Morgunblaðið - 26.04.1988, Blaðsíða 31
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 26. APRÍL 1988
31
Persaflóastríðið:
Bandaríkjamenn íhuga
víðtækari flotavernd
Dubai, Nikósíu, Reuter.
ÍRANIR réðust á olíuskip sem
siglir undir fána Líberíu á sunnu-
dag en ollu litlu tjóni. Daginn
áður hafði Ronald Reagan
Bandaríkjaforseti varað írani við
árásum á skip hlutlausra ríkja á
Persaflóa. Bandarískir embætt-
ismenn sögðu á sunnudag að
Bandaríkjastjórn ráðgerði að
veija öll skip hlutlausra ríkja
sem sigla um flóann en hingað
til hefur flotavemd Banadaríkja-
manna eingöngu tekið til olíu-
skipa frá Kuwait.
Sex íranskir hraðbátar skutu á
olískipið Sea Trader, sem er í eigu
Sýrlandsf ör Ara-
fats markar þáttaskil
- segir Assad forseti
Damaskus. Reuter.
YASSER Arafat, leiðtogi Frelsis-
fylkingar Palestínumanna (PLO),
og Hafez al-Assad, Sýrlandsfor-
seti, áttu með sér fund í gær þar
sem þeir reyndu að eyða ágrein-
ingi, sem verið hefir í millum
þeirra.
Arafat var gerður brottrækur frá
Sýrlandi fyrir fimm árum, en nú er
öldin önnur því við komuna til Dam-
askus sagði Assad að heimsókn Ara-
fats markaði þáttaskil í samskiptum
Sýrlendinga og Palestínumanna.
Sýrlendingar og Líbýumenn töldu
á sínum tíma að Arafat væri á góðri
Jeið með að viðurkenna Ísraelsríki.
Reyndu þeir að bola honum frá völd-
um og ætluðu að gera Abu Musa
að formanni PLO í hans stað. Var
Arafat rekinn frá Sýrlandi er á þessu
gekk, árið 1983.
Musa fordæmdi heimsókn Arafats
til Sýrlands í gær og sagði hann í
engu hafa breytt um afstöðu í mál-
efnum Palestínumanna. Musa sagði
að Arafat mundi nota tækifærið og
reyna að blekkja Sýrlendinga og
önnur arabaríki til að sýna sér full-
tingi.
I síðustu viku var Arafat tekinn í
sátt af Líbýumönnum og kom hann
til DamaSkus í líbýskri einkaþotu frá
Trípólí. í föruneyti hans var Mustafa
al-Kharoubi, sem á sæti í líbýska
byltingarráðinu.
Talið er að sættir Arafats og
Assads kunni að leiða til sátta og
samruna helztu flokksbrota PLO.
Talið var að tillögur Bandaríkja-
manna um lausn deilumála í Miðaust-
urlöndum yrðu meðal umræðuefna á
fundi Arafats og Assads og að þeir
myndu lýsa yfír sameiginlegri and-
stöðu gegn þeim.
Reuter
Edinborg, Reuter.
UPPLÝSINGAR um rekstur og
viðhald bandariskra kjarnorku-
kafbáta fundust nýlega á strönd
f Skotlandi, að því er sagði í frétt
dagblaðsins Scotsman á föstu-
dag. Kona ein sem var i strand-
ferð fann gögnin um 10 kíló-
metra frá flotastöð Bandaríkja-
manna i Holy Loch en ekki er
vitað hvernig gögnin komust
þangað.
Dagblaðið Scotsman kvaðst hafa
fengið gögnin frá vini konunnar og
fjölluðu þau um rekstur og viðhald
bandarískra kjamorkukafbáta af
gerðinni „Lafayette“ og „Benjamin
Franklin" en tíu slíkir bátar eru
gerðir út frá flotastöðinni í Holy
Loch. Sum skjölin voru nýleg. frá
Saudi-Araba en siglir undir fána
Líberíu. Skipið var statt á Hormuz-
sundi í mynni Persaflóa er bátamir
hófu skothríð. Engin slys urðu á
mönnum og tjón lítið. Skipið hélt
áfram siglingunni og kom til hafnar
í Dubai á sunnudag.
Árásir írana á skip á Persaflóa
höfðu legið niðri frá því á miðviku-
dag í síðustu viku er þeir skutu á
olíuskip frá Sameinuðu arabísku
furstadæmunum á sunnanverðum
flóanum. Daginn áður lenti flotum
Irana og Bandaríkjamanna saman
á flóarjum og löskuðu bandarísk
herskip og flugvélar tvær íranskar
freigátur auk þes sem tveir olíubor-
pallar vom lagðir í rúst. IRNA, hin
opinbera fréttastofa írans, skýrði
frá því á laugardag að fundist hefði
flak bandarískrar herþyrlu, sem
skotin hefði verið niður í átökunum.
