Morgunblaðið - 27.05.1988, Qupperneq 25
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 27. MAÍ 1988
25
Gunnar S. Jónsson hjá Hollustuvernd ríkisins:
Spjöll af völdum
þörunga möguleg
Útilokað að norsku þörungana reki hingað
VÍSINDAMENN telja engin llkindi til þess að þörungarnir sem nú
valda spjöllum f norskum fiskeldisstöðvum berist að íslandsströndum
með hafstraumum. Á hinn bóginn megi alltaf eiga von á staðbundnum
blóma þörunga hér við land ef rétt skilyrði myndast. Um það eru
mörg dæmi, hið þekktasta frá liðnu sumri þegar 40% fiskjar í haf-
beitarstöð í Hvalfirði dó af völdum þörunga. Heimildir frá fyrri öldum
greina frá „blóðsjó", sem dregur nafn sitt af þeim lit er mikill þörunga-
blómi í vatni veldur.
í ferðabók Eggerts og Bjarna er
greint frá blóðsjó á Seyðisfírði og
Álftafirði vestra sem bjarmaði af að
næturþeli, en afbrigði skoruþörunga
geta gefið frá sér ljós. Vart varð við
rauðan sjó við Keflavík árið 1966
og árið 1971 við Surtsey.
Svend Áge Malmberg haffræðing-
ur hjá Hafrannsóknarstofnun Is-
lands sagði útilokað að hafstraumar
bæru þörunga frá vesturströnd Nor-
egs inn á íslenskt hafssvæði.
„Straumamir liggja norður með
Noregi að Svalbarða og í fshafíð og
þessi sjór berst ekki hingað til lands
fyrr en eftir mörg ár frá Grænl-
andi. Lífsskilyrði þörunga í þessum
straumi eru engin. Auk þess bland-
ast sjórinn alltaf á leiðinni. Það
væru frekar íslenskir þörungar sem
gætu valdið usla. Það má alltaf bú-
ast við svæðisbundinni offramleiðslu
þeirra á heimaslóðum og þarf engan
innflutning til,“ sagði Svend.
„Þeir sem stunda fiskeldi þekkja
áhættuna. Það má alltaf búast við
spjöllum af völdum þörunga," sagði
Gunnar Steinn Jónsson vatna-
líffræðingur hjá Hollustuvemd ríkis-
ins. „Það er hinsvegar spuming
hversu mikið tillit við eigum að taka
til þessarar hættu við staðarval
vegna þess að talið er að sveiflur i
vexti þörunganna séu ófyrirsjáan-
legar eins og annað í náttúrunni.
Eftir því sem næringarefnamagn
eykst verða líkumar vissulega meiri,
en blóminn er þá jafnan bundinn við
afmarkað svæði.“
Þömngablóminn við Noregs-
strendur hefur verið rakinn til hlý-
inda í sjónum og aðstreymis næring-
arefna. Þegar þetta tvennt fer sam-
an ná þörungamir að blómstra.
Köfnunarefni er eitt þeirra næring-
arefna sem örvar vöxt þörunganna.
Magn þess í sjónum hefur farið vax-
andi vegna áburðamotkunar í land-
búnaði, en úrgangur frá fiskeldi
vejdur einnig aukinni mengun.
. Að sögn Gunnar Steins er áætlað
að um 9.500 lestir af köfnunarefni
renni til sjávar á íslandi ár hvert,
57% þess af völdum áburðar. Sam-
bærileg tala fyrir Eystrasaltið og
Kattegat er 1.000.0000 lestir köfn-
unarefnis. Hann sagði enga ástæðu
til að óttast þörungablóma vegna
aukinnar mengunar hér við land.
„Fiskeldið hefur ekki haft teljandi
áhrif á magn úrgangsefna í sjónum.
Við skilum raunar minna köfnunar-
efni til sjávar en við öflum með fisk-
veiðum. Fiskaflinn inniheldur um
fjórfalt meira köfnunarefni en það
sem við látum frá okkur," sagði
Gunnar Steinn Jónsson.
