Morgunblaðið - 26.04.1988, Blaðsíða 20
20
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 26. APRÍL 1988
F ASTGEN GISSTEFN A
KJÚKUNGAS
eftir Jóhann Rúnar
Björgvinsson
Eru
Holtakj úklingar
bestir?
Við höfum verið að
velta því fyrir okkur
vegnaþess.að við
seljum fleiri þúsundir
í hverjum mánuði.
Grillaðir á aðeins
3 stk. í pakka
5 stk. í pakka
469 kr./kg
Laugalæk2, s. 686511
Garðabæ,s. 656400
Markmið þessarar greinar er að
varpa ljósi á inntak fastgengisstefn-
unnar.
I. Frjálst og fast gengi
Við fijáls gjaldeyrisviðskipti án
afskipta yfírvalda ræðst verð eða
gengi gjaldeyris af framboði og eft-
irspum hans. Aukin eftirspurn og
sömuleiðis minnkandi framboð leiða
til hærra verðs, en aftur minnkandi
eftirspurn og aukið framboð til
lægra verðs. Framboð gjaldeyris
stjómast af kaupum erlendra aðila
á annars vegar innlendri framleiðslu
(útflutningi) og hins vegar á inn-
lendum verðbréfum (m.a. skulda-
bréfum). Eftirspumin stjómast aft-
ur á móti af kaupum innlendra að-
ila á erlendri framleiðslu (innflutn-
ingi) og á erlendum verðbréfum, og
af s.s. afborgunum og vaxtagreiðsl-
um af áður seldum skuldabréfum.
Við frjálst gengi myndi aukin
eftirspum erlendra aðila eftir inn-
lendri framleiðslu og því aukið fram-
boð gjaldeyris leiða til lækkunar á
gengi hans. Sama gerist ef innlend-
ir aðilar tækju í auknum mæli er-
lend lán. Hið gagnstæða ætti sér
hins vegar stað ef innlend eftirspum
eftir erlendri framleiðslu ykist,
þ.e.a.s. eftirspum eftir gjaldeyri vex
og verð hans hækkar.
Við fastgengisstefnu aftur á móti
leitast Seðlabanxi við að halda föstu
gengi á gjaldeyri með því að stýra
framboði og eftirspum hans, og með
því að skuldbinda sig til að kaupa
og selja gjaldeyri á því fasta gengi.
Hann mætir því auknu framboði
gjaldeyris, vegna t.d. aukinnar er-
lendrar eftirspumar eftir innlendri
framleiðslu eða vegna aukinnar er-
lendrar lántöku, með því að kaupa
þann gjaldeyri sem boðinn er á þessu
fasta gengi. Verð gjaldeyris verður
því óbreytt þótt framboðið hafí auk-
ist. Þá mætir Seðlabanki aukinni
eftirspum eftir gjaldeyri með auknu
framboði, þannig að gengið verður
óbreytt þótt eftirspumin sé meiri.
Fleiri dæmi mætti nefna, en niður-
staða þeirra er svipuð.
II. Vandinn hér á landi
Vandinn við framkvæmd fast-
gengisstefnu hér á landi er fyrst og
fremst vanmegnug peningastjóm-
un, en hún torveldar mjög fram-
kvæmd slíkrar stefnu. Ef t.d. aukið
framboð gjaldeyris vegna aukinnar
útflutningsframleiðslu eða erlendra
lántaka veldur auknu peningamagni
í umferð sem ekki á sér samsvömn
á innlendri framleiðsluaukningu
vegna t.d. fullrar nýtingar fram-
leiðsluþátta eru líkur á þenslu innan-
lands sem aftur veldur innlendri
verðbólgu og auknum innflutningi.
Aukin innlend verðbólga umfram
erlenda við fast gengi hefur í för
með sér að gjaldeyrir rýmar að verð-
gildi mælt í innlendu verðlagi,
þ.e.a.s. raunvirði (raungengi) hans
lækkar eða m.ö.o. meira magn af
erlendri framleiðslu fæst fyrir sama
magn innlendrar framleiðslu; við
lægra raunvirði gjaldeyris vilji menn
því kaupa meira af honum en áður.
Umframeftirspum myndast sem
Seðlabanki mætir annaðhvort með
auknu framboði þannig að fast
gengi haldist, eða með þvingunum,
s.s. skömmtun á gjaldeyri sem þýð-
ir að hluta eftirspumarinnar verður
ekki fullnægt.
