Morgunblaðið - 26.04.1988, Blaðsíða 57

Morgunblaðið - 26.04.1988, Blaðsíða 57
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 26. APRÍL 1988 57 unglingur starfaði hann að bak- araiðn, fór síðan til Kaupmanna- hafnar til frekara náms. Eftir að hann kom aftur til landsins hóf hann störf hjá Alþýðubakaríinu. Þar kynntist hann konu sinni. I byijun síðara stríðsins stofnaði hann ásamt vini sínum Eðvarði Hlíðarbakarí. Fyrirtækið blómgað- ist svo vel að þörf varð fyrir stærra húsnæði. Réðst hann þá í stofnun bakarís í Austurveri og rak það til lokadægurs. Sonur þeirra hjóna, Sæmundur, vann einnig við sömu iðngrein og varð síðar meðeigandi föður síns í fyrirtækinu. Sigurður og Jóna áttu nær alla búskapartíð sína heima í Auðar- stræti 11. Strax fyrsta árið tóku þau til sín á heimilið móður Jónu, Guðrúnu Marsibil, og dvaldist hún hjá þeim til dánardægurs. Síðar þegar Jón Ólafsson, afi Jónu, and- aðist hefur Þórunn amma hennar miklar áhyggjur af því að þurfa að vera ein eftir á heimilinu. Þá kemur Sigurður til skjalanna og segir að hún þurfi engu að kvíða, hann ætli að sækja dótið hennar því hjá þeim hjónum skuli hún vera til frambúðar. Þannig voru þau hjónin, nóg húsrúm og kær- leikur var til handa öllum sem á þurftu að halda. Einn son eignuð- ust þau hjón, Sæmund Þorstein sem fyrr er getið, fæddan 10. maí 1943. Hann var alla tíð sólargeisl- inn þeirra. Nú er hann kvæntur, þriggja bama faðir. Þau hjón veittu okkur mikla stoð í lífínu. Má segja með sanni að við fjögur höfum verið sem systkin. Slík var vináttan. Áttum við margar ánægjustundir saman bæði á heimilunum og á ferðalög- um. Það var ósjaldan sem þau birtust í dymnum á kvöldin og drifu okkur með sér út, annað- hvort á bíó eða aðra skemmtun sem þau héldu að myndi gleðja okkur. Viljum við að síðustu þakka þær mörgu ógleymanlegu stundir, sem við áttum með þeim hjónum. Vissulega munu þau hafa fengið góða og fagra heimkomu á landi lifenda. Aðstandendum viljum við votta okkar dýpstu samúð. Megi Guð blessa þig, Sæmund- ur, og fjölskyldu þína. Þórunn Pálsdóttir, Þorgeir G. Guðmundsson. ísafirði alla tíð síðan. Þijú böm áttu þau hjón, soninn Hermann, tannlæknir, og dætur tvær, Sigríði Borghildi og Onnu Kristínu, indæl- ustu böm og farsæl í öllu formi. Anna Hermannsdóttir er dugnaðar- forkur, svo sem hún á kyn til, og hefúr búið manni sínum og bömum friðsælt og hamingjusamt heimili, auk þess sem hún hefur svo af dugnaði miklum stundað vinnu utan heimilis um tugi ára, svo sem hinar dugandi húsmæður hafa ekki látið sitt eftir liggja til sköpunar dýmstu verðmæta í útflutningi þjóðarinnar. En svo kom brotfaldur bámnnar, ógnarkraftur þess feikna storms, sem enginn hefur megnað að lægja, og hellti sér yfír hið fagurgerða lífsfley þessa ágæta drengs. Þar verður hver og einn að undirgefast þeirri ásköpun, sem enga miskunn sýnir — einn sá stóridómur, sem öllum skal áskapa að hlýða og beygja sig undir i öllu formi. En í miskunn tímans smálægir þó storm- inn þann og dregur hinn milda blæ minningana til huga þeirra, sem sárast sakan vinar í stað. Vífeðmi kærleikans breiðir smátt skikkju sína yfír saknaðarhjúpinn og endur- speglar þann bjarma sem lífíð gaf. Þótt hér hafi verið tæpt á nokkr- um þáttum í lífsferli þessa dáða- drengs er langt i frá að um neina tæmandi sögu sé þar um að ræða, en þessi maður verður ávallt hin lifandi persóna í huga þeirra og vitund, sem honum kynntust, ein- lægur og yfirlætislaus i öllu dag- fari