Morgunblaðið - 26.04.1988, Blaðsíða 38
38
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 26. APRÍL 1988
Birgir ísleifur Gunnarsson menntamálaráðherra um „Tangen-málið“:
Fréttastofa Ríkisútvarps-
ins afvegaleiddi hlustendur
BIRGIR ísleifur Gunnarsson
menntamálaráðherra fylgdi i gær
úr hlaði skýrslu sinni um hið svo:
kallaða „Dag Tangen-mál“. í
ræðu sinni átaldi ráðherra frétta-
stofu Ríkisútvarpsins fyrir að
halda dögum saman leyndri vitn-
eskju um þetta mál og afvegaleiða
hlustendur.
í upphafi rakti menntamálaráð-
herra aðdraganda þessa máls; fram
hefði komið beiðni frá Alþingi um
rannsókn á fréttaflutningi Ríkisút-
varpsins í þessu máli og ráðuneytið
leitað til dr. Þórs Whitehead, sagn-
fræðiprófessors við Háskóia Islands.
„Var það mat ráðuneytisins að eng-
inn væri betur til þess fallinn að
vinna þessa skýrslu en hann.“
Þór var í bréfí frá ráðuneytinu
beðinn um að leggja mat á eftirfar-
andi: 1. Skjöl þau um samskipti
'slenskra og bandarískra stjómvalda
er gerð voru að umtalsefni í fréttum
og fréttatengdum þáttum Ríkisút-
varpsins. 2. Vinnubrögð fréttastofu
Ríkisútvarpsins varðandi skjöl þessi.
Þór Whitehead komst að þeirri
niðurstöðu að í frétt útvarpsins 9.
nóvember hefðu falist brigsl um
annarleg tengsl forsætisráðherra við
leyniþjónustu Bandaríkjanna. Þór
taldi að miðað við aðstæður hafi
Friðrik Páll Jónsson, starfandi
fréttastjóri, haft gilda ástæðu til að
útvarpa tíðindum frá fréttaritaran-
um í Ósló í þeirri von að staðfesta
mætti þau þegar næsta dag. Daginn
eftir hefði fréttaritarinn í hádegis-
fréttum aðeins fullyrt að skjölin
væru til og að þau sýndu ótvírætt
fram á fundi Stefáns Jóhanns Stef-
ánssonar forsætisráðherra og full-
trúa bandarísku leyniþjónustunnar.
Þeir hefðu skipst á upplýsingum sem
ströng leynd hvíldi yfír. Fréttaritar-
inn reyndi ítrekað að komast yfir
þessar skýrslur, en án árangurs, og
skýrði fréttamanni þeim á frétta-
stofú sem með málið hafði að gera,
Má Jónssyni, frá því. Samt sem áður
var fréttaflutningi haldið áfram í
þeirri trú eða sannfæringu að Tang-
en fyndi senn skjölin. „Umræddur
fréttamaður hefur skýrt frá því að
hann hafi ekki talið neina ástæðu
til að tortryggja Tangen, þar sem
hann hafí treyst á orð hans sem
fræðimanns. Slík tiltrú, þegar um
jafn alvarlegar ásakanir er að ræða,
getur ekki og má ekki vera leiðarljós
fréttamanna Ríkisútvarpsins," sagði
í skýrslunni.
Hlutdrægni og póli-
tískir hleypidómar
Um umræðuþáttinn á Rás 2, þar
sem fréttaritarinn og fréttamaður-
inn áttu aðild að, segir Þór White-
head að það hafí verið ákaflega
misráðið, nema ef verið hefði verið
til að vara við fljótfærnislegum
ályktunum og upplýsa sannleikann
um að skjölin væru ekki komin fram.
Slíkt hefði ekki verið gert, heldur
hefðu umræðurnar verið ákaflega
hlutdrægnislegar og einkenndar af
pólitískum hleypidómum. Mennta-
málaráðherra gat þess að umsjónar-
maður þáttarins hefði komið á sinn
fund og bent á að hann hefði ekki
vitað af því að skjölin hefðu ekki
fundist heldur eingöngu byggt á
upplýsingum fréttastofu. Taldi ráð-
herra ekki ástæðu til þess að rengja
þessi ummæli en vakti athygli á því
að gagnrýni Þórs Whiteheads hefði
ekki síður beinst að hlutdrægnis-
legri meðferð mála og leiðandi
spumingum.
