Morgunblaðið - 26.04.1988, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 26.04.1988, Blaðsíða 5
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 26. APRÍL 1988 5 Morgunblaðið/Valdimar Kristinsson Morgunblaðsskeifan afhent á Hvanneyri Eftir spennandi keppni sigraði Eiðfaxa-bikarinn sem veittur er Böðvar Baldursson frá Ysta- fyrir besta hirðingu hlaut Halla Hvammi í keppninni um Morgun- Eygló Sveinsdóttir. Alls tóku 18 blaðsskeifuna á Hvanneyri á hesti nemendur þátt í skeifukeppninni sínum Prins á laugardaginn. Við- og töldu menn að útkoman úr urkenningu Félags tamninga- tamningum vetrarins hjá nemend- manna fyrir besta ásetu hlaut um væri með besta móti. Kristinn Rúnar Tryggvason og I Viðræður um kjarasamninga fyrir ÍSAL: Gert ráð fyrir samn- ingafundi VIÐRÆÐUR standa nú yfir iyn nýja kjarasamninga í álverinu í Straumsvík og hafa þær ekki borið árangnr til þessa. Tíu verkalýðsfélög eiga aðild að við- ræðunum fyrir hönd , starfs- manna og vinna þau nú að því að afla sér verkfallsheimilda eft- ir síðasta samningafund, sem haldinni var í liðinni viku. Að sögn Jakobs R. Möllers, starfs- mannastjóra ÍSAL, er stefnt að þvi að næsti samningafundur verði haldinn á morgun, miðvikú- dag. Jakob sagði að ekki hefði slitnað upp úr viðræðum, en mikið bæri á milli deiluaðila. Á síðasta samninga- á morgun fundi, sem haldinn hefði verið síðasta vetrardag, hefði Vinnuveit- endasamband Islands fyrir hönd ISAL gert verkalýðsfélögunum til- boð um kjarasamning, sem væri fyllilega sambærilegur þeim kjara- samningum sem gerðir hefðu verið undanfarið. Tilboðinu hefði hins vegar verið hafnað af verkalýðs- félögunum. Kjarasamningar ISAL runnu út 1. mars síðastliðinn og hækkuðu laun starfsmanna ÍSAL síðast sam- kvæmt þeim um 2% um áramótin. Um 500 starfsmenn ÍSAL eru í þeim tíu verkalýðsfélögum sem hér um ræðir. SAGAN UM SIGVALDA OG FJÓRHJÓLIÐ! * Þetta er sagan um Sigvalda, sem vann stóra vinninginn í happdrættinu. Hvorki meira né minna en Mercedes Benz. Hann seldi bílinn þegar í stað og keypti sér Kjarabréf í staðinn. Þetta er svo sem ekki óvenjuleg saga, ef það væri ekki staðreynd að Sigvaldi ekur nú, eins og greifi, á Mercedes Benz, konan hans á Toyota Corolla og dóttursonur þeirra var tekinn úr umferð á nýju fjórhjóli í fyrradag. Þetta byrjaði með miða... Þú kannast ábyggilega við hann Sigvalda. Hann er búinn að vinna hjá borginni í fjöldamörg ár. Konan hans, hún María, vinnur á lögmannastofunni austur í bæ. Þú þekkir þau ábyggilega þegar þú sérð þau. Sigvaldi er mikill útilífemaður. Hann er alltaf í einhverju ferðastússi allan ársins hring. Þess vegna komst hann ekki hjá því að kaupa happdrættismiða á árshátíð ferðaklúbbsins. Hann keypti að vísu ekki nema tvo miða. Vinningur í maí Árshátíðin var í mars, árið 1985. Nokkrum vikum seinna var dregið í happdrættinu. Það er að segja þann 20. maí 1985. Vinningurinn, Mercedes Benz 190 E árg. 85, kom á númerið hans Sigvalda. Nú voru góð ráð dýr. Venjulegir borgarstarfemenn eins og Sigvaldi aka ekki um á borgarstjórabílum. Slíkt bara gerist ekki. Happdrættismiði til sölu Það er ekki hægt að segja að hann Sigvaldi sé bjáni. Síður en svo. Að minnsta kosti segir hún Mar'ía, að hann hefði átt að skella sér í pólitíkina, — í stað þess að vera félagi í SFRB. Það var ekki liðinn dagurinn þegar Sigvaldi var búinn að selja happdrættismiðann. „Ég fór bara og talaði við nokkra bíladellukarla. Einn þeirra borgaði miðann út í hönd,“ sagði Sigvaldi þegar hann kom heim með úttroðið veskið, rúmlega