Morgunblaðið - 23.04.1988, Qupperneq 57

Morgunblaðið - 23.04.1988, Qupperneq 57
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 23. AJPRÍL 1988 57 Minning: Svanhildur Þorleifs- dóttir, Blönduósi Fædd 9. september 1934 Dáin 13. apríl 1988 Hún Svana, konan hans Ragnars Þórarinssonar vöruflutningabíl- stjóra á Blönduósi, er dáin. Svanhildur Sóley hét hún fullu nafni Þorleifsdóttir Ingvarssonar í Sólheimum í Svínavatnshreppi, þar var hún fædd og uppalin. Hún var af svokallaðri Grundarætt í Svína- dal, sem komin er út af Þorsteini Helgasyni, Eiríkssonar í Bolholti á Rangárvöllum, sem Bolholtsætt er kennd við. Ung varð Svana eiginkona Ragn- ars Þórarinssonar og þau tóku sér búsetu á Blönduósi. Böm þeirra eru ijögur, öll uppkomin og búsett í heimahéraði. Þau em Þorleifur, Sigurlaug, Þómnn og Ragnhildur. Bamabömin em í fmmbemsku og er yngstur Andri Þorleifsson, fædd- ur 5. þ.m. Fæðing hans var sólar- geisli er féll á banabeð Svönu síðustu lífdaga hennar. Fáar vikur em síðan Svana gekkst undir uppskurð á Akureyri. Hún kom heim stuttu síðar hress í bragði. Var um nætur sakir heima í Sólheimum hjá bróður sinum og mágkonu. Heimsótti dóttur þeirra hjóna, sem búsett er á Komsá í Vatnsdal. Kom með manni sínum og söng við guðsþjónustu í Blöndu- óskirkju, eins og gerst hafði um árabil. Hún veitti gestum þeirra hjóna við borð sitt, eins og hennar var vandi að gamalgrónum sveita- sið, mótuðum af uppeldi og upplagi þeirra hjóna beggja. Hún var sterk og yfirveguð. Sagði að lífíð væri búið að gefa þeim hjónum mikið þ. á m. og fyrst og fremst að koma upp bömum þeirra. Eftir fáa daga átti hún aftur, að fara á vit lækna sinna á Akureyri. Hún gerði sér ljóst að brugðið gæti til beggja vona, en að svo stutt væri til leiðarlokanna kom vart í hugann. Svana var sterkur persónuleiki og hafði fastmótaðar skoðanir og framkomu. Frá henni stafaði öryggi og gleði er var örvandi fyrir þá sem hún umgekkst. Margir komu til þeirra hjóna og vinahópurinn traustur. Þau hjónin Ragnar og Svana hafa verið mjög traustir og virkir félagar í kór Blönduóskirkju um langt árabil. Tenór hans og sópran hennar setti svip á söng kórsins. Við söngfélagamir minnumst margra glaðra og góðra stunda frá samstarfínu á kirkjuloftinu þegar Blessuð sé minning langömmu minnar. Ásgeir Þ. Halldórsson Kær ömmusystir okkar, Gunn- hildur Oddsdóttir, kvaddi þetta líf aðfaranótt sl. sunnudags. Gunnhildur fæddist f Ósi við Reyðarfjörð aldamótaárið, en flutt- ist síðar til Neskaupstaðar. Enn síðar fluttist hún til Keflavíkur, þar sem hún bjó hátt á fjórða áratug. tekist var á við verkefnin, oft af fáu fólki. Þess samstarfs minnumst við með þakklæti. Sólheimar, æskuheimili Svönu, standa við rætur Auðnufells, sem er þar nokkru utar og ofar. Þar við rætur fellsins og í suðvesturhlíð þess hafa systkinin frá Sólheimum hafið skógrækt. Víðsýni er þar mik- ið yfir litbrigði landsins. Þangað áttu þau Ragnar og Svana vaxandi erindi og unað í samheldnum hópi ættmenna og venslafólks. Okkur í kór Blönduóskirkju er geðþekkt að hugsa til Svönu í víðsýni nóttlausrar veraldar, um- vafða gróðri og fögrum hljómum þess tilverusviðs, sem stendur hug- anum nærri á kveðjustund. Ragnari Þórarinssyni, börnum þeirra hjóna, bamabömum, systk- inum og öðmm venslamönnum vott- um við einlægan samhug. Svanhildur Þorleifsdóttir var jarðsungin frá Blönduóskirkju í gær, föstudaginn 22. apríl 1988. Kórfélagar Blönduósskirkju Það dró ský fyrir vorsólina sem skein skært þegar ég heyrði lát Svönu frá Sólheimum. Þar