Morgunblaðið - 27.05.1988, Qupperneq 24
24
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDÁGUR' 2T. MAÍ 1988
Málþing um meðvitimd
Varmahliðarskóli i Skagafirði.
Morgunblaðið/Páll Dagbjartsson
Varmahlíðarskóla slitið:
SJÖUNDA norræna heimspekimálþingið verður sett á morgun, laug-
ardaginn 28. mai, að Hótel Loftleiðum og stendur það fram til 31.
mai. Viðfangsefni þessa málþings er meðvitundin. Fimmtán erindi
verða flutt og eru flestir fyrirlesaranna frá Norðurlöndum. Mál-
þingið fer fram á þremur stöðum: Hótel Loftleiðum, Hótel Valhöll
á Þingvöllum og Norræna húsinu.
Norræna heimspekimálþingið er skóli íslands og Norræna húsið
haldið undir handatjaðri Samnorr-
ænu heimspekistofnunarinnar.
Stofnunin var sett á laggimar árið
1979 og fyrsta þing haldið í Kaup-
mannahöfn það ár. Síðan hefur
samnorrænt heimspekimálþing ver-
ið haldið á öllum Norðurlöndunum
og var fyrsta stóra þingið haldið í
Reykjavík árið 1980. Þá var við-
fangsefnið „Skilningur". Nú er röð-
in aftur komin að íslandi. Félag
áhugamanna um heimspeki, Há-
Fékk 10 í sjö námsgreinum
Varmahlíð.
VARMAHLÍÐARSKÓLA var sUt-
ið með formlegri athöfn í skólan-
um hinn 14. maí sl. í skólanum
í vetur voru 139 nemendur við
nám í 7 bekkjardeildum. Þar af
dvöldu 55 á heimavist, en Varma-
hlíðarskóU er nú eini heimavist-
argrunnskólinn á Norðurlandi
vestra.
28 nemendur luku námi upp úr
9. bekk og afhenti skólastjóri þeim
rós um leið og þau tóku við ein-
kunnabókum sínum. Hefur þetta
verið fastur siður um margra ára
skeið og gefur vissulega útskrift
9. bekkinga svolítið hátíðlegan svip.
Við skólaslitin voru afhentar við-
urkenningar fyrir góðan náms-
árangur, svo sem venja hefur verið.
Jóhanna Siguijónsdóttir frá Geld-
ingaholti fékk sérstaka viðurkenn-
ingu fyrir frábæran námsárangur í
9. bekk, en hún fékk einkunnina 10
í 7 námsgreinum, sem er einsdæmi
við skólann og jafnvel þótt vfðar
væri leitað. Þá var úthlutað viður-
kenningu úr Minningarsjóði Aðal-
heiðar Erlu Gunnarsdóttur fyrir
ástund og árangur i móðurmáls-
fræðum. Viðurkenningu þá hlaut
að þessu sinni Sólveig Olga Sigurð-
ardóttir, Sjávarborg. Nýstofnaður
Lionsklúbbur hér í framhéraði veitti
sérstaka viðurkenningu í þijá skóla
í vor á starfssvæðinu. Viðurkenn-
ingin er veitt þeim nemum sem
sýna sérstaka færni og næmleik í
meðferð íslensks máls. Með þessu
vilja Lionsmenn leggja áherslu á
hve mikilvægt það er að allir sem
einn leggi sig fram um varðveislu
íslensk máls og þar duga skólamir
ekki einir sér og óstuddir.
Við Varmahlíðarskóla er nú unn-
ið að byggingu búningsklefa við
sundlaugina og er sú framkvæmd
öll orðin meira en tímabær þar sem
gömlu klefamir eru því sem næst
ónýtir. Ekki kemst samt byggingin
í not á þessu ári en stefnt á næsta
vor. Þá er því ekki að leyna að
margir eru orðnir langeygir eftir
að íþróttasalur verði byggður en
telja verður að slík aðstaða, sem
íþróttasalur gefur, sé eitt af því
bráðnauðsynlegasta sem þarf að
vera fyrir hendi þar sem rekinn er
heimavistarskóli. - P.D.
Náttúruvernd:
Vinnuferð til
Krýsuvíkur
Sjálfboðaliðasamtök um nátt-
úruvemd hefja þriðja starfssum-
ar sitt á morgun, laugardag, með
vinnuferð til Krýsuvikur.
Þar verður unnið að endurbótum
og viðhaldi á trépöllum sem lagðir
voru um hverasvæðið og lokið verður
við gerð hringleiðar um svæðið.
Unnið er í samvinnu við Reykjanes-
fólkvang.
Lagt verður upp í ferðina frá
Umferðarmiðstöðinni vestanverðri
klukkan 9 á laugardagsmorgun og
er áætluð heimkoma um klukkan
19. Á heimleið verður farið um
Svartsengi og höfð viðdvöl við Bláa
lónið þar sem sjálfboðaliðunum gefst
færi á að skola af sér rykið.
# #
SKOUTSALA
Leðurbarnaskór kr.
Leðurkvenskór kr.
790,-
790,-
Mikið úrval af nýjum sumarvörum s.s. T-bolum, H-bolum, pilsum,
peysum, barnabuxum o.fl. o.fl.
á okkar landsfræga lága verði.
