Morgunblaðið - 27.05.1988, Side 18
18
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 27. MAÍ 1988
Sjötugur:
Jóhann G. Möller
í kvöld gefst margfalt tilefni til
mannfagnaðar og vinafunda hjá
okkur jafnaðarmönnum. Jóhann G.
Möller og kona hans, Helena Sig-
tryggsdóttir, halda upp á sjötugs-
aftnæli Jóhanns á heimili Jónu,
dóttur þeirra, Hraunteigi 24,
Reykjavík. Dóttir þeirra Jóhanns
og Helenu, dr. Alda Möller, mat-
vælaverkfræðingur, heldur upp á
40 ára afmæli sitt sama daginn.
Dótturdóttir Jóhanns og Helenu og
nafna hennar fagnar brautskrán-
ingu sem nýstúdent frá Mennta-
skólanum í Reykjavík. Fáeinum
dögum síðar mun yngsta dóttir Jó-
hanns og Helenu verða brautskráð
frá læknadeild Háskóla íslands. Það
er því margfalt tilefni til mannfagn-
aðar og vinafunda með ættgarði
Jóhanns og Helenu og vinum þeirra
og vandamönnum.
Hver er Jóhann G. Möller? Það
vita allir Siglfirðingar sem komnir
eru til vits og ára, allir jafnaðar-
menn sem einhvem tíma hafa verið
virkir í starfí Alþýðuflokksins; og
allir þeir sem einhvem tíma hafa
gengið til liðs við verkalýðshreyf-
inguna á íslandi og lagt liðsinni
baráttumálum hennar fyrir bættum
kjörum og betra mannlífi í okkar
landi.
Við erum því mörg sem í dag
minnumst Jóhanns G. Möllers
þakklátum huga og samfögnum
honum og íjölskyldu hans í þessum
áfangastað.
Hver er Jóhann G. Möller?
Ef ég ætti að nefna einhvem ein-
stakling sem öðmm fremur mætti
vera öðmm til eftirbreytni sem
sannur jafnaðarmaður í orði og
verki, þá væri það hann. Hann á
fáa sína líka. Að gera meiri kröfur
til sjálfs sín en annarra er í mínum
huga einföld, látlaus en um leið
kröfuhörð og eftirsóknarverð
dyggð. Jóhann G. Möller er þess
konar maður. Þess vegna þykir
okkur vænt um hann.
Oft hef ég heyrt Jóhann Möller
flytja mál sitt á mannfundum okkar
jaftiaðarmanna. Reyndar em óvíða
haldnir eftirminnilegri fundir en á
Siglufirði, þar sem andi hans svífur
jrfír vötnunum. Oft hefur honum
sollið móður af ákefð og einlægni
fölskvalausrar réttlætiskenndar.
Oft hafa ræður hans því hrært dýpri
strengi í hjörtum okkar en ræður
annarra manna, sem sléttmálli
þykja. En hjá Jóhanni em það ekki
bara orðin sem hrífa. Maðurinn sem
þau mælir hefur reynst svo trúr
sinni hugsjón í öllu sínu lífi og
starfi að það gefur orðum hans
sérstakt gildi og ljær þeim þungan
sannfæringarkraft.
Hugsjónin, sem hreif Jóhann
ungan til dáða, er heillandi draum-
sýn. Margir hafa játað henni ást
sína af heitu blóði æskufuna. Hinir
em fáir sem reynst hafa æskuhug-
sjón sinni svo trúir að líf þeirra
sjálft er eins og staðfesting á göfg-
andi krafti hennar og mannbætandi
yi-
Þess konar maður er Jóhann G.
Möller. Ef við jafnaðarmenn tryðum
á mannasetningar í mynd hinnar
heilögu katólsku kirkju hefðum við
fyrir löngu tekið hann í dýrlinga-
tölu. Þess vegna er hann ekki
kaþólikki. Þess vegna m.a. emm
við jafnaðarmenn.
Ætli ég hafí ekki fyrst heyrt
Jóhanns G. Möllers getið í heima-
húsum við pólitískt kaffíbollaorða-
skak ísafjarðarkrata í bemsku
minni? Og fannst þess vegna eins
og ég hefði þekkt hann alla tíð
þegar ég komst 17 ára gamall til
Sigló á síld og reifst við Jóhann um
pólitík í kaffítímanum í síldar-
bræðslunni. Þá var ég bolsi en hann
vinstrikrati. Seinna þegr ég fór að
koma til funda á Siglufirði fannst
honum ég vera orðinn hægrikrati.
Hann var alltaf sami óforbetranlegi
vinstri kratinn. Var, er og verður.