Morgunbladið/Emilía
Pétur B. Lúthersson og Birgitte Lúthersson við verðlaunatillögu sina að ruslaíláti.
Herferð borgaryfirvalda gegn sóðaskap:
„Láttu ekki þitt eftir liggja“
Borgaryfirvöld i Reykjavík hafa skorið upp herör gegn sóðaskap
og vilja fá allan almenning til liðs við sig. Helstu vopn í barát-
tunni gegn illri umgengni eru breytt hugarfar, fleiri heppileg rusl-
aílát og kjörorð sem vekja fólk til umhugsunar um hreina borg
og fögur torg. Verðlaun í hugmyndasamkeppni borgarráðs um
kjörorð og ruslastampa voru veitt á fimmtudag.
Efnt var til hugmyndasam-
keppninnar á síðasta ári en skila-
frestur rann út i febrúar. Keppnin
var öllum opin, atvinnuhönnuðum
og áhugafólki um bætta um-
gengni. Formaður dómnefndar
segir þetta fyrsta skrefíð í tiltekt-
inni, borgarráð ákveði framhaldið
á næstunni.
Annars vegar var keppt um
besta kjörorðið, hins vegar besta
uppdráttinn að ruslaíláti. Tæplega
400 tillögur bárust um gerð ruslaíl-
áta og 39 tillögur um kjörorð.
Heildarverðlaunafé nam 400 þús-
und krónum sem úthlutað var til
níu aðila.
Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson
borgarfulltrúi var formaður dóm-
nefndar, en auk hans áttu sæti í
nefndinni þau Ingibjörg Sólrún
Gísladóttir borgarfulltrúi og Pétur
Hannesson deildarstjóri. Trúnað-
armaður dómnefndar var Ólafur
Jensson framkvæmdastjóri.
„Láttu ekki þitt eftir liggja!"
þótti besta kjörorðið en höfundur-
inn er Jón Þorvaldsson. Í umsögn
dómnefndar segir að styrkur þess
felist í tvöfaldri merkingu; að taka
til hendinni við fegrun borgarinnar
og að skilja ekki eftir sig rusl. Jón
hlaut einnig þriðju verðlaun fyrir
kjörorðið „Hrein borg, betri borg!“
Lárus Jón Guðmundsson fékk
önnur verðlaun fyrir kjörorð sitt
„Góðan daginn, hreinsum bæinn"
og keypt voru kjörorðin „Vertu
ekki sóði, góði“ eftir Birgi H. Sig-
urðsson og „Götur eru ekki rusla-
fötur" sem 6. bekkur Heiðarskóla
á Akranesi sendi. Jafnframt voru
fest kaup á hugmjmd Sigríðar
Kristjánsdóttur að hreinsunará-
taki.
Pétur B. Lúthersson húsgagna-
arkitekt hlaut fyrstu verðlaun, 100
þúsund krónur, fyrir tillögu sína
að ruslaíláti, en við gerð hennar
naut hann aðstoðar Birgitte Lút-
hersson. Önnur verðlaun hlaut
Stefán Snæbjömsson og keyptar
voru tillögur Hrannar Vilhelms-
dóttur og Hörpu Karlsdóttur.
Víglundur Þorsteinsson á ársþingi FÍI:
Gengið hlýtur að
lækka meir á árinu
Hefði átt að semja um launalækkun
VÍGLUNDUR Þorsteinsson, formaður Félags íslenskra iðnrekenda,
sagði i ræðu á framhaldsársþingi félagsins að raungengi krónunnar
hlyti að lækka meir en orði væri. Hinar tvær gengisfellingar, 6%
og 10%, sem hefðu orðið það sem af er árinu myndu aðeins leiða til
um 4-5% raungengislækkunar fram til ársloka. Víglundur sagði að
bankakerfið á íslandi væri dýrt, og vinnubrögð þar að mörgu leyti
úrelt, og ef til vill væri nauðsynlegt að fá erlenda samkeppni til að
knýja fram lækkun raunvaxta, en islenskt atvinnulíf þyldi hina háa
raunvexti ekki til lengdar. Þá sagði hann að skynsamlegast hefði
verið að semja um beina launalækkun í vetur, því það hefði leitt til
minni verðbólgu og minni kaupmáttarskerðingar en „gömlu hefð-
lyundnu úrræðin“, sem nú væri gripið til.
