Morgunblaðið - 27.05.1988, Page 17
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 27. MAÍ 1988
17
„Takmörk eru fyrir því með hve fámennu starfsliði og litlum tækjabúnaði hægt er að reka fyrsta
flokks sjónvarpsstöð."
Vona að loðdýraræktin
eigiframtíð fyrir sér
- segir Jón Helgason landbúnaðarráðherra
„VIÐ höfum verið að vinna að
framkvæmd þeirra aðgerða sem
ákveðnar voru í vetur vegna erf-
iðleika refabænda á þessu ári.
Mér sýnist að refabændur fái
allan þann stuðning sem þá var
talinn nauðsynlegur. En síðan
hefur orðið enn meira verðfall
og okkur hefur borist bréf frá
Sambandi íslenskra loðdýra-
ræktenda með nýjum upplýsing-
um um stöðuua," sagði Jón
Helgason landbúnaðarráðherra
um erfiðleika refabænda.
Jón sagðist hafa kallað saman
starfshóp ýmissa aðila sem hags-
muna ættu að gæta til þess hefja
aftur vinnu að lausn málsins.
Jón kvaðst vona að loðdýrarækt-
in ætti framtíð fyrir sér í landinu.
„Góð útkoma varð úr minkarækt-
inni á síðasta ári og ennþá er hún
talin allgóð vinna. Minkaræktin er
vaxandi hluti loðdýraræktarinnar
og verður yfírgnæfandi ef svona
heldur fram sem horfir. Ég tel að
rétt hafi verið að ráðast í loðdýra-
ræktina. Sveiflur í skinnaverði, eins
og við búum nú við í refaræktinni,
hafa komið áður þó öldudalurinn
hafí ekki orðið jafn djúpur. Mikil-
vægt er að þrátt fyrir þessa erfíðu
stöðu í refaræktinni fari ekki alveg
forgörðum sú reynsla sem komin
er í þessa framleiðslu og að stofnin-
um verði haldið við,“ sagði Jón.
um að bera ekki hag stofnunannn-
ar fyrir brjósti heldur láti þeir
stjómast af þröngum eiginhags-
munum. Kann að vera að hér eigi
við gamalt orðtak, margur heldur
mig sig? Er það ef til vill Hrafn
Gunnlaugsson sem á heima í hinum
litla klúbbi, sem honum verður svo
tíðrætt um? Það er óumdeilanleg
staðreynd að „útboðsstefnan", eða
úthlutunarstefnan sem nær væri
að kalla þessa stefnu, hefur orðið
til þess að styrkja völd hans og
áhrif. Það hljómar vissulega vel að
vilja styrkja ungan atvinnuveg,
kvikmyndaiðnaðinn í landinu.
Spumingin er hins vegar sú á hvaða
forsendum þetta skuli gert, eða öllu
heldur á hvers forsendum þetta
skuli gert.
Hrafn Gunnlaugsson er hug-
myndaríkur maður og hefur gert
marga hluti stórvel. Þetta á einnig
við um Baldur Hermannsson. Það
breytir þó ekki því að starfsmenn
Sjónvarpsins vilja ekki láta þá hafa
vit fyrir sér í einu og öllu. Innan
stofnunarinnar velkjast menn al-
mennt ekki í minnsta vafa um að
úthlutunarstefnan hefur leitt til
aukinnar miðstýringar. Valdið ligg-
ur nú hjá þeim sem pantar. Ef ekki
fæst möglunarlaust það sem um er
beðið þá er einfaldlega hægt að
snúa sér annað. Starfsmannafélag
Sjónvarpsins vill að Sjónvarpið sé
lifandi og vandaður fjölmiðill. Þess
vegna höfnum við miðstýringu.
Sjónvarpið á ekki að vera klúbbur
fáeinna útvalinna.
Höfundur er formaður Starfs-
mannafélaga Sjónvarpsins.
Talaðu við
ofefeur um
þvottavélar
•* - /
... i ; ■% t..
SUNDABORG 1 S. 68 85 88 - 68 85 89
HHÍSÍ3UBIX
UÓSRITUNARVÉLAR
Brenna skuldabréf á
verðbólgubálinu?
„Örugg skuldabréf gera það ekki,“ segir Sigurður B. Stefánsson.
Hvernig veistu það?
„VIB selur aðeins örugg verðtryggð
skuldabréf og spurningunni er aðeins
hægt að svara með því að örugg
skuldabréf, sem gefin voru út fyrir
1982-3, þegar verðbólgan fór upp fyrir
100%, skiluðu öllu sem á þeim var
lofað. Örugg skuldabréf standa undir
því sem útgefandinn skuldbindur sig til
að greiða. Þess vegna brenna örugg
skuldabréf VIB ekki upp í verðbólg-
unni.“
Eru verðbréf þá áhœttulaus
fjárfesting?
„Verðbréf er hægt að fá á ýmsum
stigum allt frá áhættulausustu skulda-
bréfum til hinna sem hafa meiri áhættu
í ÍÖr með sér. Minnst áhætta fylgir
spariskírteinum ríkissjóðs og banka-
tryggðum bréfum. Næst þeim eru
skuldabréf traustra fyrirtækja. Áhættu-
sömustu skuldabréfin bera hæstu
vextina en það eru bréf lítilla fyrirtækja
og einstaklinga.“
VIB, Verðbréfamarkaður Iðnaðarbankans
hf., veitir allar upplfsmgar um verðbréfakaup
°g pú þarft aðeins að fara á einn stað til að
fá allar upplýsingar og öll pau bréf sem þú
vilt. Eins og Sigurður segir brenna örugg
skuldabréf ekki upp í verðbólgunni og þau
reynast hin bestu slökkvitœki fyrir þá sem
vilja eiga peningana sína áfram! Verið
velkomin í VIB.
VERÐBRÉFAMARKAÐUR IÐNAÐARBANKANS HF
Armula 7, 108 Reykjavík. Sími 68 15 30