Morgunblaðið - 26.04.1988, Blaðsíða 16
16
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 26. APRÍL 1988
Skag-
firska
söng-
sveitin
Vortónleikar Skagfirsku söng-
sveitarinnar voru haldnir í Lang-
holtskirkju sl. laugardag. Stjórn-
andi söngsveitarinnar er Björgvin
V. Valdimarsson en undirleikari
Violetta Smid. Á efnisskránni
voru lög eftir Friðrik Bjamason,
Sigfús Einarsson, Jón Nordal og
tvö eftir söngstjórann, það fyrra
við kvæði eftir Ingólf Jónsson frá
Prestbakka er heitir Lindin og það
síðara við kvæðið Vorsól eftir
Stefán frá Hvítadal.
Svo sem eins og vera ber hjá
kór sem tekur framförum, þá
kemur það einkum fram í að val-
in eru æ erfiðari verkefni og nú
í ár voru það Fangakórinn úr
Nabucco eftir Verdi, Gloria eftir
Vivaldi, Regina Coeli eftir Mozart
og Allt sem gjörið þér, kórverk
eftir Buxtehude. Enn vantar á að
kórinn geti skilað stærri kórverk-
unum betur en þokkalega og
hreint en það var í íslensku lögun-
um sem söngur kórsins var sérs-
taklega fallegur. Þó er rétt að
geta þess að framburður textans
í kórverki Buxtehude var til fyrir-
myndar.
í íslensku lögunum kom það
greinilega fram, að Björgvin hefur
náð tökum á söngstíl sem er eink-
ar geðþekkur og á sérstaklega vel
við íslensku lögin. Þá hefur kórinn
sjálfur tekið svo miklum fram-
förum hvað snertir raddgæði og
samstillta tónun, að ekki er langt
í að Skagfirska söngsveitin geti
kallað sig vera annað og meira
en átthagakór.
Einsöngvarar með kórnum voru
úr röðum kórfélaga, Guðmundur
Sigurðsson, Unnur H. Amardótt-
ir, Soffía Halldórsdóttir, Friðbjöm
Ö. Steingrímsson og María K.
Einarsdóttir og var söngur þeirra
ekki nægilega góður í Mozart og
Buxtehude, þó heyra mætti fal-
lega tóna af og til. Það var helst
að Guðmundur Sigurðsson nyti
sín í lagi Björgvins við Vorsól
Stefáns frá Hvítadal, enda var það
lag klappað upp.
Hvað sem þessu líður er Skag-
fírska söngsveitin vaxandi kór og
hefur Björgvin V. Valdimarsson
náð þama vemlegum árangri í
þjálfun kórsins en honum til að-
stoðar hefur Halla S. Jónasdóttir
séð um raddþjálfunina.
Frá flutningi á Sturlu, verki Atla Heimis. Morgunbiaðið/BAR
Islenska hljómsveitin
Tónlist
Jón Ásgeirsson
Aðrir tónleikar íslensku hljóm-
sveitarinnar undir yfírskriftinni
Námur, vom haldnir sl. laugardag
í Bústaðakirkju og að þessu sinni
var efnisskráin tvískipt. Fyrri
hluti tónleikanna var til heiðurs
þremur tónskáldum, sem öll eiga
merkisafmæli á þess ári, en það
em Atli Heimir Sveinsson, Páll
P. Pálsson og Þorkell Sigurbjöms-
son. Eftir Atla Heimi var endur-
flutt verkið Novelette, sem samið
var er Guðmundur Emilsson fékk
Bjartsýnisverðlaunin. Þetta er
einfalt og áheyrilegt verk. Annað
verkið var hér einnig endurflutt
en það var Rek eftir Þorkel,
„tematískt" og vel unnið verk.
Síðasta afmælisverkið var fmm-
flutningur á Eyðimerkurljóði eftir
Pál P. Pálsson, sem hann samdi
í ný yfírstaðinni ferð Karlakórs
Reykjavíkur til Austurlanda nær.
Þetta er stemningsverk og var þar
margt fallegt að heyra. Flytjendur
þessara þriggja verka afmælis-
bamanna vom Anna Guðný Guð-
mundsdóttir og Sigurður I.
Snorrason og var flutningur
þeirra mjög góður enda bæði frá-
bærir listamenn.