fór kona sm vert er að minnast. Svanhildur eins og hún hét fullu nafni, en ætíð kölluð Svana, var dóttir heiðurs- hjónanna í Sólheimum þeirrar Sig- urlaugar Hansdóttur og Þorieifs Ingvarssonar, sem bjuggu þar myndarbúi um langt skeið. Sól- heimar standa í hlíðinni austan Svínavatns. Þaðan er víðfemt og fagurt útsýni yfir vatnið og fram til dalanna og vestur í Svínadal, þaraa er og hefur um langt árabil verið rekinn myndarlegur og snyrti- legur búskapur, gestkvæmt hefur ætíð verið þar og gestrisni þar í hávegum. Við þessar aðstæður ólst Svana upp í föðurgarði ásamt þrem- ur öðram systkinum sem öll hafa reynst fýrirmyndar fólk. Frá æsku- heimili sínu erfði hún myndarskap, víðsýni og félagsþroska. Svana gift- ist Ragnari Þórarinssyni bifreiða- stjóra á Blönduósi og stóð heimili þeirra þar. Það bar vott um allt sem góða húsmóður prýðir. Það var myndarskapur og snyrtimennska í hávegum og gestum sem að garði bar var tekið opnum örmum með gleði og hjartahlýju. Þangað var gott að koma. Þau hjón vora bæði söngvin og sungu bæði lengi í kirkjukómum á Blönduósi, auk fjöl- Með nokkram orðum langar okk- ur systkinin að þakka henni sam- fylgdina, sem var einkar ljúf. Upp í hugann koma minningar frá bemskuáram okkar, sem tengj- ast tíðum heimsóknum með foreldr- um okkar í Vallartún 1 í Keflavík. Þar bjuggu einmitt Gunnhijdur og eiginmaður hennar, Armann Bjamason, sem látinn er fyrir 14 áram. — Einnig bjuggu þar — og búa enn — jGuðrún einkabam þeirra hjóna og Ásgeir Sigurðsson eigin- maður hennar, betur þekkt undir nöfnunum Gunna og Geiri, ásamt dætrum, Gunnhildi og Sigurbjörgu. Að heimsækja þessa einstöku flölskyldu í Vallartúninu var okkur alltáf mikið tilhlökkunarefni enda vel tekið á móti litlum munnum með pönnukökum eða vöfflum, og lögðust þær á eitt mæðgumar, Gunnhildur og Gunna, um að kaffi- borðið yrði sem gimilegast. Síðar hafa okkar böm fengið notið viðlíka móttökur í Vallartúninu. Bamgæska Gunnhildar og ljúf- mennska í allra garð var hennar aðall og þessa fengu dótturdætum- ar og þeirra böm ekki síst notið. — Einstakur andi ríkti líka á milli Gunnhildar og dóttur hennar og tengdasonar. Þar sat í fyrirrúmi svo mikil hlýja og umhyggja, að fágætt hlýtur að teljast. Gunnhildur var heilbrigð og n\jög margra annarra félagsstarfa sem Svana sinnti. Þau Svana og Ragnar eignuðust fjögur böm: Þorleif, Sigurlaugu og Ragnhildi sem öll era búsett á Blönduósi og Þóranni búsetta á Komsá í Vatnsdal. Allt er þetta fyrirmyndarfólk sem erft hafa mannkosti foreldra sinna. Öll höfum við ánægju af að sjá bömin okkar og bamabömin vaxa úr grasi og það veit ég að svo hef- ur einnig verið með Svönu. Ellefu bamabömin þeirra hjóna vora henni afar kær. Hið óvænta fráfall kom í veg fyrir að sú ósk hennar rættist en ég veit að hún mun fylgjast með þroska þeirra þó við verðum þess ekki vör. Hylli Guðs fylgdi henni meðan hún dvaldi meðal okkar, hann gaf henni góðan mann og mannvænleg börn og bamaböm sem halda merki hennar. Ég óska þess að ættarheill og ættarkostir fylgi öllum niðjum Svönu. Með söknuði og djúpum trega kveðjum við þessa heiðurs- konu og þökkum Guði fyrir þau ár sem hann gaf henni héma megin grafar og það fyrirheit sem Kristur gaf þegar hann sagði: „Ég lifí og þér munið lifa.