Morgunblaðið - 27.05.1988, Síða 15

Morgunblaðið - 27.05.1988, Síða 15
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 27. MAÍ 1988 15 * Morgunblaðið/Bjami Fjölmenni var á borgarafundinum í Réttarholtsskóla og tóku íbúar borgarhluta 5 virkan þátt í umræðun- um. „Árið 1980 var reiknað með ákveðn- um bflafjölda í borginni árið 2000," sagði borgarstjóri. „Fyrir tveimur árum voru svo allt í einu gerðir kjarasamningar, sem ollu stórfelldri verðlækkun á bflum og allt í einu voru bflamir orðnir jafnmargir og þeir áttu að vera um aldamót." Davíð sagði að þarna kæmi svo fleira til sögu, svo sem sveiflur í bensínverði, íbúafjöldi og byggðastefna. Borgarstjóri sagðist vilja upplýsa menn um það að Fossvogsbrautin hefði raunar verið teiknuð á bæjar- skrifstofunum í Kópavogi, er sam- komulag var gert við Kópavog árið 1973 um að Kópavogskaupstaður fengi land undir iðnaðarstarfsemi austast í bænum en Reykjavíkurborg fengi á móti land undir Fossvogs- brautina. Þórarinn Hjaltason sagði að nákvæm rannsókn á hugsanlegri mengun af völdum Fossvogsbrautar hefði ekki farið fram, en hún yrði þó alls ekki meiri en til dæmis við Miklubraut, þar sem ækju 50.000 bflar á sólarhring. Reiknað er með 30-40.000 bíla umferð á Fossvogs- braut. Þórarinn sagði jámbraut um dalinn ekki raunhæfan kost. Sam- kvæmt athugunum erlendis þyrfti íbúafjöldi borga að vera minnst hálf milljón til þess að slíkt borgaði sig. Hann sagðist telja að mengun af bifreiðum myndi minnka á komandi árum, bæði loftmengun og hljóðm- engun með tilkomu blýlauss bensíns, bætts hreinsibúnaðar og hljóðlátari véla. Þórarinn sagðist telja að slysa- kostnaður í borginni myndi minnka um 5% með tilkomu Fossvogsbraut- ar. Hann væri nú um einn milljarður króna, þannig að þama væri um 50 milljónir að ræða. Gangbrautavandamál Um fleira var rætt en Fossvogs- dal. Ólafur Hannesson gerði gang- brautavandamál að umtalsefni og sagðist telja að gangbrautir væru oft á röngum stöðum, enda sýndi það sig að gangandi vegfarendur veldu stystu leið og sneiddu þá oft hjá gangbrautum. Hann lagði einnig til að gul blikkljós yrðu tekin upp á gönguljósum í stað rauðra ljósa, og að hraðahindranir yrðu settar á Stjömugróf vegna hraðaksturs ungra ofurhuga þar. Ásgrímur Guðmundsson sagðist vera í foreldraráði Breiðagerðisskóla og þar hefði fólk haft miklar áhyggj- ur af því hversu miklir farartálmar Réttarholtsvegur og Bústaðavegur væru á leið bama í skólann. Nefndi Ásgrímur sérstaklega brekkuna á Réttarholtsvegi frá Miklubraut og upp að Sogavegi, þar sem hún byrgði sýn til gangbrautar yfír götuna við Sogaveg. Hefðu foreldrar óskað eft- ir því að þama kæmi stöðvunar- skylda, en fengið þau svör að í hálku myndu menn ekki komast af stað aftur í brekkunni ef þeir neyddust til að stansa. Þá hafði Ásgrímur áhyggjur af því að nýtt Víkings- svæði í Fossvogsdal myndi auka umferð gangandi vegfarenda yfír Bústaðaveg, og því væri hæpið að breikka hann og auka umferð. Jón Valdimarsson talaði einnig um Víkingssvæðið og sagðist telja það of lítið. Erfítt yrði að leggja bifreið- um er kappleikir yrðu á Víkingsvell- inum og einnig væri aðkoman að svæðinu erfið, aðeins væri hægt að komast eftir Stjömugróf. Ásgrímur vildi fá að vita hvort ekki væri hægt að stækka svæðið í suður. 