Morgunblaðið - 26.04.1988, Side 49
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 26. APRÍL 1988
49
Framtíðarsýn íslend-
inga í utanríkismálum?
eftirSigrúnu
Þorsteinsdóttur
Utanríkisstefna okkar íslendinga
hefur hingað til einkennst af við-
skiptastefnu. Við höfum bergmálað
stefnu Bandaríkjamanna og Breta
af hræðslu við að missa af sölu á
þorski og ullarsokkum. Mörgum er
sjálfsagt í minni síðasta söluáform
Jóns Baldvins, þegar hann bauð
hemaðarveldum Evrópu landið til
leigu gegn viðskiptaívilnunum.
Við hveiju getum við búist næst?
Verður Rússum kannske boðin
Melrakkaslétta fyrir nokkra skrið-
dreka gegn ullarsamningum eða
Bretum úthlutað aðstaða í Trékyll-
isvík til að tryggja gámaútflutning?
Eða liggur kannski fyrir að rýma
allt landið fyrir hemaðarbrölt,
leggja undirstöðuatvinnuvegina
niður og taka myndarlegt gjald fyr- *
ir?
Er þetta sú framtíðarsýn sem við
viljum sjá í utanríkismálum þjóðar-
innar? Eg held ekki. Svo mikið er
vist að þetta er ekki framtíðarsýn
okkar húmanista.
En hvemig lítum við húmanistar
eða manngildissinnar á framtíðina?
Sem lágmark þurfum við að koma
málum í það horf hér á landi að
við getum verið stolt af því að vera
íslendingar.
íslendingar boðberar friðar
ísland á að vera friðlýst svæði
sem gerist með því að Alþingi fari
fram á það að stórveldin tvö,
Bandaríkin og Sovétríkin, geri með
sér friðarsáttmála sem tryggi hlut-
leysi landsins og tryggi að hvomgt
ríkið verði hér með her eða hernað-
aráform.
Sem friðlýst, hlutlaust land verð-
ur ísland sterkt fordæmi og boð-
beri friðar á alþjóðavettvangi. Og
það er nákvæmlega það sem til-
gangur okkar íslendinga á að vera
í framtíðinni. Við eigum að vera
boðberar friðar og hjálpa öðmm
þjóðum til að koma á húmanísku
þjóðfélagi.
Og hvað þýðir það? Það þýðir
það að við munum láta sterklega
til okkar heyra á alþjóðavettvangi.
Við munum taka skýra afstöðu á
þingum Sameinuðu þjóðanna með
mannréttindum og ekki hika við
að fordæma mannréttindabrot ann-
arra þjóða.
Síðan á miðju síðastliðnu ári höf-
um við Islendingar í Manngildis-
hreyfíngunni, sem er á bak við
Flokk mannsins verið að koma á
fót samskonar hreyfíngu í 4 borgum
í Bretlandi. Hreyfingu sem er ört
vaxandi og hefur opnað framtíðina
fyrir mörgum Bretum.
í dag erum við 20 sem förum til
Bretlands í þessum tilgangi. Hugsið
ykkur þegar við verðum orðin 2000
eða fleiri sem förum til annarra
TOLVUPRENTARAR
omRon
A FGREIÐSL UKA SSAR
landa í þeim tilgangi að byggja upp
Hreyfingu andofbeidis.
Það er ekkert sem mælir á móti
þessu, en margt sem mælir með
því. Eins og er hefur þessi þjóð
ekkert sameiginlegt takmark og
þjóð sem hefur ekkert sameiginlegt
takmark er eins og aumkunarverð-
ur einstaklingur sem finnur ekki
tilgang með lífi sínu.
Takmark þjóðarinnar —
húmanískjörð
Hér áður var takmark þjóðarinn-
ar að bijótast undan Dönum og við
hættum ekki fyrr en það tókst.
Takmark þjóðarinnar í dag ætti að
vera að bijótast undan því óréttláta
og heimska kerfi sem við búum við,
ekki bara á íslandi heldur í öllum
heiminum og hætta ekki fyrr en
það hefur tekist, að koma á húm-
anísku þjóðfélagi allstaðar á þess-
ari jörð.
íslendingar eru atorkusöm þjóð,
það sést best á því að þó stór hluti
þjóðarinnar vinni langan vinnudag
blómstrar hér litskrúðugt félagslíf.
Það þarf ekki mikið ímyndunar-
afl til að sjá að svona stórt tak-
mark sem sameinar krafta þessarar
þjóðar myndi gefa henni baráttu-
anda sem myndi endast henni í
nokkuð mörg ár. Og það er einmitt
það sem við þurfum til þess að lifa
hér saman hamingjusömu og til-
gangsríku lífi.
Ég hef ekki heyrt um betra tak-
mark að stefna að. Allavega er það
mun skárra en stefnuleysið sem nú
ríkir.
Höfundur er í landsráði Flokks
nmnnsins.
Skemmtilegir
Vindhanar
á sumarbústaðinn
Sigrún Þorsteinsdóttir
„Við eignm að vera boð-
berar friðar og hjálpa
öðrum þjóðum til að
koma á húmanísku
þjóðfélagi.“
HURÐIRHF
Skeifan 13-108 Reykjavík-Simi 681655
/// ÁLAFÖSSCÓLFTEPPIN
CIÆSILEC
'jý
Fallegu, mjúku og sterku gólfteppin frá Álafossi
fást nú í fjölbreyttu úrvali sem endranær.
■' "" : ■- ■ .' ■■■' : >■;
Wilton og Tufting vefnaður. Alullarteppi og/eða
■"-■■’ ■ ■ . '.■■-..
ullar og nulon blanda-, 80% ull, 20% nulon.
' ■ i
Álafossgólfteppin eru unnin úr íslenskri ull.
Wið komum, mælum, sníðum og leggjum.
Búir þú úti á landi, skaltu bara firingja
við sendum jpér prufur. Síminn er 91-666300.
'fy - ' -JZ ’ 'X