Morgunblaðið - 23.04.1988, Síða 68

Morgunblaðið - 23.04.1988, Síða 68
EIGNA 27711 > I N C l o 1 T S S T B 'Æ f I 3 SiwrifKnsiiTOson, sötústjóri - Þorteifur Guímijrtesson, sðtem. PífMurHsMOraon, Iðgtr.-Unrotwm Becfc hrl., jimi 12320 LAUGARDAGUR 23. APRÍL 1988 VERÐ í LAUSASÖLU 60 KR. 4 MorgunblaöiO/Ami sæberg Dæmig'erð mynd af deilum kaupmanna og verkfallsvarða i gær. Verkfallsverðir ræða við Hrafn Backmann kaupmann í Kjötmiðstöðinni I Garðabæ, en þar var deilan einna hörðust. Harðar deilur og lítill árangur af viðræðum VSÍ vill leggja ágreining um verkfallsbrot í dóm TALSVERÐ harka var í verk- fallsátökum á fyrsta degi verk- falls sjö félaga versiunarmanna, sem hófst í fyrrinótt. Verkfalls- verðir voru á ferð svo hundruðum skipti. Tii átaka kom á einum stað á Akureyri og við Kjötmiðstöðina í Garðabæ fingurbrotnaði verk- fallsvörður í ryskingum. Hart var deilt um það, hveijir mættu vinna, Morgunblaðið/Bjöm Blöndal Særún Lúðviksdóttir á skiptiborðinu hafði ekki undan að svara í símann og allar Iínur voru rauðglóandi. Amarflugs á sunnudag, síðasta daginn áður en verkfall skellur á. Haldið verður uppi beinu flugi milli Lúxemborgar og Banda- ríkjanna með DC-8 þotum félags- ins í verkfallinu og haldið áfram að fljúga frá Kaupmannahöfn til Narssarssuaq á Grænlandi og þá trúiega með viðkomu í Giasgow," sagði Edda Björk Bogadóttir. Edda Björk sagði að Flugleiðir kæmu tii með að geta afgreitt all- ar iiugvelar sem millilentu á Keflavíkurflugvelli, því hlaðmenn og starfsmenn Olíuféiagsins sem settu eldsneyti á vélamar væru ekki í verkfalli. Edda Björk sagði ennfremur, að fólk sem þegar væri búið að kaupa farmiða þyrfti ekki að hafa áhyggjur af því að sitja uppi með ónýta farmiða og allt kapp yrði lagt á að leysa vanda viðskiptavinanna. - BB og hafa vinnuveitendur lýst sig reiðubúna að leggja það ágrein- ingsmál f félagsdóm. Einnig olli ákvæði um lífeyrisréttindi á minn- isblöðum verkfallsvarða VR mikl- um taugatitringi. Lítið miðaði á fundi deiiuaðila hjá rikissátta- semjara i gær, en hann stóð enn um miðnætti í nótt. Á milli 100 og 200 verkfallsverðir sinntu verkfallsvörslu á félagssvæði VR í gær og höfðu þeir afskipti af meintum verkfallsbrotum í nær 100 tilfellum. Hart var deilt um rétt- mæti afskipta verslunarmanna. I gær sendi VSÍ verslunarmönnum bréf þar sem vinnuveitendur lýsa sig fúsa að ieggja ágreining þennan í félagsdóm. „Það ber mikið í milli. Aðfaranótt föstudagsins miðaði nokkuð í smærri málum. En ennþá er engan árangur að sjá í meginágreiningsmálinu, lág- markslaununum," sagði Guðlaugur Þorvaldsson ríkissáttasemjari laust fyrir miðnætti í nótt. Hann sagði að samningafundur hefði staðið frá klukkan 14 um daginn - að nafninu til eins og hann orðaði það. Um 100 samningamenn voru í húsakynnum embættisins þegar mest var. Hljóðið í forystumönnum deiluaðila var þungt í gærkvöldi og ljóst að þeir áttu ekki von á árangri í bráð. Verkfallsverðir VR fengu í gær í hendur blað með fyrirmælum um aðgerðir. Þar á meðal var að finna ákvæði um að ef fólk neitaði að leggja niður störf á þeim forsendum að það væri ekki í VR, eða vildi ekki vera það, skyldi gera því ljóst að ef það gengi úr féiaginu, missti það lífeyrisréttindi sín í Lífeyrissjóði verslunarmanna. „Þessar hótanir um missi al- mennra mannréttinda og lífeyris- réttinda, ef ekki væri látið að fyrir- mælum svokallaðra verkfallsvarða, kom okkur algjörlega í opna skjöldu," sagði Þórarinn V. Þórar- insson, framkvæmdastjóri VSÍ. „Fólki, sem varð