Morgunblaðið - 26.04.1988, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 26.04.1988, Blaðsíða 27
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 26. APRÍL 1988 . 27 Nauðsyn breytinga verkframkvæmda á á fyrirkomulagi Keflavíkurflugvelli eftir Gunnar Birgisson Hugmyndin með stofnun ís lenskra aðalverktaka sf. árið 1954 var sú, að fyrirtækið gerði samninga um vamarliðsframkvæmdir og hefði yfir umsjón með þeim að lslands hálfu, en Sameinaðir verktakar hf., sem stofnaðir höfðu verið nokkru 'áður áttu að annast framkvæmdim- ar. Við því var búist, að fjármunir vegna þessarar starfsemi nýttust til eflingar almenns verktakaiðnaðar í landinu en sú hefur ekki orðið raunin. Engin skuldbinding felst í Vamar- samningnum frá 1954 né í stofn- samningi ÍAV þess efnis, að fyrir- tækið skuli hafa einkarétt á að ann- ast vamarliðsframkvæmdir hér á landi, heldur er það í verkahring utanríkisráðherra að taka ákvörðun um það frá ári til árs hvaða fyrir- tæki eða stofnun skuli annast þetta hlutverk af íslands hálfu. Breyting er nauðsyn Það er viðurkennd staðreynd, sem ekki þarf að hafa mörg orð um, að eðlileg ftjáls samkeppni hefur ætíð í för með sér lægra verð en einokun. I stað þess að ákveðið fyrirtæki og éinstaklingur hirði ágóða einokunar undir ríkisforsjá eins og hér um ræðir, er eðlilegt að þeim verðmismun sem af frjálsri samkeppni leiddi, yrði varið til sam- eiginlegra þarfa allra landsmanna og rynni því til ríkisins. Ljóst er að á þessu 40 ára tíma- bili frá stofnun Islenskra aðalverk- taka sf. hefur orðið gífurleg eigna- myndun í fyrirtækinu og hafa ýms- ir fúllyrt að það sé í dag eitt fjár- sterkasta fyrirtæki landsins enda munu hreinar eignir þess nema fleiri milljörðum króna í dag. Talið er að vaxtatekjur fyrirtækisins á síðasta ári hafi numið nokkrum hundruðum milljóna króna og ekki er að efa, að mörg fyrirtæki hefðu gjaman kosið að vera í svipaðri aðstöðu í stað þess að búa við þann gífurlega fjármagnskostnað sem nú er að sliga rekstur margra fyrir- tækja hér á landi. íslenskir aðalverktakar sf. hafa notað fjármuni sína m.a. til að byggja stórhýsi hér á Reykjavíkur- svæðinu og vitað er að gífurlegar fjárfúlgur í eigu fyrirtækisins liggja í bönkum hér á landi. Þá hefur fyrir- tækið varið ómældum íjárhæðum til ýmissar góðgerðarstarfsemi s.s. til félagasamtaka og ákveðinna stjórnmálaflokka. Það skal engan undra þótt menn spyiji þeirrar spurningar, hvort þetta fyrirkomu- lagsé í þágu hins almenna borgara. í dag eru mörg íslensk verktaka- fyrirtæki þess fyllilega megnug, að annast verklegar framkvæmdir fyr- ir vamarliðið ólíkt því sem var þeg- ar íslenskir aðalverktakar sf. vóru stofnaðir. Þessi fyrirtæki búa mörg hver yfir mikilli verk- og tækni- þekkingu og hafa jafnvel leyst umfangsmeiri og flóknari verkefni en almennt þekkjast hjá varnarlið- inu á Keflavíkurflugvelli. Fleiri og stöðugri verkefni myndu án efa styrkja innlendan verktaka- iðnað bæði fjárhagslega og tækni- lega og stuðla að framförum í bygg- ingariðnaði og lækkun byggingar- kostnaðar hér á landi auk þess sem líklegt er að slíkt 'myndi styrkja Gunnar Birgisson „Það hlýtur að vera í þágu vestrænnar sam- vinnu, að viðskipti við varnarliðið séu haf in yf ir allan grun og að Islendingar geti gert sér ljósa grein fyrir því, hvernig hátti efna- hagslegum samskiptum okkar og Bandaríkja- manna í tengslum við varnarliðið.