“ Við vottum Ragn- ari, bömum þeirra og bamabömum og systkinum hennar okkar dýpstu samúð og biðjum Guð fyrir framtíð þeirra. Skúli Jónasson Okkur langar til að minnast með nokkram orðum samstarfskonu okkar, Svanhildar Þorleifsdóttur eða Svönu eins og hún var alltaf kölluð. Hún lést 13. apríl sl. langt um aldur fram, eftir stutt veikindi. Okkur er tregt um tungu þegar svo stórt skarð er höggvið í hópinn, skarð sem verður vandfyllt. Svana starfaði hér á Sjúkrahús- inu. Þar var rétt kona á réttum stað. Svana var lágvaxin og frekar þétt og af henni geislaði glaðlyndi Minning: Garðar Olason frá Hrísey Fæddur 5. ágúst 1909 Dáinn 12. apríl 1988 „Hin langa þraut er liðin, nú loksins hlaustu friðinn, og allt er orðið rótt, nú sæll er sigur unninn og sólin björt upp runnin á bak við dimma dauðans nótt Fyrst sigur sá er fenginn, fyrst sorgar þraut er gengin, hvað getur grætt oss þá? Oss þykir þungt að skilja, en það er Guðs að vilja, æ, gott er allt, sem Guði er frá.“ (V. Briem) Hér langar mig með nokkram orðum að minnast afa míns, Garð- ars Ólasonar frá Hrísey. Allan þann tíma sem ég þekkti afa bjó hanri ásamt eftirlifandi ömmu minni, Björgu Valdimarsdóttur, í Sæviðar- sundi 9, hér í Reykjavík, að undan- andlega em, þótt væri hún orðin 87 ára gömul. Á 2. dag páska sl. er eitt okkar systkina leit við í Vallartúninu lék hún á als oddi og var ekki að sjá á henni nokkurt fararsnið. Var þá haft á orði hversu vel hún bæri þennan háa aldur. Skyndilega dró ský fyrir sólu og lést hún eftir aðeins 3 daga legu á sjúkrahúsi þann 17. apríl sl. Elsku Gunna og Geiri: Mikill er ykkar missir, en eins og Spámaður- inn sagði: „Skoðaðu hug þinn vel þegar þú ert glaður, og þú munt sjá, að að- eins það, sem valdið hefur hryggð þinni, gerir þig glaðan. Þegar þú ert sorgmæddur, skoð- aðu þá aftur hug þinn og þú munt sjá, að þú grætur vegna þess, sem var gleði þín.“ Khalil Gibran. Foreldrar okkar, Ragnhildur Jónsdóttir og Karl Finnbogason, flytja Gunnhildi alúðarþakkir fyrir áratugalanga vináttu, sem aldrei bar skugga á. Við flytjum ykkur öllum, Gunna, Geiri, Gunnhildur og Sigurbjörg, Halli og Hörður og bamabamaböm, okkar innilegustu samúðarkveðjur, um leið og við þökkum Gunnhildi samfylgdina, sem veitti okkur ómælda gleði og ánægju. Jóna Dóra, Heimir, Finnbogi og Jón. skildum síðustu 14 mánuðum, en þá dvaldist hann í Hátúni 10B. Á yngri áram fannst mér alltaf dýrðarljómi hvíla yfir heimili afa og ömmu og orð afa vora fyrir mér eins og lög sem alls ekki mátti brjóta. Mest spennandi þótti mér að fá að gista og fékk ég alltaf þá afa holu lánaða. Um morguninn var ég svo alltaf Ieyst út með einhvers konar góðgæti, sem alltaf var geymt á vissum stað inni í skáp. Árin liðu og brátt kom að því að afi reyndist vera með Parkin- sons-veikina, en það bar lítið á henni fyrst. Er ég kvaddi afa og fór til ársdvalar erlendis datt mér ekki í hug annað, en að ári myndi ég finna ömmu og afa bæði heima í Sæviðarsundi. En á þessu ári flutti afi í Hátún. Það var því til- hlökkun blandin kvíða að fara í heimsókn eftir heimkomuna, því afa hafði hrakað og var orðinn allt ann- ar en áður. Þó þekkti hann mig aftur, og var það mér mikill léttir. Síðustu mánuðimir vora erfíðir fyr- ir afa, svo Guð gaf honum hvíldina. Ég þakka elsku afa mínum fyrir samfylgdina og allar þær góðu minningar, sem ég mun aldrei gleyma. Guð blessi hann og veiti ömmu allan sinn styrk. Fjóla Haiiksdóttir Þegar góðir menn deyja er það eins og að týna perlu, en mikið má sá gráta sem týnt hefur perlunni. Það er víst ábyggilegt að hann afi okkar var slík perla. Undir hijúfu yfirborði sjómannsins sló stærra og betra hjarta en gengur og gerist. Víst er að enginn veit hvað átt hefur fyrr en misst hefur og það er vægast sagt undarleg tilfínning að