Morgunblaðið - 23.04.1988, Side 56

Morgunblaðið - 23.04.1988, Side 56
56 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 23. APRÍL 1988 Minning: Þorbjöm Sigurðsson, Höfn, Homafirði Allar kempur orku snjallar, falla þegar feigðin kallar. Vinur minn, Þorbjöm Sigursson, er látinn. í hugann kemur sá tími þegar við hittumst daglega. Ég kom austur á Höfn til þess að opna útibú Landsbankans og einn sá fyrsti sem ég kynntist var þessi glaðbeitti Homfírðingur. Einhveija sögu sagði hann mér sm mér fannst held- ur ósennileg svo-ég spurði: „Ér þetta ekki lygi?“ Já þetta er hauga 'lygi sagði Þorbjöm og hló dátt. Það var sem sagt verið að athuga hvað nýgræðingurinn gæti kyngt mikilli vitleysu. En eins og skiifað stend- ur, sannleikurinn finnst ekki í bók- um heldur hjá fólki, sem hefur gott hjartalag. Og það fer ekki á milli mála, að betra hjartalag varð ekki fundið en hjá Þorbimi. Jafnframt var honum gefíð slíkt skopskyn (húmor) að þar muna fæstir kom- ast með tæmar sem hann hafði hælana. Enda var það þannig, að miðstöð félagslífs Hafnarbúa var á flugfélaginu, þar var gaman og Þorbjöm útdeildi óspart sínum safa- ríku sögum og athugasemdum. En jafnframt held ég, að honum hafi aldrei liðið úr huga hvað hann gæti gert fyrir hvem og einn og hvemig hann gæti glatt þá, sem á vegi hans urðu, en þeir vora marg- ir. En þar stóð Þorbjöm ekki einn, því hans ágæta kona, Ágústa Vign- isdóttir, hélt heimili af einstakri rausn og myndarskap. Um leið og ég þakka Þorbimi þá gleði og umhyggju, sem ég og mitt fólk naut frá hans hendi, þá votta ég eftirlifandi konu hans, Ágústu, og sonunum sex mína dýpstu samúð og hluttekningu. Jón Júllus Sigurðsson Nú er Þorbjöm horfinn á braut. Sá maður, sem setti hvað mestan svip á Homaíjarðarflugvöll í Qölda ára. Þorbjöm hafði í mörg ár um- sjón með fiugvellinum á Homafirði, fyrst á Melatanga, en síðan á Áma- nesi. Hann byijaði snemma með föður sínu, Sigurði, og annaðist fyrirgreiðslu þeirra, sem flugu til Homafjarðar og gat það oft verið æði kalsamt, því fara þurfti yfir Homafjarðarfljót á báti, oft í mis- jöfnum veðram. Fjölda bar hann í land úr feijubátnum á eigin örmum. Oft gat verið erfitt um vik, þegar ill var tíð, að halda flugvellinum opnum, nánast án nokkurra tækja. Allt lagaðist þetta, þegar nýr flug- völlur var tekinn í notkun við Áma- nes og verkið varð allt auðveldara og einnig tóku fleiri þátt í starfínu, meðal annarra Vignir, sonur Þor- bjöms, sem nú er fulltrúi Flugleiða á Höfn. Þorbjöm var mikill gest- gjafi og var góður heim að sækja, en þar tók hann rausnarlega á móti gestum ásamt eiginkonu sinni, Ágústu Vignisdóttur. Starfsmenn Flugmálastjómar nutu þess oft á ferðum sínum hve gott var að eiga Hauk í homi þar sem Þorbjöm var og ævinlega stóðu öll hús opin og öll möguieg fyrir- greiðsla var veitt. Þorbjöm vann mikið og óeigingjamt starf í þágu ^ flugmála og ber að minnast þess, ^ og starfsmenn Flugmálastjómar minnast Þorbjamar, hvenær sem hugurinn hvarflartil HomaQarðar. Starfsmenn Flugmálastjómar 1 senda Ágústu og öðram vanda- mönnum sínar innilegustu samúð- arkveðjur. Kveðja frá Flugmálastjóm Andlát Þorbjöms kom ekki á óvart. Lífsljós hans hafði blakt á skari um hrið og engin von um bata. Með honum er hinn bezti drengur genginn fyrir