Ég afneita hins vegar harðlega og
staðfastlega naftigift hægri
kratans. Auk þess verð ég æ vinstri
sinnaðri sem ég hitti og heyri Jó-
hann oftar — og líka eftir því sem
ég sit lengur í þessari ríkisstjóm,
svona innan sviga. Vonandi verð
ég orðinn eins „vinstrisinnaður" og
Jóhann þegar ég verð sjötugur.
Nafn Jóhanns G. Möllers er ekki
bara tengt nöfnum Alþýðuflokksins
og verkalýðshreyfíngarinnar. Þá
kemur mér hann í hug þegar ég
minnist SigluQarðar þar sem mér
hefur alltaf fundist andi Jóhanns
svífa yfir vötnunum. Þar er hann
fæddur og fóstraður frá blautu
bamsbeini og þar liggja öll hans
spor. Hann er maðurinn sem talaði
ekki um nauðsyn þess að útbreiða
Alþýðublaðið. Hann gerði það, í eig-
in persónu; það þýðir að hann fór
sjálfur fótgangandi eða á hjólinu
sínu til að safna áskrifendum, koma
blaðinu til þeirra og rukka fyrir
það. Þetta stalst hann til að gera
þegar aðrir hvfldust eftir erfíði
dagsins.
Að loknu gagnfræðaprófí frá
Menntaskólanum á Akureyri árið
1934 gekk Jóhann í þjónustu Síldar-
verksmiðja ríkisins á Siglufírði þar
sem hann hefur unnið í meira en
hálfa öld. Hann sat í stjóm SR í
12 ár, þ.a. sem varaformaður
stjómar 1961—1971. Jóhann var
bæjarfulltrúi Alþýðuflokksins á
Siglufírði frá 1958—1982 og for-
seti bæjarstjómar seinustu 4 árin.
Nú hefur Kristján, sonur hans, leyst
föður sinn af hólmi sem oddviti
okkar jafnaðarmanna í bæjarstjóm
Siglufjarðar. Jóhann Möller hefur
gegnt fjölda annarra trúnaðarstarfa
fyrir Alþýðuflokkinn og verkalýðs-
hreyfínguna. Hann var í stjóm
Verkamannafélagsins Þróttar á
Siglufirði 1957—1963 og ritari
Verkalýðsfélagsins Vöku frá 1976
tii þessa dags. Hann átti lengi sæti
í flokksstjóm Alþýðuflokksins og í
verkalýðsmálanefnd hans. Hann
hefur verið umboðsmaður og frétta-
ritari Alþýðublaðsins á Siglufirði frá
ómuna tíð. Allt er þetta ævistarf
en þó er hvergi nærri allt tíundað.
Kristján vinur minn Möller, sonur
Jóhanns og Helenu, á ekki langt
að sækja íþróttaáhugann né heldur
synir hans, bamungir. Jóhann Möll-
er var einn af stofnendum Knatt-
spymufélags Siglufjarðar og einnig
lengi í stjóm Skfðafélags Siglfírð-
inga. Þar að auki er Jóhann ófor-
betranlegur bindindismaður. Og
mesta furða hvað hann getur um-
borið breyskleika okkar hinna í
þeim efnum.
Jóhann G. Möller á nú þegar að
baki langt og farsælt ævistarf í
þágu bemskuhugsjónar sinnar og
heimabyggðar, sem hann ann heitu
hjarta. Forsjónin hefur líka kunnað
að meta hann að verðleikum því
að hún hefur fært honum þá ham-
ingju í einkalífi sem er óforgengi-
leg. Hamingja Jóhanns heitir Hel-
ena Sigtryggsdóttir frá Árskógs-
strönd, væn kona og eiguleg. Hún
hefur alið bónda sínum sex böm
sem eru hvert öðru mannvænlegra.
Þau em því umvafin bamaláni sem
heitir öðrum orðum Guðsblessun.
Meðan sá ættbogi er uppi er óþarfí
að örvænta um aldingarð jafnaðar-
stefnu í okkar hijóstuga landi —
þótt hann rigni eldi og brennisteini.
Fyrir hönd okkar íslenskra jafn-
aðarmanna flyt ég Jóhanni G. Möll-
er og konu hans, Helenu, alúðar-
þökk fyrir ómetanlegt starf í þágu
hugsjónar, málstaðar og hreyfíngar
í meira en hálfa öld. Það starf var
ekki til einskis unnið og mun þó
bera ríkulegan ávöxt í framtíðinni.
Þannig munum við eða niðjar okkar
að lokum uppskera eins og til var
sáð.
Jón Baldvin Hannibalsson,
formaður Alþýðuflokksins.
