Morgunblaðið - 27.05.1988, Qupperneq 23

Morgunblaðið - 27.05.1988, Qupperneq 23
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 27. MAÍ 1988 23 Auð sjúkrarúm á sjúkrahúsum 3) Spá ( tsl. 2010). Stéttarsamband bænda: Sumardvöl barna á sveitaheimilum eftir Pétur Jónsson í frétt í Morgunblaðinu 8. þ.m. var haft eftir undirrituðum að það hafí verið röng ákvörðun að loka Hjúkrunarskóla íslands 1986. Þessi ummæli hafa orðið tilefni hnútukasts í garð undirritaðs í nokkrum blaða- greinum að undanfðrnu. Meðfylgjandi tafla færir að nokkru rök fyrir þeirri skoðun að rétt hefði verið að halda Hjúkrunarskóla ís- lands opnum sem námsleið fyrir hjúkrunarfræðinga ásamt Háskóla íslands. Taflan er m.a. byggð á upplýsing- um og áætlun um þörf fyrir hjúk- runarfræðinga úr bókinni Island árið 2010 sem gefín var út 1987 af Fram- kvæmdanefnd um framtíðarkönnun á vegum forsætisráðuneytisins, svo og rit Landlæknisembættisins, feb. 1986 (Yilb. Ingólfsd.). Þar sést fjöldi útskrifaðra hjúkrunarfræðinga 1982-1987 og spá um fjölda útskrif- aðra 1988-1989. í spánni er miðað við þann fjölda sem þegar er í námi. Fjöldi hjúkrunarfræðinga útskrif- aðra frá Hjúkrunarskóla íslands (HSÍ) og Háskóla íslands (HÍ). Ár HSÍ HÍ Samtals 1982 100 21 121 1983 43 23 66 1984 56 33 89 1985 44 32 76 1986 69 611) 153 1987 0 63 63 1988 0 58 2) 58 1989 0 47 3) 47 1) 1986 útskrifuðust einnig 23 hjúkr- unarfrœðingar úr Nýja hjúkrunarskól- anum (einkum (jósmœður i hjúkrunar- námi). 2) Fjðldi nemenda i lokaprófi samkv. uppl. HÍ. A þesari töflu sést að útsknfuð- um hjúkrunarfræðingum fækkar eftir að Hjúkrunarskóla íslands var lokað 1986. Háskóli íslands einn sér hefur þvi miður ekki náð að fylla þetta skarð, þrátt fyrir væntingar ( þá átt. Síðustu fímm árin sem skólamir störfuðu báðir útskrifuðust frá þeim að meðaltali samtals 96 nemendur ár hvert. Frá Háskóla íslands hafa útskrifast sl. fímm ár (1984-1988) aðeins um 50 nemendur að meðal- tali en um 60 ef litið er til sl. þriggja ára (1986-1988). í lok árs 1985 var áætlað að skorti u.þ.b. 230 hjúkrunarfræðinga. Ef útskrifaðir væru um 100 hjúk- runarfræðingar á ári næðist jafnvægi upp úr aldamótum (eftir u.þ.b. 15-20 ár) en ef útskrifaðir væru færri en u.þ.b. 60 ykist skorturinn (sjá ísl. 2010). Ástæður fólksfæðar í heilbrigðis- stéttum almennt eru auðvitað margv- íslegar og flóknar. Á þeim vanda er engin ein lausn. En hvað hjúkruna- rfræðinga varðar virðist rökrétt að báðar námsleiðimar hefðu átt að vera opnar áfram. Þó svo hefði ein- ungis verið í nokkur ár enn, hefði það létt verulega á rekstri sjúkrahú- sanna og raunar heilbrigðisþjón- ustunnar í heild. Hjúkrunarfræðingar, bæði þeir sem útskrifast hafa frá Hjúkruna- rskóla íslands og Hjúkrunamáms- braut í Háskóla íslands, eru áreiðan- lega vel menntaðir og mjög vel fær- ir um að stunda hjúkrunarstörf. Það breytir ekki þvi að jafnvægi milli eftirspuraar og framboðs hjúk- runarfólks hér á landi miðað við áðumefndar forsendur virðist ekki i sjónmáli. „Ástæður fólksfæðar í heilbrigðisstéttum al- mennt eru auðvitað margvíslegar og flókn- ar. A þeim vanda er engin ein lausn. En hvað hjúkrunarfræð- inga varðar virðist rök- rétt að báðar námsleið- irnar hefðu átt að vera opnar áfram.