Morgunblaðið - 27.05.1988, Page 28

Morgunblaðið - 27.05.1988, Page 28
28 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 27. MAÍ 1988 Bandaríkin: Aukinn hagröxtur og minni verðbólga Washington, London, Reuter. Bandaríkjadollar hækkaði í verði í gær eftir að í ljós kom Suður-Líbanon Herinn leiter skæruliða Isrælar gera loftár- ásir á líbönsk þorp Maijayoun, Reuter. BANDAMENN ísraela leituðu í gær skæruliða í suður-líbönskum þorpum í annað sinn á tveimur dögum. ísraelskar orrustuþotur studdu við bakið á þeim og gerðu loftárásir á víghreiður Hizbollah, Flokks Guðs, í þorpinu Louw- aizeh, sem er tveimur kílómetrum frá öryggissvæðinu við norður- Iandamæri ísraels. Hermenn í Suður-Líbanonsher leituðu í þrjá tíma í Louwaizeh, sem er helsta víghreiður hermanna sem studdir eru af írönum. Loftárás ísra- ela á þorpið var sú þriðja á tveimur dögum, en þeir hafa tólf sinnum gert loftárás á Líbanon á þessu ári. Landher ísraela er einnig sagður hafa stutt við bakið á Suður-Líban- onsher í gær. Talsmaður Hizbollah í Beirút sagði að ísraelskar þotur hefðu varp- að sprengjum á stöðvar flokksins í Louwaizeh meðan liðsmenn Hiz- bollah hefðu barist við ísraelska og suður-líbanska hermenn og valdið miklu mannfalli. að hagvöxtur var meiri í Banda- ríkjunum á fyrsta ársfjórðungi þessa árs en reiknað hafði verið með og verðbólga minni. Bandaríska viðskiptaráðuneytið segir að hagvöxtur í Bandaríkjun- um hafi numið 3,9% á ársgrund- velli fyrstu þijá mánuði þessa árs en spáð hafði verið 2,3% hagvexti á tímabilinu. I Lundúnum hækkaði Banda- ríkjadalur um 0,25 pfennig í kjölfar tíðindanna og nálgaðist 1,71 vest- ur-þýskt mark. Dollarinn hækkaði einnig gagnvart pundinu og fengust 1,86 dalir fyrir pundið, fjórðungi úr senti minna en daginn áður. Fréttin um aukinn hagvöxt og minnkandi verðbólgu í Banda- ríkjunum er túlkuð sem ávinningur fyrir George Bush, sem stefnir að forsetaembættinu, því gengi hans í kosningabaráttunni er háð því hvemig stjóm Reagans gengur að leysa efnahagsvandræði landsins. Hagfræðingar segja nú að fyrri spá um 2,4% hagvöxt á þessu ári kunni að hafa verið of svartsýn. Frakkar lækkuðu vexti í gær um fjórðung úr prósentu og segir Pi- erre Beregovoy, fjármálaráðherra, að þetta sé merki um batnandi hag landsins og aukið traust á frankan- um. Tilkynning þar að lútandi kom frá Seðlabanka Frakklands sama daginn og kynntar vom niðurstöður skoðanakönnunar sem spáir Sósíali- staflokknum meirihluta í þingkosn- ingum í næsta mánuði. Námabruni á Svalbarða: Óttast að eldarnir muni loga árum saman Panama: Ósló, frá Rune Timberlid, fréttaritara Morgunblaðsins. FORSVARSMENN fyrirtækisins ríkinu. Tapið Store Norske Spitsbergen Kull- kompani, sem staðið hefur fyrir námagreftri á Svalbarða í mörg ár, óttast að eldur sem kviknaði á þriðjudag í einni af námum fyrirtækisins á Svalbarða muni loga árum saman. Slökkvistarfi var hætt á miðviku- dag í námunni vegna sprengihættu. Ekki er ljóst með hvaða hætti hægt er að slökkva eldinn. í athugun er að kalla til vestur-þýska sérfræð- inga um slökkvistarf í náma- göngum. Einnig hefur komið til tals að flytja ís frá skriðjöklunum á Svalbarða og fylla námuna af vatni. Náma númer 7 þar sem eldurinn geisar hefði í ár gefíð af sér 60% af öllum kolum sem unnin eru úr