Það er mikið um að vera hjá Sigl-
fírðingum þessa dagana. Fyrst
verður kaupstaðurinn sjötíu ára og
síðan, réttri viku seinna, einn af
hans mætustu og litríkustu borgur-
um, Jóhann Georg Möller. Þeir hafa
því fylgst að, kaupstaðurinn og
Jóhann. Saga þeirra er samofín í
sterkum vef, en Jóhann fæddist á
Siglufírði þ. 27. maí 1918 sem flórði
af átta systkinum. Foreldrar hans
voru hjónin Christian Ludwig Möll-
er, lögregluþjónn, og frænka mín,
Jóna Sigurbjörg Rögnvaldsdóttir.
Jóhann er einn af hinum sönnu
Siglfírðingum, sem tekur þátt í
mannlífínu af lífí og sál. Og þegar
dugnaður og samviskusemi fara
saman með eldmóði og áhuga, þá
fer ekki hjá því að mikið liggi eft-
ir, þótt áhugamálin hafí verið mörg.
Jóhann tók virkan þátt í íþróttum
á sínum yngri árum. Hann var einn
af stofnendum Knattspymufélags
Siglufjarðar og sat lengi í stjóm
skíðafélagsins.
Það var á þessum vettvangi, sem
ég kynntist Jóhanni fyrst. Nokkur
deyfð hafði ríkt í málefnum K.S.
seinni hluta sjötta áratugarins,
þrátt fyrir mikinn fjölda áhuga-
samra unglinga. Er við unglingam-
ir leituðum eftir reyndari mönnum
til að leiða félagið var Jóhann boð-
inn og búinn. Undir forystu Jóhanns
var lagður gmndvöllurinn að
þróttmiklu unglingastarfi sem leiddi
fyrst í stað til sigurs á Norðurlanda-
móti 1961, sem kveikti þann neista
sem félagið hefur æ síðan búið að.
En Jóhann á sér fleiri áhugamál
á sviði íþróttanna, því hann er í
hópi liðtækari bridge-spilara Sigl-
fírðinga, en þaðan hafa komið
margir snjallir kappar í þeirri grein.
Það hæfír í þessu sambandi að
geta þess, að Jóhann hefur alla tíð
verið stakur bindindismaður á
áfengi og tekið virkan þátt í barátt-
Suður-Afríka:
Ringnlreið og múlbundin þjóð
Reuter
Fjöldagöngur eru nú bannaðar í Suður-Afríku og hafa því svertingj-
ar gripið til þess ráðs að mála slagorð á veggi.
eftirAnthony
H. Heard
SUÐUR-Afríka er orðin að landi
múlbundinna manna og mikillar
ringulreiðar. Þaggað hefur verið
niður í fjölmiðlum, sem áður
höfðu látið mikið að sér kveða,
og stjómarandstæðingar utan
þingsins hafa einnig verið mýldir.
Margt það sem gerist á svæðum
blökkumanna er aðeins á vitorði
þeirra sem þar búa. Neyðarlög
stjómarinnar hafa náð tilgangi
sínum, óháð upplýsingamiðlun
milli Suður-Afríkumanna og ann-
arra þjóða heimsins hefur verið
stöðvuð. Opinberar tölur fela það
sem er að gerast. Fréttir berast
af mannfalli hér og þar, en lítið
er um að málin séu kmfin til
mergjar.
Æ minni upplýsingar eru gefnar
um viðskiptasambönd Suður-Afríku
við önnur ríki, því leynd er nauðsyn-
leg þegar sneitt er hjá refsiaðgerð-
um. Stjómin er meira að segja hætt
að gefa upp helstu tölur um við-
skipti sem tengd eru ferðamönnum.
Sýna dómsvaldinu
óvirðingu
Hengingardómar hafa aldrei verið
eins margir og nú, og sumir þeirra
eru fyrir glæpi tengda stjómmálum.
Langvinn og ijárfrek réttarhöld í
landráða- og hryðjuverkamálum
hafa staðið allt á þriðja ár, og þau
eru kostuð af almannafé. Ekki er
óalgengt að sjá á vegum úthverf-
anna lögreglubfla ásamt miklu
fylgdarliði að flytja fanga sem
ákærðir hafa verið fyrir hryðjuverk
úr fangelsi í dómsal, sem minnir
okkur óneitanlega á hvemig Suður-
Afríka er í raun og veru orðin á
mesta umferðartímanum á morgn-
ana. Menn sem hafa verið ákærðir
af stjómmálaástæðum sýna dóms-
valdinu óvirðingu og trufla réttar-
höld með því að syngja slagorð —
og nokkrir hafa verið dæmdir fyrir
að óvirða dóminn.
