Morgunblaðið - 26.04.1988, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 26.04.1988, Blaðsíða 22
22 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 26. APRÍL 1988 S JÚKRAHÚS EIGA AÐ VINNA FYRIR SÉR SJÁLF En til þess þarf að endurreisa sj úkratry ggingar nar eftir Ingólf S. Sveinsson Undanfamar vikur höfum við lesið og heyrt um rekstrarörðug- leika Landakotsspítala, sem farið hefur 13% fram úr skammti svo- kallaðs fjárveitingavalds meðan aðrir spítalar hafa að jafnaði að- eins 5% halla eða umframneyslu eins og skömmtunarvaldið kallar það. Það kostar mannafla og fé að annast veikt fólk og stjóm Landa- kots hefur boðið upp á að minnka reksturinn, loka hluta spítalans, til að endar nái saman á þessu ári. Eftir að fjármálaráðuneytið var búið að skamma sjúkrahússtjóm- ina talsvert fyrir frekju, bruðl og eyðslusemi, hótaði það rannsókn á starfsemi spítalans og rétti síðan fram 26 milljónir af þeim 150 sem á vantar með beiðni um að spítal- inn „skæri ekki niður“ þjónustu að svo komnu máli. Stjóm spítal- ans mun hafa orðið við þessari beiðni og fagnaði jafnframt vsent- anlegri rannsókn. Hingað til hafa sjúklingar því miður ekkert lagt til þessara mála. þetta er því deila milli heilbrigðlsstarfsfólks, sem tekið hefur að sér að vera umbjóð- endur sjúklinga, og stjómmála- manna. Áður var Landakot fjármagnað, eins og aðrir spítalar voru þá, á þann veg að sjúkratryggingar sjúklinganna greiddu dvalarkostn- að þeirra hvers og eins. Spítalinn fékk frá sjúkrasamlagi sjúklingsins greiðslu fyrir hvem dag sem sjúkl- ingurinn lá inni — daggjald Sér- stök nefnd, daggjaldanefnd, hafði það hlutverk að reikna út hve hátt daggjald skyldi vera á hveijum spítala, enda eru spítalar misdýrir í rekstri eftir tegund þjónustu. Þetta fyrirkomulag var ekki gallalaust, sérstaklega eftir að nefnd þessari förlaðist sýn. Með daggjaldafyrirkomulaginu var þó viss möguleiki fyrir sjúkrahúsin að vinna fyrir sér, hafa nýtingu sjúkrarúma alltaf sem besta. Nefndin reiknaði að vísu stundum ekki rétt. Hún sat í miðju stjóm- kerfinu, fór lítið um, hafði fátt starfsfólk, bár fyrir sig verðbólgu o.s.frv. Þar kom að nefndin fór æ oftai að spyija fulltrúa fjármála- ráðuneytisins hvem skammt skyldi greiða. Þetta eru eðlileg örlög mið- stýrðra nefnda. Fyrir nokkram áram var ákveð- ið í ráðuneytinu (og formlega á Alþingi) að gefast upp á daggjalda- kerfi og Landakot skyldi fara á föst fjárlög. Neytendur og greið- endur þessarar þjónustu þ.e.a.s. sjúklingar vora ekki spurðir álits og ekki heldur stjómendur Landa- kots sjálfir. Þetta var ákveðið af embættismönnmum með sígildu viðkvæði þeirra „eina leiðin til að átta sig á rekstrinum og spara". Og þá eins og síðan hefur alltaf gerst þegar sjúkrahús hefur verið svipt fjárræði og sjálfræði á þenn- an hátt, var fjárveitingavaldið afar elskulegt fyrst í stað og borgaði upp alla skuldahala. En nú nokkurm áram síðar blas- ir raunveraleikinn við: Þetta er einfalt ríkisrekstrarfyrirkomulag, skömmtun að ofan og allt í einu er kominn svo myndugur fjármála- ráðherra að hann heimtar að fjár- hagsramminn haldi, skammturinn dugi og hann bölvar öllum bak- reikningum. Um þetta væri aðeins gott eitt að segja ef þessi aðferð við sjúkrahúsrekstur væri fram- kvæmanleg. Svo er ekki. Ríkisframfærsla sjúkra- húsa er rugl Landakot er ekkert einsdæmi meðal spítala. Þar hefur að vísu verið landlæg óvenjumikil hagsýni miðað við sjúkrastofnanir, mest vegna þeirrar sérstöku menningar sem nunnurnar skildu eftir. Spítal- inn er vinsæll sem vinnustaður og þar hefur oftast verið meira en fullur rekstur meðan aðrir spítalar hafa af og til lokað fleiri eða færri rúmum og deildum vegna starfs- fólksskorts og dregið þá jafnframt úr kostnaði og starfí. Þegar svona er komið hjá öllum stærstu