jörð á Svalbarða. Bruninn í nám- unni veldur því gífurlegu fjárhags- legu tjóni hjá Store Norske-fyrir- tækinu, sem er rekið af norska er talið nema um 300.000 norskum krónum (um 2 millj. ísl. kr.) á dag. Ef eldurinn logar lengi er hugsanlegt að tækja- búnaður eyðileggist með öllu en hann er metinn á 2 milljónir nor- skra króna ( 14 millj. ísl. kr.). Bretland: Ný aðferð til að meta stofnstærð hvala Gerir vísindaveiðar ónauðsynlegar St. Andrews. Frá Guðmundi Heiðari Frimannssyni, fréttaritara Morgunblaðsins. VÍSINDAMENN við háskólann gæti haft áhrif á þær veiðar. í Cambridge segjast hafa fund- ið upp nýja aðferð til að meta stofnstærð hvala, að því er seg- ir í The Times í gær. Aðferðin gerir hvalveiðar í vísindaskyni ónauðsynlegar. Vísindamennimir, A. Rus Ho- elzel og William Amos, sem starfa við háskólann í Cambridge, segja frá því í vísindaritinu Nature, sem út kom í gær, að með erfðagrein- ingu á fáeinum milligrömmum af skinni hvala sé unnt að afla sömu upplýsinga og með vísindaveiðun- um. Á grundvelli hennar sé hægt að átta sig á aldurssamsetningu og stofnstærð ólíkra tegunda. Japanir og íslendingar hafa veitt hvali í vísindaskyni í sam- ræmi við samþykktir Alþjóða hvalveiðiráðsins. Þessi uppgötvun Þessi nýja aðferð, sem nefnd er erfðafarsaðferð (genetic fínger- printing), er í rauninni ekki ný. Það, sem er nýtt við hana, er að beita henni við hvali. Aðferðin hefur valdið byltingu við lögreg- lurannsóknir síðustu þijú árin og gerir mögulegt að úrskurða með fullri vissu í faðemismálum. Aðferð þessi felst í því að greina hin smávægilegu frávik, sem eru í samsetningu sameindar erfða- efnisins DNA í hveijum einstakl- ingi. Með henni fæst mynstur, sem enginn annar einstaklingur getur haft. Þar sem sérkenni erfðaefnis einstaklinganna erfast frá foreldrum til bama, er unnt að segja til um, hve skyldir tveir einstaklingar eru. Hoelzel og Amos telja, að með því að átta sig á skyldleika ein- staklinganna sé mögulegt að átta sig á samsetningu stofnsins. Einn- ig megi þannig sjá erfðafræðileg- an breytileika stofnsins. Hann segir til um, hve lítill stofninn megi vera til að tegundin lifí. Vísindamennimir lögðu fram gögn úr rannsóknum sínum á út- selum á fundi vísindanefndar AI- þjóða hvalveiðiráðsins í San Diego í Kalifomíu í síðastliðinni viku. í þeim kemur fram, að hægt er að að átta sig á þróun stofnsins með því að tengja mæður við afkvæmi. Erfðagreining á höfrungum bendir til að erfðafræðilegur breytileiki þeirra sé minni en ann- arra tegunda. Þótt það sé venju- lega til marks um að of fáir ein- staklingar æxlist saman þá er einnig mögulegt, að erfðasam- setning höfrunga sé öðmvísi en annarra hvala. Yiðræður Noriega og Banda- ríkjastjórnar í strand „Við stefnum ekki að frekari samningaumleitunumu segir Shultz Washington, Panama City, Reuter. VIÐRÆÐUM fulltrúa Banda- ríkjastjórnar og Noriega, yfir- manns herafla Panama en hann er jafnframt valdamesti maður Finnland: Verðbréfabrask veldur upp- námi hjá kommúnistum Helsinki. Frá Lars Lundsten, fréttaritara Morgunblaðsins í Finnlandi. NÝR kommúnistaflokkur var stofnaður í Finnlandi um síðustu helgi og eru þá þrír kommúnista- flokkar starfandi hér í landi. Á sama tíma og flokkum kommún- ista fjölgar fer fylgi þeirra dvínandi, samkvæmt