Fréttaflutningi af þessu máli var
haldið áfram í ríkisútvarpinu og lát-
ið að því liggja að Dag Tangen hefði
skjölin undir höndum. Þegar hins
vegar birtist frétt í DV frá fréttarit-
ara blaðsins í Ósló, þar sem
títtnefndur Dag Tangen kvaðst eng-
in skjöl hafa undir höndum um sam-
band Stefáns Jóhanns Stefánssonar,
vöknuðu efasemdir á fréttastofu
RÚV, að því er haft var eftir starf-
andi fréttastjóra í skýrslu Þórs. Var
þá útvarpað viðtali við Tangen í
fréttatíma, þar sem hann fullyrti að
skjölin væri að fínna í skjalasafni
Harry Tmman fyrrum forseta í
Missouri. Af hálfu fréttastofunnar
hefði enginn fyrirvari verið gerður
um óvissuna.
13. nóvember greindi fréttaritari
Ríkisútvarpsins í Bandaríkjunum frá
því að ekkert kæmi fram í skjölum
í Missouri er sýndi fram 'á tengsl
Stefáns Jóhanns við bandaríska
leyniþjónustumenn. Fréttaflutningn-
um lauk síðan með því að Dag Tang-
en lýsti því yfir í viðtali við Ríkisút-
varpið, að hann hefði aldrei fullyrt
að hann hefði séð skjöl er sýndu
samband Stefáns Jóhanns og banda-
rískra leyniþjónustumanna. Frétta-
stofan gaf í framhaldi þessa út yfír-
lýsingu að fyrri fréttir um málið
væru úr lausu lofti gripnar og harm-
aði að heimild sem hún taldi ekki
ástæðu til að vefengja skyldi reyn-
ast ótraust. Birgir Isleifur gat þess
í ræðu sinni að Þór hefði bent á að
forráðamenn fréttastofunnar hefðu
varpað aðalábyrjgð málsins yfír á
fréttaritarann í Osló. „Eins og eftir-
grennslan Þórs leiddi í ljós, var það
hins vegar á fréttastofunni sjálfri
sem brotalömin lá. Þar héldu menn
dögum saman leyndri mikilvægri
vitneskju um málið og afvegaleiddu
hlustendur.
Úttekt á vinnubrögðum
fréttastofunnar
Menntamálaráðherra kvaðst vera
þeirrar skoðunar að álitsgerð sagn-
fræðingsins væri efniviður í sérstaka
úttekt á vegum yfírstjómar stofnun-
arinnar á vinnubrögðum fréttastof-
unnar. Gat hann þess að útvarps-
stjóri hefði þegar skipað þriggjá
manna nefnd til að gera úttekt á
Morgunblaðið/Þorkell
Birgir ísleifur Gunnarsson
menntamálaráðherra flytur
ræðu sína um „Dag Tangen-
málið“ í Sameinuðu þingi í gær.
stjómun og rekstri fréttastofa hljóð-
varps og sjónvarps og skila tillögum
um breytta skipan mála. Þá er
nefndinni og falið að yfírfara frétta-
reglur Ríkisútvarpsins og gera til-
lögur til úrbóta á þeim ef þörf þyki.
í nefndinni sitja þau Baldur Guð-
laugsson hæstaréttarlögmaður, sem
er formaður, Margrét Heinreksdóttir
lögfræðingur og Ólafúr Þ. Harðar-
son lektor.
Menntamálaráðherra tók til sér-
stakrar umfjöllunar þær yfírlýsingar
Kára Jónssonar fréttastjóra í viðtali
við Morgunblaðið, að skýrsla dr.
Þórs hefði verið pöntuð til að klekkja
á fréttastofunni og annarleg sjónar-
mið ráðið efnistökum. „Ég vísa þess-
um fullyrðingum á bug. Fréttastjóri
Ríkisútvarpsins ætti fremur að veija
tíma sínum til að íhuga vandlega
þau mistök sem fréttastofunni hafí
orðið á og bæta vinnubrögðin, en
að láta frá sér vanhugsaðar yfírlýs-
ingar." Benti hann á að skýrslan
væri samin að ósk Alþingis en ekki
að sínu fmmkvæði eða skýrsluhöf-
undar.
Huldumaður tekinn
trúanlegur
Að lokinni ræðu menntamálaráð-
herra tók til máls fyrsti skýrslubeið-
andi, Sverrir Hermannsson (S/Al).
