Morgunblaðið - 26.04.1988, Blaðsíða 23
23
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 26. APRÍL 1988
er einfaldlega einstakur bíll. Hér fara
og hámarks notagildi. Svo gerir þú
Höfundur er læknir og borgarfull-
trúi ogformaður bráðabirgða-
stjómar félags áhugafólks um
vöxt og viðgang Þjóðmiiýasafns-
lækniskostnaði og lyfj'akostnaði
fólks utan sjúkrahúsa. Það eru
sjúkrasamlögin sem gera okkur
mögulegt í dag að hafa verulegt
valfrelsi um þjónustu utan sjúkra-
húsa. En þetta valfrelsi er ýmsum
þyrnir í augum og álit nokkurra
nefnda ásamt sjálfum málefnasátt-
mála ríkisstjómarinnar gera ráð
fyrir því að sjúkrasamlög skuli nú
lögð niður endanlega í náinni
framtíð. Það yrðu endalok Al-
þýðutrygginga á íslandi. Alþýðu-
tryggingar var orð þeirra stórhuga
sjálfstæðu manna úr hópi foreldra
okkar sem komu sjúkratrygging-
unum á á kreppuáratugnum
1930-1940 til þess að tryggja ör-
yggi og sjálfstæði hins almenna
manns í veikindum hans. Þá hug-
sjón og þá siðfræði eigum við enn
og allan réttinn með því að ríkið
hefur aldrei greitt neitt fyrir okkur
í raun. Embættismenn og flestir
stjómmálamenn skilja þetta þó
ekki lengur og virðast halda að
ríkisforsjá þýði sama og trygging-
ar.
Um alllanga tíð höfum við varla
átt stjómmálaleiðtoga á Alþingi.
Þar hefur setið stefnulítið fólk sem
reynir að þefa uppi svokallaðan
pólitískan vilja (fyrirgreiðslu-
pólitíkusar). Þeir sem hafa stærst-
ar og göfugastar hugsjónir um
hlutverk sitt líta á sig sem réttláta
mömmu í bamaafmæli sem á bæði
að skipta kökunni rétt og hafa
bömin góð. Þegar þessir stefnulitlu
menn verða ráðherrar taka þeir til
við að vandræðast með málefni
ríkisins og basla endalaust við það
dægurmál að láta matarpeninga
endast. Þá verður að teljast minni-
háttar mál að láta matarpeninga
endast í góðæri.
Vömb ríkisins hefur orðið því
víðari og slappari sem fleiri mál-
efni einstaklinga og byggða hafa
færst í hana. Ríkið hefur formast
sem sérstakur aðili, aðskilinn þjóð-
inni, sem engum þykir lengur vænt
um, enda eins og allri vita einn
óáreiðanlegasti viðskiptaaðilinn í
landinu. Allt sem ríkið annast er
án ábyrgðar. Meðan ríkið hefur
þanist þannig út hefur sjálfstæði,
ábyrgð og frelsi byggðar og ein-
staklings minnkað að sama skapi.
Ábyrgð og frelsi er eitt og hið
sama. Ríkið er nálægt því að ná
frá okkur hinum mikilvæga rétti
heilbrigðistrygginganna. Ef við
látum það gerast verður það sjálf-
ræðissvipting sem um munar, Is-
lenska ríkið er í dag eini óvinur
íslenskrar þjóðar.
Hver á að annast
hina sjúku?
Varla þekkist sá villimannaþjóð-
flokkur sem ekki annast sjúka og
særða að einhveiju marki. Oft er
menning metin eftir því hvemig
það er gert. Það er menningarleysi
og ábyrgðarleysi að láta vamb-
mikið hjálparvana ríki fjármagna
sjúkrastofnanir og ráða þeim. Það
eiga ábyrgar stofnanir og einstakl-
ingar að gera sjálfír. Við sem erum
heilbrigð í dag verðum sjúklingar
á morgun eða kannski ekki fyrr
en á næstu áratugum ef við kunn-
um að halda okkur í góðu formi.