ættemisstap- ann. Glaðsinna, góðviljaður og greiðvikinn svo af bar. Mér er í fersku minni er fundum okkar Þorbjöms bar fyrst saman. Það var hinn 6. apríl 1963, fyrir réttum aldarfjórðungi. Sá dagur markaði upphaf stjóm- málavafsturs míns um Austurland, sem sfðan hefír linnulaust staðið. Með misjöfnum árangri að vísu á því sviðinu, enda skiptir það minna máli. Uppskeran hins vegar óborg- anleg í nýjum og góðum vinum um endilangt Austurland. Sá fyrsti, og einn sá kærasti, var Þorbjöm Sig- urðsson, sem nú er kvaddur hinztu kveðju. Þristur Flugfélags íslands lenti úti á Melatanga handan Fljóta þennan sólríka útmánaðardag. Ég var gerókunnugur og þekkti engan mann á þessum slóðum. En ég hafði ekki fyrá land undir fótum en að mér snarast þybbinn, glaðbeittur maður og býður mig hjartanlega velkominn. Þetta var Þorbjöm, sem annaðist flugumsýslu ásamt föður sínum á Höfii. Þann starfa höfðu þeir haft með höndum frá upphafi flugsamgangna við Höfti, og er sú umsýsla raunar enn í ættinni, þar sem Vignir, sonur Þorbjöms, er nú umboðsmaður Flugleiða á staðnum. Margt er nú orðið breytt frá því sem þá var, sem betur fer. Að þeim feðg- um, Sigurði og Þorbimi, skyldi aldr- ei hlekkjast á í misjöfnum vetrar- ferðum með vörar og fólk yfir Fljót- in sýnir með öðra að þeim var ekki fisjað saman. Var Sigurður enda annálaður sjósóknari og einn af fyrstu formönnum á Höfn. Þorbjöm var fæddur í Bæ í Lóni og var réttra 70 ára er hann lézt. Foreldrar hans vora hjónin Sigurður Ólafsson frá Bæ og Bergþóra Jóns- dóttir frá Krossalandi. Áf því má sjá byltingu tímans, að Ólafur, fað- ir Sigurðar, fórst með þeim hætti, að hann var við uppskipun á vörum í Papaósi. Vora þeir Qórir saman á bringingarbát að sækja vörar út í kaupfar á legunni. Skyndilega gekk veður upp með miklu brimi. Bátur- inn brotnaði við skipshlið. Skipið létti ankeram þegar í stað og sigldi til Kaupmannahafnar. Menn í landi, sem fylgdust með atburðum, vissu ekki betur en allir bátsverjar hefðu farizt. En árið eftir kom sama skip siglandi og með því einn af áhöfn- inni, sem talinn var af. Engin tök höfðu verið á að gera viðvart um það fyrr. Slíkar aðstæður á íslend- ingur nútímans erfitt með að skilja. Þorbjöm fluttist komungur með foreldram sínum til Hafhar í Homa- firði og þar ól hann síðan allan sinn aldur. Hann sótti fyrst framan af sjó með föður sínum. Stundaði vél- gæzlu og tók fiskimannapróf hið minna, sem þá var algengast í sjáv- arþorpum landsbyggðarinnar. Sig- urður hætti útgerð sinni á happa- fleytunni Björgvin 1945, sem hann átti með Jóni Brannan. Um hríð eftir það hafði Þorbjöm með hönd- um vélgæzlu í frystihúsi staðarins unz þeir feðgar. taka við flugum- sýslu á staðnum, sem fyrr segir, um miðja öldina. Hinn 25. desember 1946 gekk Þorbjöm að eiga Ágústu Margréti, dóttur hjónanna Vignis Jónssonar frá Ámanesi og Þórunnar Gísla- dóttur frá Vagnsstöðum. Þeim hef- ir orðið sex sona auðið: Sigurbergur er elztur, starfsmaður á Stokks- nesi; Vignir, umboðsmaður Flug- leiða, kvæntur Sigríði Rögnu Ey- mundsdóttur, og eiga þau tvö böm; Ólafur Bjöm, skipstjóri, kvæntur Sigurbjörgu Karlsdóttur og eiga fimm böm; Öm Þór, skipstjóri, kvæntur Unni Garðarsdóttur, eiga þijú böm; Ágúst Hilmar, skipstjóri, kvæntur Halldóra Bergljótu Jóns- dóttur, eiga Qögur böm, og yngstur