Morgunblaðið - 27.05.1988, Qupperneq 27

Morgunblaðið - 27.05.1988, Qupperneq 27
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 27. MAÍ 1988 27 Shimon Peres í Brussel: Hlutur EB og framtíð Israels Brussel, frá Kristófer M. Kristinssyni, fréttaritara Morgunblaðsins. SHIMON Peres utanríkisráð- herra ísraels átti í vikunni við- ræður við utanrikisráðherra Evrópubandalagsins í Brussel. A fundi hans og ráðherranna var m.a. rætt um afgreiðslu Evrópuþingfsins á tillögum um viðskiptasambönd við ísrael, en þingið felldi tillögurnar í vetur. Jafnframt ræddu ráðherrarnir hugsanlega ráðstefnu um að koma á friði í Mið-Austurlönd- um og þátt Evrópu í þeirri við- leitni. Á blaðamannafundi sagði Peres að Evrópa bæði gæti og yrði að stuðla að annarri og betri framtíð fyrir fólk í Mið-Austurlöndum, framtíð sem byggðist á friði og efnahagslegum framförum. Hann lagði áherslu á landfræðileg og menningarleg tengsl Evrópu við þennan heimshluta og minnti á þá staðreynd að EB hefur vinsam- leg samskipti bæði við ísrael og arabaríkin. Hans Dietrich Gensc- her utanríkisráðherra Vestur- Þýskalands, sem situr í forsæti í ráðherranefndinni, ítrekaði stuðn- ing Evrópubandalagsins við hug- myndina um ráðstefnu um ástand- ið fyrir botni Miðjarðarhafsins og sagði að finna yrði pólitíska lausn á vandanum, óbreytt ástand væri alls óviðunandi. Hann kvaðst fagna breyttum viðhorfum beggja stórveldanna og skoraði á Sov- étríkin að taka upp eðlileg sam- skipti við ísrael. Aðspurður kvaðst Peres furða sig á afstöðu sovéskra stjómvalda og sagðist hafa sagt Eduard Shev- ardnadze utanríkisráðherra Sov- étríkjanna, að þeir létu eins og kapítalisti sem sækir um lán í banka með því að reyna að telja bankanum trú um að hann þurfi ekki á láni að halda. Um þá gagn- rýni að ráðstefna um málefni Mið- Austurlanda yrði lítt annað en glansathöfn sagði hann að ljóst væri að menn væru ekki að efna til hanastélsboðs og ráðstefnan myndi verða árangursrík ef stór- veldin bæði stæðu heilshugar að henni. Hann sagði að það væri drengileg hugmynd að senda evr- ópskan her á svæðið, en taldi litlar líkur á að það myndi einhveiju breyta, benti í því sambandi á al- þjóðlegt herlið í Líbanon og árang- ur þess. Hermdarverk íPretoríu Fjórar hvítar konur særðust í sprengjutilræði í Suður-Afríku í gær, þar af tvær alvarlega. Tvær sprengjur sprungu með fimm mínútna millibili í verslunarhverfi borgarinnar Pretoríu, sem er að- setur ríkisstjómarinnar. Var fyrri sprengjan falin í bíl en sú síðari að líkindum í blómavasa. Yfirvöld kenndu skæruliðum Afríska þjóð- arráðsins, ANC, um tilræðin. Tveir hvítir lögreglumenn voru í gær dæmdir til dauða fyrir að pynta og myrða svartan ungling fyrir tveim árum. Verði dómunum ftillnægt munu mennimir verða fyrstu hvítu lögreglumennimir sem teknir verða af llfí vegna glæpa við störf í hverfum blökkumanna eftir að óeirðir hófust að marki árið 1984. Reuter Ný lög um samvinnufélög: Æðsta ráð Sovétdkjanna fékk allar óskír sínar uppfylltar ÆÐSTA ráðið I Sovétríkjunum samþykkti sanihljóða i gær ný lög um samvinnufélög eftir