hugsa til þess að aldrei framar sjáum við hann afa. En við huggum okkur við það að hann er nú á mun betri stað en áður og líður loksins velaftur. Á kveðjustundum sem þessum, þegar heilt æviskeið manns rennur í gegnum hugann, er margt sem leitar á mann. Hann afi okkar valdi sér erfitt starf í öndverðu. Hann sótti sjóinn eins og forfeður hans um langan aldur. Það fer ekki á milli mála að slíkt starf hlýtur að setja mark sitt á hvem sem er, sál og líkama. Sjómannslíf hefur sjálf- sagt aldrei verið auðvelt, hvað þá og ómæld hlýja. Það var gott að vinna með henni, enda var hún alltaf kát og með afbrigðum ósérhlífin. Væri einhver í þungu skapi, var það fljótt að breytast í návist Svönu. Þetta átti jafnt við um starfsfólk og sjúklinga. Hún var alltaf svo glöð og óum- ræðanlega hlý og veitti svo örlát- lega af þessu tvennu. Návist hennar gat gert meira gagn en verkjalyf. Nálægt henni urðu vandamálin að engu og ekkert varð óyfirstíganlegt. Hún var mjög söngelsk og tók gjaman lagið þegar hún sinnti gamla fólkinu. Það var vel liðið. Væri einhver sem minna mátti sín, eða ætti erfítt, breiddi Svana út sinn hlýja faðm og lífið varð betra. • Svona var Svana að okkar dómi. Hún var krydd í tilverana af bestu gerð. Hennar er sárt saknað af starfsfólki og sjúklingum. Svana var gift Ragnari Þórarins- syni bílstjóra. Þau eignuðust 4 böm og bamabömin era orðin 11. Þau áttu gott líf saman og ber sam- heldni fjölskyldunnar þess vitni. Við kveðjum Svönu vinkonu okk- ar með þökk og virðingu og höldum áfram að ylja okkur við allar góðu minningamar. Um leið vottum við Ragnari, bömum og flölskyldum þeirra okkar dýpstu samúð og biðj- um Guð að styrkja þau. Starfsfólk Héraðshælis Austur-Húnvetninga. á öndverðri öldinni hér uppi á ís- landi. Það er kannski þess vegna sem hann valdi sér „mýkri" við- fangseftii er árin færðust yfir. Und- ir kröftuglegu sjómannsútlitinu blundaði nefnilega einstakur lista- maður. Hann gladdi okkur öll og sjálfan sig í leiðinni með stórkost- legum teppum sem hann rýjaði. Það er erfítt að muna afa áður en hann veiktist. Muna hann þegar hann var hress og kátur. Þó höldum við að þegar fram í sækir, þá mun- um við fyrst og fremst muna allar góðu, glöðu stundimar. Muna hann þegar við komum í heimsókn til afa og ömmu og okkur fannst eins og við væram komin í konungshöll. Muna hann þegar hann og amma komu í heimsókn og mundu alltaf eftir að stinga einhveiju í lítinn munn eða lófa. Muna hann þegar hann sýndi okkur stoltur nýjasta teppið sem hann hafði rýjað. Eða bara muna góðu stundimar sem við voram saman. Þegar árin fóru að færast yfir hann afa okkar þurfti hann að heyja erfiðari baráttu en flest okkar þurfa. Erfiðari baráttu en hann nokkum tíma þurfti að há við ægi fyrr á öldinni. Afi tókst á við sín veikindi af hugprýði sem við var að búast. Áður en hann hóf lokabar- áttuna sína sagði hann ömmu að hann vissi að hann ætti erfíða og langa ferð fyrir höndum. Þó ferðin hafi ekki verið eins löng og við bjuggumst við, þá var hún vissulega erfíð. Eitthvað æðra máttarvald virtist hafa sagt honum hvað verða vildi og hann tók sínum örlögum með stóískri ró. Nú er elsku afi horfinn, yfír móðuna miklu. Mikið munum við sakna hans. En nú er hann þar sem aðeins góðir menn mega vera, þar sem honum líður loksins vel. Elsku amma okkar! Megi góður Guð styrkja þig á þesari stundu, sem öðrum. Megi Guð og góðar vættir geyma elsku afa okkar um aldir alda. Helga, Björg, Dúna og Barði
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.