Guðjón Hermann, skipstjóri, ókvæntur í foreldrahúsum og stundar útflutning á ferskum fiski. Allt er þetta hið mesta myndar- og hörkufólk. Það er mikil gæfa byggðarlaginu á Höfii hvarsu unga fólkið hefur haldið mikilli tryggð við átthagana og reynzt frábærilega atorkusamt og áræðið til verka og framtaks. Það eru engar liðleskjur til verka sinna þar sem þeir fara Þorbjöms- synir. Sverrir Júlíusson, forveri minn í framboði austur þar, ráðlagði mér að ég skyldi seljast upp í stofu Sig- urðar Ólafssonar þegar ég kæmi til Hafnar. Þar myndi ég kynnast mörgum góðum manni. Sú varð enda raunin á. Heita mátti að skáli Sigurðar stæði um þjóðbraut þvera. Þar ráku gestir og gangandi inn nefið á nótt sem degi að kalla mátti og öllum tekið báðum höndum. Þama hefi ég átt athvarf og vini í ranni æ síðan, og eftir dauða Sig- urðar þau Ágústu og Þorbjöm. Fyrir það ber að þakka að leiðarlok- um míns góða vinar. Allt er í heiminum hverfult. Það verða ekki famar fleiri ferðir í eyj- ar með Þorbimi Sigurðssyni að tína kríuegg. Né heldur út í ós að huga að sel eða sinna vitavörzlu, sem Þorbjöm gerði af trúmennsku um árabil. Síðasti möskvinn í silunga- netinu hefír verið riðinn. Góður drengur og göfug sál hefir lagt báti sínum í naust í hinzta sinni og skilað dagsverki sínu með stakri prýði. Sverrir Hermannsson Þeir hverfa af sviðinu, einn af öðram, samferðamennimir sem settu mark sitt á samfélagið í byggðarlaginu hér við Homafjörð. Fólk kemur og fer, sumir fyrr, aðr- ir síðar. Þannig er gangur lífsins og ekkert til í mannlegu valdi sem slíkt fær stöðvað. Einn af þeim sem nú hefur flutt sig um set er Þorbjöm Sigurðsson afgreiðslumaður Flugleiða um langt skeið. Hann var fæddur 7. febrúar 1918. Foreldrar hans vora Sigurður Ólafsson, útgerðarmaður hér á Höfn, og Bergþóra Jónsdóttir. Þau Sigurður og Bergþóra fluttu ofan úr Lóni og á Höfn og byggðu þau sér hús niðri við höfnina ásamt Jóni J. Brannan, mági Sigurðar. Það hét Skálholt en í daglegu tali neftit Hvammur. Þaðan stunduðu þeir mágar útgerð um margra árá skeið á vélbátnum Björgvin, eða raunar tveimur bátum með því nafni hvoram á eftir öðram. Sigurður var aflasæll formaður og farsæll í starfi. Það var venja fjölskyldunnar að láta það boð út ganga, þegar komið var úr fyrsta róðrinum á vertíðmni, að þorpsbúamir sæktu sér fisk í soðið. Og það var ætlast til þess að það boð væri þegið. Á meðan Björgvinsútgerðin starfaði var Sigurður Ólafsson formaður á bátnum meðan heilsan leyfði, en Þorbjöm tók síðan við formennskunni og gegndi henni þar til báturinn var seldur og útgerðin lagðist niður. í Hvamminum var með afbrigð- um gestkvæmt og þannig var nota- legt að koma og þar vora allir hjart- anlega velkomnir. Þar lagðist öll Fædd 25. desember 1900 Dáín 17. apríl 1988 Mig langar í örfáum orðum að minnast langömmu minnar, Gunn- hildar Oddsdóttur frá Neskaupstað, er lést á hjartadeild Landspítalans 17. apríl. Foreldrar hennar vora þau Oddur Guðmundsson frá Kollaleira í Reyð- arfirði, og Guðný Adamsdóttir frá Þiljuvöllum í Norðfirði. Árið 1904 flutti fjölskyldan til Norðfjarðar, og ólst hún þar upp í stórum systkina- hópi, þau sem komust til fullorðins- ára vora, Sigríður, Guðrún, Alfons og Jónína, hin dóu á unga aldri. 