En fleira kemur til. Yfirlýsingar
stjómvalda um áframhaldandi fast
gengi ásamt þeirri staðreynd að
gjaldeyrir rýmar að verðgildi mælt
í innlendu verðlagi auka til muna
eftirspum eftir erlendum lánum og
því framboð gjaldeyris. Þá gætir
svipaðra áhrifa af þeirri staðreynd
að innlendir vextir eru í flestum til-
fellum verðbólgutryggðir, sem gerir
kaup á innlendum skuldabréfum
mjög gimileg í augum erlendra að-
ila.
Jafnvægi getur skapast milli eft-
--- irspumar og framboðs, en spuming-
ujiuuuri.Htuimiimiii
in er með hvaða hætti peninga-
stjómunin mætir þessu aukna fram-
boði. Ef reynt er að stýra peninga-
magninu í umferð á þann veg að
ekki leiði af þensla getur skapast
grundvöllur fyrir árangursríkri fast-
gengisstefnu. En ef hins vegar auk-
ið framboð kemur fram í auknu
peningamagni og áframhaldandi
þenslu verða forsendur fastgengis-
stefnunnar æ veikari; áframhald-
andi verðbólga ýtir undir frekara
framboð gjaldeyris o.s.frv. Seðla-
banki getur reynt að spyma á móti
með því að hefta framboð og eftir-
spum gjaldeyris, með s.s. gjaldeyris-
umsóknum og umsóknum um er-
lendar lántökuheimildir. En stað-
reyndin er sú að aðhaldslaus pen-
ingastjómun og fastgengisstefna
fara ekki saman.
III. Afleiðingar vandans
Þegar innlend verðbólga er meiri
en erlend og fastgengisstefnu er
fylgt verður afrakstur erlends
vinnuafls og fjármagns stöðugt
ódýrari mælt í innlendum afrakstri.
Þetta þýðir m.ö.o. að innlendur
kaupmáttur vex. Þá rýma erlend lán
stöðugt að verðgildi ásamt því sem
innlendir vextir gefa mun meira í
aðra höndina en erlendir. Hér áður
fyrr bmnnu innlend lán upp í verð-
bólgunni, nú brenna hin erlendu
þótt hægar sé.
Afleiðingar þessa misvægis eru
einkum tvær. í fyrsta lagi eru líkur
á miklum viðskiptahalla þar sem
erlend framleiðsla verður stöðugt
ódýrari og því eftirsóknarverðari á
sama tíma sem innlend framleiðsla
í erlendri samkeppni verður stöðugt
dýrari og erfíðari. I öðru lagi eykst
erlend skuldasöfnun verulega og
þar sem erlend lán eru mun hag-
stæðari en innlend.
IV. Lokaorð
Brýnt er að menn skilji þetta
samhengi peningastjómunar og
fastgengisstefnu; að innlend verð-
bólga geti ekki til lengdar verið
meiri en sú erlenda við fast gengi
nema með fyrmefndum afleiðingum
viðskiptahalla, rekstrarerfíðleika og
erlendrar skuldasöfnunar. Mikil-
vægt er því að Seðlabanki og stjóm-
völd reyni að reka skynsama og
virka peningastefnu og skapi nauð-
synleg skilyrði til slíks. Þá er mikil-
vægt að undirstrika að mistökin við
framkvæmd fastgengisstefnunnar
hér á landi hafa ásamt öðmm þátt-
um aukið annars vegar innlendan
heildarkaupmátt sem er kostaður
með erlendri skuldasöfnun, og hins
Jóhann Rúnar Björgvinsson
„Brýnt er að menn skilji
þetta samhengi pen-
ingastjórnunar og fast-
gengisstefnu; að inn-
lend verðbólga geti
ekki til lengdar verið
meiri en sú erlenda við
fast gengi nema með
fyrrnefndum afleiðing-
um viðskiptahalla,
rekstrarerf iðleika og
erlendrar skuldasöfn-
unar.“
vegar kaupmátt heildarlauna, sem
er kostaður m.a. af innlendri fram-
leiðslu í erlendri samkeppni.