að hafa knúið i gegn breytingu á skattareglugerð rikisstjórnarinnar. Hart var deilt um málið á miðvikudag og sagði Alexejj Ponomarev, formaður sérstakrar þingnefndar sem fjallaði um málið, að niðurstaðan hefði verið sú að stjómin endurskoðaði stigvax- andi skatta á ágóða samvinnufélaganna. „Nýju lögin munu því ekki skerða hagsmuni nokkurs aðilja, hvorki ríkisins né samvinnufélag- anna,“ sagði Ponomarev. Míkhaíl S. Gorbatsov Sovétleiðtogi var viðstaddur þegar Ponomarev greindi þingheimi frá breytingartil- lögum þingnefndarinnar sem sett var á laggimar til að miðla málum milli ríkisstjómarinnar og þingsins. Hann sagði að margir þingmenn hefðu gagnrýnt nýlega reglugerð stjómar- innar sem fól I sér að háir skattar vom lagðir á ágóða samvinnufélag- anna og bætti því við að tekið hefði verið tillit til gagnrýninnar í einu og öllu. Breytingamar á lagafrumvarpinu fela m.a. í sér að samvinnufélög mega nú byggja hús, leggja vegi og stofna menningarklúbba. Einnig er tiyggt að yfirvöld á hveijum stað megi ekki hafa afskipti af samvinnu- félögunum hvað varðar skiptingu ágóðans. Að því búnu bar Avgust Voss, forseti annarrar þingdeildarinnar, frumvarpið ásamt breytingartillög- um undir atkvæði og var það sam- þykkt samhljóða af báðum deildum að sovéskum sið. Atkvæðagreiðslan átti að fara fram á miðvikudag en var frestað til fímmtudags vegna ágreiningsins í þinginu. Þingnefndin sem samdi breyting- artillögumar sem komu frumvarpinu í höfn fundaði sem fyrr segir á mið- vikudagskvöld og voru tveir fulltrúar úr Stjómmálaráðinu viðstaddir auk Boris Gostevs, fjármálaráðherra og höfundar skattareglugerðarinnar umdeildu. Ónafngreindur embættismaður á vegum þingsins sagði Mary Ellen Bortin, fréttamanni JZeuters-frétta- stofunnar, að kvörtunum hefði rignt yfir Gostev á fundi nefndarinnar. „Hann átti í erfiðleikum með að fá orðið. Hann er f fremur óþægilegri aðstöðu," bætti hinn ónafngreindi heimildarmaður við. Hluta þingnefndarfundarins var sjónvarpað á miðvikudagskvöldið og er slíkt dæmi um „glasnost" varð- andi starfsemi þingsins einstakt í sögu Sovétríkjanna. Einnig eiga sjónvarpsáhorfendur ekki að venjast því að sjá þijá háttsetta menn tekna á beinið af fulltrúum í Æðsta ráð- inu. Sagt er að Viktor Nikonov og Georgíj Razumovskíj, félagar í Stjómmálaráðinu, hafí setið þöglir undir beinskeyttum árásum þing- manna. Nýju lögin sem samþykkt vom í gær og ganga í gildi þann 1. júlí hafa það að markmiði að hvetja fólk sem er reiðubúið að taka áhættu til að segja upp störfum hjá ríkinu, þar sem launin em lág en trygg, og hefja eigin atvinnurekstur I samvinnufé- lögum. í þeim felst einnig að fólk má hafa mun meira í tekjur áður en skattheimta kemur til sögunnar held- ur en fyrr. En margir spyija hvaða afleiðing- ar það hafí að hækka þak á tekjum manna. „Tökum dæmi af kolanámu- manni," heldur heimildarmaðurinn áfram, „hann vinnur baki brotnu fyrir 500 rúblum á mánuði og ráð- herrar fá 600-700 rúblur. En það gengur ekki að samvinnumaður sem selur kebab úti á götu þéni meira en ráðherra. Við verðum að varð- veita félagslegt