“ íslensk verktakafyrirtæki í sam- keppninni um verkefni á erlerrdri gmndu. Hvernig á að breyta? Stjórn Verktakasambands ís- lands hefur mótað þá stefnu að sett verði á laggimar nýtt fyrirtæki er verði í eigu ríkisins og sveitarfé- laganna á Suðurnesjum til að sjá um samninga við varnarliðið og til að hafa umsjón með útboðum og gerð samninga við undirverktaka um allar framkvæmdir á vegum vamarliðsins. Ef stefnan er sú hjá íslenskum stjórnvöldum að herinn eigi að greiða fyrir vem sína hér á landi er eðlilegt að allir þjóðfélags- þegnar njóti þess fjár og að einhver hluti þess fari til að byggja upp atvinnulíf á Suðurnesjum. Sveitarfélögin á Suðumesjum hafa haldið því fram að þau veiti vamarliðinu ýmsa þjónustu sem þau í reynd fái ekki greitt fyrir. ,Þá hefur verið á það bent, að alvarlegt ástand muni skapast á vinnumark- aðnum þar syðra, þegar og ef her- inn færi. Af þessum sökum þykir eðlilegt og réttmætt, að sveitarfélögin á Suðumesjum eigi aðild að hinu nýja fyrirtæki (stofnun) ásamt ríkinu og að hluti af hugsanlegum rekstraraf- gangi þess renni til sveitarfélag- anna sem nokkurs konar endur- greiðsla fyrir þann kostnað sem hlýst af vem varnarliðsins á svæð- Er vilji til að breyta? Verktakasamband Íslands hefur lengi barist fyrir því að fram- kvæmdir á Keflavíkurflugvelli yrðu boðnar út, en árangur þeirrar bar- áttu hefur því miður látið á sér standa. Ýmsir stjómmálamenn og nokkrar síðustu ríkisstjórnir hafa haft á stefnuskrá sinni að breyta þessu fyrirkomulagi en lítið hefur orðið úr framkvæmd. Að vísu má segja að viss undan- tekning frá þessu hafi átt sér stað árið 1985 þegar ákveðið var, sam- kvæmt tilmælum Geirs Hallgríms- sonar, þáverandi utanríkisráðherra, að leita samninga við innlenda verk- taka um byggingu olíuhafnarinnar í Helguvík. Eftir að hann hætti þátttöku í stjómmálum virðist mál- ið hafa fallið.í sama farveg og áður. Af nýlegum ummælum formanna Sjálfstæðisflokksins og Alþýðu- flokksins má þó ráða, að vilji sé innan þessara flokka að breyta þessu úrelta fyrirkomulagi. Svo virðist sem málið standi og falli með afstöðu Framsóknarflokksins en Steingrímur Hermannsson, ut- anríkisráðherra, hefur lýst því yfír að hann sé ekki reiðubúinn að styðja breytingar á þessu fyrirkomulagi að svo komnu máli. Utanríkisráðherra hefur m.a. lát- ið í ljós þá skoðun, að hann óttist mjög þær afleiðingar sem slíkar breytingar myndu hafa á starfsör- yggi þeirra sem nú vinna hjá ís- Ienskum aðalverktölum sf. Slík af- staða hlýtur að sæta furðu ekki síst þar sem um er að ræða stjórn- málamann sem sat í sæti sam- gönguráðherra fyrir nokkrum árum þegar ákveðið var að stórauka út- boð í vegagerð hér á landi. í dag eru fáir sem efast um að það hafi verið rétt ákvörðun, þrátt fyrir að starfsmönnum Vegagerðar ríkisins hafi fækkað um 150—250 manns. Ekki er vitað