Seinni hluti tónleikanna var
fmmflutningur á verkinu Sturlu
en samkvæmt hugmynd stjóm-
anda íslensku hljómsveitarinnar á
sú tónleikaröð, sem nefnist Nám-
ur, að vera „inspíreruð" af ein-
hveijum þáttum úr íslandssög-
unni. Ljóðskáld skal velja sér yrk-
isefni og út frá því og ljóðinu eiga
myndlistarmenn og tónhöfundar
síðan að skapa mynd og hljóð-
verk. Að þessu sinni varð Sturla
Þórðarson fyrir valinu og orti
Matthías Johannessen mjög
fínlegt Ijóð um Sturlu. Hallsteinn
Sigurðsson myndhöggvari gerði
myndverk úr jámi og nefnir það
Skip hugans en tónlistin er eftir
Atla Heimi Sveinsson.
I.íkingamál ljóðsins er ofíð úr
smágerðum gróðumálum
íslenskrar náttúm. Þar bregður
fyrir hafskipum er kljúfa sér leið
gegnum stórsjói tímans og horft
er í axaregg. Af Staðarhóli sér
Sturla yfír sveitina, af hólnum,
þar sem grasið er grænast en
skáldið stendur nú í spomm hans
og yrkir saman í eitt, löngu liðna
sögu og stundlega viðdvöl sína í
líðandi nútíma. Þetta er falleg og
viðkvæm ljóðræn snerting, ekki
saga, heldur djúp og einlæg íhug-
un um manninn, náttúmna og
eilífa framvindu sögunnar.
Tónverk Atla Heimis er á marg-
an hátt sérkennilegt og víða leik-
rænt í gerð. Það hefst á löngum
hljómsveitarforleik, sem er meira
í ætt við þau átök er einkenndu
tíma Sturlunga, en hugleiðingu
Matthíasar og endar á eins konar
herópi karlakórs. í flutningi
verksins er gert ráð fyrir því að
fyrri hluti ljóðsins sé lesinn en
söngverkið sjálft að aðeins unnið
yfír seinni hluta þess.
Þrátt fyrir að söngverkið sé á
köflum áhrifamikið er endir þess
nokkuð snubbóttur og er það
líklega vegna misvægi tveggja
meginþátta verksins, þ.e. að á
móti langri tónrænni hugleiðingu
Atla í forleiknum, verður söng-
hlutverkið sjálft allt of stutt. Það
sem ekki féll saman í ljóði og tón-
list er líklega vegna þess að Atli
fínnur efni sínu merkingu í átök-
um þessa óróatíma en Matthías
fjallar um manninn, en sér at-
burðina liðna og skilur þá öðmm
skilningi en þegar hann lifði þá.
Þessi sýn öðlast sérstaka þýðingu
fyrir skáldið, sem stendur í spor-
um Sturlu og hefur fyrir sér sömu
sviðsmynd, er var umgjörð 700
ára gamalla viðburða og skáldið
nemur þögla söguna en grasið á
hólum er grænt sem fyrr.
Þetta er skáldleg sýn sem ekki
átti sér samsvömn í tónrænni
útfærslu Atla, þó tónverkið væri
að öðm leyti vel samið og áhrifa-
mikið á köflum. Flutningur verks-
ins fór hið besta fram undir ör-
yggri stjóm Guðmundar Emils-
sonar en auk íslensku hljómsveit-
arinnar stóðu að þessum flutningi
Kristinn Sigmundsson, Karlakór-
inn Fóstbræður og Matthías Jo-
hannessen en lestur ljóðsins er
ofinn saman við form verksins.
P.S. Aðrir tónleikar vom haldn-
ir á sama tíma og „Námumar",
en það vom tónleikar Tónlistarfé-
lagsins og því miður tókst svo illa
til að annar gagnrýnandi Morgun-
blaðsins forfallaðist á síðustu
stundu og em hlutaðeigandi beðn-
ir velvirðingar á þessu, en það
mun næstum einsdæmi, að svona
illa takist til sem í þetta sinn.
Fjármálaráðuneytið:
Sveitarfélög fengu minna
frá ríkinu en þau áttu
JÓN Baldvin Hannibalsson fjár-
málaráðherra, hefur undirntað
reglugerð, sem felur í sér leið-
réttingu á skilagrein ríkisins á
útsvarsprósentu til sveitarfélaga
fyrir fyrstu mánuði ársins.
