Morgunblaðið - 26.04.1988, Blaðsíða 49

Morgunblaðið - 26.04.1988, Blaðsíða 49
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 26. APRÍL 1988 49 Framtíðarsýn íslend- inga í utanríkismálum? eftirSigrúnu Þorsteinsdóttur Utanríkisstefna okkar íslendinga hefur hingað til einkennst af við- skiptastefnu. Við höfum bergmálað stefnu Bandaríkjamanna og Breta af hræðslu við að missa af sölu á þorski og ullarsokkum. Mörgum er sjálfsagt í minni síðasta söluáform Jóns Baldvins, þegar hann bauð hemaðarveldum Evrópu landið til leigu gegn viðskiptaívilnunum. Við hveiju getum við búist næst? Verður Rússum kannske boðin Melrakkaslétta fyrir nokkra skrið- dreka gegn ullarsamningum eða Bretum úthlutað aðstaða í Trékyll- isvík til að tryggja gámaútflutning? Eða liggur kannski fyrir að rýma allt landið fyrir hemaðarbrölt, leggja undirstöðuatvinnuvegina niður og taka myndarlegt gjald fyr- * ir? Er þetta sú framtíðarsýn sem við viljum sjá í utanríkismálum þjóðar- innar? Eg held ekki. Svo mikið er vist að þetta er ekki framtíðarsýn okkar húmanista. En hvemig lítum við húmanistar eða manngildissinnar á framtíðina? Sem lágmark þurfum við að koma málum í það horf hér á landi að við getum verið stolt af því að vera íslendingar. íslendingar boðberar friðar ísland á að vera friðlýst svæði sem gerist með því að Alþingi fari fram á það að stórveldin tvö, Bandaríkin og Sovétríkin, geri með sér friðarsáttmála sem tryggi hlut- leysi landsins og tryggi að hvomgt ríkið verði hér með her eða hernað- aráform. Sem friðlýst, hlutlaust land verð- ur ísland sterkt fordæmi og boð- beri friðar á alþjóðavettvangi. Og það er nákvæmlega það sem til- gangur okkar íslendinga á að vera í framtíðinni. Við eigum að vera boðberar friðar og hjálpa öðmm þjóðum til að koma á húmanísku þjóðfélagi. Og hvað þýðir það? Það þýðir það að við munum láta sterklega til okkar heyra á alþjóðavettvangi. Við munum taka skýra afstöðu á þingum Sameinuðu þjóðanna með mannréttindum og ekki hika við að fordæma mannréttindabrot ann- arra þjóða. Síðan á miðju síðastliðnu ári höf- um við Islendingar í Manngildis- hreyfíngunni, sem er á bak við Flokk mannsins verið að koma á fót samskonar hreyfíngu í 4 borgum í Bretlandi. Hreyfingu sem er ört vaxandi og hefur opnað framtíðina fyrir mörgum Bretum. í dag erum við 20 sem förum til Bretlands í þessum tilgangi. Hugsið ykkur þegar við verðum orðin 2000 eða fleiri sem förum til annarra TOLVUPRENTARAR omRon A FGREIÐSL UKA SSAR landa í þeim tilgangi að byggja upp Hreyfingu andofbeidis. Það er ekkert sem mælir á móti þessu, en margt sem mælir með því. Eins og er hefur þessi þjóð ekkert sameiginlegt takmark og þjóð sem hefur ekkert sameiginlegt takmark er eins og aumkunarverð- ur einstaklingur sem finnur ekki tilgang með lífi sínu. Takmark þjóðarinnar — húmanískjörð Hér áður var takmark þjóðarinn- ar að bijótast undan Dönum og við hættum ekki fyrr en það tókst. Takmark þjóðarinnar í dag ætti að vera að bijótast undan því óréttláta og heimska kerfi sem við búum við, ekki bara á íslandi heldur í öllum heiminum og hætta ekki fyrr en það hefur tekist, að koma á húm- anísku þjóðfélagi allstaðar á þess- ari jörð. íslendingar eru atorkusöm þjóð, það sést best á því að þó stór hluti þjóðarinnar vinni langan vinnudag blómstrar hér litskrúðugt félagslíf. Það þarf ekki mikið ímyndunar- afl til að sjá að svona stórt tak- mark sem sameinar krafta þessarar þjóðar myndi gefa henni baráttu- anda sem myndi endast henni í nokkuð mörg ár. Og það er einmitt það sem við þurfum til þess að lifa hér saman hamingjusömu og til- gangsríku lífi. Ég hef ekki heyrt um betra tak- mark að stefna að. Allavega er það mun skárra en stefnuleysið sem nú ríkir. Höfundur er í landsráði Flokks nmnnsins. Skemmtilegir Vindhanar á sumarbústaðinn Sigrún Þorsteinsdóttir „Við eignm að vera boð- berar friðar og hjálpa öðrum þjóðum til að koma á húmanísku þjóðfélagi.“ HURÐIRHF Skeifan 13-108 Reykjavík-Simi 681655 /// ÁLAFÖSSCÓLFTEPPIN CIÆSILEC 'jý Fallegu, mjúku og sterku gólfteppin frá Álafossi fást nú í fjölbreyttu úrvali sem endranær. ■' "" : ■- ■ .' ■■■' : >■; Wilton og Tufting vefnaður. Alullarteppi og/eða ■"-■■’ ■ ■ . '.■■-.. ullar og nulon blanda-, 80% ull, 20% nulon. ' ■ i Álafossgólfteppin eru unnin úr íslenskri ull. Wið komum, mælum, sníðum og leggjum. Búir þú úti á landi, skaltu bara firingja við sendum jpér prufur. Síminn er 91-666300. 'fy - ' -JZ ’ 'X
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.