Morgunblaðið - 26.04.1988, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 26.04.1988, Blaðsíða 30
30 • MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 26. APRÍL 1988 FRÖNSKU FORSETAKOSNINGARNAR Kosið gegn innflytjend- um og háum sköttum París, Reuter. , ui s r cv HÆGRI-öfgasinninn Jean-Marie Le Pen vann stórsigur í fyrri umferð frönsku forsetakosning- anna, sem fram fór á sunnudag. Það kom stjórnmálaskýrendum reyndar ekki á óvart að Le Pen skyldi vinna á, en að hann skyldi fá tæp 15% atkvæða hefði engan órað fyrir. Stefna Le Pens er óljós í mörgum málum, en þegar „innflytjendavandinn“ er annars vegar er Le Pen ómyrkur í máli. í Frakklandi býr um 1,5 milljón innflytjenda — flestir márar. „Hvers vegna ég kýs Le Pen? Vegna innflytjendanna," sagði roskinn Parísarbúi í sjónvarps- viðtali við manninn á götunni og samskonar svör bergmáluðu i fjölmiðlum víðsvegar um landið. Nærri 4,5 milljónir manna studdu Le Pen og stefnumál hans, sem beinast helst gegn innflytjendum og sköttum. Eigi að síður dugði það hinum 59 ára gamla frambjóðanda ekki til þess að komast áfram í aðra umferð kosninganna, sem fram fer hinn 8. maí. Samtök, sem beijast gegn kyn- þáttahatri, hafa lýst yfir megnum vonbrigðum með niðurstr ður kosn- inganna. Abder Dahmane, sem er formaður Generation 2900, fransk-arabísks vináttufélags, beindi þeim tilmælum til allra Evr- ópuþjóða að vera á varðbergi svo stjómmálaskoðanir Le Pens næðu ekki frekari útbreiðslu. Sakaði hann Le Pen um að vera „laumunazista" og sagði í samtali við Reuters- fréttastofuna: „Ef þetta fyrirbæri breiðist út fyrir landamærin verður um meiriháttar evrópskt stórslys að ræða með fasísk öfl í broddi fylkingar." Reiðar- slagfyrir komm- únista París, Reuter. KOMMÚNISTAR biðu mesta kosningaósigur sinn i forseta- kosningunum á sunnudag. Fékk frambjóðandi þeirra, André Lajoinie, aðeins 6,5% atkvæða. Pierre Juquin, sem klauf sig út úr Kommúnista- flokknum, fékk aðeins 2,13%. Þykir mönnum Snorrabúð nú vera stekkur, en þegar best lét, eftir seinni stríð fékk for- setaframbjóðandi hans um 30% atkvæða. Lajoinie lét sér fátt um fínnast og sagðist ekki hafa búist við betri úrslitum. „Áhrif okkar eru mun víðtækari en úrslitin gefa til kynna," sagði Lajoinie ogtaldi að margir stuðningsmenn sínir hefðu kosið Mitterrand forseta. Hin dvínandi stuðningur við flokksins endurspeglar að nokkru þjóðfélagsbreytingar í Frakklandi, en þar heftir þunga- iðnaður mjög dregist saman og um leið fækkar ófaglærðum verkamönnum, en þangað hafa kommúnistar sótt stærstan hluta fylgis síns. Þá hafa lq'ör verka- manna batnað mjög án þess að kommúnistar geti þakkað sér hina auknu velmegun. Stjómmálaskýrendur telja hitt ekki skipta minna máli, að mikill hluti fyrrverandi kjósenda kommúnista hefur gefíst upp á flokknum og snúist á sveif með Jean-Marie Le Pen hinum öfga- sinnaða frambjóðanda Þjóðem- isfylkingarinnar. Tæpitungnlaus frambjóðandi Frönsk dagblöð skýra sigur Le Pens að nokkru með því að hann hafi — öfugt við aðra frambjóðend- ur — komið sér málalengingalaust að efninu og það hafí kjósendur, langþreyttir á þjarki Mitterrands og Chiracs um keisarans skegg, kunnað að meta. Dagblaðið Le Monde segir fleira hafa laðað kjósendur að Le Pen en lausnir hans á „innflytjendavanda- málinu". Sagði