“ Því standa í ár fleiri rúm auð en í fyrra á fullkomnustu og best búnu sjúkrahúsum landsins, og útlit er fyrir að svo verði einnig á næstu árum. Sú staðreynd varðar fyrst og fremst þá sem þurfa á hjúkrun að halda og almenning í landinu. Höfundwr er framkvæmdastjóri stjómunarsviðs Ríkisspítalanna. Á FUNDI stjóraar BSRB, sem haldinn var hinn 24.mai, var ein- róma samþykkt svohljóðandi ályktun: Bandalag starfsmanna ríkis og bæja mótmælir harðlega bráða- birgðalögum, sem ríkisstjómin setti þann 20. maí sl.. BSRB vill leggja sérstaka áherslu á eftirfarandi: Þau efnahagslegu vandamál, sem ríkisstjómin hefur verið að fjalla um er augljóslega á engan hátt hægt að heimfæra upp á kjara- samninga. Sjaldan hefiir blasað STÉTTARSAMBAND bænda hefur á undanförnum árum leit- ast við að greiða fyrir því að böra úr þéttbýli geti dvalið á sveitaheimilum að sumarlagi. Á skrifstofu Stéttasambandsins í Bændahöllinni er hægt að fá upplýsingar um sveitaheimili sem reiðubúin eru til að taka böra til dvalar í lengri eða skemmri tima. Allstrangar kröfur em gerðar til þessara heimila um aðbúnað og þurfa þau að fá meðmæli viðkom- andi bamavemdamefndar. Einnig þarf að liggja fyrir skýrsla héraðs- læknis um húsakynni og heilbrigðis- vottorð heimilisfólksins. jafnaugljóslega við að rót vandans liggur í skipulagslausum offjárfest- ingum. Ráðstafanir, sem líta fram hjá þessari staðreynd, geta því eng- an vanda leyst. BSRB hefur ítrekað varað við því að grafíð sé undan trausti á gerðum samningum. BSRB bendir á að nýverið hefur verið gengið frá endurskoðun launaliðar hjá þorra félagsmanna bandalagsins. Sú end- urskoðun var gerð í ljósi þess að samningar rynnu út um næstkom- andi áramót. Það er óviðunandi og Teknar hafa verið saman leið- beiningar fyrir sveitaheimilin um meðferð og umönnun dvalarbam- anna og einnig fyrir foreldra um útbúnað barnanna fyrir sumardvöl- ina. Ingibjörg Hagstað^ húsfreyja að Vík í Skagafírði, og Áslaug Sig- urðardóttir, umsjónarfóstra hjá Fé- lagsmálastofnun Reykjavíkur, vom ráðgefandi við þá samantekt. Lögð er áhersla á að öryggi bamanna sé gætt í hvívetna og að dvölin hafí bæði uppeldislegt og menning- arlegt gildi fyrir bamið. Miðað er við að bömin séu að jafnaði 6—10 ára og að á hveiju heimili dvelji ekki fleiri en 4 böm samtímis. siðlaust að annar samningsaðilinn geti á þennan hátt gert að engu undirritaða samninga. Siðast en ekki síst bendir banda- lagið á að öll lýðræðisþjóðfélög við- urkenna að frelsi til að gera samn- inga um kaup og kjör er einn af homsteinum almennra mannrétt- inda. BSRB bendir á að lög, sem grafa undan lýðræðinu á þennan hátt, hljóta að verða íslendingum álitshnekkir meðal menningarþjóða. (Fréttatilkynning) S1J6rn BSRB: Bráðabirgðalögum mótmælt LJ)J Kæri bðeigandi! Á öllum stillingarverkstæðum færðu framkvæmda hjólastillingu fyrir lítið fé. Rétt hjólabil sparar stórkostlega dekkja- slit um leið og bíllirm lætur mun betur að stjóm. Kostnaðurinn getur skilað sér margfalt á einum mánuði! Dekkjavinafélagið &MSáLJFWÆrWM*r stendur með dekkjavinum

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.