Talsmenn Bandaríkjaflota höfðu
skýrt frá því að þyrlu af Cobra-
gerð með tveimur mönnum væri
saknað on ekki væri vitað hvort hún
hefði verið skotin niður.
Ronald Reagan Bandaríkjafor-
seti sagði í útvarpsávarpi á laugar-
dag að ráðamenn í íran þyrftu að
gera sér ljóst að frekari árasir og
hryðjuverk gegn hlutlausum ríkjum
í Persaflóastríðinu myndu hafa al-
varlegar afleiðingar fyrir írönsku
þjóðina. Lagði forsetinn áherslu á
hlutleysi Bandaríkjamanna í ófriði
Irana og íraka og sagði Bandaríkja-
menn ekki leita eftir frekari átökum
við írani.
Bandarískir embættismenn
sögðu á sunnudag að stjóm Reag-
ans forseta íhugaði nú hvort veita
bæri öllum skipum á Persaflóa
flotavemd. Bandaríkjafloti heldur
nú uppi vömum fyrir 11 olíuskip
frá Kuwait, sem sigla undir fána
Bandaríkjanna. Sérfræðingar létu í
ljós efasemdir um að floti Banda-
ríkjamanna gæti annast vamir olíu-
og kaupskipa á flóanum. Mikill
fjöldi skipa fer um Hormuz-sund á
degi hveijum og helstu siglingaleið-
imar eru í um klukkustundar fjar-
lægð fyrir hraðbáta írana, sem
gerðir eru út frá Musa-eyju og flota-
stöðinni í Bandar Abbas.
Reutcr
Mörgæs í Mið-Frakklandi
í ViUars-les-Dombes í Frakklandi er stór fuglagarður þar sem
safnað hefur verið saman fuglum frá öllum heimshornum og
gefur þar að líta yfir 350 tegundir. Mörgæsarunginn á mynd-
inni, sem vegur 130 grömm. kom úr eggi fyrir tíu dögum en
afar sjaldgæft er að mörgæsir fjölgi sér í dýragörðum. Starfs-
menn í fuglagarðinuin í Villars-Ies-Dombes unguðu út tveim
mörgæsareggjum og sjá þeir um að ala þennan unga upp en
foreldrarnir fá að annast um hinn ungann.
NEW YORK
7xí viku
FLUGLEIÐIR
-fyrír þig-
Yasser Arafat brosir góðlátlega til yngsta sonar Khalils Al-Wazirs,
herforingja PLO, sem nýlega var ráðinn af dögum. Snáðinn situr í
kjöltu móður sinnar og mundar leikfang sitt, hríðskotariffil.
Skotland:
Hemaðarleyndar-
mál á glámbekk
Eigendur og útgefendur
skuldabréfa
Vegna mikillar eftirspurnar óskum við eftir góðum
skuldabréfum í umboðssölu.
Helstu skuldabréf í sölu hjá
Verðbréfaviðskiptum
Samvinnubankans
30. mars, en konan mun hafa fund-
ið þau undir steintröppum sem
liggja niður á ströndina.
Talsmaður Bandaríkjaflota í
Holy Loch sagði að þess yrði ekki
krafist að gögnin yrðu afhent rétt-
um eigendum en kvaðst reiðubúinn
til að greiða sendingarkostnaðinn
ef dagblaðið Scotsman kæmi þeim
í póst. Kvaðst hann ekki geta sagt
til um hvort skjölin væru ófölsuð
þar eð hann hefði ekki séð þau. í
frétt blaðsins vár það haft eftir
ónefndum sérfræðingi að skjölin
gætu varpað ljósi á kostnað Banda-
ríkjamanna við að halda úti kjam-
orkuknúnum kafbátum auk þess
sem viðgerða og viðhalds væri skil-
merkiletra eretið.
Ný spariskírteini
Eldri spariskírteini
Veðdcild Samvinnubankans
Samvinnusjóður íslands hf*
Lind hf.*
Glitnir hf.
Önnur örugg skuldabrcf
Fasteignatryggð skuldabrcf
ávöxtun umfram
ávöxtun umfram
ávöxtun umfram
ávöxtun umfram
ávöxtun umfram
ávöxtun umfram
ávöxtun umfram
ávöxtun umfram
7,2-8,5%
8,5-8,8%
10.0%
10,5%
11.0%
11,1%
9,5-12,0%
12-15,0%
* Með endursöluábyrgð Samvinnubankaíslands hf.
• Við innleysum spariskírteini ríkissjóðs fyrir viðskiptavini okkar
Nánari upplýsingar í Bankastræti 7, Reykjavík, 3.
® 91 - 20700
\m
verðbólgu
vcrðbólgu
verðbólgu
verðbólgu
verðbólgu
verðbólgu
verðbólgu
verðbólgu
hæð,