það hann hafa hirt atkvæði frá vinstriflokkunum með því að snúast til vamar litla mannin- um, „hinum fátæku, atvinnulausu og þeim sem útundan hafa orðið í þjóðfélaginu — að því tilskyldu að þeir hafí frönsk vegabréf," sagði í Le Monde. „Frakkland hefur fundið sér trú- boða að bandarískum hætti ... Frakkland Jean-Marie Le Pens er nýtt fyrirbæri, sem snýst um nokkr- ar einfaldar hugmyndir, sem ganga út á sameiginlega baráttu gegn inn- flytjendum, ótta og skrifræði," ritar dálkahöfundurinn Sophie Huet í hið íhaldsama dagblað Le Figaro. Vegna atkvæða þeirra, sem Le Pen sópaði að sér, kann hann að valda úrslitum um hver ber sigur úr býtum í annarri umferð. Hann hefur enn ekki tilkynnt hvort hann hyggist styðja annan hvom þeirra Chiracs og Mitterrands og hefur ekki í hyggju að láta neitt upp um það fyrr en 1. maí. Ekki sú dægurfluga . sem talið var Hvað sem um Le Pen og skoðan- ir hans má segja hafa þessar kosn- ingar leitt í ljós að hann er ekki sú dægurfluga, sem „hinir ábyrgari" stjómmálamenn Frakklands hafa viljað vera láta til þessa. Front National er orðið stjómmálaafl, sem virðist eiga í fullu tré við hægri- flokka þeirra Jacques Chiracs og Raymonds Barres, þó svo Þjóðemis- fylkingin sé vissulega mun lausari í reipunum en hinir rótgrónari flokkar. En sumir hafa bent á að einmitt í því felist styrkur hennar; mark sé tekið á Le Pen þegar hann tali um breiðfylkingu Frakka, sem fengið hafí nóg af gömlum kerfís- lausnum. Jean-Marie Le Pen greiðir sigurviss atkvæði. Reuter Hvorki Mitterrand né Chirac vilja styggja kjósendur Le Pens Nevers i Frakklandi, frá Steingrimi Sigurgeirssyni. vert færri atkvæði en hann hafði ÞÓ Franqois Mitterrand hafi fengið flest atkvæða allra fram- bjóðenda í fyrri umferð frönsku forsetakosninganna er Jean- Marie Le Pen hinn ótviræði sigur- vegari kosninganna. Honum hafði verið spáð fylgi á bilinu 10-12% en öllum á óvart fékk hann tæp 15% atkvæða, sem er mikill mun- ur frá síðustu forsetakosningum, árið 1981. Þá tókst Le Pen ekki einu sinni að safna saman þeim 500 undirskriftum sem er krafist til þess að framboð sé fullgilt. Síðari umferð kosninganna fer fram eftir tvær vikur, sunnudaginn 8. maí, og takast þá á þeir Fran?ois Mitterrand, Frakklandsforseti, og Jacques Chirac, forsætisráðherra. Þeir fengu flest atkvæði í fyrri um- ferðinni en geta þó hvorugur hreykt sér af árangrinum. Mitterrand fékk 33,9% atkvæða í fyrri umferðinni, sem er einungis 2,9% atkvæða meira en Sósíalistaflokkurinn fékk í þing- kosningunum árið 1986 sem flokk- urinn tapaði, og töluvert minna en forsetanum hafði verið spáð. Le Pen tók frá öllum Jacques Chirac fékk einnig tölu- vonast eftir. Hann fékk 19,74% at- kvæða sem er einungis 1,4% meira en hann fékk í fyrri umferð forseta- kosninganna 1981. Hinn frambjóð- andi hægrimanna, Raymond Barre, fékk einnig færri atkvæði en honum hafði verið spáð og virðist því sem Le Pen hafí veitt atkvæði frá öllum helstu frambjóðendunum. Hann er eflaust sá frambjóðandi sem hefur hagnast mest á ummælum Mitterr- ands um kosningarétt handa inn- flytjendum og á hryðjuverkum á Korsíku og í Nýju Kaledóníu rétt fyrir kosningamar. Barre til liðs við Chirac Þeir Chirac og Barre héldu sam- eiginlegan blaðamannafund þegar úrslit lágu fyrir. Barre þakkaði þar