Reglugerðin gildir fram til 1.
júlí næstkomandi. Samkvæmt
henni er áætluð greiðsla ríkisins
8,25% i apríl i stað 6,7% eða 742,5
milljónir króna og 7,81% í stað
6,7% í maí og júni eða tvisvar
703,5 milljónir króna. Á fyrstu
þremur mánuðum ársins inn-
heimtust rúmlega 2,8 milljarðar
króna í opinber gjöld, sem er
svipað hiutfall og á sama tíma i
fyrra að sögn Snorra Olsen deild-
arsljóra í fjármálaráðuneytinu.
„Við höfum verið að líta á hvað
sveitarfélögin hafa fengið í sinn
hlut eða ættu að fá og okkur sýn-
ist það vera svipuð upphæð og þau
fengu á síðasta ári miðað við fram-
reiknaðar verðlagsforsendur,"
sagði -Snorri. Hann .sagði að fram
' V V V v'f/vWvV'
til þessa hafi skil til sveitarfélag-
anna og innbyrðis milli þeirra, verið
byggð á bráðabirgðagrunni. Var
gert samkomulag við sveitarfélögin
í nóvember á síðasta ári um þessi
skipti, sem gildir fram til 1. júlí en
þá standa vonir til að sérstakt
skiptiforrit taki við.
Sagði Snorri að greiðslur hafí
verið of lágar fyrir fyrstu þijá mán-
uðina og því kæmi þessi leiðrétting.
í janúar greiddi ríkissjóður 117
milljónir til sveitarfélaga en átti
samkvæmt áætlun, sem miðar við
reynslu þriggja fyrstu mánaða árs-
ins, að greiða 77,1 milljón. í febrú-
ar greiddi ríkissjóður 396 milljónir
en átti að greiða rúmlega 586,2
milljónir og í mars greiddi ríkissjóð-
ur 531 milljón en átt að greiða
703,5 milljónir.
Innheimta opinberra gjalda í
ríkissjóð samkvæmt staðgreiðlsu-
kerfi var rúmlega 101 millj. í jan-
úar, 1.263 millj. í febrúar og 1.515
irriHj."f tnp.-: ' >,''' >
Sumarið heils-
aði kuldalega
Neskaupstað.
SUMARIÐ heilsaði okkur Norð-
firðingum á fremur kuldalegan
hátt, allt á kafi í spjó en búist
er við betri tíð með blóm í haga.
Fremur erfítt hefur verið um
samgöngur að undanfömu og hefur
t.d. ekkert verið flogið hingað með
alvörufhigvélum síðustu ;daga ,en &
sumardaginn fyrsta birtist eins og
vorboði Fokker-vél frá Flugleiðum.
Fólk hefur verið duglegt að gefa
smáfuglunum og í matinn mæta
snjótittlingar, skógarþrestir og
sjaldséðir gestir eins og gráþrestir
og svartþrestir. Einnig laumast
rjúpan í veisluna annað slagið.
V, v>’v V v V V V V
V V v V V
Frá Ábyrgð hf.:
Villandi og
skaðleg frétt
Stjóm Ábyrgðar hf. hefur fjallað
um frétt þá um félagið sem lesin
var margoft í mismunandi útgáfum
í Stjömufréttum föstudaginn 15.
apríl sl. Mjög villandi og skaðandi
upplýsingar um Ábyrgð komu fram
í frétt þessari. Við lítum slíka frétta-
mennsku mjög alvarlegum augum
og óskum þessvegna eftir því að
eftirfarandi komi fram:
Frétt sem útvarpsstöðin Stjarnan
flutti föstudaginn 15. apríl sl. um
það að Ábyrgð hf., tryggingafélag
bindindismanna, hafi ákveðið að
draga sig af bifreiðatrygginga-
markaðnum, er alröng. Félagið hef-
ur ekki neinn hug á að draga sig
út úr tryggingum, hvorki bifreiða-
tryggum né öðrum tryggingum og
mun halda áfram þróttmiklu starfí
í þágu bindindismanna. Að gefnu
tilefni vill félagið taka fram, að það
á ekki í neinum greiðsluerfiðleikum
og fullnægir öllum kröfum stjóm-
v'VySdanftijgjájdþ01. ■ I\'\,vvv
v *vvvvvvvv v V V v V V V V V * V V » V