Sjálfstæðismál sjúkratrygginga og
sjúkrahúsa eru okkar eigin örygg-
ismál. I stað þess að leggja niður
sjúkratryggingar — láta ríkið ann-
ast þær — þurfum við að efla
þær, auka sjálfstæði sjúkrasam-
laga í hverri byggð svo að það
mikla fé sem fólkið greiðir nú
ómælt og óskilgreint til þessara
mála fari aldrei út úr byggðinni.
Fé sem einu sinni hefur farið í
ríkisvömb heimtist ógjaman aftur
nema að hluta.
Þetta væri verðugt sjálfstæðis-
mál byggða. Eðlilegt væri að hafa
eitt öflugt sjúkrasamlag, samband
sjúkrasamlaga eða heilbrigðissam-
laga í hverju kjördæmi eða lands-
fjórðungi. En einkatrygging sem
valkostur verður þóa lltaf nauðsyn
svo að opinberum tryggingum sé
treystandi.
Við tryggjum húsin okkar,
bílana okkar, farangur á ferðalög-
um, kaupum jafnvel sjúkra- og
slysatryggingar á ferðum og borg-
um þetta allt sjálf. En við höfum
í andvaraleysi látið ríkið vandræð-
ast með mikilvægustu trygginga-
mál okkar — heilbrigðistrygging-
amar — að því er virðist eftirlitslí-
tið. Því þarf að linna. Við þurfum
að eiga tryggingar okkar sjálf ef
við viljum bera ábyrgð á eigin lífí.
Hvemig á þá að fjár-
magna sjúkrahús?
Alvöru sjúkrahús eiga að vinna
fyrir sér sjálf og ekki vera á fram-
færslu ríkisins. Eins og aðrar al-
vöm þjónustustofnanir eiga þau
að Qármagnast af þeim sem þau
þjóna, fjárhagslega sjálfstæðu
fólki sem ræður tryggingu sinni
sjálft og greiðir góða þjónustu með
eigin fé eða eigin tryggingu. Sjúkl-
ingamir eiga að fjátrnagna sjúkra-
húsin með því að greiða úr sameig-
inlegum sjóðum okkar sjálfra,
raunverulegum tryggingum.
Sjúkrahús eiga að vera sjálfstæðar
stofnanir sem bera sig, annast
rekstur sinn sjálfar, gæta hag-
kvæmni innan frá og greiða skatta
í stað þess að gieypa skatta enda-
laust og fá skammir fyrir. Þá get-
ur vömb ríkisins farið að minnka
svo að um munar. Þá gæti ríkið
farið að sinna þeim verkefnum sem
það kann að ráða við. Ef ríkið á
sér enn raunverulega forsvars-
menn og vini verður vonandi ein-
hver þeirra til að koma því í endur-
hæfíngu. Og í þeirri endurhæfingu
þarf að byrja á að styrkja maga-
vöðvana.
Höfundur er læknir í Reykja vík,
sem starfar við ríkisspitalana,
Reykjalund i Mosfellssveit ogá
eigin stofu.
Félag til stuðning’s
Þj óðminj asafni verð-
ur stofnað 3. maí
eftirKatrínu
FJeldsted
Stofnfundur félags áhugamanna
um málefni tengd Þjóðminjasafni
íslands verður haldinn í forsal Þjóð-
minjasafnsins þriðjudaginn 3. maí
nk. klukkan 17.15. Félaginu hefur
enn ekki verið fundið nafn en hlut-
verk þess verður, eins og segir í
drögum að félagslögum, „að styðja
Þjóðminjasafnið í starfí og vekja
skilning á mikilvægi þess að vel sé
búið að því“. Nú þegar hefur verið
haldinn undirbúningsfundur, þar
sem saman komu milli 50 og 60
manns, samþykkt voru drög að fé-
lagslögum og kosin bráðabirgða-
stjóm. I henni eiga sæti: Ólafur
Ragnarsson, útgefandi, Sigríður Er-
lendsdóttir, sagnfræðingur, Sverrir
Kristinsson, útgefandi og fasteigna-
sali, Þór Magnússon, þjóðminjavörð-
ur, Katrín Fjeldsted, formaður
bráðabirgðastjómar. TVeir vara-
menn voru og kjömir, þeir Guðjón
Friðriksson, sagnfræðingur, og
Sverrir Scheving Thorsteinsson,
jarðfræðingur.
