Morgunblaðið - 27.05.1988, Side 19
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 27. MAÍ 1988
19
unni gegn þeirri vá. Hann var lengi
vel formaður Áfengisvamamefndar
Siglufjarðar.
Jóhann G. Möller hefur verið
verkamaður og verkstjóri hjá
Síldarverksmiðjum ríkisins á Siglu-
fírði allan sinn starfsaldur, eða í
53 ár. Ötulli baráttumann fyrir
bættum kjömm og réttindum
verkafólks er vart hægt að hugsa
sér. Bæði í ræðu og starfi hefur
Jóhann ætíð haldið vöku sinni fyrir
því, að ekki sé gengið á hlut þeirra
lægstu í þjóðfélaginu. Þótt það hafi
verið með sama hugarfari, sem
hann hjálþaði unglingunum í knatt-
spymufélaginu á sínum tíma, þá
svellur eldmóðurinn í málefnum
verkalýðshreyfingarinnar hjá hon-
um hvað heitast.
Einnig á þessu sviði hefur hann
verið kallaður til ábyrgðarstarfa.
Hann var í stjóm Verkamannafé-
lagsins Þróttar 1957—1963 og hef-
ur verið ritari Verkalýðsfélagsins
Vöku frá 1976. Þau eru sennilega
orðin óteljandi þau þing hjá ASÍ,
VMSÍ og AN, ráðstefnur, samn-
ingafundir og þau skipti sem Jó-
hann hefur gengið erinda félaga
sinna í verkalýðshreyfingunni og
starfsfélaga, til að þoka málefnum
hreyfíngarinnar eða réttindum ein-
staklingsins áfram.
Á stjómmálasviðinu hefur
íþróttaandi Jóhanns þróast í bar-
áttuanda fyrir málefnum jafnaðar-
stefnunnar. Hann hefur um langan
aldur verið einn af forystumönnum
Alþýðuflokksins á Siglufírði og
flokksfólk almennt hefur vanist
því, að ekki liði svo flokksþing að
heitasta ræðan um tilgang jafnað-
arstefnunnar sé ekki haldin af Jó-
hanni Möller.
Félagar hans í Alþýðuflokknum
hafa líka valið hann til fjölda trún-
aðarstarfa innan flokksins sem ut-
an. Hann hefur verið formaður Al-
þýðuflokksfélags Siglufjarðar, átt
sæti í flokksstjóm og í verkalýðs-
málanefnd Alþýðuflokksins.
Jóhann var bæjarfulltrúi Al-
þýðuflokksins á Siglufírði samfellt
frá 1958 til 1982 eða í nær aldar-
flórðung, og var forseti bæjar-
stjómar 1978—1982. Hann sat í
bæjarráði 1962—'74 og frá
1978—’82. Hann var í hafnamefnd
1958—’62 og 1974—’78, í rafveitu-
nefnd 1958—’62, í sjúkrasamlags-
nefnd 1962—’66, Hólsbúsnefnd
1962—’70, í stjóm verksmiðjunnar
Rauðku 1958—’62 og var í nokkur
ár í stjóm Lagmetisiðjunnar
Siglósíld. Jóhann var í stjóm lífeyr-
issjóðs starfsmanna Siglufjarðar-
kaupstaðar 1966—’70 og
1978—’82, í æskulýðsráði 1962-
’70 og formaður þess um skeið.
Hann var formaður Byggingafélags
verkamanna 1958—’74. Þá sat
hann í stjóm Síldarverksmiðja ríkis-
ins 1959—’71 og var varaformaður
stjómarinnar frá 1965—1971.
Einn er sá þáttur af fjöldamörg-
um sem Alþýðuflokkurinn fær seint
þakkað Jóhanni, en það er starf
hans sem umboðsmaður og frétta-
ritari Alþýðublaðsins á Siglufirði
um áratugaskeið. Það er sama
hvaða ábyrgðarstöðu Jóhann
gegndi að öðm leyti, hvort sem það
var forseti bæjarstjómar eða eitt-
hvað annað, hann sá ætíð um að
blaðið kæmist til skila. Fómfýsi
Jóhanns á þessu sviði er sennilega
einsdæmi.
Árið 1983 var Jóhann sæmdur
riddarakrossi hinnar íslensku fálka-
orðu af forseta íslands fyrir störf
sín að félagsmálum.
Jóhann G. Möller er gæfumaður.