3. maí 1923 gekk hún að eiga Ármann Bjamason frá Sveinsstöð- um í Hellisfirði (f. 18. mars 1895, d. 13. mars 1974). Voru þau búin að vera í farsælu hjónabandi í 50 ár er hann lést. Eignuðust þau eina dóttur Guðrúnu, og er hún gift afa mínum Ásgeiri Sigurðssyni frá Keflavík. Árið 1954 fluttu þau suð- fjölskyldan á eitt. Undirrituðum er það í bamsminni þegar hann kom í fyrsta sinn til stórbæjarins Hafn- ar, eins og honum fannst þá staður- inn vera og gisti í Hvamminum og eins er Björgvin flutti eitt sinn sem oftar vörar í Suðursveitina og fékk að koma um borð, hvað þeir feðgar tóku vingjamlega á móti dreng- staulanum og sýndu honum alla leyndardóma þessa mikla skips. Frá þeirri stundu hófust þau góðu kynni við Þorbjöm Sigurðsson, sem áttu eftir að standa alla tíð síðan. Á bemskudögum flugsins lögð- ust sjóflugvélar nýstofnaðs flugfé- lags að Hammsbryggjunni og í Hvamminum voru forgöngumenn hinnar nýju samgöngutækni miklir aufúsugestir Þetta leiddi til þess að Sigurður Ólafsson, Þorbjöm Sig- urðsson og síðan Vignir Þorbjöms- son urðu umboðsmenn Flugfélags íslands og arftaka þess, Flugleiða. Á þessum vettvangi starfaði Þor- bjöm lengst af á sinni starfsævi. Þorbjöm Sigurðsson var einn úr hópi ^ögurra systkina. Tvö þeirra, Steinunn og Ólafur, era látin fyrir mörgum áram, en Ólafur fórst með vélbátnum Borgey í nóvember 1946. Eftir lifir Rósa, búsett á Akranesi. Þorbjöm giftist Ágústu Vignis- dóttur og á Hafnarbraut 24 hér á Höfn reistu þau sér hús og stofnuðu þar heimili. Þar var haldið uppi mikilli risnu og þangað komu marg- ir og þar var gott að dvelja. Á Hafnarbraut 24 var um langt ára- bil afgreiðsla Flugfélags íslands og síðar Flugleiða og vegna þeirrar starfsemi var þar oft nokkuð eril- samt eins og gefur að skilja. En þá var það hún Ágústa sem stóð eins og klettur við hlið manns síns þegar mikils þurfti við, sem var nú reyndar í jafn umfangsmiklu starfi, þar sem margir fara um. Þorbjöm og Ágústa eignuðust 6 syni: Sigurberg verkamann, ógiftur, Vigni svæðisstjóra Flugleiða, kvæntur Rögnu Eymundsdóttur, Ólaf Bjöm skipstjóra, kvæntur Sig- ur til Keflavíkur, og byggðu þeir Ármann og Ásgeir sér hús að Vall- artúni 2, og hafa þau búið þar sam- an í sátt og samlyndi, og var sam- band þeirra einstakt alla tíð. Það er skemmst frá því að segja að fyrstu ár ævi minnar var ég að mestu leyti í Vallartúninu hjá langömmu og ömmu Gunnu. Má segja að þar hafi ég tekið mín fyrstu spor. Langamma mín var mjög sérstök kona, hún gat alltaf afgreitt öll mál með þolinmæðinni einni saman. Aldrei skammaði hún okkur bömin, þó óþekk við værum, heldur bað hún okkur einfaldlega með góðu og hlýddum við því skil- yrðislaust, því hún var þannig manneslqa, sem hreinlega geislaði af manngæsku og góðvild. Hennar fas og innri ró og elska til skapar- ans hreif alla með sér. Líf hennar allt einkenndist af mikilli þraut- seigju og dugnaði, vann hún störf sín vel og möglunarlaust, allt fram undir það síðasta, er hún lá bana- Minning: Gunnhildur Óddsdóttir frá Neskaupstað urbjörgu Karlsdóttur, Öm Þór skip- stjóra, kvæntur Unni Garðarsdótt- ur, Ágúst Hilmar skipstjóra, kvænt- ur Halldóra B. Jónsdóttur og Guð- jón Hermann framkvæmdastjóra, ókvæntur. Og bamabömin era orð- in 14, allt mannvænlegur hópur. Sá sem þessar línur ritar á að- eins góðar minningar frá kynnum við