Morgunblaðið - 23.04.1988, Qupperneq 65

Morgunblaðið - 23.04.1988, Qupperneq 65
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 23. APRÍL 1988 65 Þessir hringdu . . Meiri knattspyrnu D.L.S. hringdi: „ Mig langar til að gera athugasemd við lesendabréf sem G.S. skrifar og birtist í Velvakanda fyrir skömmu. Þar er bréfritari með svívirðingar á hendur fótboltamönnum og spyr síðan spurningar sem er svo heimskuleg að engin orð fá því lýst. Mér langar til að benda bréfritara á það að knattspyma er langvinsælasta íþróttin, í öðru sæti er svo handboltinn. Frekar vildi ég heyra úrslit úr þriðju- og fjórðudeild enska fótboltans heldur en horfa á fímleika í heilan klukkutíma. En það er skömm að því að horfa uppá það að næstum hvem einasta dag er verið að sýna einhverja menn fara með fáránlegt látbragð á einhverri dýnu eða einhverjum hesti. Bjami Felixson hefur nóg á sinni könnu og sinnir erfiðu starf vel. Ef eitthvað er þá mætti koma með meiri af enskri knattspymu, því hálftími á viku er ekki mikið.“ Onæði vegna skemmtanahalds íbúi við Hallveigarstíg hringdi: „Mig langar til að gera Of lítil umfjöll- un um fimleika Kxeri Velvakandi. Ég hef tjekið eftir þvi hve fimleik- ar f& litla umQöllun i Rikissjón- varpinu, jafnt sem öðrum Qölmiðl- um. Til dæmis var aðeins sýnt frá (slandsmeistaramótinu ( um einn klukkutíma og dætur mínar sem báðar stunda þessa íþrótt voru að vonum rryög ÓAnægðar. Bjami Fel- ixson kom einnig oft með tilkynn- iagar um úrslit I körfubolta og ann- að aiíkt inn á milli. Hvcm langar til að vita um úrelit einhverra leikja I annari deild ( ensku knattspym- unni eða I einhveijum leilqum í fyretu- eða annari deild I hand- bolta? Það er skðmm að því að horfa uppá það næstum hvem ein- asta dag, einhverja menn eltandi bolta og reyna að skora, en þegar það tekst kysaast þeir og láU eins og óðir séu. Þetta býður sjónvarpíð uppá og það gerir eina mikið og það getur til þess að við, fólkið sem borgar fyrir sllt þetta, þurfum að horfa uppá þessi akripalaeti. Þeir fella einnig niöur skemmtilega dag- skráriiði til sð koma þessu að. GA fyrirspum varðandi ónæði sem íbúar í grennd við Iðnaðarmannahúsið við Hallveigarstíg verða fyrir. Þar hefur ýmiskonar félagsstarfsemi fengið inni og valda unglingar sem eru þama á kendiríi oft ónæði. Þá em oft glerbrot út um gangstéttir í nágrenni hússins eftir þessar næturskemmtanir. Hvaða reglur gilda um þetta - hafa félagssamtök heimild til að leigja út samkomuhús í miðju íbúðahverfi?" Ráðhúsið er til prýði M.G. hringdi: Ég vil hvetja til þess að Reykjavíkurborg haldi sínu striki og reisi ráðhúsið við Tjörnina þar sem það verður til mikillar prýði. Það þýðir ekkert að hlusta á minnihlutahópa sem sífellt em óánægðir. Ég tel lítið að marka undirskriftarsöfnunina sem gerð var gegn ráðhúsinu. Til mín komu krakkar til að biðja mig að skifa undir, fékkst fullorðið fólk ekki til að safna undirskriftum?. Ég man ekki betur en safnað væri undirskriftum gegn byggingu Elliðaárbrúarinnar og einnig gegn byggingu Þjóðleikhússins. Hvemig ætli væri umhorfs í borginni ef þeir neikvæðu hefðu alltaf ráðið ferðinni?" Jakki Svartur kvenleðurjakki var tekinn í misgripum í Lækjartungli hinn 12. mars. Eigandi jakkans getur hringt í síma 666179. Þunglamaleg innheimta Kona hringdi: „Sjálfsagt þykir fleiram en mér innheimtuaðferð tryggingafélaganna nokkuð þunglamaleg því þau smala öllum bfleigendum til sín til að semja um greiðslur. Hvers vegna senda tryggingafélögin ekki heldur út gíróseðla og dreifa greiðslunum á nokkra gjalddaga eins og eðlilegast væri?“ E.T.A. Hoffmann aftur Til Velvakanda. Að kvöldi föstudagsins langa sendi Ríkissjónvarpið út ágætt við- tal sem Hrafn Gunnlaugsson átti við kvikmyndaleikstjórann Ingmar Bergmann. Vegna tmflana í texta- vél þurfti að gera tvö löng hlé á útsendingunni. í viðtalinu sagði Bergmann meðal annars (í laus- legri þýðingu minni): „Fanny og Alexander varð til dæmis þannig til að ég sat og las E.T.A. Hoff- mann ... — ég las einfaldlega Hnetubrjótinn, það er að segja smá- söguna, E.T.A. Hoffmann — og þar segir frá tveimur börnum sem sitja á aðfangadagskvöld í tröppum í stóm húsi og bíða þess að dymar verði opnaðar og kveikt verði á jóla- trénu." í íslenzka textanum sem birtist með myndinni hafði nafni E.T.A. Hoffmanns verið breytt í „Theu Hoffmann". Villan er kannski