp á nám við allra hæfi.“ nemendur, án faglegra réttinda en með ákveðna starfsþjálfun að baki, og jafn stór hópur er við nám í- Iðnskólanum nú sem stendur. Nem- endurnir hafa komið úr sérdeildum grannskóla og úr Öskjuhlíðarskóla og eiga það allir sameiginlegt að hafa ekki lokið 9. bekkjar prófum. Árangur tilraunarinnar hefur verið mjög jákvæður. Um framhald til- raunarinnar er þó allt á huldu og vandséð hvort framhaldsskólafram- varpið, ef að lögum verður, tryggir áframhald þessarar starfsemi. Af framansögðu ætti að vera ljóst að engar skyldur hvfla á framhalds- skólum að taka við öðram nemend- um en þeim sem lokið hafa grann- skólaprófi. Við þetta er allt hefð- bundið námstilboð framhaldsskól- anna miðað. Reynslan sýnir að þeir nemendur sem koma inn á 18 ára reglunni og hafa ekki þá undirstöðu sem 9. bekkur veitir lenda í ómæld- um erfiðleikum í bóklegum grein- um. Margir þéssara nemenda flosna tiltölulega fljótt frá námi eins og brottfall á fyrsta ári í framhalds- skólum ber með sér. Lokaorð 'Það sem þarf að gerast er að framhaldsskólinn lagi sig að þeim nemendahópi sem árlega æskir inn- göngu í framhaldsnám og bjóði upp á nám við allra hæfi. Til að fram- haldsskólinn geti sinnt þessu hlut- verki þarf að auka aðstoð við ein- staka nemendur til að gera þeim kleift að ljúka hefðbundnu fram- haldsnámi. En ekki síður þarf að gera ráð fyrir nýjum námstilboðum fyrir þá unglinga sem ekki geta nýtt sér hefðbundið framhaldsnám. Nám af þessum toga hlyti að verða að miklum hluta verklegt nám þar sem færi fram ákveðin starfsþjálfun í tengslum við iðngreinar eða aðrar starfsgreinar og í nánu samstarfi við atvinnulífið. Eins og áður sagði er þegar til vísir að slíku námi við Iðnskólann í Reykjavík og hefur jafnvel verið skrifuð námskrá fyrir námið sem nefnt hefur verið starfs- nám. Við íslendingar höfum verið svo lánsamir að flestir unglingar hafa átt þess kost að hefja þátttöku í atvinnulífinu hafi framhaldsskólinn lokað fyrir þeim dyram. En þrátt fyyir að flestir eigi möguleika á að fá vinnu má það ekki verða til þess að stóram hópi unglinga sé meinað- ur aðgangur að framhaldsnámi. Unglingar með námsörðugleika hljóta að eiga nákvæmlega sama rétt til skólagöngu og aðrir. Höfundur er sérkenn&ri við Öskju- hlíðarskóla íReykjavík. Fyrirlestur um tölvukennslu DR. ÞORLÁKUR Karlsson held- ur fyrirlestur á vegum Rann- sóknastofnunar uppeldismála þriðjudaginn 26. apríl. Fyrirlest- urinn nefnist „Að kenna á tölv- ur: Rannsóknir á kennsluhátt- um“. í erindinu verður fjallað um rann- sókn þar sem kom fram að lang algengasta aðferð við tölvukennslu hér á landi og erlendis stenst mjög illa samanburð við tvær aðrar kennsluaðferðir sem minna hafa verið notaðar og eru lítt þekktar hér á landi. Fyrirlesturinn verður haldinn í Kennaraskólahúsinu við Laufásveg og hefst kl. 16.30. Öllum er heim- ill aðgangur.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.