Morgunblaðið - 26.04.1988, Blaðsíða 53

Morgunblaðið - 26.04.1988, Blaðsíða 53
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 26. APRÍL 1988 53 Ásdís, búsett á Akureyri, gift ísleifi Ingimarssyni, Þóranna Rósa hár- skerameistari, búsett í Kanada, gift Rob Roy, Kristjana, búsett á Horna- firði, sambýlismaður hennar er Guðjón Hjartarson, Hafsteinn Viðar háskólanemi, búsettur í Reykjavík, giftur Ingu Láru Birgisdóttur og Guðbjörg hárskeri, búsett í Reykjavík, sambýlismaður hennar er Ragnar Antonsson. Fyrstu árin í Reykjavík starfaði hann sem leigubílstjóri, en varð síðan vagnstjóri hjá Landleiðum og keyrði þá oftast Hafnarfjarðarleið. 1972 hóf hann störf hjá Reykjavík- urborg, fyrst við íþróttahús Réttar- holtsskóla, en tók svo við húsvarð- arstöðu í Hagaskóla 1976 oggegndi því starfi upp frá því. Þegar Jens og Sigurbjörg, sem alla tíð voru ákaflega samhent, höfðu lokið við uppeldi sinna sjö baraa, var það þeirra sameiginlega áhugamál að byggja myndarlegt sumarhús aust- ur í Laugardal. Það hefur verið gaman undanfarin ár að fýlgjast með hvað vel hefur gengið, fyrst að byggja húsið og svo að rækta landið sem því fylgir. Jens var maður með hlýlega framkomu og eftir því vel liðinn hvar sem hann fór, hafði ásamt konu sinni ákaflega gaman af að taka á móti gestum sem heimsóttu þau, og var þá sama hvort heim- sóknin var á heimili þeirra á Meist- aravöllum eða í sumarhúsið í Laug- ardalnum. Við erum mörg sem margs mun- um sakna við fráfall Jens. Eitt af mörgu sem ég mun sakna er að geta nú ekki heimsótt hann í Laug- ardalinn, til þess að fá að fara með honum niður að á og renna fyrir silung, þó að á ýmsu gengi með veiðina gerði það ekkert til, því það var eins og það væri lögmál að þær stundir ætti ekki að ræða annað en það sem væri spaugsamt og til þess sagt að hlæja að, enda var oft hlegið dátt. Síðasta heimsókn mín til Jenna á sjúkrahúsið var fjórum dögum fyrir andlát hans. Þá hafði hann fengið góða von um að komast heim innan fárra daga, en svo varð því miður ekki. Tveim dögum síðar ágerðist sjúkleiki hans skyndilega. Eftir það lifði hann í tvo sólar- hringa. Þó sonur hans, sem var erlendis atvinnu sinnar vegna, og tvær dæt- ur hans búsettar erlendis, reyndu að flýta för sinni hingað til lands, náðu þau ekki að sjá föður sinn á lífí. Nú þegar Jens er kvaddur hinstu kveðju vil ég og fjölskylda mín þakka honum góð kynni. Blessuð sé hans minning. Eiginkonu, börn- um og aðstandendum öllum vottum við okkar innilegustu samúð. Guðmundur J. Kristjánsson Dagana 11. til 16. apríl geisaði á Norðausturlandi hið versta veður sem komið hafði á þessum vetri. Stormurinn æddi um með tilheyr- andi snjókomu og ofsa. Sunnudaginn 17. apríl var aftur komið besta veður, eins og það getur orðið best í Eyjafirði. Fann- hvítur fjallahringurinn stóð á haus í firðinum. Einhver dásemdar ró og friður var yfir öllu. Það var þennan friðsæla apríldag sem mér barst fregnin af láti tengdaföðurs míns Jens Ragnarssonar, Jenna. „Þann allan dag fór lagið ekki úr huga mínum Alltaf lá það utan við raddsvið mitt Rödd mín eins og stradivaríus í óvitahöndum Þá var það mér þyngri raun en endranær að kunna ekki