Hann kvæntist afburðakonu, Hel-
enu Sigtryggsdóttur frá Ytri-Haga
á Árskógsströnd, og eignuðust þau
sex böm. Af Jóhanni stendur meyj-
arblómi mikill, en fímm urðu dætur
þeirra hjóna og sonurinn einn, en
hann ætlar að reynast sama kemp-
an og faðir hans. Allt em þetta
óvenju vel gerðir einstaklingar, sem
foreldrar þeirra geta verið stolt af.
Bamabömin em orðin ellefu talsins.
Ég vil óska félaga mínum, Jó-
hanni, hjartanlega til hamingju á
þessum merkisdegi. Ég óska honum
áframhaldandi gæfu og gengis og
góðrar heilsu og okkur hinum að
við fáum enn notið starfsorku hans
og hvatningar um langan aldur.
Ég er viss um að fjöldi vina hans
og vandamanna munu samfagna
með honum í dag, en hann og Alda
dóttir hans, sem á fjömtíu ára af-
mæli í dag, taka á móti gestum á
Hraunteigi 24 í Reykjavík milli kl.
16 og 19.
Ykkar heill.
Jón Sæmundur Sigurjónsson
stefnu. Hann telur að hann hafí
gefið nóg eftir, sem gæti verið rétt
hvað Þjóðarflokkinn varðar, en það
hefur hann ekki gert ef gaumur er
gefinn að kröfum svertingja.
Aðgerðir sem beinst hafa að því
að afnema aðskilnað hafa einkennst
af skilyrðum og ringulreið. Lög um
ferðahöft, sem urðu þess valdandi
að þúsundir blökkumanna vom
hnepptar í fangelsi á hverri viku
fyrir að vera án heimildar á „hvítum"
svæðum, hafa verið afnumin. Þess
í stað hefur verið lappað upp á lög
sem banna fólksflutninga án sérs-
takrar heimildar, en þau hafa komið
illa niður á svertingjum sem flykkj-
ast til borganna. Fyrirhugað er að
opna nokkur íbúðarhverfí fyrir öllum
kynþáttum, en í öðmm á að herða
enn meir á aðskilnaðinum. Þúsundir
blökkumanna sem hafa virt að vett-
ugi lög um afmörkuð svæði þjóð-
félagshópa og flutt án heimildar í
úthverfí hvítra manna eiga á hættu
að verða sóttar til saka.
Tvíþættar afleiðingar
Þessi stefnubreyting hefur
tvíþættar afleiðingar. Annars vegar
er gefið í skyn að suður-afríska
stjómin hafí látið sér segjast og
aðrar þjóðir gætu fengið þá hug-
mynd að ástandið í Suður-Afríku
hafi tekið vemlegum breytingum.
Neikvæða hliðin snýr hins vegar að
heimamönnum — stefnt er að því
að draga úr gagnrýni hægriaflanna
í suður-afrískum stjómmálum, sem
saka stjómina um að gefa svertingj-
um of mikið eftir. Þessi öfl hafa
eflst svo mikið að undanfömu að
nú er sá möguleiki í fyrsta skipti
fyrir hendi að stjómmálahreyfingar
til hægri við núverandi stjóm komist
til valda eftir þingkosningar.
Engin stefna — aðeins
fjáraustur
Efnahagur landsins, sem byggist
aðallega á gulli og hefur ávallt bjarg-
að stjómvöldunum úr vandræðum
eftir óeirðir innanlands, er farinn að
veikjast. Hann hefur veikst vegna
fjársóunar stjómarinnar, skorts á
íjárfestingum erlendra aðila og refs-
iaðgerða, vegna verðbólgu sem í 12
ár hefur verið tveggja stafa tala,
vegna lágs gullverðs og gríðarlegs
kostnaðar af ríkisstarfsmönnum sem
fjölgar ört vegna kynþáttastefnu
Botha forseta. (í landinu er gnægð
nefnda sem skipaðar eru með tilliti
til litarháttar; til að mynda eru ekki
færri en sautján ólík yfirvöld
menntamála alls í landinu). Ken
Owen, ritstjóri dagblaðsins Business
Day í Jóhannesarborg, segir í gagn-
rýni sinni á stefnu Botha að á bak
við áform hans sé ekkert samræmi,
engin rök og engin marktæk stefna,
heldur „aðeins einn stór og stækk-
andi speni sem þúsundir gráðugra
munna ryðjast að með miklum fyrir-
gangi".