sínu, öruggur, traustur og hlýr. Ég þakka honum öll einlæg sam- skipti frá bemsku hans hér í Bæjum og við hjónin vottum eftirlifandi konu hans, bömum, systkinum og venslafólki einlæga samúð. Jens í Kaldalóni t Hugheilar þakkir faerum við ölium þeim, sem sýndu samúð og’ vinarhug og á einn og annan hátt heiðruðu minningu SIGURJÓNS SIGURÐSSONAR, Raftholti í Holtum, við andlát hans og útför. Hjalti Sigurjónsson og fjölskylda, Guðrún Sigurjónsdóttir og fjölskylda, Sigrún Sigurjónsdóttir, Hermann Sigurjónsson. t Hjartanlegar þakkir til allra sem sýndu okkur samúð og hlýhug við andlát og útför elsku móður minnar, tengdamóður, ömmu ög langömmu, GUÐRÚNAR PETRÍNU HANSEN, Skeljagranda 9. Sérstaklega viljum við þakka læknum, hjúkrunar- og starfsfólki deildar 14G á Landspitalanum fyrir mjög góða umönnun og hlýju sem þau sýndu henni. Borghild Inger Steingrímsdóttir, Einar Ingvarsson, Ellen Einarsdóttir, Steingrimur Einarsson, Ingvar Einarsson, Guðrún María Einarsdóttir og Helen María Ólafsdóttir. t Þökkum auðsýnda samúð og hlýhug við andlát og útför Alfheiðar INGIMUNDARDÓTTUR, Skálagerði 17, Reykjavík. Jón Ormsson, Lilja Sveinsdóttir, Jón Sigurðsson, Jónas Engilbertsson, Guðrún Böðvarsdóttir og barnabörn. t Innilegar þakkir til ykkar allra, sem auðsýndu okkur samúð og vinarhug við andlát og útför eiginkonu minnar, móður okkar, tengdamóður, ömmu, dóttur, tengdadóttur og systur, GERÐAR BJÖRGMUNDSDÓTTUR, Túngötu 8, Stöðvarfirði. Kristján Grétar Jónsson, Ágústa Björg Kristjánsdóttir, Ásgeir Ásgeirsson, Drífa Jóna Kristjándóttir, Þorgeir Heiðar Kristmannsson, Jón Valdimar Kristjánsson, Steinunn Gerður Kristjánsdóttir, Anna Sigríður Kristjánsdóttir, Ásgeir Garðar Ásgeirsson, foreldrar, tengdaforeldrar og systkini. t Þökkum innilega samúð og hlýhug við andlát og útför móður okkar, tengdamóður, ömmu og langömmu, ÁGÚSTÍNU SIGURÐARDÓTTUR, Stangarholti 12, Reykjavík. Sérstakar þakkir til starfsfólks öldrunardeildar Borgarspítalans B-5, fyrir frábæra umönnun í veikindum hennar. Ingibjörg Sigurðardóttir, Guðrún Sigurðardóttir, Lárus Sigurðsson, Jónína Þorsteinsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. t Innilegar þakkir til allra þeirra, sem sýndu okkur samúð og hlýhug við andlát og útför bróður okkar, ÞÓRARINS SIGURÐSSONAR, Kópavogsbraut 5. Steinunn Sigurðardóttir og systkini. Lokað Vegna jarðarfarar SIGURÐAR Ó. JÓNSSONAR, bakara- meistara, verður bakaríið Austurveri lokað frá kl. 13.00 í dag. Lokað Lokað í dag eftir hádegi þriðjudaginn 26. apríl vegna jarðarfarar BJÖRNS FINNBOGASONAR. Borgarbfíasalan hf. Bílaskipti hf. KAUPUM ALLA ^AAllíl MILI w w irisiniiiviint Tökum á móti brotajárni, samkvæmt samkomulagi, í endurvinnslu okkar að Klettagörðum 9 við Sundahöfn. SINDRA^^STÁLHF BORGARTÚNI31, SÍMI 272 22 (10 LlNUR) Haukur Jónsson, Kolbrún Jónsdóttir, Aðalheiður Jónsdóttir, Hafsteinn Jónsson, KARCHER 570 HÁÞRÝSTIDÆLAN Skínandi hreint-leikandifétt Hlaðin kostum og spennandi fylgihlutum: • 20x meiri þrýstingur en úr garðslöngu • hraðari og betri hreingerning • 85% minni vatnsþörf • sápa sem mengar ekki umhverfið • þvottabursti, hentugur fyrir bílinn • snúningsskaft með handhægu gripi • 10m háþrýstislanga • sápuskammtari Aukahlutir: • snúningsstútur sem gefur 30% aukningu á þrýstingi og 7x meiri vinnuhraða • sandblástur, garðúðari, undirvagnsþvottaskaft ofl. ] v»' SÁPA I I ÞVOTTABURSTI RAFVER HF SKEIFUNNI3E,SiMAR 82415S82117
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.