Litríkt penslastríð
Álíka viðnám má sjá í slagorðum
sem máluð hafa verið á veggi. Þar
er þess meðal annars krafíst að dóm-
ar yfír Sharpeville-föngunum sex,
sem dæmdir voru til dauða fyrir
morð af stjómmálaástæðum, verði
mildaðir. Svör við slíkum slagorðum
eru einnig máluð á veggi. Eftirfar-
andi var til að mynda málað með
rauðu á vegg skammt frá heimili
mínu nýlega: „Albie Sachs, einhenti
glæpamaðurinn hjá Afríska þjóðar-
ráðinu." Hér er átt við fyrrum Iög-
fræðing í Höfðaborg og hugmynda-
fræðing Afríska þjóðarráðsins sem
missti aðra höndina í bílsprengingu
í Maputo, höfuðborg Mósambíks.
Lögreglan nær sumum vinstrisinn-
uðu veggjamálurunum (og fangelsar
þá ) en yfírvöldunum virðist lítt
umhugað að ná þeim hægrisinnuðu.
Á meðan hafa aðrir málarar nægan
starfa: borgarstarfsmenn eru fengn-
ir til að mála yfír slagorðin með
hvítu eða bleiku í þessu litríka pensl-
astríði.
Fréttir um ólgu meðal lands-
manna eru fátíðar. Til að mynda er
almenningi fátt annað sagt en að
litir nemendur mæti ekki í skólann
á Höfðaskaga, og að lögreglan hafí
haft afskipti af málinu. Enn vita
landsmenn lítið um ástandið í Nat-
al-héraði, þar sem hvítir menn eyða
frídögunum í heitu loftslagi, en þar
deyr að meðaltali einn svertingi á
degi hverjum í bardögum andstæðra
pólitískra fylkinga.
Verkalýðsfélögin skipuleggja enn
verkföll, halda upp á 1. maí, beita
vinnuveitendur og hvítu stjómvöldin
þrýstingi — en ríkisstjómin heftir
látið handtaka leiðtoga þeirra og er
að undirbúa lög sem draga eiga úr
áhrifum þeirra í atvinnulífínu. I raun
er útséð um að hægt sé að efna til
fjöldafunda, því fjöldasamkomur úti
við eru bannaðar með lögum.
Hryðjuverkum fjölgar
Fjöldaóeirðirnar sem áttu sér stað
um allt landið í þijú ár frá 1984 eru
í rénun að því er virðist, en samt
hafa neyðarlög stjómarinnar ekki
verið afnumin. Gremja suður-afrí-
skra svertingja er söm og starfsemi
hryðjuverkamanna heldur áfram. Æ
fleiri borgarar og andófsmenn sær-
ast í sprengingum, jafnt í Suður-
Afríku sem í nágrannaríkjunum og
ber það vitni um að hvítir og svartir
takist enn á um völdin.
Þar sem löglegt andóf hefur verið
takmarkað og ftöldaaðgerðir bann-
aðar, fjölgar liklega tilgangslausum
hryðjuverkum þegar hinar stríðandi
fylkingar hafa jafnað sig og safnað
liði. Bílsprengingin í Maputo, þar
sem Albie Sachs særðist, er aðeins
fyrirboði og vekur ugg um að suður-
afrískar dauðasveitir eigi eftir að
valda usla langt fyrir utan landa-
mæri Suður-Afríku.
Þegar ég er á ferð um Höfðaborg
blasa við mér ummerki eftir
bílsprengingar eða önnur hryðju-
verk. Nýlega sá ég slík ummerki við
lögregluskála nálægt Malan-flug-
velli. Slíkt vekur menn til umhugsun-
ar.
Aform stjórnarinnar í
kynþáttamálum
Ekki hefur enn verið hafist handa
við það mikla verkefni að koma á
sáttum milli kynþáttanna, sem væru
samkvæmar stjómarskránni. Stjóm-
in þreifar sig áfram af varkámi í
endalausum viðræðum um nýja
stjómskipan. Nú ber svo við að svert-
ingjar, sem áður var neitað um
pólitísk völd, fá að vissu marki að
deila framkvæmdavaldinu með
hvítum, en þeir geta ekki beitt sam-
anlögðum atkvæðum sínum til að
koma á veigamiklum breytingum.
Helstu leiðtogar blökkumanna em
efins um eða andsnúnir áformum
stjómarinnar. Desmond Tutu erki-
biskup segir að með þeim sé ætlunin
„að blekkja aðrar þjóðir, fá þær til
að halda að ástandið sé að breyt-
ast“. Botha forseti kennir þrýstingi
erlendis frá um hversu ósamvinnu-
þýðir suður-afrískir svertingjar em,
frekar en að leita skýringa í eigin