Raunvaxtastef nan
féll í fyrra
Morgunblaðið/ólafur K. Magnússon
Óiafur Davíðsson, framkvæmdastjóri Félags íslenskra iðnrekenda,
Þorsteinn Pálsson, forsætisráðherra, og Víglundur Þorsteinsson,
formaður FÍI, við upphaf framhaldsaðalfundar iðnrfekenda í gær.
Víglundur sagði að á undanföm-
um 18 mánuðum hefði kaupmáttur
aukist meir en dæmi væru um áður
og hann hefði verið kominn 15%
upp fyrir það sem hann var árið
1982, þegar hann var hæstur áður.
Þrátt fyrir þennan háa kaupmátt
hefði ekki verið hægt að semja á
„raunsæisnótum" á tíma minnkandi
þjóðartekna. Raunvaxtastefnan
hefði þegar verið fallin í október
1987, þegar 7,23% hækkun á öll
laun kom til framkvæmda, en ekki
krónutöluhækkun að upphæð 1.600
krónur á mánuði, eins og vjnnuveit-
endur hefðu lagt til en ASÍ hafnað.
Það hefði hins vegar tekið þjóðina
nokkra mánuði og óraunhæfa
kjarasamninga að gera sér grein
fyrir þessarri staðreynd.
Fastgengisstefnan hefði aðeins
staðist ef engin launabreyting hefði
orðið á árinu 1988, eða að samið
hefði verið um beina launalækkun.
Orðrétt sagði Víglundur: „Launa-
lækkun var skynsamlegasti samn-
ingskosturinn í kjarasamningum
vetrarins. Sá kostur hefði tryggt
lágmarksverðbólgu á þessu ári og
jafnvel leitt til minni kaupmáttarr-
ýmunar en gömlu hefðbundnu úr-
ræðin.“ Víglundur sagði að laun
hér á landi væru 70% af þjóðartekj-
um og hefði það hlutfall farið hækk-
andi undanfarin ár og væri nú far-
ið að bera á því að íslensk fyrir-
tæki væru farin að fækka starfs-
fólki til að vinna gegn þessarri þró-
un.
Eyðslan í góðærinu veldur
óróanum nú
Ólgan og óróleikin í þjóðfélaginu
sl. vetur yrði ekki skýrður með lág-
um launum, en fólk væri nú að slig-
ast undan afborgunum og vöxtum
af eyðslulánum síðustu tveggja ára.
íslendingar eyddu miklu meira en
íbúar nágrannalandanna; meðan
aðrar þjóðir spöruðu fyrir orlofs-
ferðinni færu íslendingar af stað
með bankavíxil á bakinu og kredit-
kortin að vopni.
„íslendingar virðast ekki þola
það að tilraun sé gerð til að breyta
launahlutföllunum í þjóðfélaginu,"
sagði Víglundur. „Það er einfald-
lega svo að verstu óvinir íslenska
láglaunamannsins eru þeir stóru
hópar launþega sem betur eru sett-
ir. Þeir hópar koma einfaldlega í
veg fyrir það að þeir lægst launuðu
fái sérstakar leiðréttingar á sínum
kjörum."