að leika á hljóðfæri" (I. Júl. - Leirfuglar) Pétur Jens Víborg eins og hann hét fullu nafni, fæddist á Isafirði 5. okt. 1925. Foreldrar hans voru Ragnar Pétursson og Stefanía Eiríksdóttir. Eyrún Eiríks- dóttír - Minning Eyrún Eiríksdóttir fæddist í Hafnarfírði, en ólst upp á Karls- skála í Grindavík hjá móður sinni, Guðrúnu Steinsdóttur, og stjúp- foður, Ágústi Karli Guðmundssyni. Faðir hennar, Eiríkur Ingvason, drukknaði áður en hún fæddist. Guðrún var söngkona góð og mætti ötullega við messugerðir í Grindavík, enda sterkur hlekkur í kirkjukór Svavars Ámasonar org- anista þar. Eiríkur Ingvason var Ámesingur og bróðir hans var Kristinn, sem lengi var vel þekktur organleikari við Laugameskirkju í Reykjavík. Ekki er gott að staðhæfa hvaðan listgáfa kemur, sem einstaklingum er gefín, en hitt er víst, að tónást var Eyrúnu í blóð borin og hefir hún dreifst ríkulega til afkomend- anna, sem margir em tónlistarmenn og fjölhæfir á ýmsum öðrum svið- um. Þegar ég sá Eyrúnu fyrst átti hún heimili á Framnesi í Keflavík, hjá systmnum Guðlaugu og Jónínu Guðjónsdætmm, sem báðar vom kennarar við bamaskólann þar, um áratugi. Þær systur vom afar gest- risnar og höfðu miklum fróðleik að miðla, enda skemmtilegt að koma á heimili þeirra og nutum við hjón- in þess í ríkum mæli. Við þekktum fáa í byggðarlaginu, vomm meðal §ölda innflytjenda á þessum ámm. Maðurinn minn, Hallgrímur, gerðist kennari við sama skóla og Framnes- systur, eins og þær vom almennt kallaðar, og leiddu kynni hans og þeirra til þess, að við urðum nokkuð tíðir gestir á Framnesi. Þá var tíminn ekki orðinn eins hraðfleygur og nú, enda fjölmiðlafárið ekki byij- að að brjóta niður mannleg sam- skipti. Fólk gat leyft sér að hittast og blanda geði yfír kaffibolla á ró- legum stundum. Já, sannarlega er ég þakklátur fyrir að hafa átt þess kost að kynnast Framnesheimilinu, á þessum fyrstu ámm mínum í Keflavík. Eins og áður er getið var Eyrún til heimilis á Framnesi um þessar mundir, en vann við afgreiðslustörf í Alþýðubrauðgerðinni. Ung var hún að ámm er hún varð fyrir þeirri reynslu að missa eiginmann sinn, Magnús Sigurðsson, eftir skamma sambúð, en hann drukkn- aði í ofsaveðri á leiðinni frá Reykjavík til Keflavíkur, á mb. Huldu. Magnús var fóstursonur Framnessystra, en móðir hans var Ágústa systir þeirra. Eina dóttur höfðu ungu hjónin eignast, sem i hlaut nafnið.Gauja Guðrúmog.ivár .noaisJ fiobaoO Jí'rg ,u>TnofnA sólargeisli heimilisins og yndi móð- ur sinnar. Á Framnesi var einnig aldurhnigin kona, móðir systranna, Guðrún Torfadóttir, fulltrúi hins gamla tíma. Sat hún oftast á rúmi sínu með pijóna í höndum, sem tif- uðu mjúklega og seiddu fram klingj- andi tóna, eins og lágvært undir- spil við samtal fólksins. Unga konan, Eyrún, tók gjaman að sér húsmóðurskyldumar ef hún var heima, hellti á könnuna og bar gestum kaffí. Hlýleg, glöð og höfð- ingleg gekk hún um beina og sá um að ekkert vantaði — tók einnig þátt í samræðunum en virtist þó frekar hlédræg og hefír kannski ekki notið sín fyllilega í óljósri stöðu sinni, þó systumar létu sér mjög annt um hana og væru henni góðar. En tímans elfur hélt áfram að streyma að ósi með