Ég vil hvetja alla þá sem gerast
stofnfélagar að hafa samband við
hvert okkar sem er og láta skrá sig.
Einnig verður stofnfélagaskrá látin
liggja frammi á stofnfundinum. Ekki
sakar að vekja athygli á nafnleysi
félagsins og er það heldur umkomu-
laust þar til nafn hefur verið fundið.
Skora ég á orðhaga menn og hug-
myndasnjalla að stinga upp á nafni
hið fyrsta og koma því á framfæri
við okkur. Bráðabirgðastjómin tekur
að sér störf dómnefndar og leggur
niðurstöður sínar fyrir stofnfundinn.
STING er sérstök útgáfa af Fiat Uno.
Hann er betur búinn en gengur og gerist - og fjöldi bfla er takmarkaður.
vort sem á hann er Htið, eða í honum ekið, er ljóst að þetta
saman glæsilegt útlit
líka góð kaup 365.000 kr.
25% útborgun og eftirstöövar
á allt aö 30 máhuðum.
Fhi finnur FIAT
. í Húsi Framtíðar við Skeifuna.
Síminn er 91-685100 og 91- 688850.
Katrín Fjeldsted
„Ég vil hvetja alJa þá
sem gerast stofnfélag-
ar að hafa samband við
hvert okkar sem er og
láta skrá sig. Einnig
verður stofnfélagaskrá
látin liggja frammi á
stofnfundinum.“
Vinafélag/styrktarfélag
Vinafélög af þessu tagi eru vel
þekkt víða erlendis, t.d. við menning-
arstofnanir og heilbrigðisstofnanir,
svo sem sjúkrahús. Þau em gjaman
vettvangur fyrir þá sem leggja vilja
málefni lið þótt leikmenn séu ■ eða
áhugamenn. Okkar félag verður eins
konar þjóðminjafélag. Því verður þó
ekki ætlað að blanda sér í rekstrar-
mál Þjóðminjasafnsins eða heija á
fjárveitinganefnd Alþingis til að
tryggja fjárframlög til safnsins. Til
þess er ætlast að Alþingi veiti safn-
inu sómasamlega og samkvæmt lög-
um. Félagið þarf að gera út á áhuga
fólksins í landinu fyrir menningu
sinni og sögu og bæta tengsl al-
mennings við safnið. Það þarf að
virkja þann áhuga sem fyrir er og
vekja áhuga hjá öðrum, til dæmis
yngi a fólki. Þetta má gera á ýmsa
vegu, til dæmis með fyrirlestrahaldi
um merkar eða áhugaverðar rann-
sóknir, hafa milligöngu um gjafir til
safnsins eða standa fyrir samskotum
til að kaupa merka gripi ef svo ber
undir. Efna má til skoðunarferða á
merka sögustaði eða þar sem unnið
er að fomleifauppgreftri. Með sam-
vinnu við skólayfirvöld og foreldra
má ef til vill auka aðsókn bama og
unglinga að safninu.
Breytingar í vændum
hjá Þjóðminjasafni
Frá haustinu 1987 hefur ráð-
herraskipuð nefnd um málefni Þjóð-
minjasafris íslands unnið að því að
endurskoða starfsemi safnsins og
þjóðminjalög. Formaður hennar er
Sverrir Hermannsson, fyrrverandi
menntamálaráðherra. Listasafn ís-
lands er nýflutt í vegleg húsakynni
og hefur rýmt húsnæði sitt í Þjóð-
minjasafninu.
Skapast því tækifæri til þess að
endurskipuleggja starfsemi safnsins.
Lokaorð
Nafnlausa þjóðminjavinafélagið
verður formlega stofnað 3. maí
1988. Þess er vænst að sem flestir
mæti þar og gerist stofnfélagar eða
láti í sér heyra við meðlimi bráða-
birgðastjómarinnar ef þeir vilja láta
skrá sig sem stofnfélaga þótt þeir
geti ef til vill ekki mætt á stofnfund-
inn. Ekki sakar að láta sér nú detta
í hug gott nafn á félagið!