Samdrátturinn nú verður
sársaukafullur
Víglundur sagði að háir raun-
vextir væru mikið áhyggjuefni og
það væri beinlínis stórhættulegt að
taka lán til eyðslu og óvaranlegra
íjárfestinga í dag. En þrátt fyrir
mjög háa raunvexti hefði ekkert
dregið úr eftirspum eftir lánsfé,
þvert á móti hefði hún aukist. Raun-
vaxtastefnan hefði skilað árangri í
aukningu innlána, en hefði verið
algjörlega árangurslaus hvað útl-
ánahliðina varðaði. Víglundur sagði
að skýringin á þessu gæti verið sú
að raunvextir á skuldabréfalánum
hefðu aðeins verið jákvæðir á ámn-
um 1984 og 1986-’87, sem hefði
verið hagvaxtar- og þenslutímabil.
Væri þetta rétt ættu háir raun-
vextir að fara að draga úr eftir-
spum eftir lánsfé núna næstu mán-
uði, þegar samdrátturinn færi að
gera vart við sig.
Víglundur benti á að íslendingar
hefðu ekki farið í gegnum efna-
hagssamdrátt með jákvæðuni raun-
vöxtum síðan í kreppunni miklu.
Þess væri því að vænta að núver-
andi samdráttartími gæti orðið mun
sársaukafyllri en fyrri samdráttar-
skeið.
Dýrt bankakerf i -
úrelt vinnubrögð
Víglundur sagði að íslenska
bankakerfið væri þungt og dýrt í
rekstri og þyrfti mikinn vaxtamun
inn- og útlána til að standa undir
kostnaði. Þessi vaxtamunur væri
með því hæsta sem þekktist í heim-
inum. Víglundur nefndi nokkur
dæmi um það sem hann kallaði
„úrelt vinnubrögð" hjá bönkunum
og hvemig þau ykju á fjármagns-
kostnað fyrirtækja, m.a. með því
að afgreiða langtímalán sem marg-
framlengd skammtímalán með til-
heyrandi stimpilkostnaði og þókn-
unum.
Það væri áleitin spuming hvort
ekki væri tímabært að opna landið
meira, þannig að íslendingar gætu
sparað og tekið lán í útlöndum og
útlendingar tekið lán og sparað á
Islandi. Jafnhliða slíkum aðgerðum
þyrfti að leyfa erlendum aðilum að
eiga og reka banka hér á landi.
Þetta væri ef til vill eina ráðið til
að færa raunvaxtastigið niður, en
íslenskt atvinnulíf þyldi ekki til
lengdar að raunvextir hér væru
miklu hærri en í nágrannalöndun-
um.
Starfsfólki fækkað,
fjárfestingiim frestað
Víglundur sagði að hinar tvær
gengisfellingar á þessu ári, 6% og
10%, gætu í besta falli leitt til raun-
gengislækkunar upp á 4-5% í árs-
lok, þegar upp væri staðið. Sú lækk-
un dygði ekki til að rétta af sam-
keppnisstöðu íslenskra útflutnings-
greina. „Það má því öllum vera
ljóst, sérstaklega nú eftir síðustu
verðlækkanir á afurðum okkar, að
aðlögun raungengis að breyttum
aðstæðum er ekki lokið. Raungeng-
ið hlýtur að lækka meir en orðið
er.“ En þó að raungengið ætti eftir
að lækka enn á þessu ári, yrði það
samt mjög hátt miðað við meðaltal
áranna 1984 og 1985.
Víglundur varaði við nýrri kaup-
æðisöldu vegna hugsanlegrar geng-
isfellingar, slíkt væri „gamaldags
rugl“, þar sem háir raunvextir
kæmu í veg fyrir að nokkur gróði
fengist af því að taka lán til kaupa
á t.d. bíl rétt fyrir gengisfellingu.
Víglundur sagði að fyrirtækin
yrðu að bregðast við þeim vanda-
málum sem steðjuðu að þeim vegna
hárra launa, hárra raunvaxta og
hás raungengis með því að fresta
fjárfestingum, fækka starfsfólki og
hagræða rekstrinum eins og frekast
væri unnt. Með réttum viðbrögðum
mætti koma í veg fyrir að það sam-
dráttarskeið sem framundan væri
yrði langvinnt.