sorgir og gleði, eins og ævinlega. Þannig barst til Keflavíkur ungur og glæsilegur Austur-Húnvetningur, Sigtryggur Ámason, duglegur hagleiksmaður. Réðst hann snemma til löggæslu- starfa þar og varð síðan yfírlög- reglumaður í 33 ár. Ámi faðir Sig- tryggs var rithöfundur og minnist ég lítillar sögu eftir hann, sem ég las á unglingsárum og hét Æsku- minningar smaladrengs. Þetta var hugljúf bók, ég naut hennar vel og lifði mig inn í hlutverk smala- drengsins. Móðir Sigtryggs hét Þórunn og var Hjálmarsdóttir. Hún unni fögr- um tónum, söng mikið og spilaði vel á harmóniku. Hálfbróðir hennar var Guðmann Sigtryggur Hjálmars- son, fjölhæfur og listrænn maður. Hann stjómaði kórum, spilaði á orgel í mörgum kirkjum, samdi lög og var góður hagyrðingur. Þá má geta þess að föðurfrændi Sig- tryggs, skáldið á Bólu, skar með kutanum sínum . . . máttuga megin stafi/ og myndir á askinn sinn,“ eins og Davíð Stefánsson segir í kvæði sínu, Askurinn. í Keflavík, eins og víðar annars staðar, lágu vegir til allra átta, þar hittust Eyrún og Sigtryggur og felldu hugi saman. Síðan lá seiðin inn í hjónabandið og um það leyti stofnuðu þau sitt eigið heimili. Þá kom sér vel að Sigtryggur var vel verki farinn og laginn við smíðar. Notaði hann vel hveija frístund, sem gafst til að koma upp íbúð handa fjölskyldunni, sem stækkaði óðum. Seinna byggði hann myndarlegt einbýlishús á Framnesvegi 8, enda þörfín vaxandi því bömin urðu sjö, auk Gauju Guðrúnar tíóttur Eyrúnar; frá fyrra .fioaeJjlibanaH inóuD hjónabandi. Gauja er gift Kjartani Finnbogasyni, lögregluvarðstjóra á Keflavíkurflugvelli, og búa þau í Keflavík. Elst af bömum Eyrúnar og Sigtryggs er Magnús Þór, flug- virki, Minnesoda. Næst er Eiríkur Ámi, tónmenntakennari, Reykja- vík. Guðlaug Jónína gift Gottskálk Ólafssyni, verslunarfulltrúa í Keflavík. Gunnar, sölumaður Reykjavík, kvæntur Kristínu Frið- riksdóttur. Rúnar Sigtryggur, vinn- ur við hestatamningar og býr í Keflavík, kvæntur Margréti Sigurð- ardóttur. Ingvi Steinn og Bragi, búfræðingur, báðir í Reykjavík. Stutt var leiðin að Framnesi, frá heimili Eyrúnar og átti hún mörg spor þangað, til að rétta hjálpar- hönd og hlynna að systrunum. En slíkt bar Eyrún ekki á torg né kvart- aði yfír. Hljóðlát vann hún störf sín af alúð og eftirtölulaust, hvort held- ur var á hennar eigin heimili eða utan þess. Eftir að bömin voru flest búin að hleypa heimdraganum og farið að hægjast um, réðst Eyrún til verslunarstarfa hjá Kaupfélagi Suð- umesja og þar unnum við saman í vefnaðarvörudeildinni fáein ár og hófst með því nýr kapítuli í kynnum okkar. Að visu höfðu tengslin aldr- ei rofnað, í tímans rás, þrátt fyrir umfangsmikið ævistarf Eyrúnar við umönnun átta bama og önnur KOtKDffl Timamói í /jósrííun acohf SKIPHOLT117 105REYKJAVIK SlMI.91 -2 73 33 i I . I 1,1 .