til þess að þessir menn hafi gengið um atvinnulausir en hitt vita menn, að vegafram- kvæmdir hafa aukist allnokkuð á þessum tíma þrátt fyrir minnkandi fjárframlög til vegamála. Hagsmunir starfsmanna Þeim sem óttast að hagsmunum verkafólks og fyrirtækja á Suður- nesjum verði stefnt í voða verði framkvæmdir varnarliðsins boðnar út skal bent á, að starfsmenn fyrir- tækja hér á landi eru ekki eign fyrirtækjanna. Ef nýir verktakar taka til starfa á Keflavíkurflugvelli er meira en víst, að þeir munu nýta þá starfskrafta sem þar eru fyrir. Sú fullyrðing einstakra stjóm- málan.anna að einokun fyrirtækis sé besta leiðin til að tryggja at- vinnuöryggi er ekkert annað en tímaskekkja og rökleysa. Ólíklegt er að þeir stjórnmálamenn sem haldið hafa slíku fram, séu reiðu- búnir til að tryggja atvinnuöryggi annarra starfsmanna í verktakaiðn- aði með sama hætti, eða hvað? Staðreyndin er auðvitað sú, að hvorki einokun né fyrirtæki sem býr við einokun tryggir atvinnuör- yggið. Vinnan er fyrir hendi ef verk- efnin eru til staðar og öllum má ljóst vera að hvorki íslenskir aðal- verktakar sf. né nokkurt annað fyr- irtæki fær ráðið, hversu mikil verk- efni eru á vegum varnarliðsins á hveijum tíma. Niðurlag Langvarandi einokun viðskipta býður ævinlega heim hættum og vekur ávallt spumingar. Það hlýtur að vera í þágu vestrænnar sam- vinnu, að viðskipti við varnarliðið séu hafin yfir alían grun og að ís- lendingar geti gert sér ljósa grein fyrir því, hvemig hátti efnahagsleg- um samskiptum okkar og Banda- ríkjamanna í tengslum við vamar- liðið. i þessu sambandi má benda á, að fyrirkomulag það sem hér hefur viðgengist, þekkist hvergi í öðrum ríkjum Atlantshafsbanda- lagsins, svo vitað sé. Hér er ekki dregið í efa, að ís- lenskir aðalverktakar sf. er ágæt- lega rekið fyrirtæki sem hefur stað- ið vel að verki í tengslum við fram- kvæmdir og samninga við vamar- liðið. Vitað er að hjá fyrirtækinu starfa margir hæfir stjómendur. og fjöldinn allur af reyndum og góðum verkmönnum. Gagnrýnin beinist ekki að þessum aðilum heldur fyrst og fremst að hinum löngu úreltu forréttindum fyrirtækisins. Það skal enn ítrekað, að sam- kvæmt vamarsamningum frá 1954 er það eingöngu á valdi íslenskra stjómvalda að breyta þessju fyrir- komulagi. Ástæða er til að ætla, að stjómvöld muni innan tíðar standa frammi fyrir mikilvægum ákvörðunum í þessu máli. Eðlilegt er að almenningi gefist kostur á því að fylgjast með framvindu máls- ins og að þess verði gætt, að hags- munir allrar þjóðarinnar verði hafð- ir að leiðarljósi við lausn þess. Höfundur er framkvæmdastjóri verktakafyrirtækisins Gunnars og Guðmundarsf. ogformaður Verk- takasambands ísiands. möguleiki fyrir alla. MAXI plastskúííur og festiplötur. Margar stærðir og margir litir. Hentar verslunum. lagerum, verkstæðum og heimilum fyrir smáa hluti og stóra. LANDSSMIÐJAN HF. Sölvhólsgötu 13 — Reykjavík Verslun: Ármúla 23. Sími 91 — 20680 Neytendur! kannid raekilega hvar þid fáid mest og best fyrir per\iQ Ljósrayndastofa Kópavogs 43020 Liosmyndastotan Mynd 54207
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.