stuðningsmönnum sínum iiðveisluna og sagði að nú væi i það Chirac sem myndi beijast við frambjóðanda só- síalista 8. maí. Hann sagðist treysta því að Chirac myndi veija þau mark- mið sem hann hefði sjálfur barist fyrir og bað kjósendur sína um að veita honum atkvæði sitt gegn Mit- terrand. Chirac sagði að hann myndi nú hefja baráttuna fyrir síðari um- ferðina. Hann væri frambjóðandi þeirra sem höfnuðu afturiivarfi til sósíalísku tilraunarinnar 1981, þeirra sem höfnuðu óvissunni og þeirra sem höfnuðu þeirri stöðnun sem einkenndi boðskap sósíalista. Mitterrand eyddi kosningadegin- um í heimabæ sínum, Chateau- Chinon í Mið-Frakklandi. Þaðan flutti hann stutt ávarp í sjónvarpi þegar ljóst var hvemig línur lægju í kosningunum. Forsetinn þakkaði þeim sem höfðu stutt hann í barátt- unni fyrir lýðræði, framfömm, fé- lagslegu jafnrétti og jöfnum tæki- færum. Bað hann þá sem væru hon- um sammála en hefðu ekki greitt atkvæði í fyrri umferðinni að styðja sig í þeirri síðari. Le Pen í lykilstöðu Gera má ráð fyrir að megnið af kjósendum Barres muni styðja Chirac í síðari umferðinni og stendur hann því jafnfætis Mitterrand með um 35% atkvæða. Vandi þeirra er hvemig breyta eigi 35% í rúmlega 50%. Jafnvel þó Mitterrand myndi fá öll atkvæði greidd frambjóðendum kommúnista í fyrri umferðinni, sem er fremur ólíklegt, myndi það ekki nægja honum. Sigurinn mun því ráðast af því hvar atkvæði Le Pens munu lenda. Úrslitin eru óskastaða fyrir hann og mun hann eflaust reyna að ná einhvers konar sam- komulagi við Jacques Chirac. Chirac getur ekki treyst því að kjósendur Le Pens muni af sjálfu sér styðja framboð hans, þar sem stór hluti kjósenda Le Pens og flokks hans FYont National, Þjóðemisfylkingar- innar, samanstendur af óánægðum kjósendum af vinstri vængnum. Það gæti því verið freistandi fyrir forsæt- isráðherrann að reyna að gera ein- hvers konar samkomulag við Le Pen. Slíkt gæti þó reynst honum örlagaríkt. Stuðningsmenn Barres myndu margir aldrei greiða fram- bjóðanda atkvæði sitt sem væri í samfloti við Le Pen. En hvemig sem fer er ljóst að margur frambjóðand- inn vill ekki styggja Le Pen að óþörfu. Le Pen sagði sjálfur eftir. kosningamar að honum hefði tekist að framkvæma ,jarðskjálfta“. Hann hefur ekkert sagt hvom frambjóð- andann hann muni styðja en fyrr í kosningabaráttunni sagðist hann ætla að greina frá afstöðu sinni 1. maí. Sá dagur hefur hingað til verið kenndur .við verkamenn en Le Pen ætlar þá að heiðra Jóhönnu af Örk, en besta verk mærinnar frá Orleans telur Le Pen hafa verið að fleygja útlendingum út úr Frakklandi. Hlutabréf lækka íParís Reuter Hlutabréf lækkuðu lítillega í verði í gær í kauphöllinni í París og sögðu sérfræðingar að það mætti rekja til úrslita fyrri umferðar forsetakosning- anna í Frakhiandi. Fylgi Jacques Chiracs, forsætisráðherra, hefði reynst minna en menn hefðu ætlað og kynni það að draga úr áhuga á að festa fé í frönskum verð- og hlutabréfum á næstunni. Gera má ráð fyrir því að óvissa verði ríkjandi þar til síðari umferð kosninganna hefði farið fram. Úrslit fyrri umferöar frönsku forsetakosninganna Juquin 2,13% Auö og ógild 6,72% Lajoinie 6,86% Le Pen 14,61% Mitterrand 33,90% Franfois Míttorrand Morgunblaíxé / AM - BS
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.