-^4--) - •. . f bnvrnaórj imcd mti •íubxmisgurífc II sem Jens Ragnarsson var. Mínar innilegustu samúðarkveðj- ur sendi ég þér Bagga mín. Guð veri með þér og ykkur öllum sem kveðjið nú ástríkan föður og afa. Guð blessi minningu hans. ísleifur Ingimarsson Hann Jenni okkar er dáinn. Þar sem eg hef notið vináttu hans og fjölskyldu hans langar mig að skrifa nokkur kveðjuorð. Þegar ég lít til baka þá finnst mér ekki langt síðan við sátum saman og áttum ánægjulega stund. Ekki munu ættir Jenna verða rakt- ar hér til þess vorum við ekki nógu kunnug. Það er lífsins saga að heils- ast og kveðjast og að sjálfsögðu verða kynnin misjafnlega löng. Ég bjó í sama húsi og Jenni á Hjallavegi 42 í mörg ár. Oft var kátt á hjalla því mikið var af böm- um í þessu húsi og öllum þótti okk- ur vænt um Jenna, hann var alltaf svo góður við okkur. Jenni var kvæntur Sigurbjörgu Kristjánsdótt- ur og áttu þau sjö böm sem öll eru orðin búandi fólk hér á landi nema tvær dætur sem búa í Bandaríkjun- um. Em þær nú komnar til íslands að fylgja föður sínum til grafar. Hjá Jenna og Böggu ríkti mikil samheldni í einu og öllu og vom þau mjög hamingjusöm. Það geisl- aði af þeim þegar maður sá þau. En nú þegar Jenni er horfinn frá okkur fyrirvaralaust er söknuður mikill. Elsku Bagga, ég bið góðan guð að veita þér styrk við fráfall þíns trausta maka og einnig ykkur börn- um og öðmm aðstandendum. Nú kveð ég Jenna og þakka honum vináttu og samfylgd liðinna ára. Guð blessi minningu hans. Far þú í friði, friður Guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir allt og allt. Soffía Ragnarsdóttir Canon Ljósritunarvélar FC-3 kr. 36.900 stgr. FC-5 kr. 39.900 stgr. Skrifvélin, sími 685277 Hann ólst upp hjá föðurbróður sínum Ágústi Péturssyni kaup- manni, sem gekk honum í föður- stað, en Ágúst hélt heimili með móður sinni Sigrúnu Guðmunds- dóttur og systur, Guðbjörgu, í Sundstræti 15 á ísafirði. Uppeldis- systur átti Jens sem vom honum eins nánar og systur væm, þær Petrína Georgsdóttur sem er dóttir Guðbjargar, og Guðrúnu Elísabet sem var dóttir Ágústar en hún lést aðeins 47 ára að aldri, þann 14. ágúst sl. Jens átti sammæðra hálf- systkin þau Jón og Sigríði ívars- böm, og Lám Antonsdóttur, en hún lést fyrir hálfu ári. Tvo hálfbræður átti Jens samfeðra, þá Pétur og Jóhannes. Jens var kvæntur Sigurbjörgu Kristjánsdóttur, og eignuðust þau sjö börn, hóp af bamabömum og eitt barnabarnabarn. Þegar ég sit nú hér og skrifa þessi fátæklegu orð um Jenna, þá sækja að mér svo margar dásamleg- ar og hlýjar minningar að ekki er hægt að koma því öllu á blað. Jenni var afburða barngóður maður, og hvergi mátti hann aumt sjá. Hann gerði oft meira en hægt var að ætlast til af nokkmm manni til að gera öðmm lífið léttbærara. Það er mikil gæfa hveijum manni að fá að verða samferða svo heiðarlegum og sönnum mannvini á lífsleiðinni óþijótandi verk húsmóður á stóm heimili. Þegar hún hófst handa í kaup- félaginu er ekki ótrúlegt að hún hafí verið farin að lýjast nokkuð, en það kom aldrei fram í störfum hennar þar. Henni var heldur ekki tamt að hlífa sjálfri sér á kostnað annarra og öllum hlaut að líða vel í návist Eyrúnar, hún var alltaf í jafnvægi, alltaf glöð, traust og æðmlaus. í hraða nútímans er gott að geta minnst slíkra samferða- manna. Þakkir mínar og blessunaróskir sendi ég henni yfír landamærin. Eftirlifandi eiginmanni Eyrúnar, bömum, barnabömum og öðmm ættingjum, flyt ég innilegar samúð- arkveðjur. Lóa Þorkelsdóttir
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.