Stjórnin ónæm fyrir
þrýstingi
Þrátt fyrir mikla gagnrýni hefur
stjóm Botha staðið af sér alþjóðleg
mótmæli og óeirðir heima fyrir.
Stjómin heldur áfram hvað sem
tautar og raular. Hún virðist ónæm
fyrir þrýstingi og heldur áfram að
bíeita handtökum, banna blöð og
ráðast inn fyrir landamæri annarra
ríkja. Mótmæli í Suður-Afríku og
út um allan heim breyta þar engu.
Aðeins efnahagslegt hrun eða mun
einarðara andóf blökkumanna virð-
ast geta leitt til róttækra breytinga
í Suður-Afríku.
Höfundur er fyrrum ritstjóri
Cape Times. Hann ritaði þessa
grein til að lýsa áhrifum þess
á sig að snúa aftur til Suður-
Afríku eftir 6 mánaða dvöl er-
lendis.
Athygli vakin á mál-
efnum „horfinna“ í Chile
ÍSLANDSDEILD Amnesty Intem-
ational tekur nú þátt i alþjóðlegri
herferð til þtss að vekja athygli
á málefnum „horfinna" og ætt-
ingja þeirra í Chile, m.a. með
bréf asendingum til chileanskra
stjóravalda. Herferðin stendur frá
18. maí tíl 31. júlí. „Frá því her-
stjórnin náði völdum í Chile árið
1973 hafa um 700 manns horfið,
flestir á árunum 1973—1977, en
allt bendir til að fjöldinn sé meiri,"
segir í frétt frá samtökunum.
Afdrif meirihluta þess fólks sem
hvarf í Chile á árunum 1973—1977
eru enn ókunn segir í fréttinni, en
gögn, sem ættingjar, mannréttinda-
samtök og embættismenn úr chile-
anska dómskerfínu hafa tekið sam-
an, gefa vísbendingu um að unnt sé
að varpa ljósi á afdrif þeirra. Það
voru vitni að mörgum handtökum,
sem í nokkrum tilvikum hafa nafn-
greint þá starfsmenn lögreglu eða
hers sem framkvæmdu þær. Hundr-
uð fyrrum fanga hafa borið því vitni
að þeir hafí séð mörg fómarlömbin
í fangabúðum. Auk þess hafa fyrrum
starfsmenn öryggislögreglunnar rof-
ið þögnina og játað þátttöku sína í
sveitum sem báru ábyrgð á leyni-
legri útrýmingu pólitískra andstæð-
I frétt íslandsdeildar Amnesty Int-
emational segir orðrétt:
„Ef stjómvöld í Chile vildu sýna
í verki þann pólitíska vilja að leiða
allan sannleikann í ljós mundu mörg
hundruð fjölskyldur verða leystar
undan þeirri sársaukafullu kvöð að
leita „horfinna“ ættingja sinna.
•Þótt lítið hafí verið um manns-
hvörf síðan 1977 hefur Amnesty Int-
emational áhyggjur af því að stjón-
völd hyggist grípa til þessara
grimmilegu aðgerða. í september
1987 „hurfu" þannig 5 ungir menn
sem ekkert hefur spurst til síðan.
Þar sem fyrstu borgaralegu kosning-
amar í tæpa tvo áratugi fara fram
á þessu ári telur Amnesty Intematio-
nal enn fremur brýnt að minna chile-
önsk stjómvöid á mikilvægi þess að
endurreisa mannréttindi þar í landi."
Láttuekki
sparifé þitt enda sem
verðlausa minjagripi
Veðdeild Útvegsbankans
býður þér 10% vexti af
skuldabréfum umfram
verðbólgu:
Það er engin hætta á að sparifé þitt
rýrni í verðbólgunni ef þú
fjárfestir í skuldabréfum okkar.
Ávöxtun á eins, tveggja,
þriggja og fjögurra ára bréfum
er 10%.
Hvert skuldabréf er með
einum gjalddaga.
Nafnverð bréfa eru:
Kr. 5.000.-, kr. 25.000.-,
kr. 50.000.-, kr. 100.000.-
og kr. 250.000.-.
VEÐDEILDARBRÉF ÚTVEGSBANKA ÍSLANDS HF.
ER HÆGT AÐ KAUPA
Á ÖLLUM AFGREIÐSLUSTÖÐUM BANKANS:
VERÐBRÉFAMARKAÐUR
ÚTVEGSBANKANS
SÍÐUMÚLA 23, 108 REYKJAVÍK, SÍMI 68 80 30