fyrir þessum hótun- um, skildist að áunnin lífeyrisréttindi þess féllu niður ef það legði ekki niður störf. Lífeyrissjóðimir eru gífurlega mikilvægir, og fólk verður að geta treyst því að það, sem það er með lögum skyldað til að leggja í þá, verði ekki af því tekið." Verslunarmenn brugðust hinir verstu við túlkun vinnuveitenda á þessu atriði og afhentu ríkissátta- semjara harðorða bókun, þar sem það er fordæmt að vinnuveitendur hafi eytt öllum fundartíma frá kiukkan 14 til 19 í að rangtúlka þetta atriði. „Við vorum sannarlega ekki að hóta neinni eignaupptöku, eins og VSÍ heldur frarn," sagði Magnús L. Sveinsson, formaður VR. „í reglugerð um lífeyrissjóðinn stendur skýrum stöfum, að séu menn ekki í VR, geti þeir ekki verið í sjóðn- um. Við eigum við það að vilji menn hætta að vera í félaginu, missa þeir réttindi sín í sjóðnum framvegis, en ekki áunnin réttindi vegna iðgjalda, sem þeir hafa greitt nú þegar.“ Jóhann J. Ólafsson, formaður sjóðsstjómar Lífeyrissjóðs verslun- armanna sagði að allir sjóðsfélagar gætu verið þess fullvissir að skylda sjóðsins til að greiða félagsmönnum iífeyri væri hafin yfir allar vinnudeil- ur. Sjá einnig fréttir, viðtöl og myndir á síðu 2, 28 og 29 og fréttaskýringu um deiluna á síðu 16 og 17. Góð spretta garðávaxta ÞRÁTT fyrir kuldatíð undanfarið hefur spretta garðávaxta í gróð- urhúsum verið með besta móti. Þakka garðyrkjubændur það miklu sólskini. Vegna hagstæðra veðurskilyrða hefur uppskera verið töluvert miklu meiri en á sama tíma í fyrra. Hefur agúrkuuppskera verið allt að því helmingi meiri í ár. Afurðimar hafa að miklu leyti verið seldar á græn- metismarkaði Sölufélags garðyrkju- manna og er þar búið að selja tölu- vert meira magn af agúrkum en selst hafði á sama tíma í fyrra. Alafoss: Fundur með ráðherrum um stöðu fyrirtækisins Framkvæmdastjóri og stjórnar- menn í Álafossi komu í gær á fund fjögurra ráðherra úr ríkis- stjórninni og lýstu rekstrarvanda fyrirtækisins í Ijósi nýrrar könn- unnar, sem bandaríska ráðgjafar- fyrirtækið Boston Consulting Group hefur gert. Fundinn sátu, auk forráðamanna Álafoss, Þorsteinn Pálsson forsætis- ráðherra, Steingrímur Hermannsson utanríkisráðherra, Jón Sigurðsson viðskiptaráðherra og Friðrik Sop- husson iðnaðarráðherra. Einnig voru á fundinum Brynjólfur Bjamason, Þórður Friðjónsson og Gylfi Þ. Gísla- son. Boston Consulting Group gerði á sínum tíma úttekt á Álafossi annars vegar og ullariðnaði Sambandsins hins vegar, sem leiddi af sér samein- ingu fyrirtækjanna. Ifyrirtækið gerði fyrir skömmu nýja könnun í ljósi breyttrar rekstrarstöðu og sam- keppnishæfni fyrirtækisins, og lýstu Álafossmenn niðurstöðu þessarar könnunar. Keflavik. ALLAR símalínur hjá Flugleið- um í flugstöð Leifs Eiríkssonar voru rauðglóandi f gær. Skipti- borðið í Reykjavík var iokað vegna verkfalls félaga í Verslun- armannafélagi Reykjavíkur og var aðalsímanúmer félagsins, 690100, stillt til Suðumesja. „Þetta er eina númerið sem er opið og við höfum ekki undan að svara f yrirspumum og breyta ferðum fyrir fólk,“ sagði Edda Björk Bogadóttir afgreiðslu- stjóri Flugleiða í flugstöðinni í samtali við Morgunblaðið f gær. Afgreiðslufólk Flugleiða í flug- stöðinni er í Verslunarmannafélagi Suðumesja sem fer í verkfall að- faranótt mánudags og þá stöðvast farþegaflug frá Islandi. Edda sagði að fólk sem hringdi væri aðallega að spyija um áætlanir og flýta ferðum. „Það verða famar 10 ferðir á vegum Flugleiða og

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.