skoðana- könnunum. Gömlu kommamir eiga við fleira að stríð en að rótttækir menn segi skilið við þá og stofni nýja flokka. Nú síðast hafa misheppnuð verð- bréfaviðskipti valdið kreppu í stærsta kommúnistaflokknum. Al- var Aalto, flokksformaður, hefur til- kynnt afsögn sína vegna níu milljóna marka, eða 90 milljóna íslenzkra króna, taps á rekstri flokksins í fyrra. Hefur það mælst illa fyrir hjá hin- um almenna flokksmanni að fjár- málastjóri flokksins skyldi reyna að laga fjármál hans með verðbréfa- braski. Voru verðbréfakaupin m.a. fjármögnuð með sölu fasteignar í miðborg Helsinki fyrir hlægilega lágt verð. Fyrir hönd flokksins keypti fjár- málastjórinn m.a. hlutabréf í tízku- verzlun í Helsinki. Þótti það skemmtileg tilviljun að búðin skyldi heita Kuusinen því einn af kunnustu kommúnistum fyrri tíma hét O.W. Kuusinen. Var hann náinn sam- starfsmaður Stalíns eftir að hann varð landflótta frá Finnlandi árið 1918. Fjármálastjóranum var sagt upp starfí og nú vilja flokksmenn losna við verðbréfin líka. Gömlum komm- únistum fínnst það óviðeigandi að byltingarsinnaður flokkur reyni að græða á fjármálamarkaði auðvalds- ins. Flokkurinn verður höfuðlaus um helgina þegar Aalto hættir for- mennsku því stjómmálanefnd flokksins sagði öll af sér þegar hin slæma fjárstaða flokksins og verð- bréfaviðskiptin voru kunngerð. Talið er að kreppan í Finnska kommúnistaflokknum geti á endan- um Ieitt til þess að fínnskir kommún- istar sameinist. landsins í reynd, lauk á miðviku- dag án nokkurs árangurs. Til- boði Bandaríkjastjórnar um að hún félli frá ákærum um meint fíkniefnabrask Noriega að því tilskildu að hann legði niður völd og yfirgæfi Panama var hafnað að sögn bandariskra talsmanna. Fulltrúi Noriega segir að samkomulag hafi aldr- ei verið í augsýn. Dagblað í Panama staðhæfir að heryfir- völd landsins hafi krafist trygg- ingar fyrir því að núverandi forseti, Solis Palma, héldi völd- um. Bandaríkjastjórn styður enn þá Eric Arturo Delvalle, sem sneri baki við Noriega og var þá settur af. „Við erum friðsöm þjóð. Við stofnum ekki til byltinga þar sem fjöldi fólks liggur í valnum" sagði Juan Sosa, sendiherra Panama í Washington, í gær. Panamastjóm vék honum á sínum tíma úr starfí en Reaganstjómin viðurkennir hann eftir sem áður. Sosa sagði fréttamönnum að fólk yrði að skilja að það tæki tíma að velta einræðis- herra en Panamabúar væru stað- ráðnir í að losna við Noriega. Hann ráðlagði Bandaríkjastjóm að draga sig nú í hlé og styðja þess í stað tilraunir andófsmanna í Panama og ríkisstjóma í rómönsku Ameríku til að leysa málið. Shultz, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, sem hafði frestað för sinni á leiðtogafundinn í Moskvu í von um að lausn væri í sjónmáli í Panamadeilunni, mót- mælti ásökunum um að Reagan- stjómin hefði slitið viðræðunum til að þóknast George Bush, varafor- seta, væntanlegum frambjóðanda repúblikana í forsetakosningunum í haust. Bush hefur lýst því yfír að hann telji rangt að semja við fíkniefnalögbijóta eins og Noriega og er það mjög óvenjuiegt að hann lýsi andstöðu við aðgerðir stjómar- innar. Reagan forseti sagði á miðviku- dagskvöld að hann teldi stjóm sína ekki hafa veikst vegna niðurstöðu viðræðnanna við Noriega.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.