Sverrir benti á í ræðu sinni að ábyrgð
fréttastofu Ríkisútvarpsins væri
mun meiri en venjulegs einkamiðils,
enda væri ráð fyrir því gert í út-
varpslögum. Hlyti Alþingi því að
láta þetta mál sig varða, þó auðvitað
gæti ekki orðið um ritskoðun af
þess hálfu að ræða.
Sverrir taldi þetta dæmalausa mál
verðskulda athugun og umræðu.
í fyrsta lagi hefði frétt þessi verið
mjög óvenjuleg og þurft vandlegrar
heimildarkönnunar við. Þetta hefði
ekki verið gert, heldur hefði huldu-
maður í Ósló verið tekin trúanlegur.
I öðru lagi væri þess að gæta, að
óleyfilegt væri að álykta, jafnvel
þótt einhver gögn fyndust. Skýrslur
bandarískra sendimanna og skjöl
bæri ekki að taka trúanleg án sjálf-
stæðs mats. Taldi Sverrir ekki sýni-
legt af fréttum Ríkisútvarpsins að
beitt hefði verið gagnrýnni hugsun
að Jiessu leyti.
I þriðja lagi yrði að rifja upp að
þetta væri ekki eina dæmið, þar sem
tilefni væri til efasemda um vönduð
vinnubrögð og óhlutdrægni á frétta-
stofu Ríkisútvarpsins. Nefndi Sverrir
sem dæmi fréttaflutning af kjam-
orkuvopnum á Keflavíkurflugvelli,
sem byggður hefði verið á upplýsing-
um frá mjög vafasamri stofnun í
Washington og fréttaflutning í verk-
falli opinberra starfsmanna í október
1984.
Sverrir kvaðst ekki vilja fullyrða
að fréttamenn Ríkisútvarpsins hefðu
ætlað að vera vísvitandi hlutdrægir,
betri skýring á þessum mistökum
væri sú að þeir hefðu ekki vandað
sig nógu mikið.
Heilaþ vottaraðferðir
menntamálaráðherra
Hjörleifur Guttormsson
(Abl/Al) kvað það vera einkennilegt
að þingmenn Sjálfstæðisflokksins
skyldu gera kröfu um skýrslu að
Forsætisráðherra:
Ríkissljórnin setur ekki
lög á verzlunarfólk
Ríkisstjórnin felli niður matarskatta, sagði Hreggviður Jónsson
Umræðan pólitísk leiksýning, sagði Guðmundur H. Garðarsson
Þorsteinn Pálsson, forsætisráðherra, sagði á Alþingi i gær að ríkis-
stjórnin hefði ekki í hyggju að leysa verkfall verzlunarfólks með
löggjöf. Abyrgðin í deilunni sé samningsaðila, sem ræðist nú við
undir leiðsögn ríkissáttasemjara. Sáttatillaga hafi ekki verið fram
borin. Við þær kringumstæður sé ekki við því að búast að rikisstjórn-
in hafi bein afskipti af kjaradeilunni.
Hreggviður Jónsson (B/Rn)
sagði að stærsta verkalýðsfélag
landsins, Verzlunarmannafélag
Reykjavíkur, hafi verið knúið til
verkfalls. Verzlunarfólk geti ekki
unað því að búa við Iægstu laun í
samfélaginu.
Kjaradeilan er komin í hnút,
sagði Hreggviður, meðal annars
vegna þess að ákvæði í öðrum
kjarasamningum feli það í sér, að
þeir komi til endurskoðunar ef sam-
ið verður við verzlunarfólk á öðrum
nótum. Ég spyr. Eru slík ákvæði
réttlætanleg?
Hreggviður sagði efnahags-
stefnu ríkisstjórnarinnar, ekki sízt
matarskattana, hafa knúið verzlun-
arfólk út í þetta verkfall. Ætlar
ríkisstjómin, en hjá henni liggur
sökin, að grípa inn í þessa kjara-
deilu til lausnar? Ætlar hún að fella
niður matarskattana? Ætlar hún
að hafa áhrif á það að lægstu laun
verði miðuð við hennar eigin mat í
ákvörðun skattleysismarka?
Hver verkfallsdagur er þjóðfélag-
inu dýr. Ríkisstjómin getur leyst
þessa kjaradeilu strax, ef vilji stend-
ur til. Eg skora á ríkisstjómina að
hafa frumkvæði um lausn málsins.