eina milljón í vasanum! Peningarnir á fast... Hún María gat ekki sófið um nóttina. Hún bylti sér á alla enda og kanta í rúminu. Hún sá fýrir sér innbrotsþjófa, gengisfellingar og alls kyns hörmungar. Sigvaldi aftur á móti svaf eins og ungabarn — með veskið undir koddanum. Morguninn eftir fór hann og ræddi við hann Pétur, ráðgjafa hjá Fjárfestingarfélaginu. Pétur ráðlagði honum að kaupa Kjarabréf, og aðstoðaði hann við kaupin. Þremur árum síðar... Laugardagurinn tuttugasti febrúar nítjánhundruð áttatíu og átta var stór dagur í lífi þeirra hjóna, Maríu og Sigvalda. Þau heimsóttu nýju söluskrifctofuna hjá Fjárfestingarfélaginu í Kringlunni strax og opnað var um morguninn. Þar fengu þau kaffisopa hjá Stefáni ráðgjafa og aðstoð við sölu á Kjarabréfunum frá 1985. Opið bréf til Stein- gríms Hermannssonar Morgunblaðinu barst í gær eft- flokksins og samkvæmt skoðana- irfarandi bréf Davíðs Sche- könnunum vinsælasti stjómmála- vings Thorsteinssonar til maður þjóðarinnar. Á þér hvílir Steingríms Hermannssonar, sú skylda að haga þannig orðum formanns Framsóknarflokks- þínum að þjóðin geti treyst því ins: sem þú segir og ég veit að þú Kæri vinur, vilt jafnan hafa það sem sannara Ég var rétt í þessu að hlusta reynist. og horfa á hluta ræðu þeirrar, sem Sannleikurinn er sá að það sem þú fluttir á miðstjómarfundi „gengur fjöllunum hærra" er upp- Framsóknarflokksins á laugar- spuni frá rótum, því engar við- daginn var. skiptakröfur frá fyrirtækjunum Þú varst m.a. að ræða um Smjörlíki h.f. og Sól h.f. em til kröfukaup og sagðir að margir innheimtu hjá neinu kröfukaupa- aðilar sæju „ekki annan kost en fyrirtæki. að hlaupa með reikningana sína Mér þykir það leitt að þurfa til kröfukaupafyrirtækja og selja að leiðrétta opinberlega þessa þá með 5 af hundraði afföllum." Gróusögu, sem þú lést blekkjast Síðan bættir þú við: „Það gengur til að hafa eftir frammi fyrir al- að minnsta kosti fjöllunum hærra þjóð, en finnst ég knúinn til þess um bæinn að Davíð Scheving eigi vegna þess álits og trausts sem þangað tíðar ferðir á hverjum þú nýtur. degi með reikningana sína.“ Ég vonast svo til að þú hafir Denni minn hvers vegna ert þú samband næst, þegar þú heyrir að fara með svona fleipur? Hvers einhveijar sögur um Smjörlíki/Sól vegna hringdir þú ekki til mín og h.f. og að við hittumst fljótlega í spurðir hvort þess kjaftasaga góðu tómi. væri sönn? Davíð Scheving Thorsteins- Þú ert formaður Framsóknar- son. ... nýr bíll og meira til! Þegar Sigvaldi seldi happdrættisvinninginn árið 1985 fékk hann 1.050.000 krónur fýrir miðann. Hann keypti Kjarabréf fyrir 1.049.580 krónur. Við sölu Kjarabréfanna fékk hann 2.685.422 krónur. Þannig gat hann samdægurs keypt sér 1988 árgerð af Mercedes Benz. Nákvæmlega sama bíl og var í vinning á sínum tíma, en auðvitað spánýjan. Bíllinn kostaði hann 1.360.000 krónur sléttar. Hann keypti þar að auki Toyota Corolla bíl fyrir Maríu. Corollan kostaði 505.000 krónur. Þar af leiðandi átti hann eftir 820.422 krónur, sem nægðu honum til að gefa Jónasi dóttursyni sínum splunkunýtt fjórhjól í fermingargjöf. Þá átti Sigvaldi ennþá eftir 630.422 krónur, sem hann vill ekki segja hvað hann gerði við. Hann Stefán hjá Fjárfestingarfélaginu veit allt um það, þó að hann segi engum ffá því. Hann Stefán selur nefnilega Kjarabréf. * Petta er alveg satt. Sögunni og nöfnum hefur að visu verið breytt - af augljósum ástæðum! FjÁRFESTlNGARFHAGD __Kringlunni 123 Reykjavík S 689700_ i ósazíslA
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.