330 kílómetra snjómokstur Ingileif Ólafsdóttir gagnrýndi slæmar merkingar á undirgöngum við Reykjanesbraut, sagðist hafa komið að þeim í myrkri fyrir skömmu og hreinlega ekki fundið þau. Þá spurðist hún fyrir um snjóm- oksturinn í borginni. Hún sagði að snjóruðningstæki hefðu það fyrir vana að moka aðeins mjóa rerinu eftir íbúðagötum, og þá lokuðust öll bílastæði og innkeyrslur um leið. Ingileif benti á að stór hluti Reyk- víkinga mætti alls ekki moka snjó samkvæmt læknisráði, til dæmis vegna bak- eða hjartveiki. Þess vegna ylli þessi háttur á snjómokstri mörgum borgarbúum vandræðum. Hún hefði spurst fyrir um þessi mál hjá gatnamálastjóra og fengið þau svör að aðeins bæri að moka götur, ekki bflastæði. Davið Oddsson sagði ljóst að þröngt yrði um Víkingssvæðið, hug- myndir um að byggja íþróttahús yrðu erfíðar í framkvæmd og einnig yrðu bflastæðavandræði mikil, bflar myndu flæða um nágrennið á kapp- leikjum. Davíð sagði þó að borgin myndi gera allt sem í hennar valdi stæði til að bæta þama úr. Um snjómoksturinn sagði Davfð að götur í Reykjavík væru samtals um 330 kílómetrar á lengd, og því þyrfti að moka í einum grænum vegalengd, sem samsvaraði ieiðinni til Sauðárkróks, helst á einum morgni þegar snjóað hefði um næt- ur. Innkeyrslur og gangstéttir mættu því afgangi. Reykjavíkurborg hefði hins vegar lagt mikla áherslu á það undanfarin ár að hita gang- stéttar og væri það gert alls staðar þar sem stéttir væru teknar upp í eldri hverfum. Með tilkomu Nesja- vallaveitu myndu möguleikar til hit- unar gangstétta og jafnvel gatna stóraukast. Þá væri til dæmis hægt að hita brattar brekkur á borð við þá að Réttarholtsveginum, sem for- eldrar bama við Breiðagerðisskóla hefðu áhyggjur af. Byrgir þjónustu- miðstöðin sýn? Kristinn Danielsson, íbúi við Sogaveg, gagnrýndi fyrirhugaða þjónustumiðstöð fyrir aldraða, sem rætt hefur verið um að rísi á blettin- um milli Miklubrautar og Sogavegar við Réttarholtsveg. Sagði Kristinn að bygging þessi myndi skyggja á útsýni fyrir íbúum Sogavegar. Blett- urinn hefði áður verið merktur sem opið svæði í skipulagi, en nú hefði því verið breytt. íbúar við Sogaveg hefðu leitað sér lögfræðiaðstoðar Gunnlaugs Þórðarsonar vegna þessa máls og sent kvörtun til borgarráðs. Kristinn sagðist meðal annars vilja vita hvort ekki þyrfti mörg bifreiða- stæði við þetta hús, þar sem bæði væri reiknað með 30 íbúðum fyrir aldraða og þjónustumiðstöð. Þorvaldur S. Þorvaldsson sagði að borgarskipulag hefði haft mál þetta til meðferðar í nokkur ár. Það væri auðvitað alltaf viðkvæmt er áður samþykktu aðalskipulagi væri breytt, en skipulagsráð hefði nú samþykkt breytta landnýtingu á þessum bletti. 16 íbúar við Sogaveg hefðu mótmælt breytingunni, en t aðrir aðilar í hverfínu, þar á meðal samtökin Réttarholt, sem hyggjast reisa húsið, hefðu sótt það fast að fá að byggja þama. Réttarholt hefði líka sent bréf til borgarráðs, þar sem tekið væri undir með íbúum við Sogaveg um að málið skyldi kannað gaumgæfilega og tekið tillit til beggja aðila við hönnum byggingar- innar. Þorvaldur sagði að Borgarráð hefði síðan falið Borgarskipulagi að kynna nýtingu reitsins fyrir ná- grönnum. Að þeirri kynningu lokinni hefði aðeins ein athugasemd borist, frá Gunnlaugi Þórðarsyni fyrir hönd Kristins Daníelssonar. Þorvaldur sgði að húsið ætti alls ekki að þurfa að skyggja á útsýni, og raunar væri ekki búið að úthluta lóðinni enn. Kristinn Daníelsson vildi taka fram að hann hefði verið kosinn fulltrúi íbúanna við Sogaveg, og því hefðu athugasemdir komið frá hon- um einum. Kirsten Fríðriksdóttir benti á