Þorbjöm Sigurðsson. Hann var einkar hlýr og viðmótsþýður og glaður í sinni og hjálpsamur með afbrigðum. Þó gat það stundum hent að hann sagði það skýrt og skorinort hvað honum þótti á skorta ef svo bar undir, en öll eftirmál vora honun víðsflarri. Veiðiskapur í Homafirði var lengst af mikil tómstundaiðja Þor- bjöms enda eftir nokkra að sækjast þar sem silungsgengd í flörðinn er stundum mikil. Þetta var mörgu heimilinu góð búbót. Ég hef vissu fyrir því að margur silungurinn kom um dyr heimila hér á Höfti og oft var sagt við þá sem leið áttu um á Hafnarbraut 24 „viltu ekki koma og fá þér í soðið?“ og allar peninga- greiðslur vora víðsflarri. Það er gott að minnast slíkra manna nú á tímum, þegar allt er vegið á mælistiku markaðarins, en rétt hillir kannske undir manngildið við ystu sjónarrönd. Slíkt var víðsQarri f hugskoti Þorbjöms Sig- urðssonar. Og nú er Þorbjöm okkar horfinn af sviðinu. Hann andaðist á Hjúkr- unarheimilinu Skjólgarði hér á Höfn 16. apríl sl. eftir nokkurra mánaða sjúkdómslegu. Ég og mitt fólk viljum að leiðar- lokum senda eiginkonu, bömum og öllu venslafólki hugheilar samúðar- kveðjur. Þorsteinn L. Þorsteinsson Nú hefur minn gamli góði vinur, Þorbjöm Sigurðsson, lagt upp í sína hinstu ferð yfir móðuna miklu. Hann var mjög eftirtektarverður maður sakir dugnaðar síns, hvers- konar greiðvirkni og hjálpsemi. Traustur maður var hann og aðgæt- inn í hvívetna. Öll þau störf sem hann tók að sér, hvort heldur það var á sjó eða í landi, vora jafnan vel og röggsamlega af hendi leyst. Má hér nefna skipsijóm hans og störf hans á sviði samgöngumála í heimabyggð sinni, en þar var hann um árabil umboðsmaður Flugleiða. Hans góðu konu, Ágústu, böm- um þeirra 6 og öðram ástvinum þeirra sendi ég innilegar samúðar- kveðjur. Hér á við að vitna í Valdi- mar Briem þar sem hann segin Far þú í friði, fiiður Guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir allt og allt Vinur minn er kominn til Guðs sem gaf hann. Jóhann Þórólfsson frá Reyðarfirði. leguna, sem var sem betur fer mjög stutt. Hún átti mikið af tryggum vinum og kunningjum, sem henni þótti mjög vænt um og eins fjöl- skylduna, þó sérstaklega bömin. Langamma mín var ein af þeim sem hafði gaman af að gefa, en ekki þiggja. Til hennar var gott að koma og aldrei kom sá gestur sem ekki var tekið vel á móti, og allir fóra þaðan glaðir. Er ég Guði þakklátur fyrir þessa góðu konu, sem var mér, Guðrúnu systur, Helga og Armanni svo mikið. Alltaf munum við bera minningu hennar í bijóst- um okkar, sem ljós sem aldrei slokknar, því minningin um kær- leiksríkan ástvin, sem hún var, er eilíf og ekkert getur afmáð. Trúi ég því að nú sé hún í faðmi Guðs í ljósinu mikla og brosir niður til okkar hinna sem eftir eru. En minn- ingin um hana mun alltaf hlýja manni um hjartarætumar. En sökn- uðurinn situr eftir í bijóstum okkar hinna, en samt gleðst ég hennar vegna, því nú er hún í ljósinu bjarta á hinum háu andans hæðum, þar sem engin þjáning, sorg eða stríð era háð, aðeins gleði og hamingja. Við fjölskyldu mína og vini vil ég segja, verið ekki hrygg því hún lifir áfram í minningunni hjá okk- ur, gleðjist því heldur og verið þakk- lát fyrir að hafa fengið að hafa hana hjá okkur svona lengi.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.