Þorsteinn Pálsson, forsætisráð-
herra, minnti málshefjanda á lög
um fijálsan samningsrétt verka-
lýðsfélaga og vinnuveitenda. Þessi
lögbundni réttur leggi jafnframt
samningsaðilum ákveðnar skyldur
á herðar, gagnvart umbjóðendum
sínum og þjóðfélaginu. Ríkisstjórn-
in hefur ekki uppi áform um setja
lög á verkfall verzlunarfólks.
Ákvæði eru í þegar gerðum
kjarasamningum, þessefnis, að þeir
taki breytingum, ef aðir samningar,
síðar gerðir, gefa tilefni til þess.
Engin ríkisstjórn hefur nokkm sinni
gert neinar athugasemair við slíkar
viðmiðanir við aðra kjarasamninga,
ef samningsaði'.ar sættast á þær.
Ég sé ekki annað en að það væri
afnám venjulegs og viðurkennds
samningsréttar, ef ríkisstjóm
hindrar verkalýðsfélög eða samn-
ingsaðila í viðmiðunum sín á milli.
Að auki væri það útilokað í frjálsu
þjóðfélagi að fylgja slíkum ákvæð-
um eftir, jafnvel þótt þau væru sett.
Tvær síðustu ríkisstjómir hafa
stigið mjög stór skref í því að hækka
bamabætur og hækka skattleysis-
mörk, en hvorttveggja er mjög mik-
ilvægt fyrir þá sem lakast eru settir.
Að lokum sagði forsætisráðherra
að enn hafí ekki komið fram sátta-
tillaga, en deiluaðilir ræðist nú við
undir leiðsögn ríkissáttasemjara.
Þegar af þeirri ástæðu má vera ljóst
að ekkert tilefni er til þess að ríkis-
stjómin grípi inn í deiluna.
Kristín Halldórsdóttir
(Kvl/Rn) sagði matarskattana hafa
verið hnefahögg framan í launafólk.
Taxtar verzlunarfólks væru til
skammar og vinnutíminn ómannúð-
legur. Hún minnti á frumvap
Kvennalistans um lögbindingu lág-
markslauna.
Aðalheiður Bjarnfreðsdóttir
(B/Rvk) sagði kjarasamninga lengi
undanfarið hafi skilið sömu hópana
eftir í láglaunafeninu. Matarskatt-
amir hafí magnað gremju þessa
fólks. Það bætist síðan við að af-
greiðslufólk í stórmörkuðum hafi
Verkfall verslunarmanna hefur víða áhrif. Á myndinni bíða far-
þegar eftir að fá keypta miða í áætlunarbílinn til Keflavíkur.
AIMÍICI
daglega fyrir augum kaupmátt ann-
arra starfsstétta. Ríkisstjómin verði
að láta til sína taka við lausn deil-
unnar, enda bæri hún verulega sök.
. Steingrímur J. Sigfússon
(Abl/Ne) sagði ekkert lífsmark með
ríkisstjóminni til lausnar deilunni.
Stjómvöld hafi fylgt láglaunastefnu
í fimm ár. Þegar reynt væri að
bijótast út úr láglaunafjötmnum
væri sífellt borið við verðbólgu-
hættu. Enginn minntist þó á þá
hættu þegar laun Sambandsfor-
stjóra ættu í hlut.
Stefán Valgeirsson (SJF/Ne)
sagði illa horfa víða í þjóðfélaginu.
Yfírvinna hraðminnkaði. Fólki væri
sagt upp störfum. Ríkisstjómin
hækkaði skatta og vexti.
Albert Guðmundsson (B/Rvk)
sagði ríkisstjómina hafa hækkað
fjárlög um 50% milli ára. Skattar
hafí verið hækkaðir um rúma tvo
tugi milljarða. Á móti þessum álög-
um og verðhækkunum væri boðin
5% til 7% kauphækkun. Það er
greinilegt, sagði Albert, að heimilin
í landinu eiga ekki samleið með
ríkisstjóminni.
Guðmundur H. Garðarsson
(S/Rvk) sagði gott, út af fyrir sig,
að alþingismenn sýndu baráttu
verzlunarfólks fyrir betri kjörum
samúð. Orð án athafna vægju hins-
vegar létt. Þingmenn ættu að láta
af þeim ósið að notfæra sér erfiða
stöðu láglaunahópa og kjaraátök til
pólitískra leiksýninga á Alþingi —
í stað þess að leggja eitthvað raun-
hæft og marktækt til málanna.
Hreggviður Jónsson þakkaði
undirtektir við mál sitt. Hinsvegar
væri sýnt að ríkisstjómin myndi