mýrarfláka við Safamýri og Háaleit- isbraut, sem væri í órækt en hefði verið merktur inn á skipulag sem grænt svæði. Birgir Sigurðsson þakkaði ábendinguna og sagði Borg- arskipulag mjmdu taka svæðið til athugunar. í Kring’luna á vaðstígvélum Guðmundur Guðmundsson, ibúi við Hvassaleiti, kvartaði undan áformum um að þrengja Hvassaleit- ið til að draga úr hraða bifreiða og sagði nóg þrengt að Hvassaleitis- búum. Hann kvartaði einnig undan slæmum frágangi Vatnsveitunnar við göngustíg við götuna. Þá sagði hann ásigkomulag gangstígs, sem lægi niður að Kringlunni vera slíkt, að á vetrum kæmist fólk ekki til að versla nema í vaðstígvélum. Fór Guðmundur fram á umbætur á þessu. Auður Sveinsdóttir spurði um gangstíg, sem lægi að Grensásdeild Borgarspítalans frá Brekkugerði. Hún sagði að þama væri mikil um- ferð bfla, en stígurinn væri notaður af bömum og gamalmennum, sem væru því í hættu. Björn Hafsteinsson, frá íbúa- samtökum Blesugrófar, gerði að umtalsefni slæmt ástand gatna og lagna í hverfinu. Sagði hann Blesu- grófarbúa hafa búið við moldargötur þar til fyrir skömmu og hvorki sími né rafmagn væri lagt í jörð. Kenndi Bjöm meðal annars um staðsetningu hverfísins, en geiri úr Kópavogi gengur inn í það. Bjöm sagði að Blesugrófarbúar greiddu gjöld til borgarinnar eins og aðrir og ættu því heimtingu á sömu þjónustu. Helgi Þorláksson sagðist búa við Akurgerði, í húsi sem sneri út að Grensásvegi. Sagði hann mikið ónæði af umferð á götunni og lagði til að hún yrði færð nær verslunar- húsunum, sem standa vestan við hana, burt frá íbúðarhúsum að aust- an. Þórarínn Hjaltason sagði að það væri lítið gagn í því að færa götuna um nokkra metra, slíkt drægi afar iítið úr hávaðanum. Hann lagði til að íbúamir fengju sér hljóðeinangr- aða glugga, sem drægju álíka mikið úr hávaða og tíföldun á fjarlægð götunnar frá húsunum. Þá lofaði Þórarinn að athuga notkun á gangs- tígnum við Grensásdeildina. í fundarlok greindi Ólafur Jóns- son, upplýsingafulltrúi borgarinnar, sem stjómaði fundinum, fundar- mönnum frá því að næstu daga gæfíst fólki kostur á að koma með frekari athugasemdir og ábendingar við skipulagið áður en það færi í lokavinnslu og yrði kynnt íbúm í haust. Múlahverfi: Morgunblaðið/Júlíus Á stærri myndinni má sjá ryðgað rörarusl og spýtna brak á baklóðum við Síðum úla, á lóð sem er hrá og ófrá- gengin. Á innfelldu myndinní má sjá forarsvað, skreytl brotnum gangstéttarhelluni og fleira rusli, við Síðumúla fangelsið. Slæmur frágangur á 40% lóða FJÖRUTÍU af hundraði lóða i Múlahverfinu í Reykjavík eru sóðalegar, illa hirtar eða ófrá- gengnar, að sögn Birgis H. Sigurðssonar, deild- arstjóra I\já Borgarskipulagi Reykjavikur. Skýrði Birgir frá þessu á borgarafundi um hverfaskipulag borgarhluta 5, sem Múlarair til- heyra. „Við höfum skráð það mjög rækilega hjá okkur hvar þessar lóðir em og eigendumir mega búast við bréfi frá okkur inn um lúguna innan skamms, þar sem þeir verða hvattir til þess að ganga frá,“ sagði Birgir í samtali við Morgunblaðið. „Annars verða þeir jafnvel tilneyddir að greiða sektir." Birgir sagði að þetta væri óvenjuhátt hlutfall af illa hirtum lóðum, og þótt um iðnaðarhverfí væri að ræða ætti það ekki að vera ástæða fyrir slæmri umgengni. „Það em þó ekki allar lóðir svona í hverf- inu,“ sagði Birgir og tilgreindi sérstaklega lóðir við Grensásveg 10-14, sem væru til fyrirmyndar.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.