Eðlilegt er að menn vilji halda
þeim kaupmætti sem þeir hafa
áunnið sér, en þó er ljóst að hluti
hans hefur komið til vegna mistaka
eins og áður greinir. í umræðunni
er oft talað um að leiðrétting á gengi
hafí aðeins í för með sér aukna
verðbólgu og sömu erfíðleika og
áður að nokkrum mánuðum liðnum,
þar sem launþegar muni krefjast
bóta vegna skerðingar á kaupmætti
sem slík leiðrétting hefur í för með
sér. En eitt er víst að mikill við-
skiptahalli og erlend skuldasöfnun
getur ekki staðist til lengdar. Því
verður að fínna lausn á þessum
vanda fyrr eða síðar og helst þá sem
veldur samfélaginu minnstum til-
kostnaði. Sú lausn er ekki auð-
fundin né einföld. Líklega liggur hún
í einhvers konar þjóðarsátt um
hvemig megi leiðrétta þessi mistök
með minnstum tilkostnaði. Margir
þurfa að gefa eftir skammtíma
hagsmuni í stað langtíma hagsmuna
og hagsmuna samfélagsins í heild.
Vilji fyrir slíkri þjóðarsátt er ef til
vill ekki mikill um þessar mundir,
en hvert stefnir?
Að lokum er spurning hvort ekki
sé kominn tími til gagngerrar endur-
skoðunar á stjóm peningamála
landsins með virkari stjómun í huga,
þegar tillit er tekið til þess glund-
roða sem hún hefur valdið í gegnum
árin. Ljóst er að innlend verðbólgu-
þróun undanfama áratugi á sér
ekki fordæmi meðal annarra vest-
rænna ríkja á svipuðu velmegunar-
stigi. Hver skyldi vera ástæða þess?
í þessu sambandi mætti velta fyrir
sér hvort auðlindaskattur hafi ekki
mikilvægu hlutverki að gegna í
þessu samhengi, þ.e.a.s. að hann
hafí ekki aðeins það hlutverk að
stuðla að hámarksnýtingu fram-
leiðsluþátta í sjávarútvegi heldur
ekki síður það hlutverk að stýra
peningamagni í umferð sem tæki í
höndum Seðlabanka.
Ef staðreyndin er sú að bæði
aukinn sjávarafli og hagstæðari við-
skiptalq'ör hafa óhindrað í gegnum
árin skilað sér í auknu peninga-
magni í umferð er ekki að undra
þótt verðbólga hafí verið mikil hér
á landi. Við slíkar aðstæður er hag-
stjóm með minnsta móti, því einn
megintilgangur hagstjómar er að
stuðla að sem jöfnustum vexti í
hagkerfinu, þar sem sveiflur til og
frá eru dýru verði keyptar í sóun
verðmæta. Með auðlindaskatti er
hægt að draga úr meginaflvaka
slíkra sveiflna, þ.e.a.s. ef vel árar
til sjávar og á erlendum fískmörkuð-
um er auðlindaskatturinn hækkaður
en aftur lækkaður ef illa árar. Það
ætti líka að vera löngu liðin tíð að
líta á sjávarútveg sem eitthvert
áhættuspil þar sem mikill hagnaður
er eitt árið og tap það næsta, enda
er slíkur búskapur meira í ætt við
veiðimannabúskap en nútíma þjóð-
arbúskap.
Hér er mikið verk að vinna sem
ekki verður lokið á einni nóttu held-
ur á nokkrum árum ef ekki áratug-
um, en þegar það er komið í höfn
eigum við að líkindum meiri samleið
með öðrum vestrænum ríkjum hvað
verðbólguþróun snertir en nú.
Höfundur er hagfræðingvr hjá
Þjóðhagsstofnun.
tl
Sportvöru-
verslun
opnuðí
Hveragerði
Hveragerði.
NÝLEGA var opnuð sport-
vöruverslun í Hveragerði og
hlaut hún nafnið Hverasport.
Eigendur hennar eru hjónin
Andrés Úlfarsson og Steinunn
Sigurðardóttir.
Ætla þau að bjóða allar al-
mennar íþróttavörur, ferðasport-
vörur og mikið úrval af veiðivör-
um. Er markmiðið að bjóða góð-
ar vörur á góðu verði.
Andrés kvaðst mundi hafa
verslunina opna allar helgar eft-
ir 1. júní, en þangað til alla virka
daga og á laugardögum.
Kvaðst hann vonast til að
geta veitt hinum mörgu ferða-
mönnum sem heimsælga Hvera-
gerði góða þjónustu svo og
heimamönnum.
Nýja verslunin er að Breiða-
mörk 10.
- Sigrún
Andrés Úlfarsson í verslun sinnl Morgunblaðið/Sigrún Sigfttsdóttir