skiljanleg, því að á sænsku hljómar „jag satt och láste E.T.A. Hoffmann" ekki ólíkt, jag satt och láste i Thea Hoffmann", en hefði samt átt að vera óþörf, því að sag- an sem Bergmann átti hér augljós- lega við er vel þekkt: Hún heitir fullu nafni Hnetubijótur og músa- kóngur, er eftir Emst Theodor Amadeus Hoffmann og sennilega frægust fyrir að vera fyrirmyndin sem Tsjækofskí notaði þegar hann samdi ballett sinn Hnetubijótinn. Sagan hefst einmitt á frásögn af tveimur börnum sem bíða eftir að kveikt verði á jólatré. Ég leyfði mér að skrifa Velvak- anda og benda á þessa villu. Nú hefur Þrándur Thoroddsen hringt til Velvakanda og sagt bréf mitt „byggt á misskilningi". Hann segin „í þættinum sem Reynir talar um var verið að íjalla um smásöguna Hnetubijótinn eftir sænsku skáld- konuna Theu Hoffmann." Þrándur hefði átt að hugsa sig tvisvar um áður en hann hringdi; misskilning- urinn er allur hans, og „sænska skáldkonan Thea Hoffmann" hefur aldrei verið til — að minnsta kosti hafa engin rit eftir hana komizt í Konunglega bókasafnið í Stokk- hólmi. Nú em svona glópskuvillur al- gengar í fjölmiðlum. Ef leiðrétta ætti þær allar, þá tæki það engan enda. Ástæðumar til þess að mér fannst ómaksins vert að benda á þessa vom tvær: Önnur var sú að tilkynnt var þegar að útsendingu lokinni að vegna áðumefndra vand- ræða með textavél yrði viðtalið sýnt aftur innan skamms; því var von til að leiðrétta mætti villuna í næstu útsendingu. Hin var sú að mér fannst frásögn Bergmanns einkar athyglisverð, og ég taldi mig skilja ýmislegt í Fanny og Alexander bet- ur eftir að ég vissi að saga Hoff- manns hefði orðið ein kveikjan að myndinni; því var leitt að sjá frá- sögninni klúðrað. Reynir Axelsson Aths. RÚV Vegna skrifa í dálkum Velvak- Heiðraði Velvakandi. Undirritaðri varð það á að kjósa lista framsóknarmanna á Reykja- nesi í síðustu kosningum. Mér fannst sem fleiram, að hagur lands- manna hefði batnað um sinn og vænti framhalds í þeim efnum. Við nánari íhugun sá ég, að þama hafði ég gert mistök. Góð- ærið var að sjálfsögðu ekki þáver- andi forsætisráðherra að þakka, heldur hagstæðum ytri aðstæðum eins og lækkandi olíuverði og mikl- um sjávarafla, sem auðvelt var að selja. Við frekari athugun kom líka í ljós, að fyrmefndur ráðherra hafði hreint ekki staðið sig vel sem land- búnaðar- og sjávarútvegsráðherra, anda um E.T.A. Hoffmann sem Ingmar Bergman minntist á í við- talsþætti í Sjónvarpinu nýlega. Vitanlega hefur.Reynir Axelsson , á réttu að standa. E.T.A. Hoffmann samdi söguna „Hnotubijótinn" og það var nafn hans sem Bergmann nefndi í viðtalinu. Sjónvarpið þakkar Reyni ábend- inguna og samkvæmt henni var textinn Ieiðréttur í endursýningu á fimmtudaginn var. Hins vegar má benda á það að bestu mönnum getur misheyrst þegar þýtt er án handrits og þýð- andi hefur auk þess það sér til málsbóta að honum bárust villandi upplýsingar um þetta atriði. Við sjónvarpsþýðendur emm ekki alvitrir og tökum jafnan með þökkum ábendingum um það sem betur mætti fara eða sannara reyn- ist. Að lokum skal beðist velvirðing- ar á títtnefndu nafnabrengli sem nú hefur verið leiðrétt. Ellert Sigurbjörnsson, yfirþýðandi. þótt sumir hafí gleymt því nú. Ekki orðlengi ég þessi atriði þó frekar að sinni. En steininn tekur úr, ef nú á að bjóða hingað til lands hryðjuverkamanninum Arafat, — og kannske síðar Khaddafi og Khomeni? — og láta þá fá land- gönguleyfí hér á Suðumesjum og sleppa þeim e.t.v. lausum á Reyk- nesinga? Nei. Slíkum ráðagerðum viljum við Suðumesjamenn mótmæla harðlega. Ég vil skora á alla Suður- nesjamenn, að láta ekki sitt eftir liggja til þess að koma t veg fyrir, að slíkar ráðagerðir nái fram að ganga. Guðrún Guðmundsdóttir Bjóðum ekki hryðjuverka- mönnum til landsins Ifl DAGVIST BARIVA BREIÐHOLT Hálsakot — Hálsaseli 29 Hálsakot óskar eftir fóstru eða öðrum upp- eldismenntuðum starfsmanni. Einnig eru lausar stöður fyrir aðstoðarfólk. Upplýsingar gefa forstöðumenn í síma 77275. Iðuborg — Iðufelli 16 Vantar fóstru í stuðning allan daginn á dag- heimilisdeild. Einnig vantar yflrfóstru á leikskóladeild frá 15. maí n.k., svo og starfsmann í sal. Upplýsingar gefur forstöðumaður í símum 76989 og 46409. Stærsta húsgagnaverslun landsins er opin alla virka daga eins og venjulega. húsgagna4iöllin REYKJAVÍK GSEEIlga
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.