Opiðtil kl. 16 laugardaga
Laugavegi91
Hringbraut 119,
Keflavík
Drafnarfelli 12
Smiðjuvegi 2b,
Akureyri
standa að málþinginu að þessu
sinni.
Tveir íslendingar halda erindi á
málþinginu, Eyjólfur Kjalar Emils-
son ræðir um meðvitund í fomöld
og Stefán Snævarr sem nefnir er-
indi sitt: „Intersubjectivism and
Wittgensteinian Anxiety". Þekkt-
astir erlendu fyrirlesaranna eru
þeir Jon Hellesnes frá Tromsö-
háskóla, David Lewis, prófessor í
Princeton, og Jacques Taminiaux
frá Louvain í Belgíu.
Eins og áður segir stendur mál-
þingið í fjóra daga og er öllum heim-
il þátttaka. Fyrirlestramir verða
fluttir á ensku.
Dagskrá málþingsins er sem hér
segir:
Laugardaginn 28. mai á Hótel
Loftleiðum:
kl. 10:00 — 10:30 Málþingið sett:
Páll Skúlason, Peter Kemp, Knut
Ödegard
kl. 10:30 — 12:00 Jon Hellesnes
(Tromsö): „On The Difficulties of
Being (Fully) Conscious and the
Dialectics of Irony“
kl. 13:30 — 15:00 Steen Wacker-
hausen (Hróarskeldu): „Conscious-
ness and Artificial Intelligence"
kl. 15:00 — 16:30 John Haldane
(St. Andrews): „Naturalism and the
Problem of Intentionality"
kl. 17:00 — 18:30 Eyjólfur Kjalar
Emilsson (H.í.): „Consciousness in
Antiquity"
Þátttakendur skrái sig fyrir kl.
10:00 og greiði 250 kr. þátttöku-
gjald.
Sunnudagmn 29. maí fer dag-
skráin fram S Hótel Valhöll á
Þingvöllum:
kl. 10:30 — 12:00 Lilli Alanen
(Helsinki): „Descartes’s Notion of
Consciousness"
kl. 15:30 — 17:00 Gunnar Svensson
(Stokkhólmi): „Matter versus Cons-
ciousness: The Qualia Problem"
kl. 17:00 - 18:30 James Child
(Bowling Green): „The Metaphysics
of Software"
Þátttökugjald þennan dag er
3.200 kr. og er innifalin rútuferð,
hádegis- og kvöldverður. Þátttak-
endur skrái sig daginn áður á Hót-
el Loftleiðum.
Mánudaginn 30. maí í Norræna
húsinu:
kl. 9:30 — 11:00 Dick Haglund
(Lundi): „Intentionality as the Ess-
ence of Consciousness — The
Phenomenological Approach"
kl. 11:00 — 12:30 Seppo Sajama
(Turku): „Consciousness and Int-
entionality"
kl. 14:00 — 15:30 David Lewis
(Princeton): „What Experience Te-
aches"
kl. 15:30 — 17:00 Magne Dybvig
(Þrándheimi): „Consciousness, Int-
entionality and Dualist Theories of
Mind“
kl. 17:30 — 18:30 Stefán Snævarr
(Ósló og H.í.): „Intersubjectivism
and Wittgensteinian Anxiety"
Þátttakendur skrái sig fyrir kl.
9:30 og greiði 250 kr. þátttöku-
gjald.
Þriðjudaginn 31. mai á Hótel
Loftleiðum:
kl. 14:00 — 15:00 Ragnar Fjelland
(Tromsö): „Can Computers Make
Scientific Discoveries?"
kl. 15:00 — 16:30 Jacques Taminia-
ux (Louvain): „Thought and Action:
Meditations on Hannah Arendt"
Jarðgangagerð í Ólafsfjarðarmúla;
Fengum góða reynslu
við Blönduvirkjun
-segir Ellert Skúlason hjá Krafttaki
MIKILL munur var á lægsta til-
bóði í jarðgangagerð í Ólafs-
fjarðarmúla og þeirrar kostnað-
aráætlunar sem Vegagerð rikis-
ins gerði, eða rúmar 133 milljón-
ir. EUert Skúlason hjá Krafttaki,
sem átti lægsta tUboðið, sagði
aðspurður um ástæður þessa, að
tilboðið byggði að sjálfsögðu á
öUum þeim rannsóknum og mæl-
ingum sem Vegagerðin hefði
gert á svæðinu, en einnig hefði
fengist dýrmæt reynsla við gerð
þeirra jarðganga sem fyrirtækið
annaðist við Blönduvirkjun.
Þá kom fram hjá Ellert að Kraft-
tak mun nota að hluta til sömu
tæki og notuð voru við Blöndu, en
einhveiju verður bætt við og sagði
hann það ótvíræðan kost að hafa
stórvirkar vélar við höndina og
þurfa ekki að flytja þær til lands-
ins. Ellert sagði að svo virtist sem
Ólafsfjarðargöngin væru mjög svip-
uð að allri gerð og þau, sem gerð
voru við Blönduvirkjun, bæði hvað
varðar þvermál og hæð, enda aðeins
um einnar akreinar veg að ræða.
Ellert sagði að Vegagerðin hefði
boðað þá Krafttaksmenn til fundar
í næstu viku, þar sem rætt yrði
frekar um tilboð þeirra.