jafnrétti." Annar vandi varðandi samvinnu- stefnuna nýju var ræddur í þing- nefndinni á miðvikudag. Menn veltu því fyrir sér hvað gera þyrfti til að halda bændum á samyrkjubúunum, homsteini sovésks landbúnaðar. Lagt var til að hækkaðar yrðu lífeyr- isgreiðslur til þeirra sem setjast I helgan stein eftir starfsævi á sam- yrkjubúum því ella fengist enginn til að vinna þar. Gostev var spurður hvað slík ráðstöfun myndi þýða mikia útgjaldaaukningu fyrir ríkið. Þegar hann svaraði að ríkið þyrfti sennilega að punga út 1,5 milljörðum rúblna (100 milljörðum ísl. krónfy til við- bótar sögðu þingmenn: „Utvegaðu þá peningana, þú ert ráðherrann!" Að sögn heimildarmannsins sýnir þetta hver breyting hefur orðið í lýð- ræðisátt síðan Gorbatsov tók við völdum. „Það sem gerst hefur undan- fama daga er ótrúlegt," sagði sendi- maður vestræns ríkis Sem fylgdist með fundinum. „Það lítur út fyrir að Æðsta ráðið sé að breytast í raun- vemlegt þjóðþing." Sovétríkin: Kolmunnaleit yfir Noregi og Svíþjóð Nota fullkomna njósnavél af gerðinni Hjúsín-18 Ósló. Frá Rune Timberlid, fréttaritara Morgunblaðsins. NÝRRI og mjög stórri, sovéskri eftirlits- og njósnaflugvél, Iljúsín-18 DORR, hefur að undanförnu verið flogið nokkrum sinnum yfir Svíþjóð og Noreg undir því yfirskini, að verið sé að fara til kolmunnaleitar á Atlantshafi. BlaðafuUtrúi sovéska sendiráðsins í Ósló hélt þvi a.m.k. fram við dagblaðið Aftenpost- en en þeir, sem til þekkja, vísa þeirri fuUyrðingu algerlega á bug. Teije Monstad, fískifræðingur kolmunnans verði leitað úr flugvél Á þessu korti, sem birtist á forsíðu Aftenposten 20. maí sl., sést flugieiðin, sem Sovétmenn fara til kolmunnaleitarinnar. Er farið frá Riga í Lettlandi og beint yfir Svíþjóð og Noreg. við Hafrannsóknastofnunina í Björgvin og maður sérfróður um lífshætti kolmunnans, segir, að viðbára Sovétmanna sé út í hött. í viðtali við Aftenposten sagði hann, að á útmánuðunum héldi kolmunninn sig á 400 metra dýpi á hrygningarslóðunum vestur af Bretlandseyjum og því útilokað að finna hann úr flugvél. „í apríl fer hann inn í Noregs- haf og upp að íslandi og Jan Mayen I ætisleit en heldur sig enn á tiltölulega miklu dýpi, 200-400 m. Aðeins lítill hluti stofnsins, ungfiskurinn, fer upp undir 100 metrana," sagði Monstad. Sovéskir fískifræðingar hafa aldrei minnst á það við norska starfsbræður sína eða aðra, að og Monstad segist ekki geta ímyndað sér með hvaða tækjum sé unnt að fínna hann. Það var vegna mistaka í norska herráðinu, að Sovétmenn fengu leyfi til að fljúga yfír norskt land í þessari koimunnaleit en þar sem stjómvöld hafa nú einu sinni veitt leyfíð veigra þau sér við að aftur- kalla það. Iljúsín-18 DORR er kunn sem hreinræktuð njósna- flugvél og komst fyrst í fréttimar á Vesturlöndum árið 1986. Blaða- fylltrúi sovéska sendiráðsins í Ósló segir hins vegar, að flugvélin hafi verið notuð til fiskileitar frá 1979. Samkvæmt upplýsingum frá vamarliðinu á Keflavíkurflugvelli hefur þessara flugvéla ekki orðið vart í eftirlitsflugi liðsins.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.