sjúkra- stofnunum landsins skerðist þjón- ustan við fólkið í landinu. Biðraðir lengjast við dyr sjúkrastofnana. Þótt þess sé þegar farið að gæta hér er ástand okkar hátíð saman- borið við það sem er í Svíþjóð, Danmörku og Noergi, að ekki sé talað um fyrirmyndarland áætlun- arbúskaparins, Rússland, þar sem segja má að biðröðin sé tákn ríkis- ins. Opinber rekstur heilbrigðis- mála hefur hvarvetna reynst fár- ánlegt fyrirkomulag, auðmýkjandi, treg og ill þjónusta við sjúklinginn sem verður réttlaus þiggjandi. Sem dæmi um þetta ástand má nefna að. í Danmörku er tveggja til þriggja ára bið eftir því að fá num- ið bott ský af auga. Svipað ástand er í Svíþjóð. Þetta er algengur kvilli hjá eldra fólki sem veldur „Sjálfstæðismál sjúkra- trygg-ing-a og sjúkra- húsa eru okkar eigin öryggismál. í stað þess að leggja niður sjúkra- tryg&inga1* — láta ríkið annast þær — þurfum við að ef la þær, auka sjálfstæði sjúkrasam- laga í hverri byggð svo að það mikla fé sem fólkið greiðir nú ómælt og óskilgreint til þess- ara mála fari aldrei út úr byggðinni.“ blindu. Hér er þessi aðgerð gerð á Landakoti og hefur framundir þetta vei'ið tæplega tveggja mán- aða biðlisti. í dag fer efnaðra fólk í Svíðþjóð hiklaust til Sviss og greiðir 50-60 þúsund sænskar krónur úr eigin vasa fyrir aðgerð- ina. Þetta mega Svíar láta sér lynda þrátt fyrir hæstu skatta í heimi. Hvar eru sjúkratrygg- ingarnar okkar? Þegar við blasir lokun á mikil- vægum spítala koma upp spurn- ingar: Hvar era sjúkratrygging- amar okkar? Á ríkið þær nú orðið? Era sjúklingar neytendur með rétt? Eða era þeir þurfamenn ríkisins? Flestir hafa sofíð vel án þess að hugsa um þetta svo lengi sem framboð þjónustu var nokkum veginn nóg og þeir sjálfír hraustir. En spumingin knýr fyrst á þegar fjármagnið þrýtur, þegar stofnanir loka, þegar sjúklinginn vantar þjónustu. Hver er réttur einstakl- ings? Spurningin um það hver eigi trygginguna er fyrst og fremst spurning um rétt og valfrelsi. Það þýðir ekki lengur að koma á spítala og segjast hafa borgað sjúkrasam- lagsgjöldin sín alla tíð og síðar skatta til ríkisins eftir að ríkinu var illu heilli treyst fyrir innheimtu þessara gjalda. Stofnun ræður því ekki sjálf hvort hún veitir sjúklingi þjónustu eftir að hún hefur misst íjárræði og sjálfræði. Segja má að það sé þorskurinn í sjónum sem stjómi henni beint með fjármálaráðherra sem millilið. Enginn varasjóður, sem kallast tryggingar, virðist lengur til. Já, hvað varð um sjúkratrygg- ingarnar? Era sjúklingar enn neyt- endur með rétt eða réttlausir þiggj- endur ríkisins? Er svo hrikalega komið að skipulag sósíalismans, ríkisforræðið, sé í höfn á íslandi? Svo virðist þegar litið er á umræð- Ingólfur S. Sveinsson una um Landakotsspítala. Okkur þætti ekki gott, ef við mættum úti á flugvelli með greiddan miða, þyrftum við að bíða bótalaust í nokkra dag af því að flugfélagið vantaði flugvélar. Við myndum líklega velja annað flugfélag næst. En sértu sjúklingur sem þarf sjúkrahúsvist áttu einn rétt — þann sem stóri bróðir skammtar. Þótt það dugi kannski Rússum, Dönum, Norðmönnum og Svíum að láta koma fram við sig eins og sauðfé fínnst manni einhvem veginn að þetta passi _ ekki fyrir stoltan, sjálfsstæðan íslending, jafnvel þótt hann sé hálfslappur og lasinn. Sjúkrasamlög eru ennþá til Sjúkrasamlög era enn til. Þau era í dag fjármögnuð þannig að samkvæmt lögum skal ríkissjóður greiða 85% af kostnaði vegna þeirra en sveitarfélag 15%. Heil- brigðisráðherra getur þó hreyft tölurnar talsvert með því að hræra í reglugerðum. T.d. greiðir Reykjavíkurborg þetta ár vel yfír 30% af kostnaði Sjúkrasamlags Reykjavíkur. Sjúkrasamlög annast greiðslur sjúkradagpeninga og greiða einnig meirihlutann af
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.